Morgunblaðið - 30.05.1999, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
lesa fornsögu í útvarpinu og ég legði
til að við opnuðum útvarpið og lét-
um strákinn heita fyi-sta karlmanns-
nafninu sem fyrir kæmi í sögunni -
og það var Flóki. Eg sagðist vilja
láta skíra strákinn það - hvað sem
hver segði og það varð. Þegar Flóki
óx upp var hann mjög ánægður með
nafnið sitt, fannst það gott lista-
mannsnafn. Flóki var skemmtilegur
strákur og eftir að hann byrjaði að
teikna þá sleppti hann ekki blýant-
inum. Hann var ekki nema tveggja
og hálfs árs þegar hann fyrst fór að
teikna. Ég var með hann á Hellu,
það var rigning og ég var að skrifa
Alfreð manninum mínum. Þá spurði
ég Flóka í gamni hvort hann vildi
ekki líka skrifa pabba sínum. Jú,
hann vildi það og fékk bláan renn-
ing. Hann páraði á hann mynd af
sjálfum sér og rigningu allt í kring,
hún var svo sniðug þessi fyrsta
teikning hans. Eftir þetta sleppti
hann ekki blýantinum. Ég ýtti undir
þessa teikniáráttu hjá honum
þannig að ég sá um að alltaf væri við
höndina pappír og blýantur. Hann
fór ekki í símann öðruvísi en teikna
á meðan. Síminn var frammi á gangi
og símaskráin var jafnan útteiknuð.
Frænka hans ein vildi fá að koma
með sína til að hann gæti párað í
hana líka, en það varð ekki af fram-
kvæmdum hjá henni.“
Banvænn ættarsjúkdómur
„Við Alfreð maðurinn minn byrj-
uðum að búa á Oðinsgötu 4 og þar
er Flóki fæddur í litlu þakherbergi á
fjórðu hæð. Lengst af bjuggum við
Alfreð hins vegar á Bárugötu 18 þar
sem tengdafaðir minn hafði búið.
Alfreð maðurinn minn var frábær
heimilisfaðir. Hann starfaði sem
verkstjóri hjá Sameinaða gufuskipa-
félaginu þar sem faðir hans vann og
tók við af honum þegar hann lést.
Systkini Aifreðs vildu að við fengj-
um hús tengdaföður míns þegar
hann var allur. Ingibjörg dóttir mín
fylgdi mér ekki þangað, hún vildi
vera kyrr hjá mömmu. Yngsta bam
mitt var dóttir sem heitir Guðlaug
eftir ömmu sinni. Hún og Flóki
fengu bæði blöðrunýru og faðir
þeirra einnig. Þessi sjúkdómur var í
föðurætt Alfreðs. Karl faðir hans og
mörg föðursystkini fóru úr þessum
sjúkdómi. Maðurinn minn og Flóki
dóu báðir af hans völdum en Gulla
dóttir mín lamaðist til hálfs á full-
orðinsárum.“
Overgurinn Búri
„Ég hef eins og mamma haft
áhuga á dulrænum efnum, fór
stundum í andaglas og þess háttar.
Ég get ekki neitað því að sumt sem
fyrir mig hefur borið er dálítið skrít-
ið. Það býr t.d. hjá mér dvergur í
íbúðinni minni í Hamraborg. Ég
kalla hann Búra. Það var skringilegt
hvemig ég kynntist honum. Fyrst
þegar ég varð vör við hann hafði ég
aðeins búið í þessari íbúð í tvo daga.
Þá vildi dótturdóttir mín og maður
hennar endilega bjóða mér út að
borða en ég vildi það ekki svo þau
komu með hátíðarmatinn til mín.
Þau komu með lundir og þrjár kart-
öflur með, stórar og góðar, og svo
fóra þau. Ég ætlaði að hita lundim-
ar í potti með sósu sem þau komu
líka með. Ég skar kjötið í þrjá parta
en þá hringdi síminn. Þegar ég kom
aftur var einn kjötbitinn farinn. Nú
- ég varð hissa. „Ég át hann ábyggi-
lega ekki,“ tautaði ég. Hvemig sem
ég gáði fann ég ekki kjötbitann. Aft-
ur hringdi síminn og ég stökk til að
svara. Þegar ég kom aftur þá vantar
eina kartölfuna. „Ne-ei - kartöflur
ét ég ekki eintómar, kemur ekki til
mála.“ Ég setti svo það sem eftir
var í sósuna og borðaði. Um nóttina,
undir morgun, þá komst ég í mjög
einkennilegt ástand. Ég var ekki
vakandi og ekki sofandi. Þá fannst
mér koma til mín pínulítill maður,
hann náði mér svo sem upp að hné.
„Hvað ertu þú að gera hér?“ sagði
ég. „Ég á heima hér,“ sagði hann
nokkuð hvass á brún. „Ég á heima
hér,“svaraði ég. „Ég var hér á und-
an þér,“ svaraði hann. Hann hafði
borðað kjötbitann og kartöfluna.
Um þetta og fleira ræddum við sam-
an nokkra stund. Meðal annars
barst í tal hundur sem dóttir mín
átti. Hann kom jafnan á miklu
stökki inn á stofugólf og stansaði
þar og glápti um allt. Nú sagði Búri
mér að hundurinn væri alltaf á eftir
sér. „Mér finnst gaman að sjá hver
er að koma þegar dyrabjöllunni er
hringt,“ bætir hann við. „Heyrðu
Búri minn, þú skalt hoppa upp á
skápinn í forstofunni þegar ég opna
og standa uppi á honum, þá nær
hundurinn þér ekki.“ Svo veit ég
ekki meir fyiT en dyrabjallan hring-
ir skömmu síðar og hundurinn kem-
ur inn með dóttur minni. Hann ætl-
aði að stökkva inn í stofu eins og
hann var vanur en hætti snögglega
við, setti fætumar upp á skápinn og
horfði upp á hann langa stund. Dótt-
ir mín átti lítið sjal og derhúfu. Hún
sagðist ekki vita hvað hún ætti að
gera við þetta. „Gefðu mér þetta
handa honum Búra, þetta passar al-
veg á hann,“ segi ég. Ég tók svo
sjalið og húfuna og fer með það
heim. Skömmu síðar kom barna-
bamabarn mitt og vildi fá húfuna.
Mamma hans hélt að það gerði ekki
til þótt strákurinn fengi húfuna.
Strákurinn var varla kominn út þeg-
ar hann datt hrottalega, það lá við
að hann hálsbrotnaði, hann varð að
vera með strekk. Kolsvartur mökk-
ur kom út úr bíl móður hans og hún
fór með hann stöð af stöð en enginn
gat sagt henni hvað þetta væri. „Nú
skuluð þið skila sjalinu og húfunni
aftur,“ sagði ég við þau. Þau gerðu
það og strákurinn varð frískur dag-
inn eftir og mökkurinn hvarf úr
bflnum eins og skot. Að þessu hef ég
mörg vitni. Búri býr enn hjá mér en
hann hefur stöku sinnum fylgt mér
upp á spítala þegar ég þarf að fara
þangað. Ég hef séð hann þar stöku
morgna, þegar ég hef þessa ein-
kennilegu sjón.“
Kjarval og Flóki voru vinir
Skyldi Flóki hafa trúað á svona
yfírskilvitlega hluti? „Já, honum
fannst gaman að Búra og tiltækjum
hans,“ svarar Guðrún. „Flóki var
svo sérstakur drengur að enginn
getur trúað hvað ég sakna hans. Við
trúðum hvort öðra fyrir öllu sem
máli skipti. Ég hjálpaði honum þeg-
ar hann hélt sýningar, var í miðasöl-
unni m.a. Kjarval var boðið á eina
slíka sýningu. Vinur minn einn kom
og lét mig vita að Kjarval væri að
koma á sýninguna. Hann hafði
heyrt hann segja við kunninga sinn
fyrir utan: „Eg er að fara að sjá
stálkjaftinn!" Þegar hann kom inn
vildi hann endilega borga en ég
sagði að hann væri boðinn. Svo fór
hann að skoða myndimar og gekk
allt í kring í Listamannaskálanum
þar til hann staldraði við eina mynd-
ina og sagði: „Þetta er sko gillígott!"
með mikill hrifningu. Síðan bauð
hann Flóka heim til sín upp á sýra-
drykk - þeir vora vinir eftir það.“
Guðrún Nielsen hefur unnið mik-
ið við að smíða og tálga ýmsa gripi.
„Ég á heilt herbergi af gripum á
Safnasafninu fyrir norðan,“ segir
hún þegar ég spyr hana um störf
hennar. „Ég hef selt mikið af þess-
um gripum, þeir vora beinlínis rifnir
út úr höndunum á mér, einkum af
útlendingum. Ég teiknaði á kubba,
sagaði út og tálgaði mannamyndir
og fleira. Ég bjó t.d. til mynd af séra
Arna gamla Þórarinssyni, sem ég
hef ekki tímt að láta frá mér. Ég fór
að tálga eftir að við Alfreð fluttum á
Báragötuna. Þar hafði ég svo mikið
pláss. Þá var Flóki orðinn nokkuð
stálpaður. Hann var afar hrifínn af
myndunum mínum og ég af mynd-
um hans. Við voram hrifín af verk-
um hvort annars. Ég hef ekki unnið
við annað en þetta og heimilisstörf-
in. Ekki heldur eftir að maðurinn
minn dó. Faðir minn var vel stæður
og hjálpaði mér og eftir hann fékk
ég talsverðan arf. Ég keypti mér
m.a. stóra villu við Hlíðarveginn.
Þar bjó Flóki hjá mér um tíma með
sinni dönsku konu, þau áttu saman
einn son. Mér fannst mjög gaman að
fá að hafa þau hjá mér. Dætur mín-
ar bjuggu líka nálægt mér með
börnin sín. Eftir að Flóki var skilinn
við Annette og fluttur burt þá kom
hann vikulega til mín og fékk hjá
mér kjötsúpu, líka eftir að ég flutti í
Hamraborgina. Svo kom hann eitt
sinn sem oftar og borðar en nokkru
síðar hringdi stúlka sem hann bjó
þá með og sagði mér að Flóki hefði
skyndilega orðið mikið veikur. Ég
fór strax upp á spítala en honum
þyngdi svo ört að hann var orðinn
meðvitundarlaus þegar ég kom. Ég
gat því ekki kvatt hann - aðeins ver-
ið hjá honum þegar hann dó.“
ALFREÐ Flóki. Myndin er tekin á sýningu listamannsins.
Elnstigi
listarinnar
*
AÆVIDOGUM Flóka var hann meðal kunn-
ustu manna, bæði fyrir list sína og einkalíf
sem mönnum varð tíðrætt um. Myndir
hans þóttu með afbrigðum djarflegar, jafnvel „klúr-
ar“. Hann var ósmeykur við að kalla sjálfan sig séní
og margir karlar öfunduðu hann af kvenhylli því af
einu viðtali af mörgum mátti skilja að hann byggi í
sátt og samlyndi við tvær konur. Bækur komu út
um hann, sýningar hans vöktu mikla athygli og að
honum látnum var gefin út bók um hann. Ummæli
hans um sjálfan sig og aðra settu lit á listalífið.
Hann skar sig alls staðar úr. Nú er þögnin algeng-
ust um nafn hans.
Flóka líkaði ekki þögnin. Sum ummæli hans vora
beinlínis sett fram til að rjúfa hana. Og áhugaleysi
sumra gagnrýnenda á list hans særði hann. Flóki
tók þessu þó öllu karlmannlega og talaði um of-
ursmáa heila þeirra sem meta listaverk.
Talsverður hluti listaverka Flóka er nú fyrir
milligöngu réttsýnna manna í eigu Kjarvalsstaða,
einnig ýmis persónuleg gögn hans, skissur og bréf.
Vel fer á því að Listasafn Reykjavíkur varðveiti
sem mest af verkum Flóka og það sem tengist lífí
hans.
Myndir Flóka era unnar í ákveðinni hefð sem
kenna má við expressjónisma, súrrealisma, tákn-
myndastefnu. Algengastar eru blekteikningar og
stórar krítarmyndir. Ég hygg að súrrealisminn sé
ríkastur í myndunum. Áhugi hans á framkristni,
fjölkynngi og á margvíslegum sviðum lostans mót-
aði hann, ekki síst á lokatímabili ferilsins. Hann las
alltaf mikið og bókmenntir eru oft kveikja vei-k-
anna. Þetta á hann sameiginlegt með ýmsum meist-
uram liðins tíma: sjálfum Diirer, Goya, Bretanum
Aubrey Beardsley, James Ensor, Alfred Kubin,
belgísku bræðrunum Magritte og Delvaux,
Salvador Dalí.
Meðal fremstu lærimeistara era líka skáld, enda
held ég að Flóki hefði ekki síður unað sér í hlut-
verki skáldsins en listamannsins. Þegar honum lá
hvað mest á hjarta var honum tamt að grípa til bók-
ar, einkum til ljóða symbólista og þeirra sem með
sérstæðum hætti sameinuðu symbólisma og róman-
tísku. Oft var Charles Baudelaire á vörum.
Vel má kalla Flóka „bókmenntalegan“ listamann
en þá má ekki gleyma að listin er í fyrirrúmi, síðan
kemur frásögnin sem oftast er þannig að ráða verð-
ur í hana. Menn túlka list hver með sínum hætti.
Það verður að harma að Flóki fékk ekki nógu
mörg verk á sviði bókaskreytinga, en meðal þess
sem hann myndlýsti er Bjólfskviða. Einnig birtust
oft eftir hann teikningar, m. a. í Lesbók Morgun-
blaðsins, sumar gerðar með miklum ágætum.
Bókin Alfreð Flóki - Teikningar, með inngangs-
orðum eftir Jóhann Hjálmarsson, kom út 1963.
Furðuveröld Alfreðs Flóka eftir Aðalstein Ingólfs-
son, með íslenskum og enskum texta, kom út 1986
(Útgefandi Bókaútgáfan hf.). Kafli er um Flóka í
bókinni íslensk list (Skuggahrafn og vísdómsugla)
1981 (Útg. Bókaútgáfan Hildur). Ævintýrabókin
um Alfreð Flóka eftir Nínu Björk Árnadóttur kom
svo að honum látnum 1992 (Útgefandi Forlagið).
Alfreð Flóki Nielsen fæddist í Reykjavík 19. des-
ember 1938 og ólst þar upp, sonur hjónanna Alfreðs
Nielsens og Guðrúnar Guðmundsdóttur Nielsen.
Hann vakti snemma athygli fyrir teiknihæfileika
sína og kom Jóhann Briem, listmálari og kennari
hans í gagnfræðaskóla, strax auga á yfirburði hans.
Flóki nam í Myndlista- og handíðaskólanum 1954-
1957 þar sem aðalkennari hans var Sigurður Sig-
urðsson. Síðan tók við nám í Listaakademíunni
dönsku í Kaupmannahöfn 1958-1962 hjá Soren
Hjorth-Nielsen, en í Kaupmannahöfn bjó hann
lengi og starfaði að list sinni. Hann kvæntist
danskri konu, Annette Bauder Jensen. Þau skildu.
Sonur þeirrra er Axel Darri Flókason, fæddur 4.
júlí 1964, búsettur í Danmörku. Flóki lést 18. júní
1987.
Hér heima sýndi Flóki oftast í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins, fyrst 1959, og í Listmunahúsinu í
Reykjavík. Erlendis sýndi hann víða, m. a. í Kaup-
mannahöfn og New York og tók þátt í fjölda sam-
sýninga. Má nefna Surrealisterne í Charlottenborg
1970 og World Sun-ealist Exhibition í Chicago
1976.
Undir það má taka með Aðalsteini Ingólfssyni að
ákvörðun ungs reykvísks listamanns um miðjan
sjötta áratug að „afneita listasögunni" eigi sér enga
hliðstæðu í íslenskri listasögu, segja skilið við stefn-
ur og strauma tuttugustu aldar og skapa sér eigin
myndveröld. Flóki valdi vissulega einstigi á tímum
þegar afstrakthst var nær einráð. Að því má þó
huga að Dalí, Magritte, Delvaux, Erró og ýmsir
fleiri, til dæmis hópur ungra austurrískra súrrea-
lista, höfðu valið líka leið en Flóki jós af enn eldri
brunnum þrátt fyrir ungan aldur.
Nú verður tæpast um þetta spurt og allra síst
deilt því að dæmum um skylda afneitun hefur fjölg-
að. Fleira má nú en áður!
Jóhann Hjálmarsson