Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1999, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ 10 B SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 QUINTA de Azevedo, eitt elsta og glæsilegasta óðalssetur Vinho Verde, hýsir nú eitt besta víngerðarhús svæðisins. HÁTÆKNIN hefur hafið innreið sína í víngerð Portú- gala og er víngerðarhúsið Quinta dos Carvalhais í Dao eitt gleggsta dæmið þar um. PORTÚGAL ekki bara púrtvín OPORTO, miðstöð portúgalska víniðnaðarins, er lit- skrúðug og falleg borg. Morgunblaðið/Steingrímur DOURO-dalurinn er tignarlegt vínræktarsvæði er minnir um margt á suðræna útgáfu af Rínardalnum. Portúgölsk vín hafa vakið stöðugt meiri at- hygli á alþjóðlegum markaði síðustu árin. Steingrímur Sigur- geirsson segir að Portúgal bjóði upp á fjölbreytt úrval vína er hafi mikla sérstöðu. ORTÚGAL gat lengi vel einungis státað af tvennu er vín voru annars vegar þrátt fyrir að vera sjöunda mikil- vægasta vínframleiðsluríki veraldar þegar magn er annars vegar. í fyrsta lagi hinum einstöku púrtvín- um landsins og í öðru lagi Mateus, sem lengi vel var mest selda vínteg- und í heimi. Önnur vín Portúgals vöktu litla athygli utan heimahag- anna enda framleiðslan yfirleitt ekki ýkja spennandi. Þetta hefur gjörbreyst á undan- fómum áratug og að mörgu leyti er Portúgal nú eitthvert athyglisverð- asta víngerðarland Evrópu. Hinar stórstígu framfarir tengjast að miklu leyti inngöngu Portúgala í Evrópu- sambandið árið 1986. Hún hefur ekki einungis orðið til að fjármagna glæsilegar hraðbrautir um landið þvert og endilangt heldur hefur að- ildin einnig verið hreinræktuð vítamínsprauta fyrir víniðnaðinn. Sá tími er löngu liðinn að portúgölsk vín séu samnefnari fyrir þunglamaleg, óspennandi og yflrleitt oxideruð vín er einungis höfða til Portúgala. Ný tækni hefur hafið innreið sína í Portúgal, sem gert hefur vínfram- leiðendum kleift að nýta þá sérstöðu sem landið hefur á sviði víniðnaðar. Hún felst ekki síst í þeirri fjöl- breyttu flóru vínþrúgna er Portúgal- ar hafa yfir að ráða. Portúgölsk vín eru ekki einn ein útgáfan af hinum alþjóðlegu Chardonnay- og Caber- net-vínum heldur heimur út af fyrir sig. Þau eru því tilvalin tilbreyting auk þess sem margar hinna portú- gölsku þrúgna eru vel þess virði að þeim sé gefinn gaumur og má nefna sem dæmi hina rauðu þrúgu Touriga Nacional, en úr henni eru framleidd mörg af bestu vínum landsins. Aðrar athyglisverðar og algengar þrúgur eru til dæmis hinar svörtu Touriga Francesa, Tinto Roriz (sem raunar er algeng á Spáni undir nafninu Tempranillo) og Tinto Barroca. Fortíð og nútið En þrátt fyrir hina nýju tækni og almennar framfarir er fortíðin aldrei langt undan í sveitum Portú- gals. Það þarf ekki að fara langt út fyrir hraðbrautirnar til að vera kominn inn í sveitir þar sem svart- klæddar konur ganga á milli húsa teymandi múlasna um þrönga vega- slóðana eða til að rekast á tannlausa fjárhirða syngjandi úti í haga fyrir rollumar sínar. Portúgölsk vín era yfirleitt ein- fóld vín. Þægileg og aðlaðandi, full af ávexti með góða tanníska undir- stöðu, en ekki ýkja djúp. Að sama skapi eru þau ekki dýr á alþjóðlegan mælikvarða. Undantekningin á þessu eru auðvitað púrtvínin, stór- brotin og margþætt þegar best læt- ur og að sama skapi dýr. Og vissu- lega eru framleiddir einstaka rauðir risar í Portúgal og ber þar hæst Barca Velha frá Douro-dalnum. En jafnvel það vín er ekki dýrt í saman- burði við dýr vín annarra ríkja. Fyrst og fremst eru vínin frá Portúgal matarvín, vín sem falla full- komlega að matargerð heimamanna. Hún kann að vera einfaldari en sú spænska en er engu að síður ljúffeng þegar vel lætur. Grillaðir mjólkur- grísir, saltfiskur í fjölbreytilegum útgáfum, súpur og bragðmiklar pyls- ur. Einstaldega vel útfærðir pott- réttir eru einnig eitt af einkennum portúgalskrar matargerðar að ekki sé minnst á hið ferska sjávarfang, sem gjaman er grillað. Vinho Verde Portúgal býr yfir miklum fjöl- breytileika hvað ræktunaraðstæður varðar, loftslag og jarðveg og hafa jafnt Miðjarðar- sem Atlantshafið áhrif á loftslag á hinum skilgreindu vínræktarsvæðum er falla undir D.O.C.-löggjöfina, sem byggist á svipuðum forsendum og Appelation Controlée-löggjöfin í Frakklandi. Norður af borginni Oporto í norð- urhluta landsins í áttina að Galisíu og spænsku landamærunum er að finna héraðið Minho en þar eru framleidd vínin Vinho Verde. Nafnið er ekki eingöngu tilkomið vegna þess að vín héraðsins séu græn, þótt vissulega megi stundum finna græna bragðtóna í hinum léttu hvítvínum héraðsins, sem best eru nokkurra mánaða gömul. Ekki síður vísar nafnið til héraðsins sígræna. Loftslag er mjög rakt og hlýtt á þessum slóðum og landslagið grænt árið um kring og gróið og vínviður spenntur upp á víra setur sterkan svip á umhverfið. Meirihluti framleiðslunnar er rauðvín en flestir þekkja þó Vinho Verde sem hvítvínssvæði þar sem framleidd eru létt og lipur vín, allt að því perlandi, er ber að drekka vel kæld og ung, helst í sumarhitum. Þau eru lág í áfengi, yfirleitt ekki nema um 9% og sýrumikil. Margar þrúgur eru notaðar við framleiðsl- una og ekki gilda strangar reglur um að tilteknar þrúgur verði að nota í ákveðnum hlutföllum. Bestu vínin eru framleidd úr þrúgunni Alvarinho og minna um margt á vín úr sömu þrúgu frá Galisíu á Spáni, þar sem þrúgan heitir Albarino, enda yfirleitt hærri í áfengi en hin einfaldari Vinho Ver- de. Alvarinho-vínin fi'á Vinho Verde eru einu vín héraðsins sem sú regla heimamanna, að best sé að drekka vínin fyrir næstu uppskeru, á ekki við. Þau þola vel 2-3 ára geymslu. Rauðvín Vinho Verde sjást nær aldrei utan héraðsins. Bairrada og Douro Sé ekið suður af Oporto í áttina að Lissabon er komið að héruðunum Bairrada og Dao. Hið fyrraefnda er yngra og hefur einungis verið skil- greint D.O.C.-víngerðarsvæði frá því árið 1979 þótt þegar í byrjun aldarinnar hafi það komið til greina sem afmarkað svæði. Bairrada er ekki síst þekkt fyrir einhver bestu freyðivín Portúgals þótt rauðvínin þaðan séu einnig góð kaup. Austur af Bairrada er að finna eitthvert þekktasta vínræktarsvæði Portúgals, Dao. Það var þegar orðið að afmörkuðu víngerðarsvæði á fjórtándu öld og voru sett um það lög árið 1907. Héraðið teygir sig yfir töluvert landsvæði og er einungis brot þess lagt undir vínrækt. Þetta er hæðótt svæði þar sem lítil þorp leynast í dalverpum og vínekrumar breiða sig yfirleitt ekki yfir stór svæði í einu heldur eru bundnar við litla skika hér og þar. Dao er öðru fremur rauðvínshér- að og var lengi þekkt fyrir þung og gömul vín í þeim stíl, sem lengi voru helsta tákn portúgalskrar víngerð- ar. Breytingarnar hafa hins vegar verið miklar í Dao á síðastliðnum áratug og ekki síst eru stöðugt fleiri vínræktendur að átta sig á mögu- leikum þrúgunnar Touriga Nacional. Þá er framleiðslan í auknum mæli að færast á hendur einstakra fram- leiðenda en lengi vel voru flest vín framleidd af vínsamlögum, sem bændur afhentu þrúgurnar. Stöðugt fjölgar hins vegar svokölluðum vin- hos de Quinta eða sjálfstæðum vín- gerðarhúsum. Þá hefur víngerðar- risinn Sogrape einnig haft mikil áhrif á framþróun á svæðinu með því að reisa risastóra og hátækni- vædda víngerð, Quinta dos Carval- hais, í héraðinu miðju, einhverja þá fullkomnustu í öllu Portúgal, þar sem m.a. eru framleidd vin á borð við Duque de Viseu, nýtískulegur Dao þar sem Touriga Nacional gegnir lykilhlutverki. 011 þessi fjárfesting og hugarfars- breyting í héraðinu er farin að skila sér í mun betri vínum en áður og Dao-vinin eru nú orðið vel þess virði að þeim sé gefinn gaumur. Douro og Alentejo Norður af Dao er hins vegar Do- uro-dalurinn, sem þekktastur er sem uppspretta púrtvínsframleiðsl- unnar. Douro er hins vegar einnig eitthvert forvitnilegasta víngerðar- svæði Portúgals. Það er ekki langt síðan það var talið allt að því óvið- eigandi að rækta þrúgur á þessu svæði til framleiðslu á „venjulegum" vínum en ekki púrtvínum einvörð- ungu og hálfgerð helgispjöll að nota þrúguna Touriga Nacional í „óæðri“ vín. Það var ekki fyrr en 1982 að Douro varð að skilgreindu D.O.C.- svæði fyrii- léttvín. Staðreyndin er hins vegar sú að fá önnur svæði Portúgals henta jafnvel til framleiðslu rauðvína og Douro, líkt og sífellt fleiri dæmi sanna. Héðan kemur til að mynda hið fyrrnefnda Barca Velha, sem púrtvínsframleiðandinn Ferreira framleiðir úr Touriga Nacional. Loftslagið einkennist af andstæðum, kaldir, rakir vetur og funheit og þurr sumur. Douro er einstaklega tilkomumik- ið vínhérað er teygir sig um Douro- dalinn frá spænsku landamærunum vestur að Oporto. Tignarleg áin rennur í bugðum á milli brattra hæðanna þar sem vínekrurnar era gróðursettar á endalausum stöllum. Syðsta vínræktarhérað Portúgals er Alentejo, sem ekki síður en önnur héruð landsins hefur vakið stöðugt aukna athygli og er farið að senda frá sér æ fleiri vönduð og athyglis- verð vín. A sléttum Alentejo hafa til að mynda ástralskir víngerðarmenn reynt fyrir sér með góðum árangri og nokkrir portúgalskir framleið- endur hafa tekið upp þann forna sið, með góðum árangri, að láta hluta framleiðslunnar gerjast í stórum leirkerjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.