Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 16
16 B
bbbf t-AM flfí HtíÖWtpPImljl
SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Kristinn
Tónlistaráhugamenn víða um land bíða með óþreyju þriðju plötu
hljómsveitarinnar Sigur Rósar, sem væntanleg er 12. júní næst-
komandi. Árni Matthíasson ræddi við liðsmenn hljómsveitarinnar
sem sögðust leggja áherslu á að tónlist þeirra verði tímalaus.
FYRIR ALLLÖNGU, á hljóm-
sveitamælikvarða, sendi
hljómsveit sem hét Victory
Rose frá sér lag á safnplötu.
Lagið, Fljúgðu, sem mörgum þótti
hálfgerð lagleysa, var mótuð bjög-
' un, torskilin samsuða af bjögun og
suði. Ekki heyrðist meira frá Vict-
ory Rose, en þess meira tók að
heyrast um hljómsveitina Sigur
Rós Sú var skipuð síðhærðum
skeggjuðum piltum sem fluttu
hægfara rokktónlist og seiðandi,
notuðu fiðluboga á gítarinn til að
seiða fram óvenjulega hljóma sem
hnigu og risu. Síðan er langt um
liðið, Sigur Rósar piltar búnir að
klippa sig, senda frá sér breiðskíf-
ur, eina með frumsömdu efni, Von,
og aðra með endurgerðum lögum
- af Von, Von brigði. 12. júní næst-
komandi kemur úr þriðja breið-
skifa sveitarinnar, Ágætis byrjun,
og sjaldan verið önnur eins eftir-
vænting fyrir nokkurri plötu og
einmitt þeirri.
Sigur Rós skipa sem stendur
þeir Jón Þór Birgisson, Georg
Hólm og Kjartan Sveinsson, en
-v. annar stofnenda sveitarinnar,
1
Ágúst Sævar Gunnarsson, er hætt>
ur þó hann leiki enn með þeim fé-
lögum á tónleikum og verður svo
þar til staðgengill finnst. Þeir Jón
Þór og Ágúst teljast upphafsmenn
sveitarinnar og það voru þeir sem
fengu hugmyndina að því að fara í
hljóðver sem Victory Rose að taka
upp lag fyrir Smekkleysuútgáfuna.
Það var árið 1994. Þegar kom að
upptökunum slóst Georg í hópinn.
Síðar bættist þeim liðsauki í Kjart-
ani sem varð þó ekki eiginlegur
meðlimur í sveitinni fyrr en fyrir
skemmstu, en hann hefur leikið
með henni á tónleikum alllengi.
Ekki voru þeir félagar nema sex
tíma að taka upp fyrsta lagið, sem
ber í sér bergmál af því sem síðar
átti eftir að verða. Þeir félagar
segja að þó þeir hafi þannig verið
búnir að finna hvaða leið það var
sem þeir vildu fara hafi þeir farið
inn í skúr og byrjað að æfa allt
aðra gerð af tónlist. „Það er svo
sérkennilegt," segir Georg, „að
þetta lag var einmitt það sem okk-
ur langaði mest til að gera en þeg-
ar við síðan fórum að æfa í bíl-
skúrnum æfðum við allt aðra gerð
af tónlist, Smashing Pumpkins-
rokk. Það var ekki fyrr en eftir
nokkurn tíma að við fórum aftur í
átt að því sem við höfðum byrjað á
að gera að við áttuðum okkur aftur
á því að það var einmitt það sem
við vildum í tónlist."
Ekki liggur eftir Victory Rose
nema þetta eina lag á plasti, sem
tekið var upp á sex tímum, og
sveitin lifði eiginlega ekki lengi eft-
ir að það var komið út; þeir félagar
segja að þeim hafi þótt hallærislegt
að vera íslensk hljómsveit að
syngja á íslensku, en heita upp á
ensku. Victory Rose varð því að
Sigur Rós. Ekki spillti að þeirra
sögn að nafnið er miklu skemmti-
legra á íslensku en ensku.
Þeir félagar koma hver úr sinni
áttinni, Jón Þór ólst upp í Mosfells-
bæ og Kjartan bjó þ_ar einnig um
tíma, en Georg og Ágúst eru úr
Reykjavík. Tónlistarlega komu
þeir einnig hver úr sinni áttinni,
hlustuðu á allskonar tónlist, þung-
arokk, framúrstefnu, nýaldartón-
list, trúbadúrapopp, nýrokk; ekki á
það sama en sameinuðust í Sigur
Rós.
Fyrsta breiðskífan, Von, kom út
haustið 1997 og á síðasta ári kom út
endurgerð hennar, Von brigði, þar
sem ýmsir tónlistarmenn fór hönd-
um um hugverk þeirra Sigur Rósar
manna og endurgerðu að vild. Jón
Þór segir að það hafi verið afskap-
lega gaman að fá lögin til baka end-
urunnin af öðrum. „Það var gaman
að sjá hvað öðrum fannst, hvað aðr-
ir sáu í lögunum, en okkur fannst
ekki síst gaman að endurvinna lög
og langar til að gera meira af því,
leita að kjamanum í einhverju og
draga hann fram.“
Sér á báti
Sigur Rós hefur ævinlega verið
sér á báti í tónsköpun sinni og
einnig látið minna fara fyrir sér en
gengur og gerist með rokksveitir.
Það kallar á að menn geti í eyðurn-
ar og sögumar af sveitinni eru
óteljandi og sumar all svæsnar.
Þeir félagar láta í ljós undrun yfir
því hvernig sögur fari af stað, enda
sé varla til prúðari og rólegri
hljómsveit. Meðal annars fór það
orð af sveitinni að henni væri
ókleift að ljúka við nokkurt verk-