Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 19

Morgunblaðið - 30.05.1999, Side 19
H MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1999 B 19 Breska stjórnin ver erfðabreytt matvæli London. Morgunblaðið. BREZKUR almenningur hefur að engu fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um skaðleysi erfðabreyttra mat- væla og heldur fast við að snið- ganga þau áfram. Bæði er að stöðugt berast fréttir af skaðsemi efnanna og svo segja menn að spor- in frá nautakjötinu og Kreutzfeldt- sjúkdómnum hræði, en þar þótti mönnum brezka ríkisstjórnin taka of seint á málum. Bretar hafa verið mjög á móti erfðabreyttum efnum í matvælum og það svo, að verzlanakeðjur hafa hver á fætur annarri úthýst vörum, sem innihalda erfðabreytt efni, úr vörumerkjum sínum. Ríkisstjórnin hefur sett reglur um merkingar á matvælum, sem innihalda erfða- breytt soja eða maís, en hefur verið gagnrýnd fyrir að ganga of skammt, bæði hvað varðar merkingar og rannsóknir á áhrifum erfðabreyttra efna á grænmeti og umhverfi. Margir hafa og hvatt ríkisstjómina til þess að setja þriggja ára bann á erfðabreytt grænmeti, en aðrir lagzt gegn því og sagt strangar reglur duga. En í síðustu viku rak eitt og ann- að á fjörur fólks, sem setti þessi mál í sviðsljósið og yfirlýsingamar gengu sitt á hvað svo brezkur al- menningur vissi eiginlega ekki, hvaðan á hann stóð veðrið. En hvað sem hver segir, þá stendur fólk bara stormana af sér og heldur sínu striki gegn erfðabreytingunum. Vikan hófst á því, að Konunglega vísindafélagið lýsti því yfir, að rann- sóknir Arpad Puszati, sem hann sagði hafa sýnt að neysla erfða- breyttra kartaflna hefði skaðleg áhrif á rottur, væru ómarktækar. Vart hafði fólk kyngt þessum boð- skap, þegar brezku læknasamtökin lýstu því yfir, að notkun erfða- breyttra efna gæti haft skaðleg áhrif á umhverfið og fæðukeðjuna til lengri tíma litið. Þessu fylgdu sögur af því að aðalvísindaráðgjafi ríkisstjórnarinnar, Robert May, væri sammála þeim sem teldu að erfðabreytt grænmeti eigi ekki að setja á almennan markað fyrr en í fyrsta lagi 2003. Og eins og þetta væri ekki nóg, þá bámst fréttir vestan um haf, frá Cornell-háskóla um að rannsóknir þar á bæ hefðu leitt í ljós að erfða- breytt maísfrjókom ganga af fiðr- ildalirfum dauðum. Nú þótti brezku ríkisstjórninni nóg komið og í síðustu viku flutti Jack Cunningham ráðherra þinginu þann boðskap að helztu ráðgjafar ríkisstjórnarinnar teldu með öllu ósannað að erfðabreytt matvæli væru mönnum hættuleg. Og þegar gengið var á hann í sjónvarpsfrétt- um, hvort hann teldi þau þá skað- laus, svaraði hann játandi. Margir vilja líka skipta málinu í tvennt; annars vegar séu þessi efni í mat- Laugavegi 4, sími 551 4473 vælum skaðlaus fólki, en annað geti verið um umhverfisáhrif þeirra í ræktun. Cunningham boðaði hert eftirlit með notkun erfðabreyttra efna við grænmetisræktun og tvær nýjar nefndir eiga að hafa eftirlit og umsjón með rannsóknum á áhrifum erfðabreyttra efna á manninn og umhverfi hans. En allt kom fyrir ekki. Skoðana- kannanir sýndu strax að almenning- ur tók lítið mark á öryggisstimpli ríkisstjórnarinnar. Aðeins 35% að- spurðra sögðust treysta ríkisstjóm- inni til þess að taka réttar ákvarð- anir í málinu og aðeins 1% taldi erfðabreytt matvæli geta orðið mannkyninu til góðs. En hafi þessar niðurstöður vakið litla gleði forsætisráðherrans í Downingstræti, þá er nú kátt í höll- inni. Karl Bretaprins hefur árum saman verið talsmaður lífrænnar ræktunar og rekur slíkan búskap. Á vefsíðu sinni lýsti hann efasemdum um að rétt væri að gefa erfða- breyttri ræktun lausan tauminn og hefur fjöldi fólks tekið boði hans um skoðanaskipti á vefsíðunni og lýst stuðningi við málflutning hans. Hvað sem segja má um stöðu hans með brezku þjóðinni, þá er hann greinilega hennar maður í erfða- breyttum efnum. Blair snýr vöm í sókn Rflrisstjórnin hefur nú hins vegar snúið vörn í sókn og Tony Blair, for- sætisráðherra, réðist á fimmtudag harkalega að blöðunum fyrir að gera fólk móðursjúkt í garð erfða- breyttra matvæla. Sagði hann þau þyrla upp moldviðri í hvert sinn, sem einhver segði eitthvað gegn erfðabreyttum matvælum, en þegja svo þunnu hljóði, þegar menn kæmu fram með rök með ræktun þeirra. Forsætisráðherra sækir nú rök með erfðabreyttum matvælum í nýja skýrslu sérstakrar hugmynda- nefndar rfldsstjómarinnar, sem skipuð er vísindamönnum, lögfræð- ingum, heimspekingum og um- hverfissinum. I skýrslunni er lögð sendi frá sér yfirlýsingu, þar sem áherzlan er lögð á, að erfðabreytt matvæli séu ekki óhollari en önnur og þróuð ríki hafa áríðandi skyldum að gegna við þau vanþróuðu með því að veita þeim aðgang að erfða- breyttum matvælum, sem gætu hamlað þar gegn hungri. Það væri því siðferðilega rangt að stöðva framleiðslu þeirra. En nefndin segir einnig, að sjálfsagt sé að setja regl- ur um ræktun erfðabreyttra mat- væla og bregðast við óskum neyt- enda í Bretlandi, þannig að þeir, sem af einhverjum ástæðum, vilja ekki neyta erfðabreyttra matvæla eigi annars kost og að neytendur geti af vörumerkingum séð, hvað þeim stendur til boða. J L Morgunblaðið býður þér að fá blaðið þitt 1 i , sérpakkað og merkt á sölustað nálægt sumarleyfisstaðnum þínum hér á landi. Sendum blaðið í a.m.k. 4 daga samfleytt, pöntun þarf að berast fyrir kl. 16.00. Nýttu þér þjónustu Morgunblaðsins og fylgstu með. Hringdu í áskriftardeildina í síma ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.