Morgunblaðið - 13.06.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 13. JÚNÍ 1999 23
ið, að sjávarútvegsráðherra skyldi láta meta
áhrif þess á framsal aflaheimilda og fleiri
þætti. Eg er að undirbúa það mat. Hver svo
sem niðurstaðan verður, er alveg ljóst að
Kvótaþingið hefur verið mjög umdeilt og
gagnrýnt harkalega. Maður hittir varla þann
mann sem mælir því bót. Eg vil þó gjaman
láta meta þetta, áður en ég kveð upp úr með
það, hvort það hafi verið til góðs eða ills. Það
er ljóst að dregið hefur úr framsali og kvóta-
leiga hefur hækkað á þeim tíma, sem Kvóta-
þingið hefur starfað. Markmiðið getur hafa
verið að minnka viðskipti með aflaheimildir
með því að hækka verðið. Þá hefur ákveðnu
markmiði verið náð, en því gæti hafa verið náð
á kostnað þeirrar hagræðingar, sem gæti ella
hafa átt sér stað í greininni. Eins á kostnað
endurnýjunar í greininni. Endurnýjun getur
ekki átt sér stað án viðskipta með aflaheimild-
ir, hvort sem þau viðskipti eru á milli þeirra,
sem fara með aflaheimildirnar, eða, hugsan-
lega í einhverjum útfærslum, viðskipti hins op-
inbera við einstaklinga."
Rýmra framsal kemur til greina
Kemur til greina að rýmka reglur um fram-
salið?
,Auðvitað kemur það til greina og það verð-
ur örugglega eitt af stærri atriðunum, sem
tekið verður á í þessari endurskoðun. Annað af
tveimur helztu markmiðum fiskveiðistjórnun-
arinar, er að veiðarnar verði stundaðar á sem
hagkvæmastan hátt. Viðskipti með aflaheim-
ildir eru til þess fallin að ná fram því mark-
miði.“
Kemur byggðakvóti til greina?
„Eg held að það sé mjög erfitt að taka upp
byggðakvóta. Eg hef ekki heyrt neina raun-
hæfa útfærslu á slíkum kvóta. Eg hef hins veg-
ar haldið því fram, og geri það enn, að það sé
ákveðin byggðatenging fólgin í núverandi
kerfi. Kvótinn er tengdur við skipin og skipin
eru skrásett í ákveðnum byggðum og gerð
þaðan út. Þrátt fyrir þessa tengingu við
byggðimar var hún ekki hindrun á þá hagræð-
ingu, sem nauðsynleg er. Hún skapaði í upp-
hafi ákveðinn stöðugleika en hindraði ekki
eðlilegar breytingar. Byggðakvóti gæti á hinn
bóginn orðið dragbítur á þá hagræðingu, sem
er leiðarljós núverandi fiskveiðistjórnunar. Við
þurfum að leita nýrra leiða til að styrkja
byggðirnar"
Nú gætir í auknum mæli þeirrar þróunar að
fyrirtækin verða færri og stærri og það hallar
á margar af minni byggðunum. Hvaða augum
lítur þú þessa þróun?
„Það er erfitt að fella þann dóm um ein-
hverja ákveðna þróun sem átt hefur sér stað
eða er að ganga yfir, að hún sé jákvæð eða nei-
kvæð. Niðurstaðan hlýtur að ráðast á þeim
forsendum, sem gefnar eru. Hún getur verið
neikvæð fyrir suma og jákvæð fyrir aðra. Við
þurfum að hafa kerfið þannig að heildaráhrifin
séu jákvæð. Það skiptir mestu. Öll þvingun í
kerfinu, sem hindrar eðlilega þróun, hefur nei-
kvæð áhrif.
Þegar hefur verið sett þak á kvótaeign ein-
stakra fyrirtækja með lögum og ég hef ekki
séð þörf á því að lækka það þak, að minnsta
kosti ekki enn sem komið er, en þau mál má
endurskoða eins og öll mannanna verk.“
Má þá telja það jákvætt að hér rísi öflug fyr-
irtæki, sem geti betur staðið undir þeim kostn-
aði hins opinbera sem af sjósókninni hlýzt?
„Ég held að ekki þurfi að vera þarna sam-
hengi á milli. Séu minni fyrirtæki rekin með
jafnmikilli hagkvæmni og þau stærri, geta þau
jafnt og þau stærri staðið undir kostnaðinum
við fiskveiðistjómunina. Það eru dæmi um það
í mörgum atvinnugreinum að þau tímabil
ganga yfir að mikið er um sameiningar og fyr-
irtækin verða stærri, en svo koma önnur tíma-
bil þar sem þróunin er á hinn veginn. Það er
ekkert algilt í því að þróunin sé alltaf í þá átt
að fyrirtækin stækki. Við sjáum það í smábáta-
útgerðinni, sem hefur efizt og aukizt mjög á
þessum áratug."
Fara varlega í breytingar
„Hvernig sérð þú fyrir þér framtíðarstjóm-
un á veiði smábátanna?
„Þróunin þar hefur orðið nokkuð sérstök,
enda eram við með kerfi þar, sem er tiltölulega
flókið. Það væri vafalaust til bóta, ef hægt væri
að einfalda það. Ég held þó að það sé ekkert
sérstakt markmið. Þarna er í flestum tilfellum
um að ræða einstaklinga, sem hafa lagt allt sitt
undir og byggt á ákveðnum forsendum. Við
verðum því að gæta þess vel að slá ekki stoð-
irnar undan slíkum rekstri. Ég myndi því viija
fara mjög varlega í breytingar. Veiðar smábát-
anna era að mestu leyti orðnar kvótabundnar,
þó um 300 bátar séu enn í dagakerfinu. Það
kerfi er nú orðið skynsamlegra en áður, þar
sem dagarnir verða brátt framseljanlegir.
Smábátakerfið tengist byggðunum ehn bet-
ur en stóra kvótakerfið gerir. Út frá því sjón-
armiði efast ég um að skynsamlegt sé að
tengja kerfin saman. Ég tel að smábátarnir
gegni mikilvægu hlutverki í fiskveiðum okkar
og skynsamlegt sé að halda þeim veiðum
áfram. Við verðum þó auðvitað að gæta okkur í
því, vegna þess að ýmsar hættur era fylgjandi
sókn á smábátum, sem ekki eiga við um stærri
bátana.“
Smábátamenn hafa náð að auka hlutfall sitt
úr heildarþorskafla veralega frá upphafi
kvótakerfisins. Attu von á því að svo verði
áfram?
„Ekki á ég von á því. Þeir hafa nú, lögum
samkvæmt, fast hlutfall þorskaflans og mögu-
leiki til aukningar felst nú aðeins í sóknardaga-
kerfinu. Bátum þar hefur fækkað verulega og
möguleikum á aukningu að sama skapi. Þeir
eiga því ekki að hafa nein teljandi áhrif á heild-
araflann."
Afnám sjómannaafsláttar
ekki á stefnuskránni
Kemur til greina að afnema sjómannafslátt-
inn?
„Það er ekki á stefnuskránni að afnema sjó-
mannaafsláttinn. Það má náttúrlega deila heil-
mikið um hann, en það væri ekki jákvætt inn-
legg stjómvalda að fara að hreyfa við honum.
Kjarasamningar standa nú fyrir dyram og
samningar sjómanna og útvegsmanna hafa
Við berum ábyrgð á
þessari auðlind, ekki
bara fyrir okkur sjálf,
heldur einnig kynslóðir
framtíðarinnar.
Við höfum ekki efni á
öðru en vera í fremstu
röð í rannsóknum á haf-
inu og auðlindum þess.
Það er stefna ríkis-
stjórnarinnar að atvinnu-
greinin greiði stærri hlut
af þessum kostnaði.
Byggðakvóti gæti á hinn
bóginn orðið dragbítur á
þá hagræðingu, sem er
leiðarljós núverandi fisk-
veiðistjórnunar.
ekki gengið sérstaklega vel að undanförnu.
Stjómvöld hafa þurft að grípa þar inn í með
lagasetningu. Það væri því ekki til bóta í því
samhengi að fara að hreyfa við sjómannaaf-
slættinum."
Er ekki óeðlilegt að Alþingi grípi inn í kjara-
deilur af þessu tagi með lagasetningu?
„Ég held að ákvörðun um það hvort og
hvenær slíkt sé gert, byggist ekki á hvað sé
eðlilegt og hvað sé óeðlilegt. Slík ákvörðun
byggist einfaldlega á því hvað nauðsynlegt sé
að gera til að höggva á hnútinn. Við verðum að
horfast í augu við það, að sjávarútvegurinn er
okkar höfuðatvinnugrein. Við höfum ekki efni
á því að hún stöðvist til lengri tíma. Því verða
stjórnvöld stundum að grípa inn í, hvort sem
þeim er það ljúft eða leitt.“
Sjávarútvegsráðuneytinu hefur verið stefnt
vegna meints ólögmæts kvótaálags við útflutn-
ing á óunnum fiski. Má gera ráð íyrir breyting-
um á þessu álagi?
„Það er rétt að það er dómsmál í gangi. Við
höfum einnig fengið kvartanir að utan vegna
þessa álags. Mál eins og þetta þarf auðvitað
alltaf að vera í skoðun og við munum fara yfir
það á næstunni.“
Þurfum að gera sem mest
verðmæti úr fiskinum
Þegar rætt er um stjórnun í sjávarútvegi, er
yfirleitt talað um fiskveiðistefnu, ekki fisk-
vinnslustefnu. Er engin sérstök opinber stefna
mótuð um nýtingu aflans?
„Við þurfum að hafa þó stefnu að reyna til
hins ýtrasta að ná sem mestum verðmætum úr
þeim fiski, sem dreginn er úr sjó hér við land.
A hinn bóginn er hvorki hægt að fyrirskipa
einum né neinum að vinna fisk, feli sú vinnsla
engan virðisauka í sér. Við getum hins vegar
reynt að skapa þær almennu aðstæður að fisk-
vinnslan sé atvinnugrein, sem skili góðum arði,
bæði til atvinnurekenda og þeirra annarra sem
starfa við greinina."
Er um einhvem aðstöðumun milli land-
vinnslu og sjóvinnslu að ræða og ef svo er,
verður eitthvað gert til að draga úr honum?
„Það er eflaust einhver aðstöðumunur
þarna. Hvort það er eitthvað sem hægt er að
minnka, er erfitt um að segja. Svo getur þetta
virkað í báðar áttir, að það er eitthvað sem
ekki er hægt að gera úti á sjó, en aðeins í landi
og svo öfugt. Við þurfum að hafa ákveðna
blöndu í sjávarútvegi okkar. Hann má ekki
vera einhæfur og vinnsluskipin eiga sér sinn
stað í kerfinu. Þetta ræðst allt af mjög breyti-
legum aðstæðum, en við verðum að gæta þess
að með reglum séum við ekki að hygla einum á
kostnað annars. Ég vil alla vega vinna þannig
að svo sé ekki gert.“
Möguleikar í eldi sjávarfiska
Má vænta aukinnar áherzlu á uppbyggingu
eldis sjávarfiska á næstunni?
„Ef horft er til lengri tíma, held ég að svo
verði. Ég mun reyna að styðja við það eins og
hægt og skynsamlegt er. Við höfum lært tals-
vert erfiða lexíu af laxeldinu á sínum tíma. Því
tel ég óvarlegt að fara út í nýsköpun í eldi sjáv-
arfiska á þeim mælikvarða sem þá var. Það era
vissulega möguleikar fyrir hendi í lúðueldi,
sandhverfu og sæeyra, svo dæmi séu tekin. Það
þarf að fara vel yfir þessa starfsemi og hlúa að
henni svo hún geti vaxið hægt og sígandi á góð-
um granni, en ekki gera hlutina í bráðræði. Það
höfum við lært af því, sem áður hefur gerzt.
Það tekur einfaldlega langan tíma að þróa
nýja atvinnugrein. Menn verða að horfa á
framvinduna með þá staðreynd í huga. Sem
dæmi um það má nefna að Japanir hafa verið
að þróa hafbeit hjá sér síðan fyrir síðustu alda-
mót. Það verður að horfa á þetta á öðram tíma-
kvarða en gert hefur verið. Ég tel það mun far-
sælla og að þá geti útkoman orðið eitthvað sem
muni standa traustari fótum.“
Óeðlilega lítil sókn í nám í sjávarútvegi
Að undanförnu hefur sú skoðun orðið æ al-
gengari að menntun í sjávarútvegi sé ábóta-
vant. Er það svo?
„Ég hef verið í skólanefnd Fiskvinnslu-
skólans frá 1995, þegar Fiskvinnsluskólinn
var settur undir skólanefndina í Flensborg.
Aðsókn hefur verið nokkur, en ekki mikil.
Mér finnst hún reyndar óeðlilega lítil miðað
við hve mikið við byggjum á þessari atvinnu-
grein. Ég vildi því gjarnan sjá menntun innan
greinarinnar skipa veglegri sess en nú er.
Vonandi tekst það í framtíðinni. Ég hef
stundum sagt að eitthvað hljóti að hafa verið
að í menntakerfi okkar. Þegar ég var að velja
mér framhaldsnám, var það nánast ekki til
umræðu í mínum hóp að fara í sjávarútvegs-
fræði, eins og nú er kennd á Akureyri og var
þá kennd í Tromsö í Noregi og er enn. Mér
sýnist þetta afskaplega áhugavert nám. Þeg-
ar ég kom heim sjálfur frá námi sem dýra-
læknir og fisksjúkdómafræðingur, kynntist
ég mönnum sem höfðu verið við nám í Trom-
sö. Eg held þeir hafi fengið mjög góða
menntun.
Það er boðið upp á ágætis möguleika í námi í
sjávarútvegi. Það era Fiskvinnsluskólinn,
Sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri og
Háskóli Islands sjálfur, sem í auknum mæli
bjóða upp á sjávarútvegsnám. Von mín er sú
að íslendingar nýti sér þessa möguleika í meiri
mæli en nú er.
Það er gaman að skoða gamlar skólamyndir
úr Fiskvinnsluskólanum. Þar sjást andlit
margra sem era í forystu í sjávarútveginum í
dag. Það sýnir betur en nokkuð annað hve vel
sú menntun hefur nýtzt þeim.“
Útrásin eflir útveginn
Útrás íslenzkra fyrirtækja í sjávarútvegi
hefur verið mikil. Áttu von á framhaldi þessar-
ar úrásar?
„Þessi útrás er mjög jákvæð, svo fremi sem
hún er byggð á traustum þekkingar og fjár-
hagslegum granni. Slík útrás eflir íslenzkan
sjávarútveg, íyrirtækin era fyrir vikið ekki
með öll eggin í sömu körfunni og því má búast
við því að útrásin skili tekjum inn í íslenzka
þjóðarbúið með ýmsum hætti. Ég vona því að
vel takist til og framhald verði á útrásinni.
Menn geta auðvitað lent í erfiðleikum, ef ekki
er farið að á réttan hátt og því verður að
standa vel að verki.“
Þarf ekki í ljósi þessa að létta af hömlum á
fjárfestingum útlendinga í íslenzkum sjávarút-
vegi?
„Ég veit ekki hvort það þarf endilega. Það
er kannski þeirra erlendu aðila, sem vilja fjár-
festa hér, að knýja á um að þessum hömlum
verði aflétt. Við höfum haft þessa stefnu á
grundvelli smæðar okkar. Ég held að það hafi
verið skynsamlegt fyrir okkur. Auðvitað sér
maður það í hendi sér, að séum við að fjárfesta
annars staðar, gætu aðrir viljað fjárfesta hér.“
Smugusamningurinn mikilvægur
Nú er stutt síðan samið var um veiðar okkar
í Barentshafi og unnið er að gerð tvíhliða
samnings við Rússa um samstarf í sjávarút-
vegi. Hvaða áhrif hefur þetta á möguleika okk-
ar á auknum viðskiptum við Rússa svo sem
kaup og sölu á fiski, samstarfi í útgerð og kaup
á aflaheimildum?
„Ég held að þessi samningur hafi mjög já-
kvæð áhrif á þessa þætti í samskiptum við
Rússa. Þess vegna var það mjög mikilvægt að
setja niður þá deilu sem snérist um veiðar okk-
ar í Smugunni í Barentshafi. Þetta era þjóðir
sem verða að starfa mikáð saman og því var
það slæmt að þessi deila skyldi hafa komið í
veg fyrir það.“
Nú gætir mikillar andstöðu við samkomu-
lagið innan norska sjávarátvegsins og hafa að-
ilar þar hvatt norska þingmenn til að fella
samkomulagið. Óttastu að svo fari?
„Ég hef ekki beina ástæðu til að óttast það,
en það væri slæmt ef svo færi“
Hvenær má gera ráð fyrir að íslendingar
hefji hvalveiðar á ný?
„Alþingi hefur ályktað um það að við mun-
um hefja hvalveiðar sem fyrst. Það var reynd-
ar innifalið í þeirri niðurstöðu, sem varð í vet-
ur, að hefja ekki hvalveiðar á þessu ári. Það er
gert ráð fyrir því að mikið kynningarstarf hefj-
ist á erlendum vettvangi til undirbúnings hval-
veiðum. Það starf er ekki hafið og því finnst
mér frekar ólfklegt að hvalveiðar hefjist á
næsta ári. Aðalatriðið er ekki hvort þær hefj-
ast á næsta ári eða þarnæsta. Aðalatriðið er að
ákvörðun hefur verið tekin um hvalveiðar og
ríkisstjórnin hefur ályktun Alþingis til að fara
eftir í þessu máli.“
Verðum að skammta
aðganginn að auðlindinni
Sérðu fyrir þér að í framtíðinni verði öllum
þegnum landsins tryggður jafn réttur til fisk-
veiða innan lögsögu okkar?
„Það eru auðvitað allir jafnir fyrir lögunum
og stjórnarskránni. Það er enginn sem hindrar
það að sá sem vill stunda fiskveiðar, geri það.
Hann þarf bara að hafa réttu „græjurnar" tO
þess. Áður fólst það í því að eiga skip eða bát
og veiðarfæri. Nú er hluti af þessu að hafa
kvóta. Þessi þáttur er umdeildur og stefna rík-
isstjórnarinnar er að ná meiri sátt um þetta
kerfi.
Eins og málum er komið, verður aldrei kom-
izt hjá því að skammta aðganginn að auðlind-
inni. Getan til þess að veiða er miklu meiri en
afrakstursgeta fiskistofnanna leyfir. Þess
vegna kemur til þessi sérhæfing í atvinnulíf-
inu, sem er í nokkuð fastara formi nú vegna
kvótakerfisins, en hún var áður.“
Eðlilegt að deilt sé um ráðgjöfina
Það hafa verið skiptar skoðanir um störf
Hafrannsóknastofnunar og mat hennar á
veiðiþoli fiskistofna og ráðgjöf um heildarveiði.
Erum við á réttri braut þar?
„Það er eðlilegt að deilt sé um þessi mál,
enda miklir hagsmunir í húfi. Vísindamenn
Hafrannsóknastofnunar verða að byggja á
þeirri beztu vísindalegri þekkingu, sem fyrir
liggm- á hverjum tíma. Þeir verða líka að nálg-
ast viðfangsefnið á vísindalegan hátt, vera
opnir fyrir því, að það sem þeir hafa verið að
segja og gera, geti verið rangt og vera þá til-
búnir tO að breyta sínum kenningum og vinnu-
brögðum, komi það á daginn. Ég vil að öll
gagnrýni verði tekin alvarlega og skoðuð mál-
efnalega."
Hvernig finnst þér hafa til tekizt?
„Það fer eftir því af hvaða sjónarhóli er
horft. Sé litið til þess að fyrir nokkram árum
var þorskstofninn kominn niður í 500.000 tonn,
en er nú kominn yfir 1.000.000 tonn, hefur góð-
ur árangur náðst. Ef staðan er hins vegar met-
in út frá því hvað við höfum veitt mikið á ári að
meðaltali á síðustu 50 árum, geta menn
kannski sagt að við séum að veiða minna en við
ættum að geta. Síðan era kannski eðlilegar
skýringar á því. Menn verða að vera tilbúnir til
að skoða þetta allt á hlutlægan hátt og láta
efnisatriðin og niðurstöður rannsókna ráða, en
ekki óskhyggjuna.
Nýtt hafrannsóknaskip mun auka mögu-
leika okkar til að bæta þekkinguna og gera
niðurstöður rannsókna áreiðanlegri og ráð-
gjöfina betri. Sjálfsagt er aldrei svo að nægu
fé sé varið til rannsókna. Ég vO gjarnan auka
fé til rannsókna á fiskistofnunum og hafinu
sjálfu. Við höfum ekki efni á öðra en vera í
fremstu röð í rannsóknum á hafinu og auðlind-
um þess.“
Framtíðin björt
Hvernig sérðu fyrir þér framtíð íslenzks
sjávarútvegs?
„I stóram dráttum held ég að hann eigi sér
bjarta framtíð. Við höfum náð mjög góðum ár-
angri á undanförnum áram. En það er vandi
að halda rétt á spilunum. Það þarf ekki mikið
að bregða út af hjá okkur til að við lendum í
erfiðleikum. Sumt af því er undir okkur komið,
sérstaklega nýting auðlindarinnar og hvernig
við högum fiskveiðistjórnuninni. Annað er háð
ytri skilyrðum eins og verði á sjávarafurðum á
heimsmarkaði. Það tengist auðvitað efnahags-
þróun á hverjum stað.
Einnig er í gangi ákveðin þróun í umhverfis-
málum. Þó okkur gangi vel að stýra fiskveiðum
okkar og nýtum fiskistofna okkar af skynsemi
og á sjálfbæran hátt, gætum við orðið blóra-
bögglar fyrir aðra, sem ekki gera eins vel. Því
skiptir miklu máU fyrir okkur að við kynnum
vel erlendis, hvernig við stöndum að málum og
séum tilbúnir til að miðla af reynslu okkar,
bæði því sem hefur verið jákvætt og neikvætt.
Við verðum að gera svo, því við beram ábyrgð
á þessari auðlind, ekki bara fyrir okkur sjálf,
heldur einnig kynslóðir framtíðarinnar. Þó at-
vinnulífið hér sé fjölbreyttara en nokkra sinni
fyrr, sé ég engin teikn á lofti um það að sjávar-
útvegurinn hætti að vera grandvallaratvinnu-
vegur landsmanna,“ segir Árni Mathiesen,
sj ávarátvegsráðherra.