Morgunblaðið - 06.08.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 06.08.1999, Síða 1
174. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Spá falli Milosev- ics innan skamms Belgrad, Podgorica. Reuters, The Daily Telegraph. ZORAN Djindjic, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Júgóslavíu, spáði því í gær að Slobodan Milos- evic, forseti Júgóslavíu, myndi senn hrökklast frá völdum, jafnvel strax í nóvember. „Um miðjan september munu mótmælaaðgerðir í Serbíu vera orðnar svo umfangsmiklar að Milosevic mun sennilega boða kosn- ingar í nóvember," sagði Djindjic. Hann taldi engan vafa á að þar myndi Milosevic bíða ósigur. Fregnir herma að staða Milosevics versni nú dag frá degi og að klofn- ingur sé yfirvofandi í flokki hans. Eru nokkrir meðlimir Sósíalista- flokks Milosevics sagðir reiðubúnir að vinna að því með stjórnarandstöð- unni í Serbíu að koma honum frá völdum, neiti hann að fara af fusum og frjálsum vilja. Greindi VIP, áhrifamikið blað sem kemur út á ensku í Belgrad, frá því að skorist hefði í odda með Milosevic og nánum samstarfsmönnum hans á leynifundi í síðustu viku. Eru hinir síðarnefndu sagðir meðvitaðir um að á meðan Milosevic er við völd muni Júgóslavíu ekki verða veitt sú fjár- hagsaðstoð sem er bráðnauðsynleg, eigi að reisa landið úr rústunum sem ellefu vikna sprengjuherferð Atl- antshafsbandalagsins (NATO) olli. Tveir menn, annar Serbi og hinn Albani, féllu þegar til skotbardaga kom í gær í bænum Dobrcane í Suð- austur-Kosovo eftir að Albanar höfðu gert aðsúg að Serbum sem bú- settir eru á þessum slóðum. Sam- skipti Serba og Albana hafa verið þrungin spennu í þessum hluta Kosovo og liðsmenn KFOR-friðar- gæslusveitanna hafa mátt hafa sig alla við að halda friðinn. Hvatti Natasa Kandic, serbnesk baráttukona fyrir mannréttindum, í gær til þess að efnt yrði til opinberr- ar umræðu um meint ódæðisverk serbneskra hersveita í Kosovo en hún sagði tíma til kominn að lands- menn horfðust í augu við það sem fram fór í Kosovo-stríðinu. Hún fór jafnframt fram á að Albanar efndu til sömu umræðu í ljósi ofsókna gegn Kosovo-Serbum undanfarnar vikur. Svartfellingar leggja til um- fangsmiklar breytingar Stjómvöld í Svartíjallalandi lögðu í gær fram áætlun sem breyta myndi í grundvallaratriðum tengslum Svartfjallalands og Serbíu, sem sam- an skipa sambandslýðveldið Júgó- slavíu. Er í áætluninni lagt til að Svartfjallaland hafi eigið varnar- málaráðuneyti, sjálfstæða stefnu í utanríkismálum og eigin gjaldmiðil. Er ennfremur lagt til að nafni sam- bandslýðveldisins verði breytt í Samveldi Svartfjallalands og Serbíu. Svartfellingar hafa verið hliðhollir Vesturveldunum og studdu ekki stefnu Slobodans Milosevics sem leiddi til hemaðar NATO í Kosovo. AP LÖGREGLA ræðir við starfsmenn fyrir utan skrifstofiir annars fyrir- tækisins þar sem morðin voru framin. Byssumaður myrðir þrjá í Alabama Hleypur á snærið hjá Rússlandsstjórn Övæntur afgangur Moskvu. Reuters. YFIR eins milljarðs rúblna tekju- afgangur, andvirði 3,6 milljarða króna, varð af rekstri rússneska ríkissjóðsins í júlímánuði, ef marka má bráðabirgðatölur þar að lút- andi sem birtar vom í gær. Mun ástæða þessarar óvæntu búbótar vera að skattar skiluðu sér betur en gert hafði verið ráð fyrir. Þessi frétt kom rússneskum ráðamönnum þægilega á óvart, en rússneskum skattheimtuyfirvöld- um hefur gengið mjög illa að inn- heimta lögbundna skatta. Á heild- ina litið er efnahagsástandið í Rússlandi enn bágborið en vís- bendingar era um að það sé aftur að lagast eftir mikið hran fyrir ári. Tekjuafgangurinn er að stærst- um hluta tilkominn af því að skatt- ar skiluðu sér 25% betur í kassann en reiknað hafði verið með. Önnur jákvæð tíðindi fyrir rússnesk ríkis- fjármál vora þau í gær að seðla- banki landsins tilkynnti að gjald- eyrisforðinn hefði í síðustu viku júlí aukist úr 11 milljörðum banda- ríkjadala í 11,9 milljarða. Gjaldeyrisforði Rússlands hefur verið að rýrna á síðustu tveimur árum og ríkisstjórnin hefur ekki staðið við að greiða nokkrar af- borganir af erlendum lánum. Heldur hefur þó byrðin sem rúss- neska ríkið ber vegna erlendra skulda létzt að undanförnu. Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn tilkynnti í síðustu viku að hann myndi veita Rússum 4,5 milljarða dollara við- bótarlán á þessu ári og því næsta, og „Parísarklúbbur" vestrænna lánardrottna féllst á að skuld- breyta 8 milljörðum dollai-a sem fengnir vora að láni á Sovéttíman- um. r y * j | if m i §§§! í , § ] r, ' ty Mv.„; f ’ ss-í. ÍBm m U|| * | 1 ' 1 "" [ \ | i AP Ottast ebola-smit Bcrlín. Reuters, AP. Sprengingar- innar í Hiro- shima minnst JAPÖNSK skólabörn, sem heim- sóttu í gær friðarminjasafnið í Hiroshima, skoða líkan i fullri stærð af atómsprengjunni sem varpað var úr bandarisku B-29 sprengjuflugvélinni Enola Gay á Hiroshima í Japan fyrir nákvæm- lega fimmtíu og fjórum árum. í dag verður haldin árleg minning- arathöfn þar í borg um kjarnorku- sprenginguna sem nánast þurrkaði Hiroshima út og varð tugum þús- unda manna að bana, auk þess sem hún markaði upphafið að kjarn- orkuvopnakapphlaupinu. MIKILL viðbúnaður er í Þýskalandi vegna karlmanns, sem kom til Berlín- ar frá Fflabeinsströndinni, en talið er, að hann kunni að hafa sýkst af ebola- veikinni. Blæddi honum úr augum og eyrum en það era ein einkenni sjúk- dómsins. Ebola-veiran er banvæn og verður um 80% þeirra, sem sýkjast, að bana. Sjúkdómurinn er nánast óþekktur á Vesturlöndum. Sjúklingurinn, 39 ára gamall maður að nafni Olaf Ullman, kom aftur til Þýskalands sl. sunnudag eftir að hafa verið við kvikmyndatökur á Ffla- beinsströndinni í tvær vikur. Hann ferðaðist með Swissair-flugfélaginu til Berlínar í gegnum Ziirich og reyna þýsk yfirvöld nú að hafa uppi á far- þegum sem á einhvem hátt kunna að hafa haft samskipti við hann. Með sjúklingnum í for var eiginkona hans og þýskt vinapar sem nú er undir sér- stöku eftirliti. Hefur vinur Ullmans einnig verið settur í sóttkví en að sögn lækna hefur hann ekki fundið til krankleika. Allur vari hafður á Að sögn eiginkonu Ullmans, Kordula, fann hann til lasleika eftir heimkomuna og var fluttur með þyrlu á spítala í Berlín á þriðjudag, eftir að Pelham í Alabama, Atlanta. AP, Reuters. ÞRIR voru skotnir til bana á skrif- stofum tveggja fyrirtækja í útborg Birmingham í Alabama-ríki í Banda- ríkjunum í gær. Maður, sem starfaði hjá öðra fyrirtækinu og hafði áður starfað hjá hinu, var handtekinn, granaður um verknaðinn. Að sögn Alans Wades, lögreglu- stjóra í útborginni Pelham, verður hinn grunaði, sem er 34 ára, ákærð- ur fyrir morð. Hann var handtekinn eftir að lögregla hafði elt hann á miklum hraða eftir nærliggjandi hraðbraut. Atburðurinn átti sér stað um klukkan sjö í gærmorgun að staðartíma, eða um hádegisbil að ís- lenskum tíma. Sky-sjónvarpsstöðin greindi frá því að einn hinna myrtu hafi verið yf- irmaður byssumannsins, og að tveir hafi særst í skotárásunum. Ekki hafa borist fregnir af því hvers vegna byssumaðurinn framdi þessi voða- verk. Aðeins er vika liðin síðan rúmlega fertugur maður fór vopnaður skammbyssum inn á skrifstofur verð- bréfafyrirtækja í Atlanta í Banda- ríkjunum og skaut m'u til bana. Hann hafði áður myrt konu sína og börn. Blaðið Atlanta Constitution greindi frá því í gær, að maðurinn, Mark Barton, kunni að hafa tapað allt að 450 þúsund dolluram, eða sem svarar tæpum 33 milljónum ís- lenskra króna, í verðbréfaviðskiptum á Netinu. í Evrópu líðan hans hafði versnað, en þar er hann í sóttkví. Miklar varúðarráðstafanir hafa verið gerðar við Virchow-spítalann og hafa tveggja metra háir veggir verið reistir umhverfis deildina sem Ullman liggur á auk þess sem örygg- isverðir gæta hennar. Þá hafa lækn- ar og hjúkrunarfræðingar allan vara á við störf sín og klæðast lofttæmd- um öryggisbúningum og bera grím- ur fyrir öndunarfærum sínum. I gærkvöldi höfðu ekki enn borist fregnir af niðurstöðum rannsóknar á því hvort Ullman væri sýktur af ebolu, eða skyldum sjúkdómi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.