Morgunblaðið - 06.08.1999, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Rannsókn á vimuefnaneyslu í 10. bekk grunnskóla árin 1995-1999
Neysla nemenda minnkar
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra,
dómsmálaráðherra og áfengis- og vímu-
varnaráð kynntu í gær niðurstöður ís-
lenskra rannsókna á vímuefnaneyslu nem-
enda í 10. bekk grunnskóla árin 1995-1999.
Sigríður B. Tómasdóttir sat blaðamanna-
fund og skoðaði niðurstöður rannsóknanna.
Morgunblaðið/Ásdís
NIÐURSTOÐUR íslenskra rannsókna á vímuefnaneyslu kynntar á
blaðamannafundi.
NIÐURSTÖÐUR rannsóknanna
sýna að í fyrsta skipti frá árinu
1990, hefur dregið úr áfengis-
neyslu, reykingum og neyslu ólög-
legra vímuefna meðal nemenda í
efsta bekk grunnskólans.
Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðherra, lýsti
á blaðamannafundinum yfir ánægju
sinni með niðurstöðumar og sagði
þær gefa vísbendingu um að að-
gerðir þær sem gripið hefði verið til
á sviði forvarna væru famar að
skila árangri.
Ingibjörg sagði einnig spennandi
að sjá hvar ísland stæði í saman-
burði við önnur Evrópulönd en
rannsóknin er hluti af evrópski-i
rannsókn, European School Project
on Alcohol and other Dmgs
(ESPAD), og verða heildarniður-
stöður hennar kynntar á næsta ári.
Árið 1995 var hliðstæð könnun gerð
og voru íslensk ungmenni þá
nokkurn veginn í meðallagi í neyslu
áfengis, vímuefna og tóbaks.
Könnunin var gerð í mars síðast-
liðnum. Þá vom spurningalistar
lagðir fyrir nemendur í 10. bekk
gmnnskóla í marsmánuði 1999. Alls
svöraðu 3.555 nemendur listunum,
sem er 89,6% svarhlutfall nemenda
sem skráðir vora í 10. bekk vorið
1999.
Margir hafa drukkið
heimabrugg
Tæplega 79% 10. bekkinga hafa
smakkað áfengi samkvæmt könn-
uninni og um 62% hafa orðið
drakknir um ævina. Þetta er örlítil
breyting frá árinu 1995 en talsverð-
ur munur er á fjölda þeirra sem
sögðust hafa orðið ölvaðir á síðustu
30 dögum. Þeir vora 35,2% 1999 en
45,8% árið 1995. Töluvert dregur úr
neyslu á sterku áfengi en bjór-
drykkja hefur aukist lítillega.
Sólveig Pétursdóttir, dómsmála-
ráðherra, benti á að talsvert stór
hluti nemendanna hefur drukkið
heimabruggað og smyglað áfengi.
Ráðherra sagði að toll- og löggæsla
myndu taka höndum saman um að
koma í veg fyrir þessa neyslu.
Hlutfall nemenda sem drakkið
höfðu heimabraggað eða smyglað
áfengi síðastliðna 30 daga sveiflast
reyndar mjög eftir því hvaða gerð
áfengis er um að ræða. Ríflega
fimmti hver unglingur í 10. bekk
hafði drukkið heimabraggað sterkt
áfengi síðustu 30 daga áður en
könnunin var gerð. Þessi fjöldi er
ríflega helmingur þess hóps sem
drakk sterkt áfengi á sama tímabili.
Hins vegar er lítill hluti bjórneyslu
nemenda heimabragg. Hlutur létt-
víns í áfengisneyslu er lítill en
heimaframleiðsla er drjúgur skerf-
ur hennar.
Auðvelt að
nálgast hass
Samkvæmt könnuninni telja
nemendur 10. bekkjar almennt auð-
velt að kaupa hass og auðveldara
en árið 1995. Af þeim hópi unglinga
sem reykt hefur hass og ætti því að
vera dómbær á framboð á efninu
telja 84% sig auðveldlega geta út-
vegað efnið. Um helmingur hópsins
telur sig vita um heimahús þar sem
efnið er til sölu og um fjórðungur
telur sig geta keypt það á skemmti-
stöðum og víðar. Um 15% telja sig
geta keypt efnið í skólum og um
20% þeirra sem reykt hafa 10 sinn-
um eða oftar.
Langflestir unglingar hafa þó
ekki prófað hass eða önnur ólögleg
vímuefni. Heldur dregur úr
hassneyslu unglinga árið 1999 frá
árinu á undan. 15% höfðu prófað
hass árið 1999 en 17% árið á undan.
Neyslan árið 1999 er þó meiri en
nokkra sinni fyrr að árinu 1998
undanskildu.
Marktækt færri nemendur í 10.
bekk höfðu reykt sígarettur ein-
hvem tíma um ævina 1999 en 1995,
tæplega 56% á móti liðlega 61%.
Þeim sem reykt höfðu sígarettu á
síðustu 30 dögum eða reykja dag-
lega hefur einnig fækkað. Reyking-
ar meðal þessa aldurshóps era því
ámóta útbreiddar árið 1999 og þær
vora árið 1990 en þá vora reyking-
ar unglinga minnstar frá því að
mælingar hófust.
Vímuefni talin
hættuleg
Athygli vekur að langflestir ung-
linganna telja að reykingar,
drykkja og notkun annarra vímu-
efna sé fremur eða mjög hættuleg.
Þessi vitneskja virðist þó ekki
koma í veg fyrir að unglingar prófi
vímuefni.
96% nemenda telja t.a.m. hættu-
legt að reykja pakka eða meira á
dag. Ennfremur telja mun fleiri
hættulegt að reykja öðra hvora ár-
ið 1999 en 1995, eða rúm 67% miðað
við 58% árið áður. í skýrslunni seg-
ir að þessi viðhorfsbreyting gæti
bent til þess að reykingar muni
minnka, það sé þó alls óvíst því að
reynslan sýni að unglingar byrji að
reykja þótt þeir telji það óhollt.
Þórólfur Þórlindsson, prófessor
og formaður áfengis- og vímu-
varnaráðs, sagði í samtali við Morg-
unblaðið að það kæmi margt annað
til hjá unglingum þegar þeir próf-
uðu vímuefni í fyrsta sinn en hvort
þau væra talin hættuleg eða óholl.
Gildi upplýsinga í forvarnastarfi
hefðu verið ofmetin hingað til og
aðrir þættir þyrftu að koma til.
Þórólfur benti einnig á að lífsstfll
unglinga hefði mikið að segja um
vímuefnanotkun. Þvl væri annars
vegar mikilvægt að reyna að hafa
áhrif á þennan lífsstfl, hins vegar
væri hlutur foreldra afar mikilvæg-
ur.
Stórt samfélags-
verkefni
í sama streng tók Þorgerður
Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri
áfengis- og vímuvarnaráðs, og
sagði að verið væri að skoða allar
mögulegar leiðir til forvama, nýir
tímar kölluðu á nýjar aðferðir.
„Þetta er stórt samfélagsverkefni
sem við stöndum frammi fyrir.
Mikilvægt er að allir aðilar starfi
saman, foreldrar, kennarar, þeir
sem vinna að æskulýðsmálum og
heilbrigðismálum og svo mætti
lengi telja.“
Dómsmálaráðherra sagði á
blaðamannafundinum að samstarf
margra aðila hefði einmitt skilað
miklum árangri nú um verslunar-
mannahelgina. Lítið sem ekkert
hefði verið af unglingum undir 16
ára aldri á útihátíðum. Þar hefði
samstarf foreldra og þeirra sem
standa að forvörnum skilað sér.
Einnig hefði strangt eftirlit með
fíkniefnum borið góðan árangur.
Marel gerir
samning við
Hydro
Seafood
MAREL hf. gerði nýlega samning
við norska fyrirtækið Hydro Seafood
AS, sem er í eigu Norsk Hydro, um
afhendingu á búnaði í þrjár af laxa-
verksmiðjum íyrirtækisins í Noregi,
að því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu. Samkvæmt samningnum mun
Marel hf. ásamt Maritech A/S, um-
boðsaðila sínum í Noregi, og Skag-
anum hf. á Akranesi afhenda tvö
laxaflokkunar- og pökkunarkerfi og
tvö fullkomin laxavinnslukerfi.
Verðmæti samningsins er nálægt
150 milljónum króna, segir Lárus Ás-
geirsson iramkvæmdastjóri sölu- og
markaðsmála hjá Marel, í samtali við
Morgunblaðið. Hann segir að laxeldi
sé að vaxa sem iðnaður og nemur
heimsframleiðslan nú tæplega einni
milljón tonna. Láras segir að mjög sé
að aukast að laxinn sé unninn að ein-
hverju leyti áður en hann fer í versl-
anir, til dæmis með því að laxinn sé
skorinn í bita í ákveðinni þyngd.
„Þessi vinnsla er orðin iðnaður út af
fyrir sig og þar ætlum við að vera
leiðandi í tækni til að mæta þessu
með litlum mannafia," segir Láras.
Flokkunar- og pökkunarbúnaður-
inn er notaður til að meta gæði á
laxi, flokka eftir vigt og pakka í fasta
þyngd í kassa. Búnaðurinn merkir
kassana, skammtar ís í þá eftir því
hvar viðtakandi er staðsettur og af-
greiðir sjálfvirkt eftir pöntunum.
Fram kemur að Marel hafi sótt um
einkaleyfi fyrir hluta af búnaðinum.
Laxavinnslukerfin byggjast á
vinnsluaðferðum úr bolfiskvinnslu en
einnig era tengd vinnslurásinni lita-
greinir frá Marel og sjálfvirk bein-
hreinsivél frá dótturfélagi Marel í
Danmörku, Carnitech A/S.
Marel mun ásamt samstarfsaðil-
um sýna hluta búnaðarins á Aqu-
aNor-sýningunni í Þrándheimi í
Noregi, sem er stærsta sýning á
búnaði fyrir laxaiðnað og annan eld-
isiðnað í heiminum.
Bréf í Marel hækka
Hlutabréf í Marel hf. hækkuðu um
6,7% í fyrradag en lækkuðu um 0,6%
í gær. Samtals hafa hlutabréf í Marel
hf. hækkað um 77,1% frá áramótum.
-----------------
Björn Bjarnason um at-
hugasemd borgarstjóra
Snýst ekki
um stærð
lóðarinnar
BJORN Bjarnason menntamálaráð-
herra kveður svar Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur borgarstjóra við
greininni „Bíó eða skóli í Laugar-
dal?“ vera útúrsnúning.
„Eg var ekki að tala um innri eða
ytri lóð heldur um það hvort menn
vildu að skóli yrði hluti af því um-
hverfi sem er í Laugardalnum. Auk
þess benti ég á að það þyrfti að huga
að húsnæðismálum Menntaskólans
við Sund og Vogaskóla," segir ráð-
herra. Hann bendir einnig á að ekki
sé hægt að slá þvl fram að lóðin sé of
lítil fyrir skóla þegar fyrirhugað er
að byggja samtals 20.000 fermetra
hús í Laugardalnum.
Ráðherra kveður það ekki nýmæli
að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu
hlynntir byggingaframkvæmdum í
Laugardalnum, en borgarstjóri hafi
gefið hið gagnstæða til kynna í svari
sínu. „Það var hugmynd að þarna
risi tónlistarhús og menn hafa verið
að velta fyrir sér húsum sem falla vel
að dalnum og því mannlífi sem þar
er. Ég tel að það sé eðlismunur á
skólahúsnæði og skrifstofuhúsnæði
fyrir Landssímann eða kvikmynda-
húsi,“ segir hann.
Að lokum segir ráðherra að sé
ekki vilji borgarstjórnar að úthluta
lóð fyrir Menntaskólann við Sund, sé
nauðsynlegt að það komi fram svo
hægt sé að huga að næstu skrefum í
húsnæðismálum skólans í því ljósi.
Hlutfall nemenda í 10. bekk sem telja sig auð-
veldlega geta keypt hass á tilteknum stöðum
70%--------------------------------------
60-
50-
40-
30 H
20
10H
o
- Hafa aldrei reykt hass
Hafa einhvern tíma reykt hass
r- Hafa reykt fass 10 sinnum eða oftar
Hvergi Einhvers (skólanum/ Áskemmti- Heimahjá
staðar úti við á skólalóðinni staðeðabar einhverjum
Hlutfall nemenda í 10. bekk sem drukkið
höfðu heimabruggað eða smyglað áfengi
síðastliðna 30 daga
50%
' — Öll neysla
Léttvín
Sterkt áfengi