Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.08.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ j • ; Morgunblaðið/Erla Skúladóttir NEÐRI HLUTI árinnar, nálægt ósum hennar. MOSFEL! Korpúlfsstaðir ^ÚIfarsfell /JÁ, Korpúlfsstaðaá Úlfarsá Hafravatn REYKJAVÍK jLangavatn LEIÐIN sem Korpa rennur úr Hafravatni til sjávar. Korpa iðar af lífi Reykjavíkurborg býr yfir mörgum fallegum útivistarsvæðum. Nágrenni laxveiðiárinnar Korpu er eitt þeirra. Erla Skúladóttir skoðaði sig þar um og naut leiðsagnar eins leigutaka árinnar sem telur fyrirhugaða byggð þrengja óþarflega að henni. Grafarvogur FLESTIR borgarbúar þekkja EHiðaárnar og er kunnugt um laxveiði í þeim. Færri vita hins veg- ar að Reykjavfk skartar annarri laxveiðiá, sem __ sumir telja ekki síðri. Áin gengur undir nafninu Korpa meðal veiðimanna en er einnig nefnd tílfarsá eða Korpúlfsstaðaá. Korpa rennur úr Hafra- vatni 7 kílómetra leið að ósum skammt norðan við Korpúlfsstaði. Gamla Korpúlfsstaða- landið er vinsælt til úti- vistar, algengt er að hestamenn ríði þar út, LÁRUS Gunnsteinsson við stíflu í Korpu. Við hana hefur verið gerður laxastigi svo fískurinn komist leiðar sinnar. Kttí, fólk gengur sér til ánægju og yndisauka og fjölmarg- ir iðka golf á Korpúlfs- staðavelli. Áin liðast á kafla um golfvöllinn. Að sögn Lárusar Gunnsteins- sonar, eins af leigutökum Korpu, er sambúð lax- veiðimanna og golfiðk- enda á svæðinu með mikl- um ágætum. Hann hefur hins vegar áhyggjur af þróun byggðar í nágrenn- inu. Ystu húsin í Staðahverfi í Grafarvogi munu standa nærri bökkum árinnar. Lárus óttast að ekki verði hægt að stunda laxveiði í Korpu innan örfárra ára nema gripið verði til að- gerða til að sporna við ágangi sem mun óhjá- kvæmilega fylgja íbúðar- byggð á svæðinu. Hann segir iðnfyrirtæki eiga að rísa nálægt bökkum árinn- ar og hefur áhyggjur af því. Með veiðistöng og háf KORPA liðast um svæði golfvallarins við Korpúlfsstaði. „Börn sækja í að busla í Hér sést svokallaður Brúarhylur, þar er veiði oft góð. vatni,“ sagði Lárus. Hann segir fyrirséð að Qölmörg börn muni búa í hinu nýja hverfi og óttast að þau muni velja sér Korpu sem leiksvæði. Nú þegar hefur verið nokkuð um að börn Ieiki sér í ánni og myndist jafnvel við að veiða. „Um daginn þurfti að reka krakka úr ánni. Einn þeirra hafði greinilega verið sendur af foreldrum sínum að veiða í Korpu. Hann var í stígvélum, með veiðistöng og bakpoka. Upp úr bakpokanum stóð háfiu-,“ sagði Lárus. Hann segir ljóst að gæslu þurfi á svæðið til þess að vernda laxinn í ánni og tryggja frið veiðimanna. Lárus telur einnig að girð- ing meðfram ánni eða gróðri vaxinn skjólbakki geti komið að gagni við verndun Korpu. Einstakt útivistarsvæði Oft hefur verið sagt um Elliðaárnar að þær séu náttúruperla í höfuðborg- inni, hið sama á við um Korpu. I nágrenni hennar er kjörið að njóta útivist- ar, þess þarf þó að gæta að það sé gert í sátt við náttúruna og umhverfíð. Áin er vatnslítil og þar af leiðandi viðkvæm. Korpa iðar af lífi og oft má þar sjá laxa á lofti. Fuglalíf við Korpu er líka afar íjöl- breytt. Þar má til dæmis finna fjölda æðakolla og við ósa árinnar er kríu- varp. Lárus sagði frá því að tveir Danir voru við veið- ar í ánni fyrir skömmu. Hann segir þá hafa verið yfir sig hrifna af aðstæð- um. „Þeir sögðu að hvergi annars staðar í heiminum fyrirfyndist svo tær lax- veiðiá inni í miðri borg,“ sagði Lárus. Honum finnst mikilvægt að varðveita þessa sérstöðu og hefúr áhyggjur af rusli sem oft safnast fyrir í ánni. „Það var gífurlegt magn af rusli í ánni þegar við tók- um við henni,“ sagði Lár- us. Leigutakarnir brettu upp ermar og týndu ruslið úr Korpu. Lárus brýnir fyrir fólki að umgangast hana af meiri tillitssemi. Fjölbreyttur veiðifengur Lárus Gunnsteinsson til- heyrir 11 manna hópi sem gengur undir nafninu Vesturfarar. Hópurinn leigir Korpu í fyrsta sinn í sumar. Veiði í ánni það sem af er sumri hefúr ver- ið mjög góð að mati Lárusar. Vel yfir 100 lax- ar hafa komið á land frá 19. júní, sá stærsti 16 pund. Veitt er á tvær stangir í Korpu og veiði- von góð. Veiðileyfi fyrir eina stöng í ánni hálfan dag kostar á bilinu 6.900 til 9.900 krónur. Lárus sagði frá því að áður fyrr hafi Korpúlfs- staðabændur lagt net í Korpu og dregið úr henni bflhlöss af fiski til útflutn- ings. Veiði hefur því löng- um verið drjúg í ánni. Nálægðin við golfvöll- inn gerir það að verkum að það má veiða margt fleira en lax í Korpu. Fað- ir Lárusar var við veiðar í ánni um daginn. Hann veiddi fimm laxa, nokkrar golfkúlur, eina golfkylfú og æðarkolla beit á lö-ók- inn hjá honum, að sögn Lárusar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.