Morgunblaðið - 06.08.1999, Side 20

Morgunblaðið - 06.08.1999, Side 20
20 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma Fjárfestingarbanka atvinnulífsins batnar verulega milli ára Hagnaður fyrir skatta 974 milljónir króna F 0i"! lllll FJARFESTINGARBANKI ATVINNULÍFSINS HF Rekstrarreikningur 1. jan.-30. júní Rekstrarreikningur 1999 1998 Breyting Vaxtatekjur Vaxtagjöld Milljónir króna 2.636 2.112 2.025 1.467 Hreinar vaxtatekjur Aðrar rekstrartekjur 524 1.051 558 160 -6% 557% Hreinar rekstrartekjur Önnur rekstrargjöld Framlag í afskriftareikning útlána Tekjuskattur 1.575 465 -137 239 718 277 -84 8 119% 68% 63% 2888% Hagnaður tímabilsins 734 349 110% Efnahagsreikningur 1999 1998 Breyting Eianir: \ Milljónir króna Sjóður og kröfur á lánastofnanir Útlán Markaðsverðbréf og eignarhl. í félögum Aðrar eignir Eignir samtals 30. júní 5.073 64.503 10.963 1.326 31. des. 1.522 55.341 6.028 1.276 44% 7% 37% 36% 81.865 64.167 13% Skuiriir oa eiglO Í6:\ Skuidlr við lánastofnanir Lántaka Aðrar skuldir Tekjuskattsskuldbinding Eigið fé Skuldir og eigið fé samtals 3.055 65.844 3.637 45 8.284 8.521 46.274 898 0 —8474 -71% 24% 1304% 5% 81.865 64.167 13% Fjárfestingarbanki atvinnulífs- ins (FBA) skilaði 974 milljóna króna hagnaði fyrir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs og er það hærri upphæð en allt árið í fyrra, þegar heildarhagnaður nam 734 milljónum króna. Hagnaður fyrir skatta fyrstu sex mánuði ársins 1998 nam 357 milljónum króna og er aukningin 173% milli ára. FBA birti kannað árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins í gær. Samkvæmt uppgjörinu nema reiknaðir skattar á fyrstu sex mán- uðum ársins 239 milljónum króna en bankinn greiddi ekki tekjuskatt á síðasta ári vegna uppsafnaðs skattalegs taps frá forverum hans, fjárfestingalánasjóðum ríkisins. Yfirfæranlegt skattalegt tap bank- ans mun allt nýtast á árinu. Að teknu tilliti til reiknaðra skatta nemur hagnaður fyrstu sex mánuði þessa árs 734 milljónum króna, sem er sama upphæð og nemur heildarhagnaði fyrir allt síðasta ár. Samkvæmt endurskoðaðri rekstraráætlun er gert ráð fyrir að hagnaður ársins verði 1.345 millj- ónir fyrir skatta og 1.044 milljónir, sé tekið tillit til reiknaðra skatta. Meginskýringin breytt tekjumyndun Meginskýringu á bættri afkomu milli ára er að finna í þeirri stefnu sem mörkuð var af stjóm bankans á haustmánuðum 1997 og fól í sér breytingar á tekjumyndun bank- ans. Samhliða því að dregið hefur verið úr vexti útlána hefur umsýsla með markaðsverðbréf, en einkum þó gengishagnaður vegna viðskipta með hlutabréf, skilað auknum tekj- um til bankans. Alls námu vaxtatekjur FBA 2.636 milljónum á fyrri helmingi þessa árs. Vöxtur útlána var 7% milli ára en tekjur vegna vaxta- munar, þ.e. mismunar á vaxtatekj- um og vaxtagjöldum, lækka um 33 milljónir, voru 525 milljónir fyrir sex fyrstu mánuði þessa árs. Aftur á móti hafa aðrar rekstrartekjur vaxið um 891 milljón milli ára, eða tæplega sjöfaldast, og námu 1.051 milljón króna fyrir fyrstu sex mán- uði þessa árs. „Um 2/3 af rekstrartekjum bank- ans koma frá nýjum starfsþáttum, sem voru ekki hluti af starfsemi fjárfestingalánasjóðanna sem bankinn óx upp af,“ segir Bjarni Armannson, forstjóri FBA. „Til samanburðar má nefna að á síðasta ári voru hreinar vaxtatekjur 65% af tekjum bankans en hafa einung- is verið 33% á fyrri helmingi þessa árs. Auknar tekjur af nýjum rekstrarþáttum koma í raun til af tvennu. í fyrsta lagi var skulda- bréfamarkaður mjög hagstæður fyrstu mánuði ársins og það gátum við nýtt okkur. Og í öðru lagi hefur bankinn verið mjög virkur á hluta- bréfamarkaði á síðari hluta tíma- bilsins og átt í nokkrum allstórum viðskiptum. Sem dæmi má nefna viðskipti með bréf í Baugi hf. og deCode genetics Inc. en að auki er fjöldinn allur af verkefnum sem bankinn hefur sinnt á þessu sviði. Markaðshlutdeild okkar á skulda- bréfa-, hlutabréfa- og gjaldeyris- markaði hefur verið að vaxa jafnt og þétt. Með réttri stefnu og góðu og samhentu starfsfólki hefur tek- ist að ná þessum góða árangri. Ég vil í raun þakka þennan árangur samheldnu og hörkuduglegu starfsfólki bankans.“ Bjarni segir að af 816 milljóna króna gengishagnaði af fjármála- starfsemi á fyrstu sex mánuðum þessa árs megi rekja tæplega 700 milljónir tii veltuhlutabréfa og ríf- lega 100 milljónir til veltuskulda- bréfa. „Skuldabréfin eru aðallega ríkisskuldabréf en af hagnaði vegna hlutabréfa má rekja um fjórðung til viðskipta með bréf Baugs og deCode. Rétt er þó að minna á að hagnaður af fjármála- starfsemi er háður sveiflum á fjár- magnsmarkaði hverju sinni og tekjur geta fyrirvaralítið orðið gjöld þegar illa gengur. Við gerum þess vegna ekki ráð fyrir sams konar tekjuaukningu á síðari hluta ársins af þessari starfsemi." Aukin verðbréfaútgáfa Vöxtur efnahagsreiknings bank- ans var um 13% á fyrri hluta ársins og námu heildareignir FBA tæpum 82 milljörðum króna í lok júní. Eig- ið fé bankans hefur vaxið um 5% milli ára, er nú tæpir 9,3 milljarðar en var tæpir 8,5 milljarðar fyrstu sex mánuði síðasta árs. Eiginfjár- hlutfall bankans í lok júní, mælt á svokölluðum CAD-grunni, var 14,4% og er það hið hæsta sem þekkist meðal íslenskra viðskipta- banka og lánastofnana. I uppgjör- inu kemur fram að rekstrarafkoma bankans á fyrstu sex mánuðum ársins jafngildi 17% arðsemi eigin fjár á árs grundvelli. „Það vekur athygli að þrátt fyrir um 13% vöxt í efnahagsreikningi hafa útlán aðeins aukist um 7%,“ segir Bjami Ármannsson. „Skýr- ingin á vextinum liggur einkum í aukningu á þeim markaðsverðbréf- um sem bankinn hefur gefið út og útlánum til annarra lánastofnana. I kjölfarið hafa skuldir við lánastofn- anir lækkað um rúmlega 7 millj- arða sem er mjög ánægjuleg breyt- ing. Við höfum í vaxandi mæli farið út í verðbréfaútgáfu á erlendum mörkuðum í stað þess að taka skammtímalán í bönkum ytra, t.a.m. hefur EMTN útgáfa bank- ans verið skráð í kauphöllinni í London. Samtals hefur verðbréfa- útgáfa okkar farið úr tæpum tíu milljörðum í rúmlega 21 milljarð á fyrstu sex mánuðum þessa árs og það er skýringin á þessum vexti.“ Starfsmenn njóta betri árangurs „Við höfum auðvitað verið að byggja upp starfsemi bankans, ráða starfsfólk, þróa verkferla og byggja upp þekkingu. Uppbyggingin hefur verið að skila sér til viðskiptavina okkar og það færir þessi auknu verðmæti inn í bankann. Við höfum tekið upp árangurstengt launakerfi sem hefur í för með sér að starfs- menn njóta þess ef þeir skila bætt- um árangri. Góður árangur starfs- manna það sem af er þessu ári hef- ur leitt til þess að við höfum gjald- fært um 91 milljón króna vegna þessarar tengingar. Gæði kerfisins felast í því að því hærri sem launin eru, þeim mun meira fær hluthaf- inn í sinn hlut í formi hagnaðar og betri árangurs," segir Bjarni. Opnað var fyrir viðskipti með bréf í FBA á Verðbréfaþingi ís- lands að nýju í morgun og námu viðskipti dagsins rúmlega 33,5 milljónum króna. Gengi bréfanna hækkaði um 2,5% yfir daginn og var 2,93 í síðustu viðskiptum á þinginu. ÍVottavél Hl Electrolux • 1400 snúninga vinda * , • Tekur 5 kg. • Þvottahæftii A • Þvær á 0-95° • Hljóðlát • H:85 sm, B:60sm D:58 sm 84.900 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is HOOVER ryksugur Bjóðum nú þessar þekktu og vönduðu ryksugur á tilboðsverði. Fjölmargar gerðir. Verðfrá ÍmÍíí®”""*'"”' TÖFRASÓPURINN og VAPORI gólfhreinsivélin * gir í kaupoæti. Gjörið svo vel, ágœtu viðskiptavinir. PFA F cHeimilistækjaverslun Grensásvegur 13 -108 Reykjavík - Sími: 533 2222 Veffang: www.pfaff.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.