Morgunblaðið - 06.08.1999, Side 64

Morgunblaðið - 06.08.1999, Side 64
/------- KOSTA með vaxta þrepum @ BLNADÁRBANKINN MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK HM íslenskra hesta í Þýskalandi Keppend- ur yfír- heyrðir ÍSLENSKIR keppendur og gestir á heimsmeistaramóti íslenskra hesta í Kreuth í Þýskalandi voru kallaðir til yfirheyrslu í gær hjá þýskum tollayf- irvöldum vegna rannsóknar á meintu skatta- og tollasvindli í tengslum við útflutning á íslenskum hestum. Tveir rannsóknarmenn voru á mótsstað í gær og neituðu þeir að fresta yfir- heyrslum þar til mótinu lyki. Guðni Agústsson landbúnaðarráð- herra telur óeðlilegt að verið sé að yfirheyra íslenska ferðamenn sem tengist keppnisliðinu út af tollamál- um. Hann kveðst vona að friður verði það sem eftir er mótsins. Jón Albert Sigurbjörnsson, for- maður Landssambands hestamanna- félaga, segir að rannsóknarmennirn- ir hafi bæði spurt um hesta sem fluttir voru til Þýskalands í tengslum við mótið og eldri mál. Hann segir ís- lensku keppendurna mjög óánægða með vinnubrögð Þjóðverjanna. • ■ Keppendur/33 * ------------------ Lést í slysi í Kaup- mannahöfn ÍSLENDINGUR um fimmtugt beið bana þegar hann féll af reiðhjóli og varð undir strætisvagni í Kaup- mannahöfii í fyrradag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafði hópur hjólreiðamanna staðnæmst á hjólabraut við gatna- mót á H.C. Andersen Boulevard í Kaupmannahöfn. I kös sem myndað- ist féllu fjórir hjólreiðamenn í götuna ' .-Jþ íslendingurinn, sem var einn þeirra, lenti undir strætisvagni og lést samstundis. Maðurinn var búsettur í Kaup- mannahöfn. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. Nýir sigkatlar í Mýrdalsjökli NÝIR sigkatlar hafa myndast í Mýrdalsjökli síðustu daga. Helgi Björnsson, jökdafræðing- ur á Raunvísindastofnun, flaug yfír jökulinn í gær ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins og sáust þá greinilega níu katlar. Reynir Ragn- arsson, lögreglumaður í Vík, segist munu fylgjast með ástandinu í nánustu framtíð. Helgi Björnsson segir að jarðhitavirkni undir jöklinum hafí aukist mikið að undan- förnu í þekktum sigkötlum, auk þess sem vart hafí orðið við jarðhita á nýjum stöðum. Jökullinn sé mjög sprunginn og varasamur yfirferðar. Helgi telur hugsanlegt að þessi aukna jarðhitavirkni sé fyrirboði Kötlugoss. A.m.k. sé ástæða til að fylgjast vel með yfir- borði jökulsins á næstunni. Reynir Ragnarsson segist hafa merkt breytingar á jöklinum í hvert sinn sem hann hefur flogið yfir að undanförnu. Hann segir að áfram sé í gildi viðvörun til ferðamanna um að nátta ekki við jökulinn. Ekki er sér- stakur viðbúnaður vegna umbrotanna í jökl- inum en Reynir mun kanna breytingar á nokkurra daga fresti eftir því sem veður og aðrar aðstæður leyfa. ■ Níu sigkatIar/4 Morgunblaðið/Helgi Björnsson SIGKATLARNIR tveir sem sáust fyrst í gærmorgun eru í forgrunni. Hvor þeirra er um tveir km í þvermál. Ofar til vinstri er sigketillinn sem myndaðist við framhlaupið 20. júlí úr Sólheimajökli en myndin er tekin til suðvesturs. Sala Kaupþings og sparisjóðanna á bréfum í FBA Hagnaður talinn J.300 til 1.950 milljónir SÖLUHAGNAÐUR Kaupþings, Sparisjóðabankans og sparisjóð- anna vegna sölu dótturfyrirtækis þeirra, Scandinavian Holdings SA.. í Lúxemborg, á 22,1% hlut í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins hf. er nálægt 1.300 milljónum að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar, en brúttó söluhagnaður er nærri 1.500 milljónir af þessum viðskiptum, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. |^l Aðrar heimildir herma að sölu- hagnaðinn megi ætla talsvert hærri eða 1,65 til 1,95 milljarða. Það sem ber á milli er á hvaða meðalverði Scandinavian Holdings og eigendur þess hafi eignast hlut- inn í FBA, en bréfin voru keypt af ýmsum aðilum á mismunandi tíma. Hlutabréf í FBA voru skráð á "hlutabréfamarkaði í lok nóvember 1998 og var gengi bréfanna þá tæp- Opnað aftur fyrir viðskipti með hlutabréf í FBA lega 1,6, en þau höfðu verið boðin á markaði fyrri hluta nóvembermán- aðar á genginu 1,4 af ríkissjóði sem seldi þá 49% hlut í bankanum. Síð- an þá hefur gengi bréfanna hækk- að og var nálægt 2,85 þegar við- skiptin fóru fram. Annars vegar er talið að meðal- gengið hafi verið 1,6-1,8, þar sem talsverður hluti hafi verið keyptur með því að bjóða einstaklingum að skrá sig fyrir hlut og kaupa strax af þeim með álagi, en hins vegar er Adð það miðað að meðalkaupgengið hafi verið hærra. Síðastliðinn miðvikudag stöðvaði Verðbréfaþing íslands viðskipti með hlutabréf í FBA þar sem þingið taldi að ákvæði kauphallar- laganna nr. 34/1998 um upplýs- ingagjöf til þingsins um eigendur Orca S.A. í Lúxemborg, sem keypti bréfin, væru ekki uppfyllt. Á sama tíma höfðu óstaðfestar fregnir um eigendur Orca S.A. birst í fjölmiðlum. VÞÍ fékk ekki upplýsingar í gær sendi Verðbréfaþingið frá sér fréttatilkynningu þar sem segir að beiðni Verðbréfaþings um upp- lýsingar varðandi það hverjir séu eigendur Orca hafi verið hafnað að svo stöddu, og vekur þingið athygli almennra fjárfesta á því að engar staðfestar upplýsingar um eigend- ur Orca S.A. liggi fyrir. Að gefinni þessari yfirlýsingu opnaði VÞÍ aft- ur fyrir viðskipti með hlutabréf í FBA. Hagnaður FBA fyrir skatta eykst um 173% milli ára Afkoman mun betri en áætlað HAGNAÐUR Fjárfestingarbanka atvinnulífsins íyrir skatta á fyrstu sex mánuðum þessa árs nam 973 milljónum króna og er það aukning um 173% miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður að frádregnum sköttum var 734 milljónir, sem er sama upphæð og heildarhagnaður síðasta árs. í könnuðu árshlutaupp- gjöri bankans sem birt var í gær kemur fram að afkoman er mun betri en búist hafði verið við en í rekstrar- áætlun bankans fyrir árið 1999 var því spáð að hagnaður fyrir skatta yrði 890 miHjónir fyrir allt árið. Samkvæmt uppgjörinu má rekja ástæður bættrar rekstrarafkomu til umskipta í tekjumyndun bankans. Vöxtur útlána hefur minnkað, nam 7% milli ára, en á sama tíma hefur umsýsla með markaðsverðbréf auk- ist, svo og lánveitingar til annarra fjármálastofnana. Jákvæð þróun á íslenskum fjár- málamarkaði á fyrstu sex mánuðum ársins og hagnaður af einstökum viðskiptum á hlutabréfamarkaði hafa fært bankanum meginhluta aukinna rekstrartekna á fyrri hluta ársins. Af 816 milljóna króna geng- ishagnaði á fyrri hluta þessa árs má rekja 100 milljónir til viðskipta með skuldabréf en um 700 milljónir til viðskipta með hlutabréf íslenskra hlutafélaga og nemur hagnaður af sölu bréfa í Baugi hf. og deCode genetics um fjórðungi af þeirri upp- hæð. Bjarni Ármannsson, forstjóri FBÁ, segir í samtali við Morgun- blaðið að góður árangur í rekstri sé að þakka réttri stefnu í rekstri bankans og góðu og samhentu starfsfólki. ■ Hagnaður/20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.