Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA KA- menn í þjálf- araleit EINAR Einarsson er hættur þjálfun meistaraflokks KA í knattspyrnu. Að sögn Stef- áns Gunnlaugssonar, for- manns knattspyrnudeildar, óskaði Einar eftir því sjálfur að hætta og stjórn deildar- innar hefði samþykkt afsögn hans. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hver tekur við starfinu. Fyrir timabilið voru fengnir nokkrir leikmenn til KA-liðsins en árangur þess var ekki sem skyldi og hefur það verið í neðri hluta deild- arinnar. Er liðið hafði lokið níu leikjum sagði Einar að hann hygðist segja af sér ef liðið ynni ekki þrjá næstu Ieiki, Víði á útivelli og heimaleiki gegn Sfjörnunni og Skallagrími. KA vann tvo fyrstu leikina en tapaði 1:0 fyrir Skallagrimi á föstudag. Einar sagði í samtali við Morgunblaðið að aldrei hefði staðið annað til en að hann stæði við þá ákvörðun að hætta ef Ieikirnir þrír ynnust ekki. Stefán sagði að Slobodan Milisic, leikmaður KA, hefði stjórnað æfíngu lyá liðinu um helgina en ekki hefði verið tekin ákvörðun um hver tæki við starfinu. ATLI Eðvaldsson var lengstum ekki ánægður með gang mála á Hlíðarenda. Morgunblaðið/Knstinn Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-inga, fagnaði sigurmarki Bjarna geysilega Ætlum að halda fovystusætinu ATLI Eðvaldsson, fyrrverandi íslandsmeistari með Val, fagnaði geysilega þegar Bjami Þorsteinsson skoraði sigurmark KR-inga á eileftu stundu - hann hljóp meðfram hliðarlínunni og stakk sér síðan inn á völlinn til að fagna með sínum mönnum. 32 ár eru síð- an KR-ingar hömpuðu fslandsmeistaratitlinum. Er stóra stundin að renna upp? Hvað hafði Atli að segja í leikslok? „Það tekur alltaf á taugarnar að vera í baráttunni. Áttatíu og níu mínútur og þrjátíu sekúndur - taugaspennan var orðin mikil. Hið fornkveðna sannaði sig enn og aftur; leikur er aldrei búinn fyrr en dómarinn hefur flautað hann af. „Ég ákvað að tefla á tvær hættur síðustu fimmtán mín- úturnar til þess að freista þess að ná fram sigri. Sem betur fer heppnaðist sú ráðstöfun.“ Eg verð að játa það að ég var far- inn að örvænta. Þetta var einn af þeim leikjum sem við fengum mörg BMBI tækifæri til að gera Eftir út um, en ekkert Sigmund Ó. gekk. Pressan var Steinarsson orðin mikil á mér og mínum leikmönnum - örvæntingin var byrjuð að setja mark sitt á leik okkar. Það var sama hvað við gerðum, Hjörvar var ótrú- legur í marki Valsmanna, varði eins og berserkur. Við vorum komnir að hættumörkum, því að það vill oft vera svo þegar lið sækja sigur í ör- væntingu að leikmenn sofna á verð- inum í sóknarákafa og fá á sig mark. Það munaði ekki miklu að þetta yrði hlutskipti okkar,“ sagði Atli sigur- glaður eftir leikinn að Hlíðarenda. Það vakti nokkra athygli að hættulegir og leikandi sóknarleik- menn KR náðu sér ekki á strik gegn Val. Hvað sagði Atli um það? „Jú, það er rétt, við náðum aldrei að skapa verulegan þrýsting á Vals- menn. Við fengum á okkur mark strax í byrjun leiksins - enn eitt markið sem kemur eftir fast leikatriði - nú eftir innkast, áður höf- um við fengið mark á okkur eftir hornspymur og aukaspyrnur. Mark- ið var ákveðið áfall fyrir okkur, en sem betur fer náðum við að jafna metin í fyrri hálfleik. Við vorum sterkari í seinni hálfleiknum, Vals- menn náðu þó einu og einu hættu- legu upphlaupi sem hefðu getað orð- ið okkur dýr. Ég ákvað að tefla á tvær hættur síðustu fímmtán mínút- urnar til þess að freista þess að ná fram sigri. Sem betur fer heppnaðist sú ráðstöfun." Er meistaraheppnin komin í her- búðir KR-inga? „Ég ætla rétt að vona það.“ Annað sætið er ekki inni í mynd- inni hjá þér, eins og það var í fyrra, þegar þú sagðir að annað væri viðun- andi? „Við erum nú í fyrsta sæti - ætlum að halda því. Það væri skelfúegt að vera að ræða um annað sætið í stöðunni. A meðan við erum í forystusæti kemur ekkert annað til greina hjá okkur en halda því sæti. Annað er óeðlilegt.“ Þið þurfið ekki að ferðast langt í sókn ykkar að meistaratitlin- um. Þurfið aðeins að fara rétt yfir bæjarmörkin í einum leik - gegn Blikum í Kópavogi, aðrar viðureignir eru í Reykjavík. Það hlýtur að vera gott veganesti í meistarabaráttunni? „Auðvitað er það gott að þurfa ekki að sækja langt. Við erum ekki orðnir meistarar enn - langt frá því. Það eru sex erfiðir leikir eftir. Efvið forum út af sporinu í þeim erum við ekki lengi í efsta sætinu. Við eigum eftir að sækja átján stig í pottinn - átján stig sem er ekki auðvelt að sækja áþessaristundu." Það er greinilegt að þú verður í hlutverki predikarans á næstu vik- um - stöðugt að messa yfir þínum mönnum. „Ég geri mér grein fyrir að það er hlutverk mitt að ná strákunum nið- ur, láta þá slaka á og hvílast fyrir átökin sem fram undan eru. Við leik- um marga erfiða leiki - með þriggja daga millibili. Alagið er því mikið fram undan. Það eina sem ég hugsa um núna er hvíld, afslöppun og und- irbúningur fyrir næsta leik.“ Það er greinilegt að Atli ætlar ekkert að gefa eftir í meistarabarátt- unni. Sex leikir eru eftir hjá KR-ing- um - næst gegn Grindavík heima, síðan gegn Breiðabliki úti, heima- leikur gegn Eyjamönnum, tveir úti- leikir - gegn Fram og Víkingi í Laugardal - og síðasti leikurinn er gegn Keflavík í Frostaskjóli. Kunn- ugleg nöfn, erfiður róður, að mati Atla. „Ég lofa því að ef við fáum sama tækifæri og í fyrra, að geta tryggt okkur íslandsmeistaratitilinn á heimavelli í síðasta leik, látum við tækifærið ekki renna okkw úr greipum - eins og gerðist í leiknum gegn Eyjamönnum fyrir ári. Við er- um enn á ný að berjast við þá um meistaratitilinn - höfum ekki lagt þá að velli í þrjú ár. Við eigum eftir að leika tvo leiki áður en við mætum þeim, þannig að við vitum vel hver staða okkar er þegar á hólminn verð- ur komið, “ sagði Atli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.