Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 B 3 ÍÞRÓTTIR Helgi hugsanlega frá Stabæk AUKNAR líkur eru á að Helgi Sigurðsson, framherji úrvalsdeildar- liðsins Stabæk og íslenska landsliðsins, fari frá norska félaginu er tímabilinu lýkur í haust. Nokkur félög hafa sýnt leikmanninum áhuga. Forráðamenn norska liðsins hafa lýst yfír vilja til þess að fram- lengja samning þess við Helga, en hann á tæpt ár eftir af samingi. Helgi sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði gert félaginu tilboð og þó að það yrði samþykkt væri ekki víst að hann yrði áfram. Reyndar væru meiri líkur á að hann færi frá liðinu er tíma- bilinu lyki. „Mér lýkar vel hjá Stabæk en vill nýta tækifærið og komast til stærra liðs, ef það býst. Mér hefur gengið vel það sem af er móti og neita því ekki að nokkur lið eru í sigtinu,“ sagði Helgi sem vildi ekki greina frá hvaða lið væri um að ræða Helgi sagði að Stabæk hygðist selja einn til tvo leikmenn er tíma- bilinu lyki í haust og svo gæti farið að hann yrði þar á meðal. Hann sagði að félagið hefði veitt umboðsmanni hans heimild til þess að leyfa félögum að skoða hann. Helgi hefur skorað 13 mörk á tíma- bilinu og er þriðji markahæstir leikmaður úrvalsdeildar. Arnar ekki á leið aftur til Bolton ENSKT dagblað skýrði frá því um helgina að líkur væru til þess að ís- lenski landsliðsmaðurinn Arnar Gunnlaugsson væri á förum aftur til Bolton Wanderers, liðsins sem seldi hann til úrvalsdeildarliðsins Leicester City á síðustu leiktíð. Sagði í frétt blaðsins að Amar færi til Bolton, en í staðinn fengi Leicester tvo sterka leikmenn Bolton, dönsku landsliðsmennina Per Frandsen og Claus Jensen og greiddi að auki einhverja fjárhæð. Skemmst er frá því að segja að umræddri frétt var snarlega vísað á bug, bæði í herbúðum Bolton og Leicester. Var haft eftir Colin Todd, knattspyrnustjóra Bolton, á heimasíðu félagsins á Netinu, að aðra eins vitleysu hefði hann sjald- an heyrt. „Amari bauðst á sínum tíma að vera hjá okkur, en hann hafnaði afar hagstæðum samningi og var seldur í kjölfarið á þrjár milljónir punda. Hvers vegna í ósköpunum ætti eitthvað að hafa breyst?“ spurði Todd og var ekki skemmt. Arnar Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Leicester i íyrsta leik liðsins í úrvalsdeildinni á nýrri leiktíð - gegn Arsenal á Highbury. Hann hefur átt við meiðsli að stríða og gat því ekki leikið, en líklegt er að hann verði að minnsta kosti í hópnum í næsta leik. Tottenham sneri blað- inu við •'áBfr TOTTENHAM náði að snúa blaðinu við með góðum 3:1- sigri á Newcastle á heimavell- inum White Hart Lane í Lund- únum í fyrsta leik 2. umferðar úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi. Bæði lið töpuðu með engu marki gegn einu í fyrsta leik sínum og raunar komst Newcastle yfir snemma leiks með marki Nolberto Solanos. Leikmenn Tottenham létu þó ekki deigan síga og jöfnuðu eftir um hálftíma leik með skallamarki Norðmannsins Steffens Iversens. Áður en kom að leikhléinu hafði gamla brýn- ið Les Ferdinand náð foryst- unni fyrir Tottenham með góðu skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf Mauricios Tariccos. Tottenham hafði frumkvæð- ið lengstum í seinni hálfleik og komst nokkrum sinnum nærri því að skora þriðja markið. Það kom síðan í hlut fyrirlið- ans Tims Sherwoods að skora það eftir laglegan undirbúning AP PERÚMAÐURINN Nolberto Solano skoraði fyrsta mark leiksins - fyrir Newcastle, en Tottenham svaraði með þremur mörkum. Darrens Andertons, besta manns vallarins. Leikmenn Newcastle léku ágætlega í byrjun leiks, en síð- an tók að halla undan fæti og tap í tveimur fyrstu leikjum liðsins þykir ekki gæfuleg upp- skera í þeim herbúðum. Alan Shearer lék í fremstu víglínu Newcastle, en hann var rekinn af velli með umdeildum hætti í fyrstu umferðinni. Shearer náði þó Iítið að sýna í framlín- unni, skoraði raunar mark, en það var ekki dæmt gilt vegna rangstöðu. Rivaldo til Man. Utd? Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Man. Utd, lýsti því yfir um helg- ina að hann þyrfti að kaupa tvo sterka leikmenn til félagsins, ef það ætti að halda í við stærri félög úr- valsdeildarinnar sem keypt hafa fjölda heimsþekktra leikmanna að undanförnu. Ferguson lét þessi ummæli falla í viðtali þar sem hann var spurður hvers vegna United hefði ekki reynt að styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi átök í deild og Meistara- Óánægja með brott- rekstur Hermanns RON Noades, knattspyrnusljóri Brentford, var óhress með að Hermanni Hreiðarssyni var vikið af velli gegn Bristol Rovers í 1. umferð í 2. deildinni í knattspyrnu í Englandi. Hermanni var vikið af velli á 88. múiútu og fer í eins leiks bann á næstu vikum. Noades var ánægður með 0:0-jafntefli gegn Rovers og sagði að Hermann hefði átt skínandi Ieik. Honum fannst hins vegar brott- reksturinn strangur dómur. „Þetta þýðir einfaldlega að einhver annar fær tækifæri til þess að spreyta sig með Iiðinu,“ sagði Noa- des á spjallsiðu Brentford, en félagið hefur fest kaup á tveimur varnarmönnum, frá Ipswich Town og Southampton, á liðnum dögnm. keppni Evrópu. Talið barst einnig að hinu fræga launaþaki liðsins og sagði Ferguson Ijóst að það þurfi að end- urskoða mjög bráðlega. Þykir ljóst að þar hafi stjórinn verið að mælast til þess að samið verði við fyrirliðann Roy Keane, sem farið hefur fram á umtalsverða launahækkun. Þegar eru enskir fjölmiðlar teknir að velta fyrir sér þeim leikmönnum sem hugsanlega eru á leið til Old Trafford í Manchester. Ljóst er að einn leikmaður kemur þar mjög sterklega til greina, brasilíski snill- ingurinn Rivaldo hjá Barcelona. Hann er metinn á ríflega 20 milljónir punda og aðdáendum United er enn í fersku minni bakfallsspyrna hans í leik Barcelona og Man. Utd í Meist- aradeildinni á síðustu leiktíð. Þórður skoraði í ævintýraleik ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði eitt mark fyrir lið sitt Genk í fyrstu um- ferð belgísku knattspymunnar um helgina. Genk gerði þá 6:6-jafntefli við Westerlo í sannkölluðum ævin- týraleik, þar sem alls voru dæmdar fimm vítaspyrnur og tveir leikmenn úr hvoru liði fengu að líta rauða spjaldið. Aukinheldur fengu tólf leikmenn liðanna áminningu. Toni Brogno, framherji Westerlo, skoraði fernu í leiknum, þar af tvö mörk úr vítum, en hinumegin skor- aði Branko Strupar, leikmaður Genk, þrennu úr vítaspymum. Anderlecht, sem margir telja að muni gera harða atlögu að meist- aratitlinum, sigraði í fyrsta leik sín- um, 3:2, en þótti alls ekki sannfær- andi. Sigurinn á Excelsior Mouscron á heimavellinum var þó sanngjarn og 25.000 áhorfendur skemmtu sér vel. Á þessum sama velli mun Anderlecht taka á móti Leiftri nú á fimmtudagskvöld í Evr- ópukeppni félagsliða. Lazorik far- inn frá KA Tékkinn Ratislav Lazorik er hættur að leika með 1. deildar- liði KA og hyggst halda til heimalands síns. Lazorik, sem var í láni frá efstudeildarliði Leifturs, kvaðst óánægður hjá félaginu og tilkynnti sljórn knattspyrnudeildar KA um helgina að hann væri hættur. Hann lék níu leiki með liðinu f sumar og skoraði tvö mörk. Lazorik hefur leikið hér á landi undanfarin ár, fyrst með Breiðabliki en gekk til liðs við Leiftur árið 1996. ■ ÓLAFUR Örn Bjarnason skoraði annað mark Malmo í 2:0-sigri liðsins á Hammarby í sænsku úrvalsdeild- inni í gærkvöldi. Örgryte, lið Brynjars Björns Gunnarssonar, tapaði heima fyrir Djurgárden, 1:0 og Elfsborg sigraði Norrköping á heimavelli, 2:1. Haraldur Ingólfsson lék allan tímann í liði Elfsborg og í marki Norrköping stóð Þórður Þórðarson að venju. ■ PÉTUR Björn Jónsson var í liði Hammarby i leiknum, en sagt var frá því á dögunum að hann hefði skrifað undir samning við Chester, þriðju deildar lið í Englandi. ■ ÓLAFUR Páll Snorrason skoraði fyrir ungmennalið Bolton sem tap- aði 3:2 fyrir Huddersfíeld um helg- ina. ■ BOLTON gerði markalaust jafn- tefli gegn Tranmere í fyrstu umferð 1. deildar. Eiður Smári Guðjohnsen lék með Bolton og fékk nokkur góð færi til þess að skora. Guðni Bergs- son er meiddur og gat ekki leikið með Bolton. ■ WALSALL, lið Bjarnólfs Lárus- sonar og Sigurðar R. Eyjólfssonar, gerði markalaust jafntefli gegn Swindon í 1. deild. Báðir voru í leik- mannahópi Walsall og kom Bjarn- ólfur inn á í leiknum. ■ ARNAR Gunnlaugsson var ekki í leikmannahópi Leicester sem tapaði 2:1 fyrir Arsenal í úrvalsdeildinni, en hann er meiddur. Þá lék Jóhann Guðmundsson ekki með Watford gegn Wimbledon, sem vann 3:2. ■ HERMANN Hreiðarsson og fé- lagar í Brentford gerðu markalaust jafntefli gegn Bristol Rovers í 2. deild í Englandi. Hermanni var vik- ið af velli undir lok leiksins. Þá töp- uðu Lárus Orri Sigurðsson og félag- ar í Stoke 2:1 fyrir Oxford. Bæði Hermann og Lárus voru með sínum liðum. Chester City, sem Pétur Björn Jónsson hefur dvalið hjá, tap- aði 2:0 fyrir Barnet í ensku 3. deld- inni. ■ DUNDEE United, sem Sigurður Jónsson leikur með, vann Motherwell 4:3 i skosku úrvalsdeild- inni. Þá unnu Kilmarnock, andstæð- ingar KR í Evrópukeppninni, Aber- deen 2:0 í skosku úrvalsdeildinni á laugardag. ■ HIBERNIAN, sem Ólafur Gott- skálksson leikur með, vann 4:3-sigur á Dundee í skosku úrvalsdeildinni. Ólafur stóð í marki Hibs í leiknum. ■ DIETMAR Hamann sem g:ekk til liðs við Liverpool í sumar meiddist í íyrsta leik liðsins um helgina gegn Sheffíeld Wednesday. Hann er meiddur í ökkla og ekki vitað hve hann verður lengi frá keppni. ■ SOUTHAMPTON hafði ekki unn- ið fyrsta leik í móti frá því að liðið vann West Ham 4:0 árið 1988 fyrr en það lagði Coventry 1:0 á laugar- dag. Egil Ostenstad gerði mark dýr- linganna um helgina. ■ DAVID O’Leary, knattspyrnu- stjóri Leeds, er sagður- vilja fá Robbie Fowler, leikmann Liver- pool, í sínar raðir og sé reiðubúinn að borga um 1,4 milljarða króna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.