Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓT í GOLFI ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 B 111 gerði mikið gagn.“ Hvernig tókstu á því að vera með svo mikla forystu, sérstaklega á síðari níu holunum? „Það eina sem ég stefndi að var að leika undir þrjú hundruð högg- um. Ég fékk skolla á þrettándu og fjórtándu, sem eru báðar auðveldar holur, en náði að rífa mig upp úr því og náði markmiðinu." Þú varðst íslandsmeistari í fyrsta sinn fyrir tveimur árum, en í kjölfarið fór í hönd tímabil þar sem þú náðir ekki að fylgja góðum ár- angri eftir. Geturðu lýst því? „Hugarfarið var einfaldlega ekki rétt og einbeitingin var engin. Ég vann allt árið áður og gekk mjög vel. Hugsanlega bjóst ég við að þetta héldi áfram án þess að ég þyrfti að æfa. Ég missti einbeiting- una og áhugann. Ég vann á golf- vellinum til kiukkan fjögur á dag- inn og hafði í raun fengið nóg þegar vinnudeginum var lokið, þótt það hefði verið mjög gaman. Ég nennti ekki að æfa. Ég ákvað því að vinna ekki á golfvellinum í sumar,“ sagði Ólöf María, sem sá um leikjanám- skeið á vegum Hafnarfjarðarbæjar í sumar. Hvernig brástu við á Landsmót- inu í fyrra, þegar þú varðst að horfa á eftir bikarnum? „Það var allt annað en skemmti- legt. Ég vann útsláttarmótið á Nes- inu skömmu áður. Það fannst mér meiriháttar og missti einbeitinguna í Landsmótinu sjálfu eftir það. Ég sló vel fyrstu tvo dagana, en ef ég man rétt var ég með þrjátíu og átta pútt á fyrri hringnum og fjörutíu og eitt á þeim síðari. Ég mætti ekki með réttu hugarfari til leiks og keppnisskapið var ekld fyrir hendi.“ Ertu mikil keppnismanneskja? „Já, ég myndi segja það,“ segir Ólöf og hlær. „Sem barn mátti ég ekki einu sinni tapa í ólsen ólsen.“ Hvernig áhrif hefur keppnisskap á írammistöðu kylfinga? „Það hefur mikið að segja. Þetta er nauðsynlegt. Golf er þannig íþrótt að menn geta leikið vel en orðið óheppnir. Þá má ekki gefast upp, heldur verða menn að sýna hörku,“ segir Ólöf María. Hún hefur áður lagt stund á handknattleik og knattspyrnu á yngri árum. Knattspyrnuiðkuninni hætti hún fljótlega eftir að hafa byrjað í golfi, en þá var hún þrettán ára. Handknattleikinn stundaði hún öllu lengur, eða allt þar til hún hóf nám í Iþróttaháskólanum haustið 1997 - lék með FH allt þar til hún fór til Fram í eitt ár. Ólöf María hyggur á háskólanám í Texas-ríki í Bandaríkjunum eftir áramót, en fyrst heldur hún til Winchester í Englandi, þar sem hún sækir enskuskóla auk þess að leika golf. Jón Eiríksson, faðir og kylfusveinn Ólafar Maríu „Spilaði eins og engill“ JÓN Eiríksson, faðir Ólafar Mar- íu Jónsdóttur, íslandsmeistara kvenna, var kylfusveinn hjá dóttur sinni á Landsmótinu. Jón lamaðist fyrir neðan mitti í hörmulegu bflslysi fyrir þremur árum og ók um Hvaleyrina á sérútbúnum bíl með kylfur Ólafar. „Hann sagði að hann yrði hreinlega að vera kylfusveinn hjá mér í Landsmótinu, vegna þess að ég hef unnið öll mót þar sem hann hefur dregið fyrir mig,“ segir Ólöf María, en Jón hefur oft verið henni innan handar á golfvellinum, gerði það fyrst árið 1993. „Við náum mjög vel saman og ég er róleg og yfirveguð þegar hann er með mér,“ segir Ölöf. Jón var afar stoltur af leik dóttur sinnar í mótinu. „Hún spilaði eins og engill, eins og það væri enginn þrýstingur á henni. Hún lét það heldur ekki á sig fá þegar hún gerði mistök eða eitthvað kom uppá. Hún vissi vel að margir tugir högga eru slegnir á einum golfhring og að hún yrði bara að taka slæmu höggunum eins og hverju öðru,“ sagði Jón. ■ Morgunblaðið/Golli VIÐ náum mjög vel saman og ég er róleg og yfirveguS þegar hann er með mér,“ segir Ólöf María um föður sinn, Jón Eiríksson, sem var kylfusveinn hjá dóttur sinni á Landsmótinu. Morgunblaðið/Golli LEIKUR Ólafar Mariu Jónsdóttur skaraði framúr í meistaraflokki kvenna. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR, helsti keppinautur hennar, náði ekki að velgja henni undir uggum og ekkert varð úr einvíginu mikla sem spáð var þeirra á milli. Elías og minkurinn ELÍAS Magmísson, sem vann sem framásveinn á Landsmót- inu á Hvaleyrinni, komst í kynni við mink nokkurn á sunnudag. Frammásveinar sjá um að fylgjast með boltum er þeir eru slegnir yfir holt og hæðir eða á staði þar sem erfitt er að fylgjast með þeim. Elías var við störf á þriðju brautinni, sem er stutt par-4 hola, og fylgdist með teighöggum næst- síðasta ráshópsins i meistara- flokki kvenna þegar minnkur- inn skaut upp kollinum. Hraun- drangarnir, sem Elías hafðist við á er hann sinnti skyldu sinni, eru rétt framan við flöt- ina, sem kylfingamir þurfa að slá yfir hyggjist þeir ná alla leið á flötina. „Þetta var svolít- ið skondið því ég vissi ekki í hvora fótinn ég átti að stíga. Hann var ekki meira en metra frá mér og var eflaust jafn- undrandi og ég - hvæsti á mig,“ sagði Elías. „Það er sennilega greni þarna. Ég hef séð mink þarna áður og litla tófu skammt frá Álverinu. Það er greinilega mikið líf þama,“ sagði hann, en Álverið í Straumsvík er ekki langt und- an þegar kylfingarnir leika þriðju brautina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.