Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 7
MORGUNB LAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999 B 7 Bakvörðurinn Bjarni Þorsteinsson tryggði KR sigur á 37. sek. fyrir leikslok Vona að meistaraheppnin sé í herbúðum okkar „ÞAÐ var stórkostlegt að skora sigurmarkið hér gegn Vals- mönnum á síðustu stundu. Mörkin geta ekki orðið sætari en þetta,“ sagði Bjarni Þor- steinsson, hetja KR-inga, eftir að hann var búinn að tryggja KR sigur á Valsmönnum að Hlíðarenda á elleftu stundu, 2:1. 37 sek. eftir að Bjarni skoraði var Gísli Jóhannsson, dómari leiksins, búinn að fiauta hann af. „Við náðum okkur aldrei á strik, lékum illa. Það var andleysi yfir okkur all- an tímann - við komumst aldrei í gang. Ef við getum unnið leiki án þess að ná okk- ur á strik, vona ég að meist- araheppnin sé í herbúðum okkar,“ sagði Bjarni, sem leik- ur í stöðu vinstri bakvarðar. Bjarni skoraði markið með góðu skoti, eftir mikinn darraðardans inn í vítateig Valsmanna. Hjörvar Hafliða- son, markvörður Valsmanna, sem hafði átt stórleik, varð að játa sig sigraðan. Það var súrt fyrir þennan 18 ára markvörð að þurfa að horfa á eftir knett- inum í netið, eftir það sem á undan var gengið. Eins og Bjarni sagði náðu leik- menn KR-inga sér aldrei á fullt ski'ið fyrir utan fyrra markið, sem IBBHi kom eftir stórglæsi- Sigmundur Ó. legan samleik þeirra Steinarsson - knötturinn gekk skrífar hratt manna á milli áður en Bjarki Gunnlaugsson setti hann í netið af stuttu færi á 31. mín. Þar með var óskabyrjun Vals- manna kveðin í kútinn, en KR-ing- ar máttu sjá netamöskva sína þenj- ast út eftir aðeins þriggja mínútna leik - Guðmundur Brynjólfsson var þar að verki. Nei, KR-ingar sýndu ekki mikla meistaratakta - heppnin var þó ekki í herbúðum þeirra fyrr en undir lokin. Endalokin voru ótrúleg. Valsmenn veittu KR-ingum harða keppni. Barátta þeirra var mikil, en sá leikmaður sem var KR- ingum erfiður var Hjörvar Hafliða- son, markvörður - „Stökk á milli stanganna eins og köttur á Sól- vallagötu,“ eins og ágætur maður setti á prent á dögum áður. Hjörvar er kattliðugur og Valsmenn geta þakkað honum fyrir að þeir skyldu ekki þurfa að játa sig sigraða fyrr í leiknum. Ekki er hægt að segja um leikinn að hann hafi verið skemmtun í há- um gæðaflokki, en eins og oft vill verða í lélegum reyfara, þá eiga sér stað ótrúlegar lýsingar á síðustu blaðsíðunni. Bjarni Þorsteinsson átti varla orð yfir sigurmark sitt - trúði því tæpast enn að hann hefði skorað, tuttugu mínútum eftir leik- inn er hann gekk síðastur manna til búningsklefa. Leikurinn bauð fyrst og fremst upp á mikla baráttu um miðjuna. Baráttu sem kom niður á gæðum knattspyrnunnar - leikmenn áttu erfitt með að finna réttan takt. KR- ingar voru aðgangsharðari, Vals- menn vörðust vel. Sigur KR-inga var sanngjarn, en Valsmenn gátu einnig fagnað sigri. Keflvíkingurinn Adolf Sveinsson, sem lék sinn fyrsta leik með Val, hefði hæglega getað tryggt heimamönnum sigur rétt fyrir leikslok er hann komst inn fyrir vörn KR-inga, en heppnin var ekki með honum. ■ Úrslit / B14 ■ Staðan / B14 ÓLAFUR Ingason sækir að marki KR-inga - er sloppinn fram hjá Sigursteini Gíslasyni og David Winnie. Morgunblaðið/Kristinn Gæfan til liðs við Leiftur ÖRLAGANORNIRNAR virðast oft vera á sveimi yfir knattspymuvöll- um landsins og iðulega er sem þær ráði úrslitum leikja en ekki leikmenn sjálfir eða frammistaða þeirra. Leiftursmenn telja sig hafa verið hlunnfarna af Urði í sumar en systir hennar Verðandi aumkaði sig yfir liðið í leiknum gegn Víkingi á laugardaginn og töfraði þrjú stig í Ólafsfjörðinn þannig að Leiftursmenn eru ágætlega staddir í þriðja sæti deildarinnar. Ekki skánaði staða Víkings á botninum við þessa gráglettni örlaganna en þar á bæ heita menn á þriðju systur- ina, Skuld, og spyrja að leikslokum. Leiftur er nú með 17 stig eftir sigurinn, 1:0, en Víkingur situr eftir með sín 7 stig. Leikurinn í Ólafsfirði var bragð- daufur framan af en Víkingar áttu þó skot á 5. mínútu sem hrökk af vamarmanni í mark- Stefán Þór stöng Leifturs. Tals- Sæmundsson vert var um þreifingar skrífar 0g þófkenndan leik, knattspyman ekki ýkja fögur og heldur ekki árangursrík. Uni Arge átti fyrsta markskot Leifturs sem orð var á gerandi á 16. mín. og mínútu síðar skaut Þrándur Sigurðsson að marki Leifturs og Jens Martin varði með naumindum í horn. Víkingar voru heldur hressari frá 25.-35. mín- útu en síðan tóku heimamenn frum- kvæðið og pressuðu stíft, Uni og Ör- lygur Helgason vora ekki fjarri því að komast á markalistann og Alexander Santos átti þramuskot á 36. mín., sem Gunnar í Víkingsmarkinu sló í hom. Heimamenn voru ekki sáttir við gang mála og gerðu tvær breytingar í leikhléinu. Páll Guðmundsson, einn lykilmanna liðsins, kom þá inn á þrátt fyrir meiðsli en náði ekki að breyta gangi mála. Hlynur Birgisson og Gordon Forrest vora í leikbanni, Brian Kristensen horfinn á braut eftir skamma viðdvöl og þótt margir ungir og efnilegir piltar séu í her- búðum Leifturs gengu hlutirnir ekki upp að þessu sinni. Víkingarnir vora mun ákveðnari í seinni hálfleik. Sumarliði Árnason komst á auðan sjó á 56. mín. en vippaði yfir markið og á 57. mín. komst Hólmsteinn Jón- asson í gegnum Leiftursvörnina eftir góðan undirbúning Sumarliða en Jens Martin sýndi glæsileg tilþrif þegar hann varði þramuskot Hólm- steins af stuttu færi. Eftir öllum sól- armerkjum að dæma lá mark Vík- ings í loftinu og á 79. mín. komst Þrándur í dauðafæri en Jens Martin sýndi fádæma markvörslu, Leiftur sneri vörn í sókn og Uni Arge skeið- aði upp völlinn og skóp markið sem Santos skoraði og þurfti Uni ekki nema annan skóinn við þennan und- irbúning. Þessi óvænti gjörningur dró tennurnar úr Víkingunum og verða þeir nú að heita á goðin og ör- laganornirnar eigi ekki illa að fara. í heild var leikurinn miðlungi góð skemmtun. Víkingarnir vora öllu frískari og fyrirliðinn Þrándur Sig- urðsson og hinn kraftmikli Hólm- steinn Jónasson voru bestu menn liðsins. Mörkin vantaði og með því móti er erfitt að hala inn stig. Jens Martin Knudsen, markvörður Leift- urs, var maður leiksins og stigin þrjú að mörgu leyti honum að þakka, með allri virðingu fyrir örlaganornunum. Vörnin stóð sig líka ágætlega en miðjan var veik og sóknir liðsins oft æði snubbóttar. Hrikalega svekkj- andi Fyrirliðar Leifturs og Vík- ings voru misánægðir í leikslok. Þrándur Sigurðs- son, fyrirliði Víkings, sagði sína menn hafa sótt mun meira og uppskorið fleiri færi en Leiftur. „Þetta er hrikalega sveklqandi og alls ekki fyrsti leikurinn sem við klúðrum svona og gefum frá okkur stigin. Það er náttúrlega ekki endalaust hægt að tala um óheppni. Við erum búnir að vera klaufar og fá á okkur klaufamörk og þessu verð- ur að breyta,“ sagði Þránd- ur. Vantaði allt spil Steinn V. Gunnarsson var fyrirliði Leifturs í þessum leik og hann var ánægður með sigurinn en ekki leik- inn. „Það vantaði allt spil í okkar lið og Víkingarnir létu boltann ganga mun betur en við, bæði framan af og Iengst af í seinni hálf- leik. Þeir áttu hættulegri færi en það eru mörkin sem telja, við skoruðum og það er nóg,“ sagði Steinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.