Morgunblaðið - 10.08.1999, Blaðsíða 10
4l0 B ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDSMÓT í GOLFI
Ólöf María Jónsdóttir sneri blaðinu við eftir tímabil vonbrigða í fyrra
„Sannfærð um
að ég
myndi
sigra“
FYRIR Landsmótið var búist við miklu einvígi Ólafar Maríu Jóns-
dóttur, íslandsmeistarans frá 1997, og Ragnhildar Sigurðardótt-
ur, sem átti titil að verja. Keppnin varð þó aldrei spennandi er til
kastanna kom og Ólöf María sigldi framúr á þriðja degi, laugar-
degi - hafði sex högga forskot fyrir lokahringinn. Ragnhildi tókst
aldrei að ógna Ólöfu á sunnudag. Bilið var orðið átta högg eftir
þrjár holur, Ragnhildur minnkaði það um tvö högg, en að því
loknu stakk Ólöf María af með fugli á sjöundu braut, þar sem
Ragnhildur fékk skolla. Munurinn varð því átta högg þegar Ólöf
María setti lokapúttið í og fagnaði sigri - sigri sem hún bjóst ef-
laust við að yrði erfiðari en raun varð á.
Olöf María sigldi lengstum lygn-
a
'an sjó í lokahringnum í keppni
meistaraflokkskvenna á sunnudag.
pggm Hún lauk leik á 297
Eftir höggum, þrettán
Edwin höggum yfír pari og
Rögnvaldsson sjg^gj meg átta
högga mun - bætti
Landsmótsmetið um jafnmörg
högg. En kom það henni á óvart,
hversu öruggt og auðvelt mótið
reyndist henni. „Já og nei. Eg var
allan tímann sannfærð um að ég
myndi sigra. En átta högga munur
- jú, þetta gekk vonum framar,“
sagði hún.
Hvað, öðru fremur, lagði grunn-
inn að sigrinum?
„Eg held að æfingar í kringum
flatimar, sem ég hafði stundað síð-
ustu tvær vikumar fyrir mótið, hafi
borið árangur. Ég sló þokkalega
beint og járnahöggin vom mjög
var að auka blóðflæðið í mjóbakinu
og það var ótrúlegt hversu mikið
gagn það gerði.“
Þú virtist sérstakiega ákveðin og
einbeitt í mótinu, mun meira en oft
áður. Ertu sammála því?
„Já, ég fór bara með því hugar-
fari að vinna. Það kom ekkert ann-
að til greina. Ég var staðráðin í að
endurheimta titilinn eftir lélegt
tímabil í fyrra. Ég held að sigurinn
hafi verið verðskuldaður. Eg hef
leikið vel í sumar, þ.e.a.s. eftir að ég
byrjaði loksins að æfa,“ sagði Ólöf
María, en hún útskrifaðist frá
íþróttaháskólanum að Laugarvatni
í vor og gat því ekki leildð í öðm
stigamóti tímabilsins. „Ég æfði í
viku fyrir fyrsta stigamótið og það
tók mig allan maímánuð að komast
í gang. Við fómm líka í æfíngaferð
til Spánar um mánuði fyrr og hún
Morgunblaðið/Golli
EINBEITINGIN skín úr andliti Ólafar Maríu Jónsdóttur er hún fylgist með afdrifum bolta sins á
flötinni. Ragnhildur gætir stangarinnar.
góð, þannig að ég lagði mein
áherslu á að æfa stuttu höggin."
Varstu þá ánægð með þann hluta
leiksins í mótinu?
„Já, en ég var samt ekki mjög
ánægð með vippin. Þau em líklega
veikasti hlekkurinn í leik mínum.“
Púttæfíngarnar hafa væntanlega
komið þér til góða, sérstaklega
vegna þess hve erfíðar fíatirnar
voru.
„Ég lagði mikla áherslu á púttin.
Þau em mjög mikilvæg og ég
reyndi eftir fremsta megni að koma
púttstrokunni í lag, að takturinn í
henni væri góður. Það skiptir miklu
,máli á svona „hröðum" flötum, því
þá er boltinn ekki laminn í, eins og
tíðkast á mörgum öðmm völlum
héma.“
Var eitthvað, frekar en annað,
sem gerði sigurinn sérstaklega
ánægjulegan ?
„Mér fannst mjög ánægjulegt að
slá Landsmótsmetið - að bæta það
um átta högg. Það fannst mér
meiriháttar. Eg hafði stefnt að því
að slá metið í nokkurn tíma og að
leika undir þrjú hundmð höggum á
eigin heimavelli. Þetta gerði ég að
^markmiði mínu í mótinu, burtséð
'frá höfuðmarkmiðinu sem var vita-
skuld að sigra.“
Þú kvartaðir yfír bakverkjum
eftir annan hringinn og fórst þá til
sjúkraþjálfara. Hvernig leið þér
hina tvo dagana?
„Það lagaðist, en ég var alls ekki
góð. Ég fékk reglulega nudd á milli
■högga - jákvæðar strokur frá for-
eldrum mínum. Tilgangur þeirra
Ragnhildur Sigurðardóttir náði ekki að veita Ólöfu Maríu keppni
Reyndi að bíta á jaxl-
inn en það gekk ekki
RAGNHILDUR Sigurðardóttir, sem varð önnur í meistaraflokki
kvenna, lék hringina fjóra á 305 höggum. Það hefði í eina tíð
nægt til sigurs á landsmóti, t.d. jafnaði hún landsmótsmetið er
hún lauk leik á undan Ólöfu á síðustu flötinni, en ekki tókst
henni að verja titilinn.
Flestir bjuggust við harðari
keppni á milli Ólafar Maríu og
Ragnhildar. Sú síðamefnda náði
þó ekki að veita Ólöfu mikla
keppni á síðasta degi, en fyrir
hann hafði Keiliskonan sex högga
forskot.
„Sex högg er slatti, en samt var
raunhæfur möguleiki á að brúa
bilið. Ég veit að ég get leikið undir
pari og það var það sem ég þurfti
að gera. Ég sá þó fljótlega að ég
fann mig ekki vel. Ég reyndi að
bíta á jaxlinn, en það gekk ekki.
Þetta var „einn af þessum dög-
um“,“ sagði Ragnhildur.
„Ég hefði viljað gera betur, en
það þýðir ekkert annað en að snúa
sér að næsta móti,“ sagði Ragn-
hildur, en næsta mót er einmitt
sveitakeppni GSÍ, sem fer fram á
heimavelli hennar í Grafarholti.
„Ég ætlaði að gera vel og reyna að
gera mitt besta en það gekk ekki
upp. Þrátt fyrir það vildi ég ekki
gefast upp en ég sá fljótt að ég
myndi ekki hafa þetta. Ég vil bara
þakka fólkinu, bæði frá Keili og
Golfklúbbi Reykjavíkur, sem gekk
hringinn með okkur, þótt spennan
væri ekki mikil. Það er gaman að
sjá að fólk vill horfa á okkur spila.“
Hvað var það helsta sem betur
mátti fara í leik þínum ?
„Það var sambland af ýmsu. Að-
allega voru það púttin, a.m.k. til að
byrja með, en þau fóru að lagast
undir lokin. Ég var ekki nógu
ánægð með hvemig ég lék síðasta
daginn og leikur minn einkenndist
af óstöðugleika. Hann orsakast
hugsanlega vegna þess að ég hef
spilað rosalega mikið að undan-
förnu og þetta gæti verið þreyta."
Heldurðu þá að undirbúningur
þinn fyrir mótið hafí verið fullstíf-
ur?
„Já, það getur verið.“
Þú skiptir um pútter skömmu
fyrir mótið. Heldurðu að það hafí
verið mistök?
„Nei, nei. Ég er ekkert viss um
að ég hefði gert nokkuð betur með
hinum pútternum. Púttstrokan
mín var frekar veik á Akureyri [í
stigamóti fyrir hálfum mánuði].
Þar voru flatirnar erfiðar. Ég tók
það því til bragðs að skipta yfir í
þyngri pútter, því hann hjálpar við
að laga púttstrokuna. Hins vegar
er ekki gott að vera með þungan
pútter á „hröðurn" flötum eins og á
Hvaleyrinni. En þetta er allt að
koma og strokan er orðin nokkuð
góð núna. Ég er til dæmis ánægð
með hvernig ég púttaði á seinni
níu.“
Geturðu ímyndað þér einhverja
sárabót það sem eftir lifir sumars?
„Auðvitað vill maður íslands-
meistaratitilinn. Það em þó tvö
stigamót eftir og auðvitað stiga-
meistaratitillinn. Sveitakeppnin er
næst og síðan förum við á Evrópu-
mót í Tékklandi sem er auðvitað
miklu stærra mót en þetta.“