Morgunblaðið - 01.09.1999, Side 46
Ást á stríðstímum -
In Love and War
(‘961
Éj Kveikjunni að
Vopnin kvödd,
klassíkinni hans Hemingways (Chris
0' Donnell), misboðið á flestan hátt.
Byggð á fýrstu, stóru ást skáldsins á
sér eldri konu (Sandra Bullock), í
fyrra stríði. Tilfinningasnauð, slælega
leikin og skrifuð. Verst af öllu steingelt
sambandið á millí leikaranna og Bull-
ock alltof ung fyrir hlutverkið. Dæmi-
gert Hollywood-raunsæi. Bíórásin,
9.september.
Farvel frilla mín -
Farewell My Concubine (‘93)
jj Löng en áhrifamikil mynd,
9 spannar hálfa öld í ævi tveggja
æskuvina sem verða stjörnur við Pek-
ing-óperuna. Annar, sem festist í
kvenhlutverkum, elskar hinn, sem vel-
ur sér gleðikonu til fylgilags. Tilfinn-
ingarík með átakamikla sögu landsins
á þessari öld í bakgrunni, ásamt litríku
ástalífi og innsýn í glæstan menning-
arheim. Stöð 2. 2. september.
Hasar í Minnesota -
Feeling Minnesota (‘96)
/ Heimilisfriðurinn er úti þegar litli-
W bró (Keanu Reeves) kemur
óvænt í giftingarveislu þess eldri
(Vincent D'Onofrio). Kvenpeningurinn
(Cameron Diaz) hleypir öllu í bál og
brand. Mislukkuð, kjánaleg endaleysa
með mergð góðra leikara (Tuesday
Weld, Dan Aykroyd, Delroy Lindo, o.fl.)
sem hafa ekkert til málanna að leggja.
Bíórásin, 4. sepbember.
Herbergi Marvins -
Marvin's Room (‘98)
r Hollywood kann ekki að með-
. * höndla návist dauðans án þess
að sökkva sér í ódýra væmni. Þessi
vel leikna mynd með úrvalsleikurunum
Meryl Streep, Roþert De Niro og Leon-
ardo Di Caprio (og fjölda annarra) er
engin undantekning. Gæti verið fram-
leidd af vasaklútasamtökunum.
Bíórásin, 9. september.
IP5 (‘921
éj Síðasta mynd franska leikarans
I og sjarmörsins Yves Montand
sem, líkt og persónan sem hann leik-
ur, lést á meðan á tökum stóð. Sögu-
hetjurnar tvær eru ungir Parísarbúar
sem taka sér far með flutningabíl til
Grenoble. Annar spænskættaður vegg-
krotari, hinn þeldökkur rappari. Vand-
Frumsýningar
í sjónvarpi
ræðin hefjast er þeir stela bíl því
óvelkominn gestur leynist aftan í vagn-
inum. Roskinn maður, sem við nánari
kynni reynist ekki jarðneskur, heldur
dularfullur skógarandi sem kennir
þeim sitt af hverju um lífið og tilver-
una. Montand átti aðdáendur um allar
jarðir og var einn fárra, franskra leik-
ara sem náðu fótfestu á Vesturlönd-
um. Hann varfrábær leikari, aðlaðandi
söngvari, mikill listamaður og lífs-
nautnamaður sem varð goðsögn í lif-
anda lífi. Montand skilaði einatt hlut-
verkum sínum með miklum sóma og
gaf þeim og myndunum sinn einstaka,
persónulega svip. Bíórásin, 11. sept.
Reikningsskil -
Ghosts of Mississippi (‘96)
L Byggð á sönnum atburðum sem
W gerðust ‘63. Svartur mannrétt-
indafrömuður var skotinn til bana og
réttað yfir þeim grunaða til málamynda.
Myndin fjallar um endurupptöku máls-
ins 30 árum síðar. Litlaust drama þrátt
fyrir fínan leikhóp þar sem Whoopi
Goldberg (sem ekkja hins myrta) og
James Woods (sem morðinginn), láta
ein að sér kveða. Flatt handrit og leik-
stjóm Robs Reiners, sem virðist heillum
horfinn. Bíórásin 11. sept.
Meistari af guðs náð -
The Natural (‘84)
u Við sjáum ekki annan eins leik-
9 arahóp á hverjum degi: Robert
Redford í aðalhlutverki afburða horna-
boltaleikmanns, auk hans Robert Du-
vall, Glenn Close, Wilford Brimley, Kim
Basinger, Richard Farnsworth, Robert
Prosky, o.fl. gott fólk. Myndin er tilfinn-
ingaþrungið drama, byggt á skáldsögu
e. Bernard Malamud um fæddan af-
reksmann, en annð er gæfa en gjörvi-
leiki. Bíórásin, 13. september.
Take the High Ground (‘54)
jj Harðneskjuleg mynd um her-
9 mannaframleiðslu á tímum
Kóreustríðsins í æfingabúðum banda-
ríska landhersins ÍTexas. Richard Wid-
mark og Karl Malden fara á kostum
sem stjórnendur sem taka á ólíkan
hátt á nýgræðingunum í hálfgleymdri
mynd e. Richard Brooks, sem svipar
nokkuð til upphafskafla Full Metal
Jacket, Kubrick. TNT, 9. september.
Vinaminni -
Circle Of Friends (‘95)
jj Skemmtileg og vel skrifuð mynd
W um unga, írska sveitastúlku
(Minnie Driver) sem hleypir heimdrag-
anum og heldurtil æðra náms ÍDyfl-
inni. Verður ástfangin af aðalsmannin-
um (Chris 0 'Donnell). Fljótt snjóar yfir
kaþólskuna og búðarlokuna, sem bíður
vongóð heima í plássi. Einkar aðlaðandi
mynd, gerð af Pat 0 'Connor (Cal), með
furðu góðum O'Donnell og stormandi
fínni Minnie Driver í aðalhlutverkinu -
sem skaut henni upp á stjörnuhimininn.
Bíórásin, 4. september.
Ævi Antoníu -
Antonia's Line {‘95)
jj Kvenfólkið er ofan á, karlarnir
9 undir, í flestum skilningi, í gam-
ansamri ádeilu.og Óskarsverðlauna-
mynd á karlaveldið. Aðalpersónurnar
fimm ættliðir hollenskra kjarnakvenna
sem lifa á jaðri samfélagsins og skýla
utangarðsfólki og einfeldningum í næð-
ingi jarðlífsins. Að mörgu leyti heillandi
og óvenjuleg, morandi af forvitnilegum
persónum. Bíórásin, 2. sept.
GflMnNMYNDIR
Kelly's Heroes (70)
jj Vitlaus en feiki-
9 vinsæl afþreying
á sínum tíma um ofur-
svala bandaríska her-
menn og nasistagull á tímum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Clint Eastwood,
Telly Savalas og Donald Sutherland
halda uppi fjörinu. TNT, 9. september.
Verðlaunabikarinn -
Tin Cup (‘96)
/ Kevin Costner var ofurstjarna fyrir
W örfáum árum. í dag berst hann
fyrír tilveru sinni í Hollywood. Það getur
hann þakkað þessum hortitti og nokkr-
um öðrum (Postman, Watemorld,
Message In a Bottle). Slöppum við-
fangsefnum sem hann valdi í striklotu
af dæmafáu dómgreindarleysi. Hér
leikur hann afdankaðan golfleikara
sem má muna sinn fífil fegri. Ekki
hjálpar mótleikarinn, Rene Russo, upp
á sakirnar. Bíórásin, 5. sept.
Einræðisherrann - Moon Over
Parador (‘88)
/ Á sömu nótum og myndin að of-
9 an. Richard Dreyfuss fer með
hlutverk leikara sem hleypur í skarðið
fyrir nýlátinn einræðisherra í Ró-
mönsku Ameríku. Fer fljótlega að líka
lífið. Sonia Braga, Raul Julia o.fl.
gæðaleikarar lífga upp á mynd sem
markaði upphafið að hnignunarskeiði
leikstjórans/handritshöfundarins Pauls
Mazurky. RÚV, 4. september.
Fuglabúrið - The Birdcage (‘96)
jj Það kemur sér vel að hommar
4? tveir (Robin Williams og Nathan
Lane) eru vanir menn í skemmtana-
bransanum þegar sonur annars þeirra
staðfestir ráð sitt því tilvonandi
tengdaþabbi stráksa er siðavandur
þingmaður (Gene Hackman) með
ýmigust á ergi. Byggð á La Cage aux
Folles, fráþærri franskri gamanmynd,
sem einnig hefur farið sigurför á sviði.
Hollywood fær 7,5, sérstaklega „af-
hommun" Lanes. Bíórásin, 1. sept.
Batman og Robin (‘96)
fGeorge Clooney er lufsulegur leð-
urblökumaður og Arnaldur
Schwarzenegger eins og léttruglað
sterröll, sem illinginn í nýjustu og al-
verstu myndinni um titilpersónumar.
Leikstjórinn Joel Schumacher gerir það
óþolandi sem kollegi hans, Tim Burton,
gerði illþolandi. Bíórásin, 12. sept.
Blankur í Beverly Hills - Down and
Out In Beverly Hills (‘85)
jj Satíra um hamingjusnautt líf ný-
9 ríkra í Beverly-hæðum og Messí-
asarlegan róna (Nick Nolte) sem af til-
viljun slagar inn í líf þeirra og breytir til
hins betra. Bette Midler og hundtíkin
standa uppúr. Bandarískir kvikmynda-
framleiðendur hafa grætt ómælt fé á
að almúginn þar í landi skilur ekki
múkk í frönsku, en myndin er þanda-
rísk útgáfa Boudu bjargaö frá drukkn-
un. Jean Renoir (‘32). Stöð 2, 2. sept.
Fri í Vegas -
Vegas Vacation (‘97)
/ Nýjasta afkvæmi lífseigrar
9 myndaraðar um seinheppna vísi-
tölufjölskyldu (Chevy Chase, Beverly
D 'Angelo, tveir táningar) á ferðalög-
um. Að þessu sinni í lastaborginni, þar
sem Chase og Randy Quaid eiga góða
spretti. Bíórásin, 5. september.
Dave (‘93)
jj Kevin Kline fer vel með tvöfalt
9 hlutverk forseta Bandaríkjanna
og tvífara hans. Meðaljóninum Dave
46