Morgunblaðið - 01.09.1999, Blaðsíða 47
gengur furðu vel í sínu nýja hlutverki er
hann verður að hlaupa í skarðið fyrir
forsetann, illskeytt forsetafrúin eina
Ijónið á veginum. Hann bjargar því af
stakri karlmennsku og reisn. Sigourney
Weaver, Ben Kingsley, Charles Grodin
og Kevin Dunn. Bresta mynd Ivans
Reitman langa lengi. RÚV, 11. sept.
Rússarnir koma -
Tlie Russians are Coming, The
Russians are Coming (*6G)
n Kaldastríðsspaug um skipreka,
9 rússneska sjóliða kafbáts á
fjandsamlegum ströndum óvinanna á
Nýja Englandi. Var góð skemmtun,
spurning um ellimörkin. Besta atriðið
þegar Sovétmaður heldur á lofti kunn-
uglegum umbúðum og segir hróðugur
af sinni heimsborgaralegu visku við
skipsfélagana; “kókakóla!" Bíórásin,
4. september.
Gæludýralöggan -
flce Ventura Pet Detective (‘94)
iy Gamanmynd um seinheppinn
fP gæludýraspæjara í Flórída og
leit hans að lukkudýri ruðningsliðs,
hefur eitt tromp; Jim Carrey, kvik-
myndaheimsins langbesta trúð.
Bíórásin, 7. september.
Mars Attacks! (‘96)
éBitlaus farsi frá Tim Burton, yfir-
leitt snjöllum og sérstæðum leik-
stjóra. Hér skýtur hann langt yfir mark-
ið í vísindaskáldsögulegri satíru um
viðskipti Marsbúa og æðstu manna
Bandaríkjanna. Urmull góðra leikara
(Jack Nicholson, Danny De Vito, Ann-
ette Bening) hefur fátt fyndið eða vit-
rænt fyrir stafni. Bíórásin, 7. sept.
Úrslitakvöldið -
The Big Night (‘97)
j, Dálítil perla með Stanley Tucci
fr (sem jafnframt leikstýrir í fyrsta
sinn) ogTony Shalhoub í aðalhlutverk-
um ítalskra bræðra sem gera örvænt-
ingarfullar tilraunir til að komast inn á
markaðinn í veitingahúsabransanum í
New York um miðja öldina. Minnie Dri-
ver, Campbell Scott og ekki síst lan
Holm krydda hráefnið. Bíórásin, 1. sept
Það gerist ekki betra -
As Good As it Gets (‘98}
ii. Þær gerast ekki betri en þessi
Hf, margverðlaunaða gamanmynd
um gengilbeinu í tilvistarkreppu
(Helen Hunt) - það á reyndar við um
allar persónurnar - forríkan viðskipta-
vin hennar (Jack Nicholson) sem jafn-
framt er rithöfundur, illskeyttur mann-
hatari og sérvitringur, með sérstaka
andúð á hommanum í næstu íbúð
(Greg Kinnear) og hundinum hans.
Þau fara öll á kostum og handrit og
leikstjórn James L. Brooks í hæsta
gæðaflokki. Stöð 2, 11. september.
Örlagavaldurínn -
Destiny Tums. On the Radio (‘95)
Fimbulfamb frá þeim tíma sem
framleiðendur héldu að nafn
Quentins Tarantinos dygði eitt til að
tryggja afkomuna. Reyndar er hann
nokkuð kúnstugur sem vafasamur
bjargvættur minnipokamanna í Vegas.
Bíórásin, 10. september.
\HROLLVEK]UR
0Safnarinn - Kiss the
jj Morgan Freem-
9 an og Ashley
Judd, ung og stórefni-
leg leikkona, lyfta nokkuð formúlu-
kenndri fjöldamoröingjamynd vel upp
fyrir meðallagið. Ljót en spennandi og
nýtir vel mörkina í Norður-Karólínu.
Stöð 2, 10. september.
\SPENNUMYNDIR
é
Einvígið - Duel (‘70)
ii Sjónvarpsmynd-
9 in sem vakti
fyrst athygli á Spiel-
berg. Ökumaður á ferð
um þjóðvegi Bandaríkjanna lendir í
meiriháttar hremmingum þegar honum
verður Ijóst að bílstjóri stórs vörubíls
ætlarsér að kála honum. Spennandi,
óhugnanlegur þjóðvegahrollur og
áhrifaríkur, m.a. fyrir þá sök að aldrei
sést í þann morðóða á vörubílnum.
Stöð 2, 10. september.
Lestarránið - Robbery (‘67)
Byggð á ráninu fræga '63, með
Briggs ogfélögum. Hefðbundin
hasarmynd með góðum spennuatrið-
um sem opnuðu leikstjóranum, Peter
Yates (Bullitt) veginn til Hollywood.
Sýn, 5. september.
Ferðin á hafsbotn - Voyage To the
*
Bottom Of the Sea (‘61)
#Sögufræg vísindaskáldsöguleg
mynd, forveri þekktra sjónvarps-
þátta, segir af áhöfn glænýss kjarn-
orkukafbáts sem bjargar heiminum
með aðstoð vísindamanna. Ætti að
vera þokkalegasta afþreying enn og
brellurnar standa vonandi enn fyrir
sínu. Sýn, 7. september.
Glæsipían - Seperate Lives (‘95)
rGrútmáttlaus sálfræðitryllir þar
sem áhorfandinn verður að
kaupa alltof margt á útsöluverði til að
geta notið hans. Fyrst af öllu (að
venju) hrikalega slappan James Belus-
hi í hlutverki sálfræðiprófessors. Er
hægt að leggja þvílíkt og annað eins á
mann? Sagan af tvöföldu lífi aðal-
kvenpersónunnar (Linda Hamilton) er
ámóta rýr í roðinu. Bíórásin, 8. sept.
Stjörnuhliðið - Stargate (‘94)
jj Spennandi, mátulega ævintýra-
9 le8 vísindaskáldsöguleg mynd
um tímaflakk fyrir tilverknað dularfulls
hrings sem finnst í Egypsku eyðimörk-
inni. Kurt Russell, James Spader. Leik-
stjóri Roland Emmerich (Independence
Day). B-mynd í betri fötunum. Bíórás-
in, 14. sept. og Stöð 2, 9. sept.
Innsti ótti - Primal Fear (‘96)
tj j Stórleikarinn Edward Norton
9 stelur senunni í sinni fyrstu
mynd, í hlutverki kórdrengs sem grun-
aður er um morð. Leikur tveim skjöld-
um af snilli. Richard Gere, Frances
McDormand, John Mahoney, o.fl. góðir
leikarar koma við spennandi söguna.
Stöð 2, 7. september.
|B7iRN7i- OQ F]ÖLSKYLDUMYNDIR\
Apaspil - Dunston
Checks In (‘96)
jj Ljómandi flöl-
9 skylduskemmt-
un um hótelstýru, leið-
an son hennar, þjóf og órangútu. Þau
flækjast hvert fyrir öðru með góðum
árangri fyrir geðheilsuna. Faye
Dunaway, Rupert Everett og Jason
Alexander (sem stráksi) eru öll í fínu
formi, apinn fyestur. Stöð 2, 8. sept.
Fagrí Blakkur -
Black Beauty (‘94)
Að þessu sinni segir hrossið
sjálft viðburðaríka sögu sfna í
nýjustu útgáfu margkvikmyndaðrar, sí-
gildrar barnasögu. Rekur æviferilinn
frá því að vera gæludýr eigandans uns
hann endar sem dráttarjálkur. Vel
kvikmynduð og falleg fyrir augað en
frásagnarmátinn gerir atburðarásina
fyrirsjáanlega. RÚV, 10. september.
Tvær eins - It Takes Two (‘95)
Tvíburasystur (Ashley og Mary
Olsen) bjarga því sem bjargað
verður í mynd um tvíburasystur sem
kynnast af tilviljun. Önnur moldrík, hin
mösulbeina. Steve Guttenberg og Kir-
stie Alley eru heldur ólánlegir foreldrar.
Barnaævintýri. Bíórásin, 11. sept.
Ofurgengið -Mighty Morphin Power
Rangers (‘95)
fFjölskyldugrín byggt á sjónvarps-
þáttum um sex unglinga sem
geta breytt sér í slagsmálahunda.
*
Hugnast helst óvitum. Sýn, 6. sept.
D71NS- OQ SÖNQVfíMYNDIR
□ Brigadoon (‘54)
jj Tveir Banda-
9 ríkjamenn finna
draugabæ í skosku
Hálöndunum sem
vaknar einu sinni á öld með hoppi, híi
og tralala. Dans- og söngvamynd eins
og þær gerast bestar. Allur pakkinn:
Leikstjóri Vincent Minelli; Gene Kelly
og Cyd Charisse í aðalhlutverkunum;
lög og textar eftir Lerner og Lowe. Allt
snillingar. TNT, 12. sept.
Evíta - Evita (‘96)
Byggð á söngleiknum með Ma-
donnu í hlutverki konunnar sem
vann sig úr allsleysi í hvílu einræðis-
herrans Peróns og síðar á stall þjóðar-
dýrlings Argentínu. Það eru þó þeir
Antonio Banderas og Jonathan Price
sem eiga leikheiðurinn skilinn í
flatneskjulegri mynd frá Alan Parker en
tónlist Andrews Lloyds Webber tendur
fyrir sínu. Bíórásin, 7. september.
La Bamba (‘65)
Síðasta árið eða svo í ævi
mexíkansk-bandaríska rokkgoðs-
ins Ritchie Valens, sem lést í flugslysi
með Buddy Holly aðeins 17 ára gam-
all, rakið á einkar líflegan hátt með
smellinn La Bamba til að halda uppi
fjörinu. Ekki án væminnar tilfinninga-
semi en yfirleitt mjög smekklega og
vel gerð með tilfinningu fyrir uppruna
rokkarans og sterkri saknaðarkennd.
Lou Diamond Phillips er afar góður í
hlutverki Valens. Bíórásin, 3. sept.
rólínu. Stöð 2,10. september.
\VESTRm
I
*
| Tombstone (‘93)
Slakir Wyatt
Earp og Doc
I Holliday í ófullnægj-
! andi útgáfu goðsagn-
arinnar. Veljið flestar aðrar. Með Kurt
Russell, Val Kilmer og óteljandi fjölda
skapgerðarleikara, umdir leikstjórn Ge-
orge Pan Cosmatos. Bíórásin, 6. sept
Sæbjörn Valdimarsson
$ Meistaraverk
l Góð
Sæmileg
f Léleg
47