Morgunblaðið - 13.10.1999, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 13.10.1999, Qupperneq 15
Sérstæður húmor Bíómyndin Chasing Amy eftir Kevin Smith, nefnist Vonbiðlar Amy á íslensku, og verður sýnd á Bíórásinni kl. 18 og kl. 2 þann 24. október. Ottó Geir Borg hefur fylgst meö leikstjóra myndarinnar frá upphafi ferils hans og finnst_ hann sérlega áhugaveröur. „í þessari mynd tekur Kevin Smith mikiö stökk í þroska sem leikstjóri og handritshöf- undur, en heldur samt í mörg af þeim gildum sem ein- kenndu fyrri myndir hans tvær; Clerks og Mallrats," segir Ottó Geir. „Áöur en hann geröi Amy höföu myndirnar sérviskulegar persónur sem ræddu heim- spekilega um Stjörnustríös- myndirnar og höföu nánast ekkert persónulegt Itf. En í Amy er umfjöllunarefniö mun alvarlegra og hvetur mann frekar til umhugsunar, þótt sérstæöur húmorinn sé ekki horfinn og Smith passar sig á aö messa aldrei yfir okkur.“ - Ég frétti að þú ættir mjög sérstaka útgáfu af myndinni. „Já, hún er frá „The Criter- ion Collection" en þaö er mynddiskafyrirtæki í Bandaríkj- unum sem gefur út diska með alls kyns aukaefni og auka- hljóörás þar sem áhorfandan- um gefst kostur á aö hlýöa á einhvern tala um einstaka at- riði t myndinni á meðan þaö spilast á skjánum. „Chasing Amy“ diskurinn frá Criterion bætir miklu viö þá ánægju aö horfa á myndina og bendir á ýmsa fleti innan hennar sem eru ekki augljósir þegar horft er á hana í fyrsta sinn. Svo fylgja líka nokkur aukaatriöi sem Smith hefur ákveöiö aö klippa úr myndinni og útskýrir hann af hverju hann kaus aö sleppa þeim.“ - En hvað finnst þér best við myndina? „Chasing Amy" er mynd sem hefur mjög opinn boö- skap, þ.e. hún ieyfir áhorfand- anum sjálfum að komast að niöurstööu og maður sér þaö allt of sjaldan í myndum í dag." í málningu! Einvígi við trukk Steven Spielberg geröi myndina Duel, eóa Einvígi, ár- iö 1971 fyrir sjónvarp og var hún 73 mtnútur að lengd. Ár- iö 1983 var myndin tekin til sýninga í bíóhúsum, í lengri útgáfunni sem sýnd veröur á Stöð 2 kl. 00.25 fimmtudag- inn 14. október. „Þetta er afskaplega ein- föld mynd og nánast engin samtöl í henni," segir Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri sem er mikill aödáandi meist- ara Spielberg. „Þetta er hrá myndfrásögn og er alveg ein- staklega vel upp byggð sem slík. Hún fjallar um skrifstofu- blók, sem er á ferðalagi í fólksbíl, og lendir í því aö fá geósjúkling á tíu hjóla trukk á eftir sér upp og nióur fjöll. Þetta er einn eltingarleikur út í gegn. Ég sá Duel fyrst í Sjónvarp- inu þegar ég var tíu eöa tólf ára og hún virkaói strax mjög sterkt á mig og ég held að ég hafi ekki séö hana síóan. En ég man mjög vel eftir henni. Þetta er klassísk spennu- mynd, ekkert blóö, ofbeldi eöa kynlíf. Bara hrein og klár spenna." - Og manni leiðist ekki þótt lítið sé um samtöi? „Nei, alls ekki. Þaö er alveg ótrúlegt hvað hún heldur og hún sýnir hversu fullkominn kvikmyndagerðarmaöur Spiel- berg er. Hann getur alit, sama hvaö er. Duel er einfaldasta myndin hans, engir stælar í henni. Þetta er ekta vega- mynd, þaö er varla aö menn stoppi til að pissa eöa taka bensín. Þaö er endalaust ver- iö á feróinni. Hún sannar einnig aö Spielberg hefði al- veg eins getaö oröiö mjög góöur óháöur kvikmyndagerö- armaður eins og Hollywood- maöur, málin þróuöust bara þannig. Hann er snillingur." 15

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.