Morgunblaðið - 14.10.1999, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Frumvarp stjórnarandstöðu um dreifða eignaraðild að viðskiptabönkum
Forsætisráðherra spurð-
ur um smíði frumvarps
FRUMVARPI til laga um dreifða
eignaraðild að viðskiptabönkum og
öðrum lánastofnunum var vísað til
annarrar umræðu við atkvæða-
greiðslu á Alþingi á þriðjudag og
fær efnahags- og viðskiptanefnd
þingsins nú málið til meðferðar. Við
umræður á mánudag fékk frum-
varpið, sem lagt er fram af Stein-
grími J. Sigfússyni og Ögmundi
Jónassyni, þingmönnum Vinstri-
hreyfingarinnar - græns framboðs,
góðar viðtökur og mæltist Davíð
Oddsson forsætisráðherra þá m.a.
til þess að efnahags- og viðskipta-
nefnd tæki það til rækilegrar skoð-
unar.
Góðar undirtektir forsætisráð-
herra við írumvarpi stjómarand-
stæðinga vöktu athygli og við um-
ræður á mánudag kvaddi Jóhann
Árælsson, þingmaður Samfylkingar,
sér hljóðs og vildi vita hvort forsæt-
isráðherra hefði í bígerð að leggja
fram frumvarp af því tagi sem
vinstri grænir hefðu lagt fram. Ef
það væri ekki raunin fýsti Jóhann að
vita hvers vegna svo væri ekki.
„Mig langar til að átta mig á því
hvort hæstvirtur forsætisráðherra
er í einhvers konar minnihluta í rík-
ALÞINGI
isstjórninni, og hvort hann fái ekki
sjónarmiðum sínum framgengt
þar,“ sagði Jóhann. Velti hann því
fyrir sér hvort forsætisráðherra sæi
sér af þeim sökum hald í því að leita
nú á náðir stjórnarandstöðu um það
að koma sínum málum fram. „Mig
langar til að vita hvort ríkisstjómin
hefur ekki eina skoðun í þessu
máli,“ sagði Jóhann.
í svari forsætisráðherra kom
fram að alger samstaða væri innan
ríkisstjómarinnar um það megin-
markmið að stefnt skuli að dreifðri
eignaraðild að viðskiptabönkum. En
Davíð benti jafnframt á að þegar
hefði komið fram að ágreiningur
væri um það innan ríkisstjómar-
flokkanna, ekki síður í Sjálfstæðis-
flokki en Framsóknarflokki, með
hvaða hætti það yrði gert.
Ennfremur áréttaði forsætisráð-
herra þær vonir sínar að tryggja
mætti dreifða eignaraðild án
skráðra reglna þótt hann tæki fram
að hann væri ekki mótfallinn skráð-
um reglum ef ekki mætti tryggja
dreifða eignaraðild með öðmm
hætti.
Taldi víst að eignarhaid
væri hjá Sparisjóðunum
í umræðunum á mánudag kvaddi
Lúðvík Bergvinsson, þingmaður
Samfylkingar, sér einnig hljóðs og
fór fram á að forsætisráðherra
gerði grein fyrir því hvers vegna
hann hefði ekki áréttað þau sjónar-
mið sín, að eignaraðild skyldi vera
dreifð, þegar Eignarhaldsfélag
Sparisjóðanna og Kaupþing keyptu
bréf í Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins (FBA) upp á um 28%.
„Þegar það lá fyrir heyrðist ekk-
ert í hæstvirtum forsætisráðherra.
Hann ítrekaði ekki sín viðhorf, sem
fram komu í Morgunblaðsviðtali í
ágústmánuði 1998, en eftir að þessi
sami eignarhlutur, sem þá var 28%,
er seldur eignarhaldsfyrirtækinu
Orca hf. - sem er skráð í Lúxem-
borg að ég veit best - þá kemur
hæstvirtur forsætisráðheira fram
og lýsir því yfir að það sé algerlega
nauðsynlegt að kúvenda hvað varð-
ar einkavæðingu þessa ríkisbanka,
og koma í veg fyrir að hann lendi í
höndunum á fáeinum aðilum," sagði
Lúðvík. Spurði hann hvað hefði eig-
inlega breyst frá því að Eignar-
haldsfélög Kaupþings og sparisjóð-
anna eignuðust þennan ráðandi hlut
og Eignarhaldsfélagið Orca eignað-
istsama hlutinn.
I svari forsætisráðherra kom fram
að hann hefði talið víst að eignarhald
á hlutum í FBA væri hjá Sparisjóð-
unum. „Eg hafði ekki áttað mig á því
að þeir hefðu allir verið færðir með
þessum hætti, reyndar ekki tO Kaup-
þings, heldur til einhvers félags sem
skráð er úti í Lúxemborg, Scandin-
avian Holdings. Og ég hef tekið eftir
því að mjög margir höfðu ekki áttað
sig á því,“ sagði Davíð.
Vakti hann athygli á því að í regl-
um, sem fram komu við sölu á bréf-
unum nú frá einkavæðingamefnd,
kæmi fram að Sparisjóðimir sem
slíkir væra ekki taidir of skyldir að-
ilar til að geta átt slík bréf.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
klukkan 10.30 í dag. Eftirfarandi
mál verða á dagskrá:
1. Ættleiðingar. Frh. 1. umr.
(atkv.)
2. Réttindi sjúkiinga. Frh. 1.
umr. (atkv.)
3. Skýrsla umboðsmanns AI-
þingis 1997.
4. Starfsskýrsla Ríkisendur-
skoðunar 1998.
5. Vitamál. 1. umr.
6. Almenn hegningarlög. 1.
umr.
7. Stofnun Snæfellsþjóðgarðs.
Fyrri umr.
8. Aðgerðir vegna stríðsátak-
anna í Kosovo. Fyrri umr.
9. Sjálfbær orkustefna. Fyrri
umr.
10. Setning siðareglna í við-
skiptum á fjármálamarkaði.
Fyrri umr.
11. Könnun á læsi fullorðinna.
Fyrri umr.
-----------------
Ráðstefnunni
er lokið
RANGT var í niðurlagi fréttar um
ofvirkni barna í blaðinu í gær að
ráðstefna um efnið væri fyrirhuguð.
Hið rétta er að hún var um síðustu
helgi. Þá var Matthías Kristiansen
tilgreindur á mynd með fréttinni en
átti að vera Páll Magnússon sál-
fræðingur. Er beðist velvirðingar á
því.
Forseti Alþingis í heimsókn í Manitoba í Kanada
Morgunblaðið/JEG
Halldór Blöndal og Svavar Gestsson skoða bókakost íslenska bóka-
safnsins i Háskóla Manitoba.
Mál vegabréfslauss Kiirda til umfjöllunar
Handtaka manns-
ins gagnrýnd
Heitir
stuðningi
við íslenska
bókasafnið
f LOK fímm daga heimsóknar
Halldórs Blöndal forseta Alþingis
til Manitoba nýlega lýsti hann því
yfir að hann mundi hvetja til
aukinna tengsla fslendinga við
Háskóla Manitoba.
Halldór sagði að hann mundi
gera það sem í hans valdi stæði
til að útskýra fyrir ríkissljórn Is-
lands mikilvægi þess að styðja
við bakið á íslenskukennslu og ís-
lensku bókasafni við háskólann.
Með Halldóri í för voru eigin-
kona hans, Kristrún Eymunds-
dóttir, Benedikt Sveinsson
stjórnarformaður Eimskips og
Guðríður Jónsdóttir kona hans,
Helgi Bernódusson ritari Alþing-
is og eiginkona hans, Gerður
Guðmundsdóttir.
Fjársöfnun stendur nú yfir til
að standa undir kostnaði við
stöðu íslenskukennara og til að
vinna að endurbótum á bókasafni
íslenskudeildar Háskóla
Manitoba. Safn þetta er stærsta
safn fslenskra bóka í Norður-Am-
eríku.
Auk íslenskra bóka geymir
safnið fjölda einkabréfa og skjala
frá fyrstu árum landnáms fslend-
inga í Kanada. Sigrid Johnson
forstöðumaður safnsins segir að
úrbóta sé þörf. í áætlunum
þeirra er gert ráð fyrir lestrar-
stofu, tækjaherbergi og helsta
kostinn við hin nýju áform segir
hún vera þann að safnið verði
allt á einum stað og aðgengilegra
fyrir þá sem vilja vinna þar rann-
sóknarvinnu.
„Við vonumst til þess að end-
urbótum verði lokið fyrir októ-
ber á næsta ári svo að við getum
hýst þar handritasýningu Lands-
bókasafnsins sem hingað kemur í
tilefni aldamótanna," sagði
Sigrid.
Halldór sagðist telja að ís-
lenskudeildin við Háskóla
Manitoba væri injög mikilvæg og
merkileg stofnun sem stuðaðli að
bættum samskiptum milli land-
anna. Hann sagðist líta á það sem
svo að íslenskum stjórnvöldum
bæri skylda til þess að aðstoða
safnið.
Samvinnuháskólinn með
nemendaskipti
Háskóli Manitoba og Sam-
vinnuháskólinn á Bifröst hafa
gert með sér samning um nem-
endaskipti þar sem gert er ráð
fyrir að tveir nemendur frá hvor-
um skóla stundi nám í hinum
skólanum hveiju sinni.
Halldór Blöndal sagði að sér
virtist sem möguleikar fslend-
inga til að stunda nám við Há-
skóla Manitoba væru góðir. Hins
vegar mætti vera meira um nem-
endaskipti og koma mætti á
beinu flugi milli Islands og
Manitoba.
Aðstandendur söfnunar ís-
lenskudeildarinnar hafa sett sér
að markiniði að safna sem nemur
áttatíu milljónum króna og er
vonast til þess að því marki verði
náð fyrir lok næsta árs.
í UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU
á Alþingi í gær tók Lúðvík Berg-
vinsson, þingmaður Samfylkingar,
upp mál Marewans Mustafas Alis
sem handtekinn var af lögreglu
skömmu eftir komuna til íslands
fyrir nokkram dögum, vegna þess
að hann gat ekki gert grein fyrir
ferðum sínum. Átaldi Lúðvík harð-
lega háttalag lögreglunnar í þessu
máli og taldi mannréttindi Alis,
sem kveðst vera Kúrdi, hafa verið
þverbrotin, en maðurinn hefur sótt
um pólitískt hæli hér á landi.
Héraðsdómur samþykkti í síð-
ustu viku ósk lögreglunnar að úr-
skurða manninn í gæsluvarðhald,
en Hæstiréttur felldi þann dóm úr
gildi á mánudag og var manninum
þá sleppt. Lúðvík sagði hins vegar
í ræðu sinni í gær að svo virtist
sem íslensk yfirvöld hefðu þver-
brotið viðurkenndar reglur um
mannréttindi og meðferð flótta-
manna.
„Meðferðin sem þessi maður
fékk hjá yfirvöldum bendir til þess
að hann hafi frá upphafi verið með-
höndlaður sem glæpamaður, þrátt
fyrir að honum hafi aldrei verið til-
kynnt um að grunur leiki á því að
hann hafi framið refsiverðan
verknað. Þessi málsmeðferð er
ámælisverð og í andstöðu við þá
grandvallarreglu að enginn teljist
sekur fyiT en sekt hans hafi verið
sönnuð," sagði Lúðvík m.a.
Jafnframt spurði Þórunn Svein-
bjarnardóttir, þingmaður Samfylk-
ingar, hvort Útlendingaeftirlitið
hefði tekið upp ný vinnubrögð við
móttöku þeirra sem hér leituðu
hælis af pólitískum ástæðum. „Og
ef svo er, væri þá ekki rétt að
hæstvirtur dómsmálaráðherra,
greindi frá því í hverju hinar nýju
reglur eru fólgnar?"
Rétt á málum haldið
Sólveig Pétursdóttir dómsmála-
ráðherra sagðist telja að rétt hefði
verið á málum haldið af hálfu lög-
reglunnar, erfitt hefði verið að
dæma um sannleiksgildi frásagnar
mannsins og að lögregla hefði vilj-
að tryggja návist hans.
Lagði hún ennfremur áherslu á
að hér væri ekki um einfalt mál að
ræða. Ekki væri sjálfgefíð að menn
ættu rétt á pólitísku hæli á íslandi
og sagði Sólveig að hér væri einnig
um að ræða rannsókn á skipulögð-
um, ólöglegum flutningi einstak-
lings frá Tyi’klandi til Islands þar
sem öllum brögðum hefði verið
beitt. Það væri ekki sjálfgefið að
ísland yrði móttökuland fyrir þá
alþjóðlegu glæpahringi sem tækju
að sér að smygla fólki frá vanþró-
uðum ríkjum til hinna þróuðu.
Innbrot í Breiðholti
Yerðmætum á sjötta
hundrað þúsunda stolið
BROTIST var inn í hús í Breið-
holti klukkan rúmlega 19 í gær.
Að sögn lögreglunnar í Reykja-
vík var farið inn um glugga með
því að losa stormjárn á honum.
Verðmætum á sjötta hundrað
þúsund króna var stolið. Þar á
meðal var tölva og skjár að verð-
mæti 320-340 þúsund krónur,
tvö myndbandstæki að verð-
mæti 150 þúsund krónur og
tveir gervihnattamóttakarar að
verðmæti 70-80 þúsund krónur.
Einnig var ferðatösku og hand-
tösku, sem meðal annars inni-
hélt vegabréf eins íbúans, stolið.
Lögreglan í Reykjavík hefur
málið í rannsókn.