Morgunblaðið - 14.10.1999, Page 38

Morgunblaðið - 14.10.1999, Page 38
LISTIR ' FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Islenskar þýðingar á sígildum fínnskum bók- menntum verðlaunaðar Morgunblaðið/Golli Hjörtur Pálsson og Aðalsteinn Davíðsson. Á milli þeirra er fínnski sendiherrann á Islandi, Tom Söderman. MENNINGARSJÓÐUR íslands og Finnlands hefur í ár veitt tveim- ur íslenskum rithöfundum tvenn þýðingarverðlaun. Þeir eru Hjört- ur Pálsson, sem byrjaður er á nýrri þýðingu Kalevala, þjóðkvæðabálks Finna, og Aðalsteinn Davíðsson, sem þýtt hefur skáldsögu Aleksis Kivi, Sjö bræður, á íslensku í fyrsta sinn. Þýðingarverðlaunin voru afhent í gær af sendiherra Finnlands, Tom Söderman, að viðstöddum Nirði Njarðvík rithöfundi og Þórunni Bragadóttur deildarstjóra, sem bæði eiga sæti í stjórn Menningar- sjóðsins. Sendiherrann lagði í máli sínu áherslu á hve geysimikið gildi þýðing þessara tveggja sígildu meginverka finnskra bókmennta hefði. „Kalevala, sem kom í fyrsta skipti út 1835 og í nýrri og aukinni útgáfu 1849, er verk Elíasar Lönn- rot. Þjóðkvæðin eru sá grunnur sem kvæðabálkurinn er reistur á, en eigi að síður er hann að afar miklu leyti listræn smíð Lönnrots, sem var fjölhæfur menningarfröm- uður og allt í senn; málfræðingur, læknir, blaðamaður og skáld. Með Kalevala var sýnt að mikið verk í ljóðum var til orðið á finnsku og það hafði örvandi áhrif á og ýtti mjög undir þjóðarvakningu og menning- arþróun í Finnlandi. Sjö bræður eru það verk í lausu máli sem þekktast er og löngum hefur notið mestrar hylli í Finnl- andi, en það kom út 1873. Höfund- urinn, Aleksis Kivi, gaf sögu sinni slíkt nýjabragð og auðgaði hana svo með hugarflugi sínu að hún stakk algerlega í stúf við bókmenntahefð 19. aldar. Bræðurnir sjö halda út í óbyggðir til þess að reisa sér heim- ili víðsfjarri boðum og bönnum kirkju og þjóðfélags. Bræðurnir taka út þroska sinn í því frelsi sem þeir öðlast með þeim hætti. Mann- lýsingamar eru iðulega bráðfyndn- ar og stórsnjallar og hitta svo vel í mark að margur Finninn sér þar sjálfan sig enn þann dag í dag. Frá kjarnmiklu og hressilegu tungutaki bræðranna eru mnnin mörg föst orðatiltæki sem fyrir koma í finnsku," segir í fréttatilkynningu frá finnska sendiráðinu. Söngkona ver doktorsritgerð ÞÓRUNN Guðmundsdóttir söng- kona varði doktorsritgerð við Indi- ana University í Bloomington, Indi- ana í Bandaríkjunum sl. vor. Ritgerðin heitir „Historical and stylistic aspects of the solo songs by Páll ísólfsson and Jón Leifs“ og fjallar um tónskáldin og framkvöðl- ana Pál ísólfsson og Jón Leifs og hvemig tónsmíðastfll þeirra birtist í einsöngslögum þeirra. Þórann lauk stúdentsprófi frá MK árið 1980. Hún útskrifaðist í söng og þverflautuleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1985 og vora aðalkennarar hennar El- ísabet Erlingsdóttir og Bemharður Wilkinsson. Hún stundaði fram- haldsnám í Bandaríkjunum og lauk fyrst mastersgráðu og síðan dokt- orsgráðu frá Indiana University. Aðalkennarar hennar þar vora Roy Samuelsen og Klara Barlow. Frá því að Þórunn kom heim frá námi hefur hún haldið fjölda ein- söngstónleika og komið víða fram sem einsöngvari, m.a. með Kam- mersveit Reykjavíkur. Hún hefur gefið út geisladisk með sönglögum Jóns Leifs og Karls 0. Runólfsson- ar, og fyrir síðustu jól kom út geis- ladiskur þar sem hún syngur ein- söng með Kammerkór Hafnarfjarðar. Þórunn starfar sem Þórunn Guðmundsdóttir söngkona og kennari við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði. Þórann Guðmundsdóttir er fædd árið 1960 og er dóttir hjónanna El- ínborgar Stefánsdóttur og Guð- mundar Benediktssonar læknis. Dvínandi áhugi Islendinga á þýskum náms- og rannsóknastyrkjum Slök þýskukunnátta helsta ástæðan SLÖK þýskukunnátta meðal ís- lendinga er ein helsta ástæða dræms áhuga íslenskra náms- manna og fræðimanna á styrkj- um til náms og rannsókna í Þýskalandi, að mati Oddnýjar Sverrisdóttur, en hún er dósent í þýsku við Háskóla Islands og formaður stjórnar Goethe Zentrum. í viðtali við Hans- Bodo Bertram, skrifstofustjóra menningardeildar þýska utan- ríkisráðuneytisins, í Morgun- blaðinu í liðinni viku komu fram ákveðin vonbrigði yfír því að Is- lendingar nýttu sér þessa styrki ekki nema að takmörkuðu leyti. „Skýringin er að töluverðu leyti sú að fólk treystir sér ekki á þetta málsvæði með þá mála- kunnáttu sem það hefur,“ segir Oddný, sem telur nauðsynlegt að lögð verði meiri áhersla á tal- mál í þýskukennslu fram- haldsskólanna. Hún telur það ennfremur vaxa mörgum í aug- um að þurfa að taka inn- tökupróf sem reynir á þýsku- kunnáttuna en útlendingar sem hyggja á nám í þýskum háskól- um þurfa að standast próf í þýsku áður en þeir fá þar inn- göngu. Það þýði í raun að nám- stíminn lengist um a.m.k. eitt misseri og rnargir setji það fyrir sig. Hingað til hefur ekki verið hægt að taka þetta próf hér á landi en nú er að heíjast við Goethe Zentrum í Reykjavík námskeið sem lýkur með sam- bærilegu prófí. Stundum einungis fjórir um- sækjendur um fjóra styrki Nýlega voru auglýstir styrkir til náms í Þýskalandi; fjórir heils árs styrkir til háskólanáms, þrír sumarstyrkir til að sækja þýsk- unámskeið og nokkrir sex mán- aða styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa. Að sögn Oddnýjar er mjög mis- munandi hve margir sækja um styrkina. „Það hafa komið ár þar sem einungis fjórir umsækj- endur hafa verið um þessa fjóra ársstyrki, en ásóknin í þá er mjög sveiflukennd," segir hún. Oddný segir styrkina mjög góða, auk þess sem ársstyrkirn- ir séu oft framlengdir. Þá séu innritunargjöld í þýska háskóla mjög lág, ólíkt því sem tíðkist t.d. í bandarískum og breskum háskólum. Hluti af skýringunni á minni ásókn í þýsku styrkina telur hún þó einnig að geti verið aukið framboð ýmiskonar styrkja í öðrum löndum. BOKASALA í sept Rðð Titill/ Höfundur/ Utgefandl 1 Iceland-Country and eople-ÝmÍS tungumál / Bernard Scudder. Myndir Páll Stefánsson / lceland Review 2 Dönsk-íslensk / íslensk-dönsk orðabók / Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir / Orðabóka útgáfan 3 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók / Ritstj. Sævar Hilbertsson / Orðabókaútgáfan 4 Heimspekisaga / Gunnar Skirbekk og Nils Gilje / Háskólaútgáfan 5-6 Almanak Háskóla Íslands-Árið 2000 / Þorsteinn Saemundsson hefur reiknað / Háskóli íslands 5-6 Amazing lceland-ÝmÍStungumál/SigurgeirSigurjónsson/Forlagið 7 Uppvöxtur litla trés / Forrest Carter / Mál og menning 8 Iceland-Life and nature / Bernard Soudder. Myndir Páll Stefánsson / lceland Review 9 Geitungurinn / Árni Árnason og HalldórBaldursson / Æskan 10 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók / Ritstj. Hrefna Arnalds / Mál og menning Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Uppvöxtur litla trés / Forrest Carter / Mál og menning 2 Sjálfstætt fólk / Halldór Kiljan Laxness / Vaka-Helgafell 3 Híbýli vindanna / Böðvar Guðmundsson / Mál og menning 4 Egilssaga / / Mál og menning 5 Stjörnurnar í Konstantínópel / Halla Kjartansdóttir valdi efni / Mál og menning 6-7 Bjargið barninu / Margaret Watson / Ásútgáfan 6-7 Brennu-Njálssaga / / Mál og menning 8 Meistari Jirn / Joseph Conrad / Mál og menning 9 Gestaboð Babette / Karen Blixen / Bjartur 10 Engin spor / Viktor Arnar Ingólfsson / Mál og menning ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 Hávamál-Ýmis tungumál / / Guðrún 2 Eddukvæði / Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna / Mál og menning 3 úr landsuðri og fleiri kvæði / Jón Helgason / Mál og menning 4 Sálmabók íslensku kirkjunnar / Lögin valdi Róbert A. Ottósson / Skálholt 5 Gimsteinar: Ljóð 16 höfunda / Ólafur Haukur Árnason valdi / Hörpuútgáfan ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Geitungurinn / Ámi Árnason og Halldór Baldursson / Æskan 2 Blómin á þakinu / Ingibjörg Sigurðardóttir / Mál og menning 3 Anna getur það / Walt Disney / Vaka-Helgafell 4 íslensku dýrin / Halldór Pétursson / Setberg 5-6 Stafakarlamir / Bergljót Arnalds / Virago 5-6 Ég veit af hverju kengúrur eru með poka / Jenny Wood / Æskan 7 Snúður og Snælda / Pierre Probst / Setberg 8 Bangsímon hittir Kaninku / Walt Disney / Vaka-Helgafell 9 Orðabusl / Margrét E. Laxness / Mál og menning 10 GÓða nótt BÓbÓ Bangsi / Lee Davis / Mál og menning ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 lceland-Country and people-Ýmis tungumál / Bernard scudder. Myndir Páii Stefánsson / lceland Review 2 Dönsk-íslensk / íslensk-dönsk orðabók / Ritstj. Sigurlín Sveinbjamardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir / Orðabókaútgáfan 3-5 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók / Ritstj. Sævar Hilbertsson / Orðabókaútgáfan 3-5 Heimspekisaga / Gunnar Skirbekk og Nils Gilje / Háskólaútgáfan 3-5 Almanak Háskólans-Árið 2000 / Þorsteinn Sæmundsson hefur reiknað / Háskóli Islands 6 Amazing Iceland-Ýmis tungumál / Sigurgeir Sigurjónsson / Forlagið 7 Iceland-Life and nature / Bernard Scudder. Myndir Páll Stefánsson / lceland Review 8 Ensk-íslensk / íslensk-ensk vasaorðabók / Ritstj. Hrefna Arnalds / Mál og menning 9 Land / Páll Stefánsson / lceland Review 10 íslenska steinabókin / Kristján Sæmundsson / Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt ( könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri, KÁ, Selfossi \ J\ rf >\0 Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka í september 1999 Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur. Sýnmgum lýkur Nýlistasafnið SÝNINGUNNI Sænskt bein í íslenskum sokki - íslenskt bein í sænskum sokki og sýningu bel- gíska listamannsins Lucs Franckaerts í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, lýkur sunnudaginn 17. október. Sýn- ingu Islandsdeildar Amnesty International í setustofu safns- ins lýkur einnig þennan dag. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18, nema mánudaga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.