Morgunblaðið - 14.10.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 14.10.1999, Qupperneq 38
LISTIR ' FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Islenskar þýðingar á sígildum fínnskum bók- menntum verðlaunaðar Morgunblaðið/Golli Hjörtur Pálsson og Aðalsteinn Davíðsson. Á milli þeirra er fínnski sendiherrann á Islandi, Tom Söderman. MENNINGARSJÓÐUR íslands og Finnlands hefur í ár veitt tveim- ur íslenskum rithöfundum tvenn þýðingarverðlaun. Þeir eru Hjört- ur Pálsson, sem byrjaður er á nýrri þýðingu Kalevala, þjóðkvæðabálks Finna, og Aðalsteinn Davíðsson, sem þýtt hefur skáldsögu Aleksis Kivi, Sjö bræður, á íslensku í fyrsta sinn. Þýðingarverðlaunin voru afhent í gær af sendiherra Finnlands, Tom Söderman, að viðstöddum Nirði Njarðvík rithöfundi og Þórunni Bragadóttur deildarstjóra, sem bæði eiga sæti í stjórn Menningar- sjóðsins. Sendiherrann lagði í máli sínu áherslu á hve geysimikið gildi þýðing þessara tveggja sígildu meginverka finnskra bókmennta hefði. „Kalevala, sem kom í fyrsta skipti út 1835 og í nýrri og aukinni útgáfu 1849, er verk Elíasar Lönn- rot. Þjóðkvæðin eru sá grunnur sem kvæðabálkurinn er reistur á, en eigi að síður er hann að afar miklu leyti listræn smíð Lönnrots, sem var fjölhæfur menningarfröm- uður og allt í senn; málfræðingur, læknir, blaðamaður og skáld. Með Kalevala var sýnt að mikið verk í ljóðum var til orðið á finnsku og það hafði örvandi áhrif á og ýtti mjög undir þjóðarvakningu og menning- arþróun í Finnlandi. Sjö bræður eru það verk í lausu máli sem þekktast er og löngum hefur notið mestrar hylli í Finnl- andi, en það kom út 1873. Höfund- urinn, Aleksis Kivi, gaf sögu sinni slíkt nýjabragð og auðgaði hana svo með hugarflugi sínu að hún stakk algerlega í stúf við bókmenntahefð 19. aldar. Bræðurnir sjö halda út í óbyggðir til þess að reisa sér heim- ili víðsfjarri boðum og bönnum kirkju og þjóðfélags. Bræðurnir taka út þroska sinn í því frelsi sem þeir öðlast með þeim hætti. Mann- lýsingamar eru iðulega bráðfyndn- ar og stórsnjallar og hitta svo vel í mark að margur Finninn sér þar sjálfan sig enn þann dag í dag. Frá kjarnmiklu og hressilegu tungutaki bræðranna eru mnnin mörg föst orðatiltæki sem fyrir koma í finnsku," segir í fréttatilkynningu frá finnska sendiráðinu. Söngkona ver doktorsritgerð ÞÓRUNN Guðmundsdóttir söng- kona varði doktorsritgerð við Indi- ana University í Bloomington, Indi- ana í Bandaríkjunum sl. vor. Ritgerðin heitir „Historical and stylistic aspects of the solo songs by Páll ísólfsson and Jón Leifs“ og fjallar um tónskáldin og framkvöðl- ana Pál ísólfsson og Jón Leifs og hvemig tónsmíðastfll þeirra birtist í einsöngslögum þeirra. Þórann lauk stúdentsprófi frá MK árið 1980. Hún útskrifaðist í söng og þverflautuleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík árið 1985 og vora aðalkennarar hennar El- ísabet Erlingsdóttir og Bemharður Wilkinsson. Hún stundaði fram- haldsnám í Bandaríkjunum og lauk fyrst mastersgráðu og síðan dokt- orsgráðu frá Indiana University. Aðalkennarar hennar þar vora Roy Samuelsen og Klara Barlow. Frá því að Þórunn kom heim frá námi hefur hún haldið fjölda ein- söngstónleika og komið víða fram sem einsöngvari, m.a. með Kam- mersveit Reykjavíkur. Hún hefur gefið út geisladisk með sönglögum Jóns Leifs og Karls 0. Runólfsson- ar, og fyrir síðustu jól kom út geis- ladiskur þar sem hún syngur ein- söng með Kammerkór Hafnarfjarðar. Þórunn starfar sem Þórunn Guðmundsdóttir söngkona og kennari við Tónlistar- skólann í Hafnarfirði. Þórann Guðmundsdóttir er fædd árið 1960 og er dóttir hjónanna El- ínborgar Stefánsdóttur og Guð- mundar Benediktssonar læknis. Dvínandi áhugi Islendinga á þýskum náms- og rannsóknastyrkjum Slök þýskukunnátta helsta ástæðan SLÖK þýskukunnátta meðal ís- lendinga er ein helsta ástæða dræms áhuga íslenskra náms- manna og fræðimanna á styrkj- um til náms og rannsókna í Þýskalandi, að mati Oddnýjar Sverrisdóttur, en hún er dósent í þýsku við Háskóla Islands og formaður stjórnar Goethe Zentrum. í viðtali við Hans- Bodo Bertram, skrifstofustjóra menningardeildar þýska utan- ríkisráðuneytisins, í Morgun- blaðinu í liðinni viku komu fram ákveðin vonbrigði yfír því að Is- lendingar nýttu sér þessa styrki ekki nema að takmörkuðu leyti. „Skýringin er að töluverðu leyti sú að fólk treystir sér ekki á þetta málsvæði með þá mála- kunnáttu sem það hefur,“ segir Oddný, sem telur nauðsynlegt að lögð verði meiri áhersla á tal- mál í þýskukennslu fram- haldsskólanna. Hún telur það ennfremur vaxa mörgum í aug- um að þurfa að taka inn- tökupróf sem reynir á þýsku- kunnáttuna en útlendingar sem hyggja á nám í þýskum háskól- um þurfa að standast próf í þýsku áður en þeir fá þar inn- göngu. Það þýði í raun að nám- stíminn lengist um a.m.k. eitt misseri og rnargir setji það fyrir sig. Hingað til hefur ekki verið hægt að taka þetta próf hér á landi en nú er að heíjast við Goethe Zentrum í Reykjavík námskeið sem lýkur með sam- bærilegu prófí. Stundum einungis fjórir um- sækjendur um fjóra styrki Nýlega voru auglýstir styrkir til náms í Þýskalandi; fjórir heils árs styrkir til háskólanáms, þrír sumarstyrkir til að sækja þýsk- unámskeið og nokkrir sex mán- aða styrkir til vísindamanna til námsdvalar og rannsóknastarfa. Að sögn Oddnýjar er mjög mis- munandi hve margir sækja um styrkina. „Það hafa komið ár þar sem einungis fjórir umsækj- endur hafa verið um þessa fjóra ársstyrki, en ásóknin í þá er mjög sveiflukennd," segir hún. Oddný segir styrkina mjög góða, auk þess sem ársstyrkirn- ir séu oft framlengdir. Þá séu innritunargjöld í þýska háskóla mjög lág, ólíkt því sem tíðkist t.d. í bandarískum og breskum háskólum. Hluti af skýringunni á minni ásókn í þýsku styrkina telur hún þó einnig að geti verið aukið framboð ýmiskonar styrkja í öðrum löndum. BOKASALA í sept Rðð Titill/ Höfundur/ Utgefandl 1 Iceland-Country and eople-ÝmÍS tungumál / Bernard Scudder. Myndir Páll Stefánsson / lceland Review 2 Dönsk-íslensk / íslensk-dönsk orðabók / Ritstj. Sigurlín Sveinbjarnardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir / Orðabóka útgáfan 3 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók / Ritstj. Sævar Hilbertsson / Orðabókaútgáfan 4 Heimspekisaga / Gunnar Skirbekk og Nils Gilje / Háskólaútgáfan 5-6 Almanak Háskóla Íslands-Árið 2000 / Þorsteinn Saemundsson hefur reiknað / Háskóli íslands 5-6 Amazing lceland-ÝmÍStungumál/SigurgeirSigurjónsson/Forlagið 7 Uppvöxtur litla trés / Forrest Carter / Mál og menning 8 Iceland-Life and nature / Bernard Soudder. Myndir Páll Stefánsson / lceland Review 9 Geitungurinn / Árni Árnason og HalldórBaldursson / Æskan 10 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók / Ritstj. Hrefna Arnalds / Mál og menning Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK 1 Uppvöxtur litla trés / Forrest Carter / Mál og menning 2 Sjálfstætt fólk / Halldór Kiljan Laxness / Vaka-Helgafell 3 Híbýli vindanna / Böðvar Guðmundsson / Mál og menning 4 Egilssaga / / Mál og menning 5 Stjörnurnar í Konstantínópel / Halla Kjartansdóttir valdi efni / Mál og menning 6-7 Bjargið barninu / Margaret Watson / Ásútgáfan 6-7 Brennu-Njálssaga / / Mál og menning 8 Meistari Jirn / Joseph Conrad / Mál og menning 9 Gestaboð Babette / Karen Blixen / Bjartur 10 Engin spor / Viktor Arnar Ingólfsson / Mál og menning ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ 1 Hávamál-Ýmis tungumál / / Guðrún 2 Eddukvæði / Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna / Mál og menning 3 úr landsuðri og fleiri kvæði / Jón Helgason / Mál og menning 4 Sálmabók íslensku kirkjunnar / Lögin valdi Róbert A. Ottósson / Skálholt 5 Gimsteinar: Ljóð 16 höfunda / Ólafur Haukur Árnason valdi / Hörpuútgáfan ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR 1 Geitungurinn / Ámi Árnason og Halldór Baldursson / Æskan 2 Blómin á þakinu / Ingibjörg Sigurðardóttir / Mál og menning 3 Anna getur það / Walt Disney / Vaka-Helgafell 4 íslensku dýrin / Halldór Pétursson / Setberg 5-6 Stafakarlamir / Bergljót Arnalds / Virago 5-6 Ég veit af hverju kengúrur eru með poka / Jenny Wood / Æskan 7 Snúður og Snælda / Pierre Probst / Setberg 8 Bangsímon hittir Kaninku / Walt Disney / Vaka-Helgafell 9 Orðabusl / Margrét E. Laxness / Mál og menning 10 GÓða nótt BÓbÓ Bangsi / Lee Davis / Mál og menning ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR 1 lceland-Country and people-Ýmis tungumál / Bernard scudder. Myndir Páii Stefánsson / lceland Review 2 Dönsk-íslensk / íslensk-dönsk orðabók / Ritstj. Sigurlín Sveinbjamardóttir og Svanhildur Edda Þórðardóttir / Orðabókaútgáfan 3-5 Ensk-íslensk / íslensk-ensk orðabók / Ritstj. Sævar Hilbertsson / Orðabókaútgáfan 3-5 Heimspekisaga / Gunnar Skirbekk og Nils Gilje / Háskólaútgáfan 3-5 Almanak Háskólans-Árið 2000 / Þorsteinn Sæmundsson hefur reiknað / Háskóli Islands 6 Amazing Iceland-Ýmis tungumál / Sigurgeir Sigurjónsson / Forlagið 7 Iceland-Life and nature / Bernard Scudder. Myndir Páll Stefánsson / lceland Review 8 Ensk-íslensk / íslensk-ensk vasaorðabók / Ritstj. Hrefna Arnalds / Mál og menning 9 Land / Páll Stefánsson / lceland Review 10 íslenska steinabókin / Kristján Sæmundsson / Mál og menning Bókabúðir sem tóku þátt ( könnuninni Höfuðborgarsvæðið: Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla Eymundsson, Kringlunni Penninn-Eymundsson, Austurstræti Penninn, Hallarmúla Penninn, Kringlunni Penninn, Hafnarfirði Utan höfuðborgarsvæðisins: Bókabúð Keflavíkur, Keflavík Bókval, Akureyri, KÁ, Selfossi \ J\ rf >\0 Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka í september 1999 Unnið fyrir Morgunblaðið, Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur. Sýnmgum lýkur Nýlistasafnið SÝNINGUNNI Sænskt bein í íslenskum sokki - íslenskt bein í sænskum sokki og sýningu bel- gíska listamannsins Lucs Franckaerts í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b í Reykjavík, lýkur sunnudaginn 17. október. Sýn- ingu Islandsdeildar Amnesty International í setustofu safns- ins lýkur einnig þennan dag. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18, nema mánudaga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.