Morgunblaðið - 14.10.1999, Síða 46
46 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
INGILEIF
, ÖRNÓLFSDÓTTIR
+ Ingileif Örnólfs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 31. júlí
1940. Hún varð
bráðkvödd á heimili
sínu 4. október síð-
astliðinn. Hún var
dóttir Stefaníu Guð-
mundsdóttur, f.
1915, húsmóður, og
Örnólfs Örnólfsson-
ar, rafvirkjaineist-
ara, f. 1917, d. 1987.
Ingileif átti sex
systkini sem eru:
Margrét, f. 1942,
maki Jón Kristinn
Valdimarsson; Örnólfur, f.
1945, maki Guðlaug Konráðs-
dóttir; Sóley, f. 1946, maki Krist-
ján G. Bergþórsson; Eva, f.
1948, maki Ragnar Jónasson;
Krisljana Ölöf, f. 1950, maki
Þorsteinn Bragason; Aðal-
steinn, f. 1953, maki Unnur Sæ-
mundsdóttir.
Ingileif giftist Marinó
Óskarssyni 9. apríl 1960. Kjör-
foreldrar hans voru
Theódóra Guð-
laugsdóttir og Ósk-
ar Kristjánsson.
Dætur þeirra eru:
1) Stefanía Arna, f.
1958, hennar maður
er Vilhjálmur Ragn-
arsson, f. 1956.
Þeirra börn eru
Ragnar, f. 1978,
Inga Rós, f. 1980,
og Marinó, f. 1986.
Barn Ingu Rósar er
Arnar, f. 1999. 2)
Theódóra, f. 1963.
Hennar maður er
Stefán Jónsson, f. 1964. Börn
þeirra eru Anna Hlín, f. 1984,
Andrea, f. 1989, og Iljalti, f.
1995.
Ingileif starfaði síðustu 25 ár-
in við bankastörf og þar af úti-
bússtjóri Samvinnubankans í
Höfðabakka í 10 ár.
Utför Ingileifar verður gerð
frá Langholtskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsta barn í stórum systkinahópi
fær oft mikla ábyrgðartilfinningu
^ gagnvart yngri systkinum og veitir
þeim öryggi og skjól en verður
sjálft fullorðið allt of snemma. Nú
er forustan okkar horfm, svo
skyndilega og óvænt. Við stöndum
eftir svo undarleg innanbrjósts og
minningar liðinna stunda með Ingu
systur streyma fram í hugann, mis-
munandi að sjálfsögðu:
Ég man okkur litlar stelpur á
Húsavík, alltaf eins klæddar, frjáls-
ar eins og fuglinn fljúgandi í þeim
yndislega bæ. Sumrin voru heit í
minningunni en vetur kaldir og
snjóþungir. Við höfðum allt innan
seilingar og leiksvæðin fjölbreytt.
Það var farið á skíði í brekkumar
ofan við bæinn, leikið sér í fjörunni,
farið í berjaferðir allt um kring eða
leikið sér upp við Botnsvatn. Við
áttum vini, unga og gamla, úti um
allan bæ. - Ég fékk það í gegn að
fara með Ingu á sundnámskeið á
Hveravöllum í Reykjahverfi, án
þess að hafa aldur til og vildi elta
hana hvert sem hún fór. Ég er
hrædd um að oft hafi hún orðið
þreytt á mér. þá voru heimsóknir tO
afa og ömmu í Reykjavík með löng-
um keyrslum frá Norðurlandi til
höfuðborgarinnar minnisstæðar og
. -■ferð með Heklunni í jómfrúarferð
hennar um landið en þá vorum við
farþegar ásamt mömmu og sigldum
til Isafjarðar til að heimsækja hina
ömmuna og afann. Minningar
bemskuára okkar saman eru baðað-
ar sólskini. (Maddý.)
Mér er efst í huga á kveðjustund
margar ánægjustundir á heimili
Ingu systur. Eg missti þó af sam-
skiptum við hana þegar hún flutti af
landi burt um tíma og einnig þegar
ég bjó úti á landi í nokkur ár. En
hún hafði lag á að koma fjölskyld-
unni saman og var allra glöðust við
slík tækifæri. Hún var einstaklega
viljug að grípa í spO þó að henni í
raun leiddist þau. Éf það varð gest-
Lum til gleði var hún ánægð. Ég
minnist ótal skemmtOegra spOa-
kvölda á heimili hennar og góðra
veitinga. það var mikill gestagangur
á heimOi hennar og Marinós og
greinOegt að þar leið fólki vel. Inga
var stórlynd en hjálpsöm, ráðagóð
og dugleg. Hennar verður sárt
saknað í fjölskyldunni. (Öddi.)
Inga systir var sex árum eldri en
ég. A fyrstu árunum eftir að hún
gifti sig var ég tíður gestur á heimOi
hennar þar sem ég var laus og liðug
og gat verið tO aðstoðar við að gæta
__>dætranna og hjálpa við heimilis-
störfin. Alltaf var gott að koma á
heimili Ingu og Marinós, mikill
gestagangur hjá þeim og gaman að
fá að vera með í spjalli og spilum.
Seinna þegar Inga og fjölskylda
fluttust tO New York, og gátu ekki
tekið aOa búslóðina með sér, naut
ég góðs af ýmsum hlutum heimOis
IJþennar þar sem ég var þá nýgift og
vantaði ýmislegt í búið. Fjölskyldan
fluttist heim aftur eftir fimm ár og
síðan hefur verið tíður samgangur
mOli heimila okkar og margar
ánægjustundir sem við höfum átt
saman með fjölskyldum okkar inn-
an lands og utan. Þá eru einnig
kærar minningar frá ferð okkar
systranna fimm og mömmu í
nokkra daga til Edinborgar fyrir
nokkrum árum. Arvisst var hjá fjöl-
skyldum okkar Ingu að fara í inn-
kaupaferð fyrir jól og borða saman
á eftir. Einnig hittumst við systum-
ar fimm öðru hvoru tO að borða
saman og rifja upp gamlar og góðar
minningar. (Sóley.)
Ljóst er í minningunni þegar
Inga kom heim með ungan mann
sem hún kynnti fyrir fjölskyldunni
sem tilvonandi eiginmann. Eftir
giftinguna fluttu þau tO Hafnar-
fjarðar og þær voru margar ferðim-
ar sem unglingurinn ég lagði á sig
til þess að fara í heimsókn til systur
sem var nýbyrjuð að búa. Litla
dóttirin sem var fyrsta og lengi eina
bamabam pabba og mömmu var í
miklu uppáhaldi hjá mér og alla tíð
síðan. Við Ama voram eins og syst-
ur þau sumur sem ég var 13 og 14
ára og ég gætti hennar meðan for-
eldrarnir unnu úti og bjó hjá þeim.
þau Inga og Marinó létu jafn mikið
eftir mér og dóttur sinni. Inga var
óþreytandi að kenna mér allt mögu-
legt og þar á meðal að ráða kross-
gátur. Hún lét mig byrja á algeng-
ustu orðunum og svo sýndi hún mér
hvemig ætti að finna út það sem
eftir var. þegar ég eignaðist fyrsta
bamið komu margar sendingar af
bamafötum frá systur í Ameríku.
Við höfðum alla tíð náið samband og
ég heimsótti hana oft á kvöldin þeg-
ar börnin mín voru lítil og ég heima-
vinnandi. Þá sátum við oft að spjalli
um alla heima og geima. Þegar þau
fluttu heim sótti hún um starf í
Samvinnubankanum og unnum við
þar saman um tíma. ( Eva.)
Þegar ég var sex ára kenndi Inga
systir mér að prjóna og þolinmæði
hennar var engu lík. Eftir Ameríku-
árin hjá Ingu systur urðum við
mjög nánar. Ég gift og farin að búa
og mennirnir okkar urðu miklir fé-
lagar. Þegar þau fluttu í Mosfells-
bæinn 1981 voram við friðlaus að
flytja þangað líka, því nærvera
hennar var svo notaleg og allt of
langt á milli okkar. Ef leita þurfti
ráða með ýmsa hluti þá hringdi ég í
Ingu. Við ferðuðumst mikið saman
innanlands sem utan. Inga naut úti-
vera og dvöldum við oft saman víða
um landið í orlofshúsum. Eftir að
við voram báðar fluttar í sveitina
plataði hún mig í kvenfélagið, því
hún sagði að við yrðum að kynnast
konunum í sveitinni. Er hún hafði
komið því í kring, sagði hún sig úr
félaginu en ég varð eftir. Inga var
farin að hlakka til að flytja í bæinn
og losna við þá vinnu, sem fylgir
stóra húsi og stóram garði. Og
einnig var gott að stytta vegalengd-
ina til og frá vinnu. þegar hún var
nýflutt í óskaíbúðina í Básbryggju
kom kallið. (Ólöf.)
Mig langar að minnast elstu syst-
ur minnar, sem skyndilega var köll-
uð burt frá okkur. Minningamar
eru ljúfar því hún lét sér svo annt
um mig lítinn dreng og yngstan
systkinanna. Ég man að þegar ég
var sjö ára fékk ég að fara með
henni og Marinó, manni hennar, að
Nýi'ækt í Fljótum og vera með þeim
heilt sumar. Þau dvöldu þar á með-
an Marinó var að vinna við Stráka-
göng við Siglufjörð. Þar fyrir norð-
an gaf hún mér mína fyrstu veiði-
stöng og á hana veiddi ég fisk í
fyrsta sinn. Og montinn var ég að
ferðast með þeim í bfl sem í var
plötuspilari fyrir vinylplötur. Ég
dvaldi í góðu yfirlæti hjá þeim þetta
sumar og minningamar ylja mér í
hvert sinn er ég hugsa um þennan
tíma. Seinna var ég svo lánsamur að
vinna í tíu ár með Ingu í Samvinnu-
bankanum og er margs skemmti-
legs að minnast með henni og
starfsfélögum. Tveimur dögum fyr-
ir andlát Ingu hittumst við og rædd-
um m.a. um allt mögulegt sem stóð
til að gera í framtíðinni. Hún var
svo hamingjusöm með nýju íbúðina
við Básbryggju. Því miður er komið
að leiðarlokum á þessum stað en ég
veit að ég hitti hana seinna og get
þá sagt henni hvað mér þótti vænt
um hana. Ég er henni þakklátur
fyrir allar góðar stundir sem við átt-
um saman. (Alli.)
- Glaðværð og gestrisni ein-
kenndu Ingu alla tíð og hún var
ánægðust þegar hún fyllti húsið sitt
af öllum sínum nánustu og það var
stór fjölskylda. Þá var hún afburða
hjálpsöm. Böm skyld og óskyld
hændust að henni og nutu gjafmildi
hennar. Hún var alltaf að gleðja
okkur systkini sín með fögram
blómum úr gróðurhúsinu, sultu í
fallegum umbúðum eða körfum sem
hún skreytti og setti ýmislegt í.
Skarð hennar verður seint fyllt. -
Blessuð sé minning Ingu systur.
Systkinin.
Elsku Inga, þakka þér fyrir
heimsóknina laugardaginn fyrir
andlát þitt. Það var svo gaman að
sjá hvað þú varst afslöppuð og
ánægð, nýflutt og fannst að þú hefð-
ir svo mikinn tíma fyrir þig og Mar-
inó, ekkert að eyða allri helginni í
að þrífa. Heldur gast þú gert eitt-
hvað miklu skemmtilegra. Við töl-
uðum mikið saman og þú sagðir
okkur bróður þínum hvað þú ætlað-
ir að gera í framtíðinni, svo sem að
fara út með Teddý og þið Marinó
ætluðuð að stinga af í mesta
skammdeginu og fleira sem þig
langaði til að gera í framtíðinni. En
þér var ætlað að gera eitthvað ann-
að, svona harkalega eram við sem
eftir sitjum minnt á, að við ráðum
ekki alltaf okkar næsta skrefi. Eng-
inn veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur, það getur enginn þrætt fyrir
og nú höfum við misst þig frá okkur
en við vitum að þér líður öragglega
vel þar sem þú ert núna, sitjandi við
hliðina á pabba þínum og saman
sprellið þið, finnið út einhverja leið
til að stríða okkur héma niðri og
hlægið svo vel og lengi að öllu sam-
an.
Elsku Inga, þakka þér fyrir þau
tuttugu og fimm ár sem ég er búin
að þekkja þig. Takk fyrir lánið á
stelpunum þínum, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkur og takk
fyrir að vera þú sjálf. Ég er alveg
viss um að við hittumst aftur og tök-
um upp þráðinn þar sem frá var
horfið og þá verða fagnaðarfundir.
Takk, elsku Inga, í bili.
Elsku Stefanía, Marinó, Arna,
Teddý og fjölskyldur, ég votta ykk-
ur dýpstu samúð.
Guð veri með ykkur.
Unnur og fjölskylda.
Við getum ei breytt því
sem frelsarinn hefur að sega
um hver fær að lifa,
og hver á svo næstur að deyja.
Þau örlög sem við höfum hlotið,
það verður að skilja.
Svo auðmjúk og hljóð,
við lútum að frelsarans vilja.
Pó sorgin sé sár,
og erfitt er við hana að una.
Við verðum að skilja
og alltaf við verðum að muna,
að Guð hann er góður,
og veit hvað er best fyrir sína.
Því treysti ég nú
að hann geymi vel sálina þína.
Þótt farin þú sért,
og horfin burt þessum heimi.
Eg minningu þína
þá ávallt í hjarta mér geymi.
Ástvini þína ég bið síðan
Guð minn að styðja,
og þerra burt tárin,
ég ætíð skal fyrir þeim biðja.
(Bryndís Jónsdóttir.)
Elsku Inga frænka. Ég kveð þig
með virðingu og hlýju.
Ruth Ornólfsdóttir.
Ekki datt okkur systram í hug
þennan sólríka sumardag, er við
sátum á sólpallinum hjá Teddý, að
það væri í síðasta sinn sem við nyt-
um návistar Ingu frænku, sem alltaf
hefur verið í miklu uppáhaldi hjá
okkur. Ekki hvarlaði það heldur að
okkur að við myndum nokkram vik-
um síðar setjast niður og skirifa
okkar fyrstu minningargrein.
Það fyrsta sem kom í huga okkar
þegar við höfðum jafnað okkur á
þessum sorgarfréttum var að nú
væri Inga frænka komin til afa Orn-
ólfs og að hann hefði tekið vel á
móti henni. Þá leið okkur betur.
Minningarnar flugu um huga okkar
og við fórum að hugsa um allar
skemmtilegu stundirnar sem við
höfðum eitt með henni og Marinó.
Við minnumst þess sem litlar stelp-
ur hve gaman var að heimsækja þau
hjónin í Safamýrina og síðar á
Reykjaveginn. Útilegumar sem
famar voru og útileguna í garðinum
hjá þeim á Reykjaveginum þegar
við krakkarnir fengum að sofa í
nýja, stóra tjaldinu þeirra. Alltaf
var jafn gott að vera í návist henn-
ar.
Við biðjum góðan Guð að styrkja
Marinó, Omu, Teddý, ömmu okkar
og fjölskylduna alla í þessari miklu
sorg. Minningin um Ingu frænku
mun lifa áfram í hjarta okkar.
Bima og Erna.
Nú þegar ég sit og rifja upp allar
þær stundir sem ég átti með Ingu
frænku er efst í huga mér hvað hún
var sérstök frænka. Alltaf var hún
boðin og búin að tala við okkur
krakkana og hlusta á allt sem við
höfðum að segja. Inga var alltaf svo
ráðagóð og það var aldrei neitt mál
að biðja hana um eitthvað því hún
var alltaf tilbúin og brást við á já-
kvæðan hátt sama hvað beðið var
um.
Foreldrar mínir, Inga og Marinó
hafa verið mikið saman í gegnum
tíðina. Mér og bróður mínum fannst
alltaf svo gaman þegar Inga frænka
og Marinó komu í heimsókn, það
var alltaf eitthvað svo skemmtilegt
að vera með þeim. Þær eru nú ófáar
útilegumar sem við fóram í og man
ég vel eftir mörgum þeirra. Einni
man ég vel eftir, þá hef ég verið um
5-6 ára. Við voram í bústaðarferð
og ég stóð úti á túni og var að horfa
á hrút sem Inga var nýbúin að vara
mig við, en ég veit ekki fyrr en
hrúturinn tók á sig stökk, stangar
mig, ég flýg upp í loft og Inga gat
ekki hjálpað mér á fætur fyrir
hlátri. Svona var Inga, alltaf stutt í
grín og glens. Þegar ég var átta ára
fóra Inga og Marinó með okkur
fjölskyldunni til Bandaríkjanna í 5
vikna ferðalag. Það sem mér og
Braga bróður fannst nú Inga klár
að geta talað svona flotta útlensku
og svo vissi hún næstum „allt“. Ég
hafði með í ferðina apa einn sem ég
hélt mikið upp á og Teddý gaf mér
þegar ég fæddist, api þessi lenti í
ýmsum hrakningum í ferðinni en
Inga frænka passaði jafnvel upp á
hann og ég sjálf. A apann átti að
kaupa skó og Inga frænka stóð með
mér í skóleitinni þar til apinn fékk
loksins skó þrátt fyrir að allir voru
löngu búnir að gefast upp á þessu
veseni í mér. Svona var hún Inga
mín svo þolinmóð og góð við öll
böm. Gjafmild var hún með afbrigð-
um og aldrei gleymdi hún afmælis-
dögum eða öðrum merkisatburðum
í lífí okkar. Unga fólkið í fjölskyld-
unni naut góðs af gjafmildi hennar
þegar hún flutti í nýju íbúðina. Þeg-
ar við svo uxum úr grasi þótti okkur
systkinunum alltaf gott og gaman
að koma tfl Ingu frænku og spjalla
við hana og Marinó, jafnvel með vini
okkar með okkur sem höfðu oft orð
á því hversu frábæra frænku við
ættum. Mér finnst ótrúlegt að ég
skuli sitja hér og skrifa minningar-
grein um Ingu, uppáhalds frænku,
mína sem fer frá okkur svo snöggt.
Hún kom í heimsókn til mín fyrir
nokkram dögum svo glöð og ánægð,
við áttum langt og skemmtilegt
spjall saman. Þau voru nýflutt í fal-
lega íbúð sem ég hafði ekki séð þá
og hún var að lýsa henni fyrir mér,
svo hamingjusöm með þetta allt
saman. Hver hefði getað trúað því
að nokkram dögum seinna væri
Inga öll og við sitjum eftir og skilj-
um þetta ekki. En svona er víst lífið
og við verðum að lifa áfram, sama
hvað gerist.
Elsku Marinó, Teddý, Arna,
amma mín og fjölskyldui', ég votta
ykkur alla mína samúð og gangi
ykkur vel að vinna úr sorginni sem
knúði svo snögglega dyra.
Ósk.
A einhverjum stað er ritað að
enginn ráði sínum næturstað né
heldur hafi hugmynd um dauðans
óvissa tíma. Þannig er mér innan-
brjósts er ég nú kveð fræknu mína
Ingileif Ornólfsdóttur hinstu
kveðju. Otal minningar 4 ég henni
tengdar og allar góðar. „Ingi nín
áttu kúggúlí, gammulu eða bússik."
Þetta var ein fyrsta setningin, sem
ég sagði en þá var ég á öðra ári.
Þessi setning hefur oft verið rifjuð
upp og þá einkanlega þegar Inga
frænka kom í heimsókn. Núna kem-
ur Inga frænka ekki oftar í heim-
sókn. Það verður öðravísi að koma í
aðalbankann en var. Þar verður
engin frænka, sem tekur á móti
manni og segir fréttir af Örnu,
Teddý, bamabömunum og öðram í
fjölskyldunni. Þegai' ég hugsa til
baka og reyni að setja eitthvað á
blað, þá sé ég fyrir mér Ingu, Mar-
inó, Ömu og Teddý á Mávahraun-
inu. Við Hanna systir í pössun hjá
Ingu frænku, góður matur, alltaf
glaðværð, allir svo góðir og
skemmtilegir. Spenningurinn að fá
bréf frá Örnu í Ameríku og fá frétt-
ir þaðan þegar fjölskyldan bjó þar.
Ég hugsa um allar skemmtilegu
stundimar í Safamýrinni, afmælin
og fjölskylduboðin. Það var alltaf
svo gaman að vera nálægt Ingu
frænku og fjölskyldunni. Þá var oft
mikið spjallað og hlegið. Ég hugsa
um heimsóknimar í Samvinnubank-
ann í Bankastræti, þegai’ ég var í
Verslunarskólanum. Ég hugsa til
þess tíma þegar ég var í háskólan-
um og sá um þrifin í útibúi Sam-
vinnubankans á Höfðabakka en þar
var Inga frænka útibússtjóri. Ór-
lögin höguðu því þannig að það var
Inga sem sagði mér frá því að það
vantaði starfsmann í aðalbanka
Samvinnubankans. Ég sótti um,
fékk starfið og er enn í vinnu hjá
bankanum. Ég hugsa um Ingu og
Marinó uppi í „Mosó“ í risastóra
húsinu sínu. Veislumar og heim-
sóknirnar þar. Ég man Ingu frænku
svo sæla með lífið og tilverana, búin
að selja stóra húsið og búin að
kaupa draumaíbúð við Grafarvog-
inn. Ég man Ingu frænku eitt sól-
skinsbros er hún sagði mér frá nýju
stöðunni í bankanum. Ég man líka
hvað mér varð bilt við er ég heyrði
að Inga frænka væri dáin. En um-
fram allt man ég góða frænku mína
og sú minning er björt. Ég þakka
þér Inga fyrir allt sem þú hefur
gert fyi'ir mig og mína. Ég sam-
hryggist ykkur Marinó, Arna,
Teddý, Stebbi, Villi, Stefanía amma
og öðram í fjölskyldunni. Megi Guð
vera ykkur styrkur í sorginni.
Einar Bogi.
Við samstarfsmenn Ingileifar eða
Ingu eins og við kölluðum hana vor-