Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 14.10.1999, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐID, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI569IIOO, SÍMBRÉF569 U81, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTl 1 FIMMTUDAGUR 14. OKTÓBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Varla sást móta fyrir stóra sigkat.linum við Sólheimajökul í sumar en ntí mælist hann 40-50 metra djtípur. Myndin er tekin í suður, ský eru yfir skriðjöklinum Sólhcimajökli. Fyrstu mælingar á Mýrdalsjökli Sigkatlar 40-50 Bætt heilsa aldraðra en depurð meiri Mikil hækkun á leigukvóta LEIGUVERÐ á þorskkvóta hækk- aði um 21,5% á síðasta fiskveiðiári frá fiskveiðiárinu þar á undan, sam- kvæmt samanburði Bjöms Jónsson- ar, fulltrúa hjá LIU, á meðalverði á leigukvóta sem Kvótamiðlun LIU leigði fiskveiðiárið 1997/1998 og því sem leigt var á Kvótaþingi Islands á síðasta fiskveiðiári. Samanburður- inn sýnir að leiguverð hefur hækkað verulega á flestum tegundum, allt upp í 164% á ýsu. Samkvæmt samanbm'ðinum lækkar leiguverð á rækju og loðnu en þar náðist ekki að veiða kvóta síðasta fiskveiðiárs. Leiguverð á sfld lækkar einnig en það segir Björn helgast af lægra afurðaverði íyrir sfld. Hækkanir í öðrum tegundum séu hinsvegar vemlega umfram hækkanir á afurðaverði. Björn segir að þegar leigu á kvóta sé beint í gegnum einn markað, líkt og gert er á Kvótaþingi, hafi leiguverðið til- hneigingu til að hækka. Hann segir þetta fyrirkomulag koma sérstak- lega illa niður á einyrkjaútgerðun- um. ■ 164% hækkun/26 ----------------- 10-15 stiga hiti VEÐURSPÁ landsins fyrir daginn gerir ráð fyi'ir auknum hlýindum. Sunnan- og suðaustanáttar gætir um landið allt, nokkuð ber á rign- ingu og súld, en hlýtt verður víða. Samkvæmt veðurspá verður hiti á landinu víða um 6-12 stig, nema á miðhálendinu þar sem gert er ráð fyrir að hitinn verði á bilinu 3-8 stig. Á Norðurlandi eystra og Austur- landi verður einna hlýjast, en þar verður hiti á morgun um 10-15 stig og þurrt að mestu. metra STÆRSTU sigkatlamir í Mýr- dalsjökli era 40 til 50 metra djúpir og flestir era tvöfalt stærri en þeir vora áður en umbrotin hófust í Kötiu í haust. Hefur þetta komið í ljós við úr- vinnslu gagna úr fyrstu mælingum á yfirborði Mýrdalsjökuls með nýrri tækni sem fram fóra á fostudag. Sig- katlarnir era fjórtán. Mælingar á Mýrdalsjökli era gerð- ar úr flugvél Flugmálastjórnar. Yfir- borð jökulsins er mælt með flughæð- arratsjá og samtímis er mæld stað- setning vélarinnaiv með GPS-tæki. Gögnin era skráð sjálfvirkt í tölvu og út frá þeim má kortleggja yfirborðið. Með því að endurtaka mælingarnar er unnt að sjá breytingar. Magnús Tumi Guðmundsson, jarð- djúpir eðlisfræðingur hjá Raunvísindastofn- un Háskólans, segir að enn sé verið að vinna úr gögnunum. Hann stað- festir að innan Kötluöskjunnar og með brún hennar séu fjórtán sigkatl- ar, tólf greinilegir og tvær dældir suðaustan í Goðabungu. Einnig hafi sést vísbendingar um hugsanlegan jarðhita á fleiri stöðum. Flestir eða allir sigkatlamir era á þekktum sig- stöðum en þeir hafa allir stækkað veralega, margir tvöfalt miðað við það sem var í sumar. Verið er að teikna upp stærð og lögun katlanna en Magnús Tumi segir að tveir þeir stærstu, það er að segja sigketillinn yfir Kötlu og ketillinn sem myndaðist við Sólheimajökul í hræringunum í sumar, séu 40 til 50 metra djúpir. ALDRAÐIR á Norðurlöndunum, Bretlandi og Bandaríkjunum eru mun betur á sig komnir líkamlega og andlega en jafnaldrar þeirra voru fyrir 20-30 áram. Petta kom fram í erindi Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi landlæknis og formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, á ráðstefnu um ár aldraðra í gær. Niðurstöður Ólafs byggjast á nið- urstöðum íslenskra hjartaverndar- rannsókna og samsvarandi rann- sókna sem gerðar vora í Skandinav- íu, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þá byggjast þær á mælingum á stöðu hjarta-, æða- og lungnastarfsemi og sýna þær að þar hefur orðið mikil framför í aldurshópnum 60 til 70 ára á sl. 20-30 árum. Orsakir þess að aldurshópurinn nú er í mun betra ástandi en sami ald- urshópur fyrir 20-30 áram segir Ólafur að megi meðal annars rekja til bættra lífskjara. „Þá hefur mikið dregið úr reykingum, mun fleiri stunda líkamsrækt og matarvenjur hafa orðið heppilegri en hins vegar ber meira á streitu í þessum aldurs- hógi nú,“ sagði Ólafur. Ólafur benti hins vegar á að þrátt fyrir bætta heilsu aldraðra væri dep- urð og óyndi algengasti fylgikvilli ellinnar. Það hefði meðal annars þau áhrif að allt að helmingi fleiri væru á hinum nýju geðdeyfðarlyfjum hér- lendis en í nágrannalöndunum. Fleiri á stofnunum ,Á öldranarstofnunum eru 7 af hverjum 10 á slíkum lyfjum sem er mun meira en gerist í þeim löndum. Þetta er ekki skemmtileg staðreynd. En hver er orsökin? Líklega era þær nokkrar. Ein er sú að hlutfallslega era mun fleiri á einhverskonar öldr- unarstofnunum á Islandi en í fram- angreindum löndum og getur það verið upp í allt að þrisvar sinnum fleiri.“ Ólafur benti á að fólki á öldranar- stofnunum væri sinnt vel hérlendis en eigi að síður skapaði óvirkni þess óyndi og depurð. „Margir telja að ástæður fyrir vistun á stofnunum komi til af því að bætur Trygginga- stofnunar séu allt að helmingi lægri en í nágrannalöndunum og því kjósi menn að hverfa inn á stofnanir frek- ar hér en þar. Einnig kvarta menn mjög um einsemd á öldranarstofn- unum og ef til vill má rekja það að einhverju leyti til þess að aðstand- endur þeirra vinna 10-15 klukku- stunda lengri vinnutíma á viku en aðstandendur aldraðra á hinum Norðurlöndunum og þar af leiðandi hafi íslenskir aðstandendur minni tíma til að heimsækja ættingja sína.“ Tillögur Félags eldri borgara til að bæta þetta eru að sögn Ölafs að stuðla að virkari ellidögum, m.a. sveigjanlegum eftirlaunaaldri. I öðra lagi að leiðréttar verði bætur al- mannatrygginga og dregið verði úr jaðarsköttum því að í ljós hafi komið að grannlífeyrir sem hlutfall af verkamannalaunum hafi stöðugt far- ið lækkandi og tekjutryggingin bæti það ekki upp. I þriðja lagi að óeðli- legt sé að þeir sem hafi ávaxtað fé sitt til elliái'a á annan hátt en með líf- eyrissjóðsgreiðslum greiði einungis um 10% í skatta en lífeyrissjóðaþeg- ar 39%. Rfkislögreglustj óri til Reykjavíkur STARFSEMI ríkislögreglustjóra verður flutt til Reykjavíkur á næsta ári, en selja á húsnæði embættisins í Auðbrekku 6 í Kópavogi. Flytja á starfsemi ríkislögreglu- stjóra á Skúlagötu 21 í Reykjavík, en tvær efstu hæðir hússins verða teknar á leigu. Að sögn Þórhalls Arasonar, skrifstofustjóra fjár- málaráðuneytisins, var orðin þörf á endurbótum húsnæðisins við Auð- brekku. Hagkvæmara þótti hins vegar að leigja en að fara út í kostnaðarsamt viðhald. Ríkislög- reglustjóri undirritaði leigusamn- ing til 20 ára við byggingafélagið Viðar hf. fyrir um mánuði. Leigðar eru tvær efstu hæðir hússins, sam- tals 1.500 fermetrar auk 300 í kjall- ara. Áætlað er að byggingu hússins verði lokið 1. febrúar á næsta ári. Þórhallur segir stefnu stjóm- valda nú vera að leigja húsnæði fremur en kaupa. Gæðamat á grænmeti Verð og gæði haldast ekki í hendur í GÆÐAKÖNNUN á þremur grænmetistegundum sem gerð var í tíu verslunum á höfuðborgarsvæð- inu í síðustu viku kom í ljós að gæð- in voru mest hjá Fjarðarkaupum og Hagkaupi. Lægstu heildareinkunn fær 11-11 verslunin. Gæði og verð haldast ekki í hendur þar sem Ný- kaup er með dýrasta grænmetið í öllum flokkunum en í fímmta sæti ^if tíu þegar kemur að gæðum. Það var starfsfólk Matvælarann- sókna, Keldnaholti, sem fram- kvæmdi gæðamatið að beiðni Neyt- endasamtakanna og ASI-félaga á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin var gerð á jöklasalati, tómötum og paprikum og voru sýnishorn tekin úr verslununum af handahófi. Met- ið var útlit, bragð og safi grænmet- isins og þeim eiginleikum gefnar einkunnir. ■ Besta grænmetið/22 Stækkuð Kringla með 38 nýjum fyrirtækjum opnuð í dag Morgunblaðið/Árni Sæberg j rmTfmr>'r~P Opið til níu í kvöld UM tíu þúsund fermetra nýbygg- ing verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar verður formlega tek- in í notkun fyrir hádegi í dag. Voru iðnaðarmenn og eigendur íýrirtækjanna í nýja hluta Ki'ingl- unnar á þönum 1 gær við að leggja síðustu hönd á undirbtíningimi. Með nýbyggingunni sameinast undir eitt þak upprunalega Kringl- an, Borgarkringlan og Borgarleik- húsið, auk tengibyggingar milli Kringlunnar og Borgarleikhúss- ins, samtals yfir 60 þtísund fer- metrar. Fyrst í stað verða að minnsta kosti 38 verslanir, veitingastaðir og þjónustufyrirtæki í nýju bygg- ingunni eða alls um 150 í Kringl- unni allri. Fyrirtæki Kringiunnar verða opnuð fyrir gesti kl. tíu í dag og verður opið til kl. 21. Fimmtán míntítum síðar hefst mik- il flugeldasýning við Kringluna. Afgreiðslutími verslana í Kringl- unni verður frá kl. 10 til 21 á morgun, föstudag, frá kl. 10 til 18 á laugardag og frá kl. 13 til 17 á sunnudag. I tilefni af stækkun Kringlunnar fylgir 56 síðna sérút- gáfa með Morgunblaðinu í dag en þar er m.a. fjallað um ný fyrirtæki og verslanir Kringlunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.