Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Tillaga um byggingu knattspyrnuhúss í Grafarvogi samþykkt í borgarráði Verktakinn mun sjá um rekstur hússins Reykjavík NÝTT knattspyrnuhús mun rísa í Grafarvogi við Víkur- veg samkvæmt tillögu nefndar, sem borgarstjóri skipaði fyrr á þessu ári og samþykkt var í borgarráði í gær. Ingvars Sverrissonar, formaður Iþrótta- og tóm- stundaráðs, sagði að um helgina yrði auglýst eftir verktökum til að taka þátt í forvali vegna byggingar hússins og að í framhaldi af því myndi fara fram lokað útboð. Framkvæmdir ættu því að geta hafíst fyrir sum- arið, en það ylti síðan á verk- tökunum hvenær húsið yrði tilbúið, það ætti þó að geta verið tilbúið næsta vetur. Gert er ráð fyrir að kostnað- ur vegna byggingarinnar nemi um hálfum milljarði króna. Að sögn Ingvars mun borgin útvega byggingarlóð fyrir knattspyrnuhúsið, en rekstur þess mun alfarið vera í höndum verktakans, sem tekur að sér að byggja húsið. Ingvar sagði að verk- takinn hefði einnig frjálsar hendur um hönnun hússins, eina skilyrðið sem borgin setti væri að þar inni rúmað- ist knattspyrnuvöllur af lög- legri stærð, eða 105x68 metrar. Borgfin geri leigusamning við verktakann Að sögn Ingvars mun Reykjavíkurborg gera leigu- samning við verktakann um afnot af húsinu, þ.e. kaupa ákveðinn fjölda tíma í viku, sem verður síðan deilt á íþróttafélögin í borginni. Verktakinn ræður síðan hvernig hann ráðstafar hin- um tímunum, hann gæti t.d. leigt þá til einstakra íþrótta- félaga; samið við golíklúbba um að nýta húsið til golfæf- inga; leigt skólunum í Graf- arholti tíma, sem þeir gætu nýtt fyrir íþróttakennslu handa nemendum eða leigt húsið undir sýningar og ýmsa viðburði. Ingvar sagði að sá mögu- leiki væri einnig í stöðunni fyrir verktakann að selja reksturinn til annars aðila, t.d. gæti hugsast að íþrótta- forystan hefði áhuga á að reka húsið. Varðandi staðarvalið sagði Ingvar að Laugardal- urinn hefði verið skoðaður, en að fljótlega hefðu menn komist að því að húsið yrði of yfírþyrmandi þar. Því hefði verið litið út í jaðar borgarinnar í Grafarholts- hverfið, þar sem meira pláss væri til ráðstöfunar. Hann sagði að lóðin, sem ætluð væri húsinu, stæði við Húsasmiðjuna rétt ofan við æfingavöll Golfklúbbs Reykjavíkur á Korpúlfs- stöðum. Þarna væri meira pláss en í Laugardalnum, enda hefði svæðið verið ætl- að íþróttafélaginu Ármanni á sínum tíma, eða áður en ákvörðun hefði verið tekin um að sameina það Þrótti í Laugardal. Ingvar sagði að bygging knattspyrnuhúss á svæðinu væri í fullu samræmi við gOdandi deiliskipulag fyrir það, en að auðvitað ætti enn eftir að fara fram grenndar- kynning. Malar- og grasvöllur við hlið hússins Við hlið knattspyrnuhúss- ins er gert ráð fyrir bæði malatvelli og grasvelli, sem íþróttafélagið Fjölnir fær af- not af og getur nýtt sem æf- ingaaðstöðu. Ingvar sagði að sá verktaki sem myndi byggja knattspymuhúsið, hefði einnig leyfi til að byggja annað minna hús á lóðinni, fyrir starfsemi tengda íþróttum, t.d. íþróttavöruverslun. Ingvar sagði að lengi hefði verið unnið að þessu máli og að nefndin, sem borgarstjóri hefði skipað á sínum tíma, hefði skilað af sér þremur tillögum í sum- ar. Tillögumar hefðu kveðið á um mismunandi mikla þátttöku borgarinnar í byggingu og rekstri hússins, og að sú tillaga sem sam- þykkt hefði verið í borgar- ráði hefði verið sú sem kveð- ið hefði á um minnsta þátt- töku borgarinnar. Uthlutun lóða í Hrauns- holti Fjórði áfangi samþykktur Garðabær BÆJARSTJÓRN Garða- bæjar samþykkti á bæjar- stjórnarfundi í síðustu viku að úthluta um 50 lóðum í Asahverfi í byrjun næsta árs og hefst þar með fjórði áfangi lóðaúthlutunar í hverfinu. ^ Mikil ásókn var í Ióðir í Ásahverfi þegar þriðji áfangi úthlutunar var aug- lýstur í síðasta mánuði. Um 300 einstaklingar og 100 fyrirtæki sóttu um 51 lóð í Hraunsholti vestra í hverf- inu og var stærstur hluti þeirra, sem fengu vilyrði fyrir lóðum, búsettur í Garðabæ. Gert er ráð fyrir rúmlega 400 íbúðum í deiliskipulagi Ásahverfis sem var sam- þykkt 1997. Enn á eftir að úthluta um þriðjungi lóða í hverfinu. Þær lóðir sem út- hlutað var í þriðja áfanga eiga að vera byggingarhæf- ar um mitt næsta ár, en lóð- ir sem úthlutað verður í fjórða áfanga hefur bæjar- ráð samþykkt að skuli verða byggingarhæfar í ársbyrjun 2001. Undirgöng fyrir bíla lægri en 2,25 m Ný vegtenging ^ Við Hnoðraholt / <5 . í Garðabæ /7 <§ Vetrar- mýri Vífilsstaðir Gólfplöturnar voru lagðar öfugt í íþróttahúsið á Kjalarnesi Framleiðand- inn ábyrgur Kjalarnes GÓLFEFNIÐ, sem var lagt í íþróttahús Kjalarness fyrir fimm árum, var sérstaklega valið og lagt í fullu samráði við hreppsnefndina, að sögn Snorra Hjaltasonar, eiganda Trésmiðju Snorra Hjaltason- ar, sem byggði íþróttahúsið. í Morgunblaðinu í fyrradag birtist frétt um málið, þar sem m.a. var rætt við fyrrver- andi sveitarstjóra Kjalarness, sem sagði að þar sem ending gólfefnisins hefði ekki verið sem skyldi hlyti ábyrgðin að - liggja hjá seljandanum. Snorri sagði þetta ekki vera rétt hjá sveitarstjóran- um, því ábyrgðin lægi hjá framleiðanda gólfefnisins, þ.e. fyrirtækinu Tarket í Sví- þjóð, en ekki Trésmiðju Snorra Hjaltasonar. Að sögn Snorra hafði gólf- efnið, svokallað Tarket-sport- gólf, aldrei verið lagt í íþróttahús hér á landi og því komu sérfræðingar frá Sví- þjóð til landsins til að leggja það. Hann sagði að þeir hefðu ekki séð ástæðu til að leggja krossvið í gólfið, eins og vana- lega er gert, þar sem þeir hefðu talið svokallaðar Orkla Elite-gólfplötur jafngóðar og fullgildar til notkunar. sem undirlag. Snorri sagði að vinnubrögð Svíanna hefðu hinsvegar ork- að tvímælis, þar sem þeir hefðu snúið gólfplötunum öf- ugt þegar þeir lögðu þær. Þetta hefðu þeir gert vegna þess að plöturnar hefðu verið merktar „Orkla Elite“ á rétt- unni og þeir hefðu því verið smeykir um að merkið myndi sjást í gegnum gólfdúkinn, sem síðan var lagður yfir gólfplöturnar. Stuttu eftir að íþróttasalur- inn var tekin í notkun kom fram óánægja með gólfið og sagði Snorri að Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins hefði skoðað það, sem og aðil- ar í Svíþjóð, en að ekkert hefði komið út úr þeirri rannsókn. Hann sagðist síðan ekki hafa heyrt neitt af þessu máli fyrr en fyrir um fimm mánuðum er byggingardeild Reykjavíkur- borgar hefði haft samband við sig vegna þess að skipta hefði átt um gólf í húsinu. Snorri sagði að það hefði aldrei kom- ið til tals hjá eigendum húss- ins að Trésmiðjan bæri nokkra ábyrgð í málinu. Horft yfir Ásahverfi úr lofti, en nýlega lauk þriðja áfanga lóðaúthlutunar á svæðinu. Morgunblaðið/RAX Vetrarbrautin opnuð Garðabær HNOÐRAHOLTSBRAUT og Vífilsststaðavegur voru í gær tengd með opnun Vetrar- brautarinnar. Tengingum við Reykjanesbraut fækkar þar með og aukast þannig bæði umferðaröryggi og afköst. Vinna við gerð Vetrar- brautarinnar hófst síðla sumars 1998, en Skipulag ríkisins setti lagningu göt- unnar sem skilyrði fyrir skipulagi í Hnoðraholti á sín- um tíma. Bráðabirgðateng- ing úr Hnoðraholti yfir á Reykjanesbrautina, sem nú hefur verið lokað, var þó í notkun frá því 1986 á meðan gerð Vetrarbrautarinnar Tengingum við Rey kj anesbr aut fækkar dróst, m.a. vegna skorts á aðalskipulagi fyrir svæðið. Brautin lögð yfir mýrarsvæði Eiríkur Bjarnason, bæjar- verkfræðingur Garðabæjar, segir tenginguna stuðla að auknu umferðaröryggi fyrir íbúa Hnoðraholts, sem áður hafa þurft að sæta lagi og reyna að komast út á Reykjanesbrautina án að- stoðar umferðarljósa. Eirík- ur viðurkenndi þó að í ein- staka tilfelli kynni Vetrar- brautin að lengja leið fólks frá því sem áður var, en seg- ir aðgengi íbúanna að Garða- bæ batna til muna. Kostnaður við gerð Vetr- arbrautarinnar er um 30 milljónir króna, en brautin er lögð yfir níu metra djúpa mýri. Vegurinn hefur sigið um 2,5-3 metra á fram- kvæmdatímanum og segir Eiríkur að gera megi ráð fyrir að vegurinn sígi lítil- lega á ný eftir um tvo ára- tugi, en vegurinn hafði verið fergður til að taka af sig fyrstu tuttugu ára. Mýrar- vegir verða þó alltaf á lítils- háttar hreyfingu, þótt sigið verði vart mælanlegt fyrir mannsaugað. Kópavogur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.