Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 25
ERLENT
Suður-Afríkuferð Görans Perssons vekur deilur
Fylgdarlið forsætis-
ráðherrans 700 manns
Reuters
Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Jacob Zuma, vara-
forseti Suður-Afríku, slá á létta strengi í Höfðaborg.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
FYRSTA ferð Göran Perssons,
forsætisráðherra Svía, til Suður-
Afríku, sem hófst um helgina og á
að standa í viku, hefur vakið upp
miklai- deilur heima fyrir. I fylgd-
arliði hans eru 700 manns, emb-
ættismenn, stjórnmálamenn, fólk
úr viðskiptalífinu, íþi’óttamenn og
listamenn. Ferðin kostar hið opin-
bera 25 milljónir sænskra ki’óna,
um 250 milljónir íslenskra ki'óna,
og er hún kostuð af Sida, sænsku
þróunarstofnuninni.
Ferðin er farin til að vekja at-
hygli á stórfelldu sænsku átaki til
stuðnings við Suður-Afríku, en
sænskir fjölmiðlar eru fullir af
fréttum um atburði í ferðinni, sem
mistakast vegna skipulagsleysis,
auk þess sem mörgum þykir rangt
að nota þróunarfé í kynningu af
þessu tagi. Ferðin hefur verið í
undirbúningi í tvö ár. Henni er
ætlað að vekja almenna athygli á
Svíþjóð, sem lengi hefur stutt
dyggilega við Suður-Afríku, fyrst
við jafnréttisbaráttu blökku-
manna þar og síðan við uppbygg-
ingu landsins. Þrátt fyrir langan
undirbúningstíma var fulltrúum
annarra stjómmálaflokka ekki
boðið með fyrr en fyrir skömmu.
Það var þróunarstofnunin sem átti
að bjóða þeim með. Þeir afþökk-
uðu allir nema fulltrúar Mið-
flokksins sem eru með í ferðinni.
I viðtali við sænska útvarpið
benti talsmaður stjórnarinnai' á að
þegar í vor hefði dagskráin legið
fyrir. Enginn hefði þá gert at-
hugasemdir, heldui- ekki stjórn-
málaflokkamir, sem nú gagn-
rýndu ferðina hver um annan
þveran eftir að fjölmiðlar tóku
málið upp.
Þrír tónleikagestir
í stað 25 þúsund
Með í ferðinni era fjölmargir
listamenn. Dagski'áin átti að hefj-
ast á laugardaginn með stórtón-
leikum með ýmsum sænskum
listamönnum, þai' sem búist var
við að kæmu um 25 þúsund
manns. Aðeins þrír keyptu þó
miða, þai' af tveir sænsldr ferða-
mepn.
Ástæðan virðist vera sú að
Magnus Ericsson, sem átti að sjá
um tónleikana og kynningu
þeirra, hafði ekki fengið að vita að
sama dag var haldinn fótboltaleik-
ur ársins í landinu. Auk þess hafði
verið áætlunin að hafa tónleikana
ókeypis, en úr því varð ekki. Tón-
leikar með sænskum stórstjöm-
um eins og Doktor Alban og þeim
Bjöm Ulvaeus og Benny Anders-
son úr Abba gætu einnig farið á
sama hátt, því miðarnir era dýrir
og era ekki til sölu hjá þeim, sem
venjulega selja slíka miða.
I viðtali við Svenska Dagbladet
bar Ericsson sig vel. Tónleikarnir
hefðu bara snúist upp í að lista-
mennimir spiluðu hver fyrir ann-
an og allir verið ánægðir. Þegar
blaðið bar það undir starfsmann
sænska utanríkisráðuneytisins
hvort ekki hefði verið vita að Er-
icsson hefði á bakinu langan og
skrautlegan gjaldþrotaferil kom í
ljós að það vissi ráðuneytið ekki,
en ef það hefði verið vitað, hefði
kannski annar verið fenginn til
tónleikahaldsins. Eftir þessa um-
fjöllun hefur utanríkisráðuneytið
sagt upp samningum við Ericsson.
Greiðslan til Ericsson er hluti af
þeim átta af 25 milljónunum, sem
átti að verja til að kynna Svía, Sví-
þjóð og heimsóknina í Suður-Afr-
íku. Mestur hluti þess fjár rennur
til auglýsingastofa og annarra, er
séð hafa um skipulag einstakra
liða.
Rétt notkun þróunaríjár?
Notkun þessara átta milljóna
og yfirleitt að verja 25 milljónum
af þróunarfé í þessa ferð hefur
valdð gríðarlegar deilur heima
fyrir. í viðtali við Svenska
Dagbladet bendir Marianne
Samuelsson, talsmaður Umhverf-
isflokksins, á að þetta fé hefði dug-
að sænsku Afganistannefndinni til
að fjármagna 1,2 milljónir sjúkra-
vitjana og bólusetningu fyrir 800
þúsund böm.
Göran Persson hafði áður hafn-
að allri gagnrýni en hefur sagt í
viðtali við sænska fréttamenn í
Suður-Afríku að ekki komi til
greina að nota krónu af þróunarfé
í verkefni, sem ekki geti talist til
þróunarhjálpai-. Sjálfur lítur hann
á ferðina sem mikilvæga undir-
strikun þess hve Svíar láti sér
annt um viðgang Suður-Afríku.
Grunur um fjárdrátt á
sænsku ESB-skrifstofunni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
FJÁRDRÁTTUR við skrifstofu
framkvæmdastjómar Evrópu-
sambandsins, ESB, í Stokkhólmi er
nú í rannsókn eftir að sjónvar-
psstöðin TV4 sagði nýlega frá und-
arlegu bókhaldi skrifstofunnar. Við-
brögðin í Brussel vora snögg, því
strax daginn eftir útsendinguna
komu þrír endurskoðendur frá ESB
til Stokkhólms til að kanna málið.
Framkvæmdastjórnin er nú að
herða reglur um eftirlit með starf-
seminni, en óljóst er hvemig tekið
verður á sænska málinu, líka af því
að það virðist ekki einsdæmi, heldur
hluti af þögulu samkomulagi.
Málið snýst um launagreiðslur,
sem ekki vora gefnar upp til skatts
og greiðslur til lausamanna, sem
áttu að breiða yfir launakostnað.
Dæmin era rakin allt aftur til 1995,
en Svíar gengu í ESB 1. janúar það
ár. Þegar málið komst upp sagði
Linda Steneberg, sem lét af störf-
um sem yfirmaður skrifstofunnar
nú í sumar eftir að hafa verið þar frá
1995, að hún kannaðist ekki við
neinar misfellur af þessu tagi.
Eftirmaður hennar, Annette
Matthias-Wemer, sagði hins vegar í
sjónvarpsviðtali að hún hefði heyrt
orðróm um misfellui'nar, en ekkert
aðhafst. Þar með gæti verið að hún
þyi'fti að gjalda fyrir aðgerðar-
leysið, því frá því í júlí hafa starfs-
menn verið skyldugir að tilkynna
allan grun um slíkt til þeirrai' deild-
ar ESB, sem tekur á slíkum málum.
Þar sem hún hefur nú sagst hafa
vitað um misfellur án þess að segja
frá því hefur hún gefið á sér högg-
stað, andstætt Steneberg, sem ekk-
ert hefur látið uppi.
Málið virðist líkjast öðrum mál-
um, sem komið hafa upp hjá starfs-
mönnum framkvæmdastjórnarinn-
ar. Ekki er fyi'st og fremst um að
ræða að starfsmenn hygli sjálfum
sér, heldur komist hjá að fastráða
starfsmenn, þar sem framkvæmda-
stjórnin stendur gegn því.
Enn er óljóst hvað gert verður,
en ljóst af viðbrögðum fram-
kvæmdastjórnarinnar að málið á að
taka föstum tökum. Steneberg tók
nýlega við nýju starfi hjá ESB sem
yfirmaður allra útlendu skrifstofa
framkvæmdastjórnarinnar. I
Svenska Dagbladet er bent á að
verði hún látin hætta eða lækkuð í
tign sé í raun verið að refsa henni
einni fyrir aðferðir, sem víða hafi
viðgengist í ESB-kerfinu.
Á næstunni verða reglur fram-
kvæmdastjórnarinnar um starfs-
mannahald og eftirlit hertar til að
spyrna við að ný hneykslimál á borð
við þetta og íleiri mál haldi áfram að
sverta orðstír stjórnarinnar. Á
Norðuriöndum, sem era fremur
laus við stórhneyksli, eru mál af
þessu tagi ekki til þess fallin að
auka vinsældir ESB og hafa óbeint
áhrif á afstöðu manna til deilumála
eins og aðildar að Efnahags- og
myntsambandi Evrópu, EMU. Mál-
ið er því óþægilegt fyrir stjórnina
og stuðningsmenn EMU.
Reuters
Nawaz Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, umkringdur
öryggisvörðum við innganginn í dóminn í Karachi, þar sem réttar-
höldin yfir honum fara fram.
Sharif leiddur fyrir rétt í Karachi
Segir ásakan-
irnar uppspuna
Islamabad. AP, AFP.
NAWAZ Sharif, fyrrverandi for-
sætisráðherra Pakistans, sem vikið
var frá völdum í valdaráni hersins í
október, var á mánudag leiddur
fyrir rétt í borginni Karachi vegna
málsóknar herstjórnarinnar á
hendur honum. Sharif hefur verið
sakaður um landráð, fyrir að leggja
á ráðin um morð, fyrir mannrán og
flugrán. Honum er gefið að sök að
hafa ætlað að ráða Musharraf hers-
höfðingja og foringja valdaráns-
manna af dögum sama dag og
valdaránið var framið með því að
meina flugvél sem hann var farþegi
í um lendingarleyfi á flugvellinum í
Karachi. Mjög lítið eldsneyti var
eftir á flugvélinni þegar hermönn-
um hliðhollum Musharraf tókst að
ná flugvellinum á sitt vald og vélin
gat lent.
Fjöldi stuðningsmanna Sharifs
var staddur fyrir utan dómshúsið
þegar komið var með hann þangað
og meira en 200 lögreglumenn
gættu stóðu vörð við dómshúsið
meðan Sharif svaraði spurningum
saksóknara. Auknar öryggisráð-
stafanir hafa verið gerðar víða í
Pakistan eftir að sprengjur
sprangu í heimabæ Sharifs á laug-
ardag með þeim afleiðingum að
átta manns létust. Hópur stuðn-
ingsmanna forsætisráðherrans
fyrrverandi hefur lýst ábyrgð á
sprengingunni á hendur sér.
Skorar á umheiminn
að fylgjast með
Sharif sagði við fréttamenn
skömmu áður en hann var leiddur
fyrir dómara að ásakanirnar væru
uppspuni frá rótum og að verið
væri að beita sig andlegum pynt-
ingum. „Heimurinn mun sjá hversu
innantómar ásakanirnar era,“
sagði Sharif.
Hann skoraði einnig á leiðtoga
ríkja heimsins að fylgjast með
gangi réttarhaldanna og kvartaði
undan því að hafa þurft að vera í
einangrun frá því að hann var
handtekinn. „Eg vil að mál mitt fái
opna og réttláta meðferð."
■ty MARAZZI
Flísar
KNARRARVOGI 4 • « 568 6755
Saksóknarar í málinu hafa frest
fram á föstudag til að leggja fram
formlega ákæru á hendur Sharif.
Þeir fóru fram á að dómari veitti
þeim meiri tíma til að yfirheyra
Sharif en hann hafnaði þeirri
beiðni.
Krefjast þess að
hæstiréttur ógildi valdaránið
Flokkur Sharifs, Bandalag mús-
líma í Pakistan, hefur krafist þess
að hæsti réttur landsins ógildi vald-
arán hersins með þeim rökum að
það hafi verið ólöglegt og brot á
stjórnarskrá landsins.
Musharraf hershöfðingi lýsti yfir
neyðarástandi í Pakistan tveimur
dögum eftir að valdai'ánið var
framið og nam stjórnarskrá lands-
ins úr gildi. Hann gaf einnig út til-
skipun þess efnis að dómstólar
landsins gætu ekki höfðað mál
gegn sér.
Gott hiilukerfi tryggir hámarks nýtingu á
plássi hvort sem er í bílskúr eða vörugeymslu.
Bjóðum allskonar lager- og hillukerfi sem
henta þínum þörfum.
Mjög gott verð!
Lyftitaeki og trillur færðu einnig hjá okkur.
Lagerlausnir eru okkar sérgrein
- gæði fyrir gott verð