Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Franjo Tudjman Króatíuforseti tæpitungulaus í viðtali Hafnar framsali stríðsglæpamanna Franjo Tudjman, forseti Króatíu, hefur frá þvi í byrjun mánaðarins legið þungt haldinn á sjúkrahúsi. Sænski blaðamaðurinn Andr- es Kiing ræddi við forsetann nokkrum dög- um áður en hann varð veikur á ný. ANDRES Kting er eistneskur að uppruna en hefur lengi búið í Maimö í Svíþjóð. Hann er hagfræðingur að mennt, hefur ritað um 50 bækur um meðal annars Eystrasaltsríkin, setið á sænska þinginu og einnig eistn- eska þinginu. Hann er einn af eig- endum fréttastofunnar Baltic News Service og fyrstu einkareknu sjón- varpsstöðvarinnar í Eistlandi. Hann hefur oft komið til Islands og hefur ritað um málefni Eystrasaltsríkj- anna í Morgunblaðið. Kting var í alþjóðlegum hópi fréttamanna sem var boðið að hitta Franjo Tudjman, forseta Króatíu, í embættisbústaðnum í höfuðborg- inni Zagreb. Tudjman er 77 ára gamall og nú fársjúkur maður. Hann er sagður vera með gat á ristli og tvísýnt um líf forsetans. Hann var mildð veikur fyrii- þrem árum og var þá fullyrt að hann hefði fengið krabbamein í maga og fengið meðhöndlun í Bandaríkjunum. Tudjman vísaði ávallt slíkum sögusögnum á bug. Veikindi Tudjmans núna ollu því að þingkosningum, sem fara áttu fram í desember, var frestað. Tudjman er umdeildur maður, sumir líta á hann sem landsföður og stríðshetju, aðrir segja hann stríðs- glæpamann. Hann barðist með skæruliðum kommúnista gegn nas- istum og fasískri leppstjórn þeirra í seinni heimsstyrjöld en varð síðar króatískur þjóðemissinni. Engir hershöfðingjar framseldir Tudjman gaf á fundinum lítið fyr- ir þá gagnrýni sem erlendir aðilar hafa sett fram á her hans og stjóm- arfar en sumir af æðstu mönnum hersins hafa verið sakaðir um stríðs- glæpi. „Við munum ekki framselja einn einasta hershöfðingja til Haag. Þeir frelsuðu Króatíu undan oki árásar- seggja og verður ekki refsað fyrir það!“ Staða hershöfðingjnna gagnvai-t stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag hefur kristallast í málaferlunum gegn Mladen Naletil- ic sem gengur undir nafninu Tuta. Dómstóllinn ákærði hann í desem- Reuters Franjo Tudjman þykir stund- um hafa minnt á gamla einræð- isherra á borð við Benito Muss- olini í stjómstíl sínum. ber sl. fyrir stríðsglæpi í Bosníu árin 1993-1994. Nýlega úrskurðaði hæstiréttur Króatíu að framselja mætti Tuta en Bandaríkjamenn höfðu hótað að grípa til efnahags- legra refsiaðgerða ella. Tudjman sagði fréttamönnunum að mál Tuta væri nú viðfangsefni yf- irvalda heilbrigðismála en ekki dómsmála í Króatíu. Fyrir skömmu sögðu forsætisráðherra og utanrík- isráðherra Króatíu að erlendum læknum væri velkomið að ganga úr skugga um að hjartveiki Tuta væri raunveruleg og alvarlegs eðlis. Þrátt fyrir þetta grunar marga að hann verði kannski ekki framseldur vegna þess að hann viti of mikið um ábyrgð forsetans og fleiri manna á afbrotum í Bosníustríðinu. En hræðist hann ekki efnahags- legar refsiaðgerðir ef alþjóðasamfé- lagið krefst framsals og hann neit- ar? „Okkur hefur verið hótað refsiað- gerðum í tíu ár en þær verða ekki að veruleika. Það hefur ekki gerst og mun ekki gerast. Öll stríð eru stríð - ég minni á Hiroshima, Norður-ír- land og Miðausturlönd. Stríð eru slæm fyrirbæri sem koma á í veg fyrir en Króatar hafa losað sig við hið ilia og ekki hægt að draga þá til ábyrgðar fyrir það.“ Tudjman var spurður um framtíð Bosníu-Herzegovínu. „Við styðjum Dayton-samkomulagið meðan þrjár stjómarfarseiningar eru í Bosníu- Herzegovínu," svaraði hann. Kting segir að kliður hafi farið um hópinn sem hafi skilið svarið sem svo að um stefnubreytingu væri að ræða. Nú er landinu skipt í tvær einingar í samræmi við Dayton-samkomulag- ið, annars vegar sambandsríki músl- ima og Króata og hins vegar svæði Bosníu-Serba sem hefur sjálfsstjóm í eigin málum. Merkti svarið að Króatía vildi nú að Króatar í Bosníu fengju sjálfs- stjóm eins og Serbarnir? „Ég á við þjóðarbrotin þijú,“ svarar Tudjman og enginn veit fyrir víst hvað hann á raunverulega við. Ef til vill vildi hann með ummæl- unum næla sér í stuðning við ríkis- stjómarflokkinn hjá Króötum í Bosníu sem fá að kjósa í þingkosn- ingum í Króatíu. Óllu meiri undrun og beyg veldur að Tudjman skuli víkja sér undan því að svara hvað hann muni gera ef stjómarandstaðan vinni í kosning- unum eins og kannanir bentu til. „Við höfum sigrað í átta almenn- um kosningum og þjóðaratkvæða- greiðslum og höfum ekki heldur hugsað okkur að tapa núna. Hið pólitíska afl sem skapaði Króatíu mun aftur vinna. Að því búnu mun ég skipa ríkisstjórn sem þjónar hagsmunum króatísku þjóðarinn- ar.“ Spumingunni er fylgt eftir en Tudjman víkur sér undan því að segja hvort hann muni fela leiðtoga flokks eða flokkahóps sem fái flest atkvæði að mynda stjóm. Stjómar- andstaðan fékk flest atkvæði í Zagr- eb í síðustu borgarstjómarkosning- um. Forsetinn hafnaði þá fjómm mönnum sem hún taldi hæfa í sæti borgarstjóra og skipaði hann síðan einn af eigin mönnum í embættið. Segir Kting að reyni Tudjman að leika sama leikinn ef stjómarflokk- urinn tapi í þingkosningunum muni hann valda sjálfum sér, flokknum og orðspori landsins ómældu tjóni. Tudjman hvatti fyrir skömmu starfsmenn innanríkisráðuneytisins til að finna tengslin milli „innri og ytri óvina Króatíu" og sagðist hafa lista yfir 2000 erindreka gömlu sam- bandsstjómarinnar í Júgóslavíu sem var. Kting segir að Króatía muni hafna í stjómmálakreppu ef stjómar- andstaðan sigri og Tudjman láti ein- ræðistilburði sína fá yfirhöndina. AP Vel lá á þeim Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráðherra og starfs- bræðrum hans frá Tyrklandi, Ismail Cem (t.v.) og Knut Vollebæk frá Noregi (2. f.h.), sem hér eru ásamt José Cutilheiro, fráfarandi fram- kvæmdastjóra VES, í Bourglinster-kastala í Lúxemborg. Undirbúmngur samruna VES og ESB Island bókar óánægju með framgang mála A HAUSTFUNDI utanríkis- og varnarmálaráðherra Vestur- Evrópusambandsins (VES) í Lúx- emborg í gær var samþykkt frek- ari efling tengsla VES við Evrópusambandið (ESB), sem er liður í þeim áformum ESB-ríkj- anna að styrkja sameiginlega ör- yggis- og varnarmálastefnu sína. Er þess vænzt að á leiðtogafundi ESB í Helsinki í desember verði samþykkt ályktun um næstu skref í átt að þessu markmiði. Þau evrópsku aðildarríki Atl- antshafsbandalagsins (NATO), sem ekki eru í ESB og hafa þann- ig aðeins aukaaðild að VES, lýstu áhyggjum á Lúxemborgarfundin- um af því að í þessu breytingaferli hjá ESB væri ekki nógu vel hugað að sanngjörnu samráði við VES- aukaaðildarríkin sex, ísland, Nor- eg, Tyrkland, Pólland, Tékkland og Ungverjaland. „Mér finnst hafa komið í ljós á þessum fundi og í aðdraganda hans, að það er alls ekki víst um niðurstöðurnar í Helsinki," sagði Halldór Asgrímsson utanríkisráð- herra í samtali við Morgunblaðið. „Það var vaxandi þungi í mál- flutningi þeirra sex ríkja Atlants- hafsbandalagsins sem standa utan ESB, og það komu fram mótmæli frá þeim öllum, þó að þau hafi ver- ið bókuð af öllum. Við létum hins vegar bóka ákveðna óánægju með framgang mála.“ Það sé því „alls- endis óvíst“ hvernig þetta mál endar. I ávarpi sínu á fundinum sagði Halldór að farsælt samstarf aðild- arríkja ESB og evrópskra aðild- arríkja Atlantshafsbandalagsins innan VES væri sérstæð arfleifð þessara samtaka sem bæri að varðveita. Hann sagði að þótt ís- lensk stjórnvöld styddu viðleitni ESB væri miður ef skilgreina ætti sameiginlega evrópska öryggis- og varnarmálastefnu aðallega á grundvelli samrunans innan ESB. Með því móti yrði samstöðu VES- ríkjanna stefnt í hættu. Ef þetta ferli innan ESB ætti að verða til hagsbóta fyrir Evrópu í heild og til eflingar Atlantshafstengslanna yrði að byggja á tilhögun sam- starfsins innan VES. Greið upp- lýsingamiðlun og boð um þátttöku frá ESB til aukaaðildarríkja VES gæti komið í veg fyrir erfiðleika og óvissu. Þrýstingur frá Banda- ríkjarnönnum? Aðspurður hvort hann teldi að hugsanleg afskipti Bandaríkja- manna af málinu myndu hjálpa málstað Islendinga í þessu máli svaraði utanríkisráðherra því til, að það myndu þau áreiðanlega gera, þeir hefðu reyndar þegar komið fram með vissar áhyggjur. „Ég býst við því að þetta mál verði mikið rætt á fundi NATO í Brussel um miðjan desember, og þá eru þessi ríki í miklu betri stöðu, því þar erum við fullir aðil- ar en hérna [í VES] erum við ein- göngu aukaaðilar," bendir Hall- dór á. Um þetta eigi eftir að fara fram mikil umræða, en mikilvægar vís- bendingar um hvert hún stefnir muni koma fram á ESB-fundinum í Helsinki og NATO-fundinum í Brussel í desember. George W. Bush, liklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins, kynnir stefnu sína í utanríkismálum Boðar „bandaríska alþjóðahyggju“ GEORGE W. Bush yngri, líklegur forsetaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, kynnti stefnu sína í utanríkismálum um helgina. Reyndi hann að rétta hlut sinn eftir að hann hlaut háðulega útreið á dögunum fyrir vanþekkingu á er- lendum málefnum. Bush kvaðst hafna einangrunarstefnu, sem hann sagði leiða til glundroða, og boðaði „sérstaka bandaríska al- þjóðahyggju“. I fyrstu ræðu sinni um utanríkis- mál í kosningabaráttunni reyndi Bush að sannfæra áheyrendur um að þrátt fyrir takmarkaða reynslu af utanríkismálum hefði hann heimssýn sem gerði hann hæfan til að gegna forsetaembætti. Hann reyndi að skilgreina hlutverk Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi samkvæmt nýrri heimsskipan, ólíkri þeirri sem faðir hans þurfti að bregðast við í sinni forsetatíð. Bush sagði að það væri freistandi fyrir Bandaríkjamenn að draga sig í hlé, nú að kalda stríðinu loknu, og einangra sig með hvers konar verndarstefnu. En hann varaði eindregið við því að slík stefna myndi leiða til „stöðnunar Ameríku og villimannlegrar veraldar“. En þótt Bush segðist hafna ein- angrunarstefnu þótti ýmislegt í ræðu hans til þess fallið að gera samskipti við ríki eins og Kína og Rússland enn stirðari, og jafnvel spilla fyrir tengslum við ýmsa bandamenn Bandaríkjanna. Réðst hann meðal annars á Rússa fyrir innrásina í Tsjetsjníu, og kvaðst andvígur því að Rússum yrði veitt fjárhagsaðstoð, sem hyrfi að mestu leyti í vasa spilltra embættis- manna. Bush hvatti til þess að tekin yrði upp utanríkisstefna sem skilgreindi Kínverja sem „keppinauta, ekki herfræðilega bandamenn". Þótt hann hafi ekki tekið eins djúpt í ár- inni og ýmsir íhaldsmenn á Banda- ríkjaþingi er þetta harðari stefna í garð Kína en stjórn Clintons hefur framfylgt. Þá gengur Bush algerlega í ber- högg við stefnu Clintons með því að lýsa yfir andstöðu sinni við alþjóð- legan samning um bann við tilraun- um með kjamorkuvopn, sem öld- ungadeild Bandaríkjaþings hafnaði fyrir skömmu. Sagði hann að hvorki væri unnt að framfylgja samningunum né fylgjast með því að hann væri haldinn í heiðri. „Við getum barist gegn útbreiðslu kjarnavopna, en við getum ekki lát- ið sem þau hverfi fyrir tilstilli fávís- legra samninga," sagði Bush. Bush lenti í vandræðalegri stöðu í byrjun nóvember, er hann var beðinn að nefna leiðtoga fjögurra ríkja, Tsjetsjníu, Taívans, Indlands og Pakistan, í viðtali á sjónvarps- stöð í Boston. Vissi frambjóðandinn aðeins ættarnafn forseta Taívans, Lee Teng-huis. Nú mun Bush hins vegar njóta aðstoðar nokkurra ráð- gjafa föður síns í utanríkismálum, þeirra á meðal Georges Shultz, sem gegndi embætti utanríkisráðherra í forsetatíð Ronalds Reagans. ítrekar andstöðu gegn fóstureyðingum Bush var á sunnudag gestur í spjallþættinum Meet the Press á NBC-sjónvarpsstöðinni. Lét hann í ljós andstöðu sína við fóstureyðing- ar og útilokaði ekki að við skipun hæstaréttardómara myndi hann taka mið af afstöðu þeirra þar að lútandi. Bush kvaðst einnig andvíg- ur reglum um jákvæða mismunun og neitaði enn á ný að svara spurn- ingum um hvort hann hefði neytt fíkniefna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.