Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Til hægri sést Gísli Sverri Árnason, forstöðumaður Sýslusafns Austur-Skaftafellssýslu, flytja
ávarp.
Garðar Jónsson, bæjarstjóri Hornafjarðar, Gunnar Örn og Þorgils Baldursson spá í
verkin á sýningunni.
90 ár frá fæðingu Svavars Guðnasonar
Verk Svavars eru
ómetanlegur fjársjóður
Morgunblaðið/Sigurður Mar
Frá sýningu á verkum Svavars Guðnasonar og Gunnars Arnar í
Pakkhúsinu á Höfn. Til vinstri sjást þrjú verk Svavars og til hægri sér
í Örveru-verk Gunnars Amar.
Höfn. Morgunblaðið.
í TILEFNI af því að Svavar
Guðnason hefði orðið 90 ára 18.
nóvember sl. stendur Listasafn
Austur-Skaftafellssýslu fyrir sýn-
ingu í Pakkhúsinu á Höfn á nokkr-
um verka hans ásamt verkum
Gunnars Arnar listmálara. Farin
var sú óvenjulega leið að sýna
verk Svavars með listamanni af
yngri kynslóðinni og var Gunnar
Órn fenginn til að setja saman
sýningu á verkum þeirra beggja.
Eiríkur P. Jörundsson leit við í
Pakkhúsinu og ræddi við Gunnar
Örn og aðra aðstandendur sýning-
arinnar.
Hornfírðingar eiga því láni að
fagna að getað státað af einum
þekktasta myndlistarmanni Is-
lendinga, en það er fyrst núna á
síðustu árum sem Svavar Guðna-
son kveður sér hljóðs í hornfirsku
menningarlífi. Hann steig sín
fyrstu spor í myndlistinni á Höfn
en setti síðan mark sitt á evrópska
myndlistasögu. Fyrir rúmum
þremur árum fengu Hornfirðingar
að gjöf 30 verk eftir Svavar, sem
voru í eigu dönsku hjónanna
Robert og Herdis Dahlmann-Ols-
en og komu verkin hingað fyrir
milli
göngu Ástu Eiríksdóttur, ekkju
Svavars. Hún bætti síðan um bet-
ur ári síðar og færði Hornfirðing-
um fjölda verka úr vinnustofu
Svavars.
Að sögn Gísla Sverris Arnason-
ar, forstöðumanns Sýslusafns
Austur-Skaftafellssýslu, eru þessi
verk ómetanleg í uppbyggingu
listasafns á Hornafirði. „Það er
varla hægt að lýsa því hversu mik-
ils virði það er að hafa eignast
þessi verk eftir Svavar og í einu
orði sagt ómetanlegt fyrir byggð-
arlagið og íbúana að fá þennan
fjársjóð í hendurnar."
Gísli Sverrir sagði að hugmynd-
in um að setja saman verk Svav-
ars og Gunnars á þessa sýningu
hafi tekist sérstaklega vel. Hann
segir Gunnar Örn eiga heiður skil-
inn fyrir að hafa sýnt þá djörfung
að ráðast í þetta verk og að gestir
við opnunina hafi allir verið á einu
máli um að vel hafi tekist til.
Segja má að Gunnar Örn list-
málari sé fulltrúi kynslóðarinnar á
eftir Svavari, en 40 ár skilja þá að.
Á tímabili var hann nefndur arft-
aki Svavars í litameðferð en segist
sjálfur hugsa liti svolítið öðruvísi í
dag en áður. Gunnar Örn var
ákaflega ánægður með þá hug-
mynd að blanda saman á einni
sýningu verkum eftir höfunda af
tveimur kynslóðum. Það sé bæði
djörf og nýstárleg hugmynd sem
sýningarstjórar á höfuðborgar-
svæðinu gætu tekið upp eftir
menningarmálanefnd Homafjarð-
ar.
Hann segir verkin í eigu Hom-
firðinga vera geysigott safn.
Gunnar kaus að velja á sýninguna
15 verk sem sýna Svavar fullmót-
aðan sem listamann. Auk þessara
verka em á sýningunni jafnmörg
verk eftir Gunnar. Hann segir að
honum hafi það verið mikill heiður
og gleði að setja upp þessa sýn-
ingu, enda hafi hann alltaf dáð
Svavar. „Það er afskaplega góð
tilfinning að hengja upp verk með
Svavari. Hann var þetta litaséní
alla tíð í mínum augum og hand-
bragð hans eitthvað sem var mjög
eftirsóknarvert. Sérstaklega þessi
ljóðræni strengur í verkunum
hans.“
Frá því að verkum Svavars tók
að fjölga í heimabyggð hafa Horn-
firðingar velt þeim möguleika fyr-
ir sér að tengja nafn Svavars við
listasafn á staðnum. Þeir Gísli
Sverrir og Gunnar Örn eru því
sammála að við hæfi sé að tengja
nafn Svavars við listasafn á
Hornafirði og kynna staðinn sem
fæðingarbæ þessa merka lista-
manns. „Ég held að það eigi ein-
mitt eftir að gerast að við kynnum
Svavar meira út á við sem Horn-
firðing þegar við uppgötvum sjálf
hversu mikla auðlind við eigum í
verkum Svavars," segir Gísli
Sverrir. í dag hanga flest verka
Svavars í eigu Hornfirðinga á
veggjum Ráðhússins og segir Gísli
að fólk hafi undanfarin misseri
verið að uppgötva Svavar og hans
litadýrð í Ráðhúsinu. Gunnar Örn
hefur upplifað þá stemmningu og
segir að mjög sérstakt sé að koma
í Ráðhúsið „og sjá þessa sögulegu
myndlist anda af öllum veggjum."
Söguleg umgjörð
sýningarinnar
Umgjörð sýningarinnar er
nokkuð sérstök en Pakkhúsið á
Höfn var byggt í kringum 1930
sem vöruskemma fyrir kaupfélag-
ið. Þar vann Svavar um skeið áður
en hann hélt í listnám til Kaup-
mannahafnar árið 1935, eftir að
hafa verið rekinn úr vinnu hjá
kaupfélaginu fyrir að valda upp-
steit í sláturhúsinu og standa fyrir
fyrstu mótmælagöngunni á Höfn
til að krefjast bættra kjara. I
Pakkhúsinu réð einnig ríkjum fað-
ir hans, Guðni Jónsson, og hefur
örugglega hvorugan grunað að í
Pakkhúsinu yrði sett upp sýning á
verkum Svavars.
I ávarpi Gísla Sverris við opnun
sýningarinnar kom fram að Sýslu-
safnið fékk húsið að gjöf árið 1991,
en undanfarin ár hafa staðið yfir
endurbætur á því með það að
markmiði að gera húsið að menn-
ingarmiðstöð Hornfirðinga. Hann
segir að fleiri og fleiri séu að upp-
götva Pakkhúsið og að í vetur fari
þar fram einhver dagskrá með
menningartengdu ívafi í hverri
viku.
FLAIR FL0W EUR0PE
kynning á Evrópurannsóknum
á geymsluþoli matvæla,
föstudaginn 26. nóvember
I Endurmenntunarstofnun HÍ
kl. 11.00-14.00.
Dagskrá:
Geymsluþolsspár fyrir fisk og kjöt (AIR2 CT 93 1251).
Hjörleifur Einarsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Rafpúlsar til þess að auka geymsluþol matvæla.
(FAIR-CT97-3044).
Hannes Hafsteinsson, IVIatra, Iðntæknistofnun.
Hádegishlé.
Áhrif Maillard-efna á örverur (FAIR 1080)
Jóhann Örlygsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins.
Reyktur lax (FAIR CT 95 1101).
Sjöfn Sigurgísladóttir, Matra, Iðntæknistofnun.
Fundarstjóri:
Guðjón Þorkelsson, Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
Áhugasamir beðnir um að skrá sig í síma 562 0240
eða með tölvupósti í netfang info@rfisk.is.
Islenskir landafunda-
tónleikar í fínnsku menning-
arhúsi í Washington
Frá landafundatónleikuni í Washington.
FÍLHAMÓNÍUSVEITIN frá Ríga í
Lettlandi, undir stjórn Guðmun-
dar Emilssonar og kór Brown
University í Providence, Rhode Is-
land, undir sljóm Frederick Jod-
ry, héldu tvenna tónleika í Was-
hington DC þriðjudaginn 9.
nóvember sl.
Sendiherra íslands, Finnlands
og Lettlands voru gestgjafar tónl-
istarfólksins. Fyrri tónleikarnir
fóm fram í sendiherrabústað Is-
lands fyrir valinn hóp áheyrenda,
en seinni tónleikarnir vom haldn-
ir í menningarmiðstöð sendiráðs
Finnlands í Washington.
Þessir tónleikar vora liður í tón-
leikaferð til sjö borga og háskóla á
N-Austurstraund Bandaríkjanna.
Fyrstu tónleikarnir fóm fram í
hátíðarsal Brown University, að
viðstöddum forseta Islands. For-
setinn flutti einnig erindi við há-
skólann og svaraði fyrirspumum
um efnið: „The Northem Regions:
A New Dimension in Intemational
Relations".
Á tónleikunum í Washington
vora flutt sex verk eftir níu nor-
ræn og bandarísk tónskáld: Ger-
ald Shapiro, Mark W. Phillips og
WiIIiam Hudson Harper frá
Bandaríkjunum; Madetoja, Sibel-
ius og Rautavaara frá Finnlandi
og Atla Heimi Sveinsson, Þorkel
Sigurbjömsson og Mist Þorkels-
dóttur frá Islandi.
íslensku og bandarísku verkin
voru framflutt í þessari tónleika-
ferð. Þau eiga það sameiginlegt að
vera öll samin að beiðni Guðmun-
dar Emilssonar og að þau fjalla öll
um þemu úr sögu landafunda Is-
lendinga í Vesturheimi. T.d. bygg-
ir verk Shapiros á völdum köflum
úr Eirfkssögu Rauða og Græn-
lendingasögu, þar sem sögumað-
ur, Atli Heimir Sveinsson, kom
söguþræðinum til skila á íslensku
og ensku.
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik-
ari lék einleik í verki Shapiros
með baltnesku kammersveitinni
og bandaríska mezzósóprans-
öngkonan Lynn Helding söng ein-
söng með kór Brown University í
kórverki Rautavaara.
Viðstödd tónleikana vora tón-
skáldin Atli Heimir Sveinsson,
Mist Þorkelsdóttir og Þorkell Sig-
urbjömsson frá íslandi og Gerald
Shapiro og Mark Philips frá
Bandaríkjunum. Tónleikamir
voru vel sóttir og vora hljómsveit-
arstjórinn, Guðmundur Emilsson
tónskáld og einleikarar að lokum
hylltir með lófataki.