Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 29
Kammersveit
á Háskóla-
tónleikum
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í
Norræna húsinu í dag, miðvikudag,
kl. 12.30, leika félagar í Kammer-
sveit Reykjavíkur, þær Rut Ing-
ólfsdóttir og Sigurlaug Eðvalds-
dóttir á fiðlu, Þórunn Ósk
Marinósdóttir á víólu og Inga Rós
Ingólfsdóttir á selló. Verkið sem
þær flytja eni strengjakvartett III
op. 64 - E1 Greco - eftir Jón Leifs.
Þessi kvartett var eitt af síðustu
verkum Jóns Leifs, saminn 1965.
Það sumar hafði Jón setið tón-
skáldaþing í Madríd og gert sér
ferð til Toledo. Þar hreifst hann svo
áf myndum spænska málarans E1
Grecos (1541-1614) að hann samdi
verkið undir áhrifum þeirra og
nefndi kaflana fimm efth- nokkrum
myndanna.
Kammersveit Reykjavíkur hélt
nýlega tónleika í Bonn og var þetta
verk Jóns þar á efnisskrá.
Aðgangseyrir er 500 kr. Ókeypis
fyrir handhafa stúdentaskírteina.
-----
Mars í
nóvember
LÚÐRASVEIT Hafnarfjarðar
heldur tónleika í Víðistaðakirkju í
Hafnarfirði annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld, kl. 20:30. Yfirskrift tón-
leikanna er „Mars í nóvember“. Á
efnisskránni eru m.a. kröftugir
marsar í bland við suðræna sveiflu
og hugljúfa tóna. Stjómandi lúðra-
sveitarinnar er Stefán Ómar Jak-
obsson. Aðgangseyrir á tónleikana
er 500 krónur.
♦ ♦ ♦
Söngtextar
Jónasar
ÓSKALÖG landans, söngtextar
Jónasar Amasonar úr leikritum,
verður endurflutt í Kaffileikhúsinu
í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21.
Það er Bjargræðistríóið sem flyt-
ui- lögin. Hópinn skipa Aðalheiður
Þorsteinsdóttir píanó, Anna Sigríð-
ur Helgadóttir söngur og Örn Arn-
arsson gítar.
Guitar Islancio: Björni Thor-
oddsen, Gunnar Þórðarson og
Jdn Rafnsson.
Nýjar plötur
• Guitar Islancio er fyrsta geislap-
lata tríósins, sem skipað er Birni
Thoroddsen gítarleikara, Gunnari
Þórðarsyni gítarleikara og Jdni
Rafnssyni kontrabassaleikara. Á
plötunni er að finna þjóðlega ís-
lenska tónlist, flest gömul þjóðlög
en einnig nýtt lag eftir Björn Thor-
oddsen og Vísur Vatnsendarósu
eftir Jón Ásgeirsson.
I fréttatilkynningu segir að Guit-
ar Islancio spinni við laglínumar
og færi þær í djassbúning. Einfald-
ar, þjóðlegar laglínur fá á sig nú-
tímalegan blæ og minna okkur á að
fornar rætur íslenskrar menningar
era lifandi hluti af íslensku nútíma-
samfélagi.
Guitar Islancio var stofnað í
Reykjavík haustið 1998 af Birni
Thoroddsen gítarleikara, Gunnari
Þórðarsyni gítarleikara og Jóni
Rafnssyni kontrabassaleikara.
Guitar Islaneio hefur ferðast
víða, m.a Danmörk, Noreg og Sví-
þjóð auk íslands. Á döfinni er tón-
leikaför um Bandaríkin og Kanada.
Útgefandi Polarfonia Classics.
Dreifmg Japis. Bæklingurinn er
prentaður á fjórum tungumálum.
Upptökustjórn og hljóðblöndun
var íhöndum Bjöms Thoroddsen.
Verð2.099 kr.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
Atriði úr leikritinu Að eilífu, sem Leikfélagið Grímnir í Stykkishdlmi
sýnir um þessar mundir.
Grímnir í Stykkishólmi
frumsýnir „Að eilífu“
Stykkishólmi. Morgunblaðið.
LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykkis-
hdlmi hefur frumsýnt leikritið „Að
eilíí'u" eftir Árna Ibsen. Æfingar
hafa staðið yfír síðustu vikur. Sýn-
ingin er Qölmenn og eru hlutverk-
in 20 og eru leikendur og annar
eins hdpur kemur að sýningunni.
Aðalhlutverk eru í höndum Gunn-
steins Sigurðssonar og Karínar
Bæringsddttur.
Leikritið Qallar um ungt par
sem er ástfangið og ætlar að gift-
ast. Foreldrar væntanlegra brúð-
hjdna koma mikið við sögu og eins
vinir. Þar segir frá undirbúningi
brúðkaupsins og brúðkaupinu
sjálfu. Það er fldkið mál að stofna
til hjúskapar og þarf að mörgu að
hyggja til að ekki illa fari og dug-
ar það þd ekki alltaf til eins og
fram kemur í ieikritinu.
Leiksviðið er frábrugðið venju.
Auk þess að nota sviðið er hluti
áhorfendasvæðisins notaður sem
leiksvið og er áhorfendur í nánu
sambandi við leikara. Frumsýn-
ingin gekk vel og var hin besta
skemmtun. Leikmyndin og Ijds
komu vel út. Leikarar stdðu sig
með ágætum. Þama vom nokkrir
leikarar að stiga sín fyrstu skref á
leiksviði.
Leikstjdri er Ingibjörg Bjöms-
ddttir og er það þriðja verkið sem
hún leikstýrir hjá Grímni. Ingi-
björg er búsett í Stykkishölmi og
er það mikill styrkur fyrir leikfé-
lagið að fá hana til starfa.
Sýningar á leikritinu verða að-
eins sjö, fjdrar sýningar vom um
helgina og síðustu sýningar verða
á miðvikudags-, fimmtudags- og
föstudagskvöld. Á föstudag-
skvöldið verður boðið upp á
skemmtipakka, sem inniheldur
jdlahlaðborð hjá Foss-hóteli og
leiksýningu á eftir og kostar hann
3.500 kr.
Leikfélagið Grímnir var stofnað
árið 1967 og hefur sett upp 35
leikrit á starfstímanum. For-
maður leikfélagsins Grímnis í
Stykkishólmi er Jóhann Ingi Hin-
riksson.
Lesið úr nýjum bókum
HÖFUNDAR lesa úr nýjum bók-
um á Súfistanum, bókakaffi í versl-
un Máls og menningar, annað
kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20.
Andri Snær Magnason les úr bók
sinni Sagan af bláa hnettinum.
Stefán Máni les úr bók sinni
Myrkravél og Didda les úr bók
sinni Gullið í höfðinu. Einnig les
Hjalti Rögnvaldsson leikari úr bók
Barkar Gunnarssonar, Sama og
síðast.
Kökubox
HÚSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
✓
I öllum stærðum
og gerðum
Verð frá
295 kr.
1 Harry potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur
2-3 Einar Benediktsson II/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn
2-3 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning
4 Kular af degi/ Kristín Marja Baldursdóttir/ Mál og menning
5 I róti hugans/ Kay Redfield Jamison/ Mál og menning
6 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell
7 Vetrarferðin/ Ólafur Gunnarsson/ Mál og menning
8-9 Minningar geisju/ Arthur Golden/ Forlagið
8-9 Milljón steinar og Hrollur í dalnum/ Kristfn Helga Gunnarsdóttir/ Mál og menning
10 Líneik og Laufey/ Ragnheiður Gestsdóttir endursegir/ Mál og menning
Einstakir flokkar: ÍSLENSK OG ÞÝDD SKÁLDVERK
1 Kular af degi/ Kristin Marja Baldursdóttir/ Mál og menning
2 Slóð fiðrildanna/ Ólafur Jóhann Ólafsson/ Vaka-Helgafell
3 Vetrarferðin/ Ólafur Gunnarsson/ Mál og menning
4 Minningar geisju/ Arthur S. Golden/ Forlagið
5 Áður en þú sofnar/ Linn Ullmann/ Mál og menning
6 Sægreifi deyr/ Árni Bergmann/ Mál og menning
7-8 Lífsins tré/ Böðvar Guðmundsson/ Mál og menning
7-8 Stúlka með fingur/ Þórunn Valdimarsdóttir/ Forlagið
9 Afródíta/ Isabel Allende/ Mál og menning
10-11 Hlaðhamar/ Björn Th. Björnsson/ Mál og menning
10-11 Parísarhjól/ Sigurður Pálsson/ Forlagið
ÍSLENSK OG ÞÝDD LJÓÐ
1 Hugástir/ Steinunn Sigurðardóttir/ Mál og menning
2 Sálmabók íslensku kirkjunnar/ Lögin valdi Róbert A. Ottósson/ Skálholt
3 Mararbárur-Úrval 1946-1998/ Elías Mar/ Mál og menning
4-5 Hringferli/ Hallberg Hallmundsson/ Brú
4-5 Vasadiskó/ Jónas Þorbjarnarson/ Forlagið
ÍSLENSKAR OG ÞÝDDAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR
1 Harry Potter og viskusteinninn/ Joanna Rowling/ Bjartur
2 Milljón steinar og Hrollur í dalnurn/ Kristín Helga Gunnarsdóttir/ Mál og menning
3 Líneik og Laufey/ Ragnheiður Gestsdóttir endursegir/ Mál og menning
4 Úlfurinn og sjö kiðlingar/ Richard Scarry/ Björk
5 Ástarsaga úr fjöllunum/ Guðrún Helgadóttir/ Vaka-Helgafell
6 Öxi/ Gary Poulsen/ Mál og menning
7 Ferðin á heimsenda/ Henning Mankell/ Mál og menning
8 Ríki guðs/ Geraldine McCaughrean/ Mál og menning
9-10 Dísa ijósálfur/ G. Th. Rotman/ Forlagið
9-10 Tarzan og Kala/ Walt Disney/ Vaka-Helgafell
ALMENNT EFNI OG HANDBÆKUR
1 í róti hugans/ Kay Redfield Jamison/ Mál og menning
2 Kortlagning hugans/ Rita Carter/ Mál og menning
3 Almanak Háskólans-ÁRIÐ 2000/ / Háskóli islands
4 Sjórán og siglingar/ Helgi Þorláksson/ Mál og menning
5 Skyggnst á bak við ský/ Svava Jakobsdóttir/ Forlagið
6-7 Hvað gengur fólki til?/ Sæunn Kjartansdóttir/ Mál og menning
6-7 Islandslag-Ymis tungumál/ Sigurður Steinþórsson og Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
8 Öld öfganna/ Eric Hobsbawm/ Mál og menning
9 Almanak Þjóðvinafélagsins-ÁRIÐ 2000/ / Hið íslenska þjóðvinafélag
10 Amazing iceland-Ýmis tungumál/ Sigurgeir Sigurjónsson/ Forlagið
ÆVISÖGUR OG ENDURMINNINGAR
1-2 Einar Benediktsson II/ Guðjón Friðríksson/ Iðunn
1-2 Jónas Hallgrímsson/ Páll Valsson/ Mál og menning
3 Einar Benediktsson I/ Guðjón Friðriksson/ Iðunn
4 Sviptingar á sjávarslóð/ Höskuldur Skarphéðinsson/ Mál og menning
5 Steingrímur Hermannsson II/ Dagur B. Eggertsson/ Vaka-Helgafell
Bókabúðir sem tóku þátt í könnuninni
Höfuðborgarsvæðið:
Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi
Bókabúð Máls og menningar, Síðumúla
Eymundsson, Kringlunni
Penninn-Eymundsson, Austurstræti
Penninn, Kringlunni
Penninn, Hafnarfirði
Utan höfuðborgarsvæðisins:
Bókabúð Keflavíkur, Keflavík
Bókval, Akureyri
KÁ, Selfossi
l \if
.£VY\ r\rrM\í- -ó
Samantekt Félagsvísindastofnunar á sölu bóka 15.-21. nóv. 1999 Unnið fyrir Morgunblaðið,
Félag íslenskra bókaútgefenda og Félag bóka- og ritfangaverslana. Ekki eru taldar með þær
bækur sem seldar hafa verið á mörkuðum ýmiss konar á þessu tímabili, né kennslubækur.