Morgunblaðið - 24.11.1999, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 31
I landi myrkurs
og bylja
Biskupstungur, eftir Mariu Guðmundsdóttur.
BÆKUR
Ljósmyndir
A LAND TOLD ME -
IMAGES FROM ICELAND
eftir Maríu Guðmundsdóttur.
Prentun: Oddi. Utgáfa höfundar,
1999.55 ljósmyndir.
í ÞESSARI nýju bók, sem hún
gefur sjálf út, birtir María Guð-
mundsdóttir í 55 svarthvítum ljós-
myndum skynjun sína á íslenskri
náttúru. Hún nálgast landið á
áhugaverðan og á stundum heill-
andi hátt. Það er kalt og veðurbar-
ið; undir dimmum himni liggur
snjór yfír dökkri jörð, ís er á vötn-
um og varla nokkur merki um
menn.
María nálgast landið án nokk-
urra kvaða, hún er ekki að kynna
land eða staði, eins og oft virðist
binda hendur náttúruljósmyndara.
Hún vinnur út frá sínum eigin for-
sendum og fyrir vikið verður verkið
heiðarlegt og sýnin persónuleg.
Myndirnar eru svarthvítar og ljós-
myndarinn vinnur myndimar
áfram, dekkir himin og aðra fleti,
kallar á móti fram háljós og eykur á
dramatískar andstæður. Sá leikur
er vel lukkaður og skapar sterk stíl-
ræn einkenni.
I knöppum en skýrum inngangi á
ensku - og eftirmála á frönsku - út-
skýrir ljósmyndarinn hvað landið
er að segja henni og hvaða áhrif það
hefur á hana: „A land of pure and
powerful energy - majestic, haunt-
ingly mysterious, strong, gentle,
cool, sensual.“ Þessi svali landsins
og jafnframt mjúki, dularfulli
kraftur birtist í áhrifamestu ljós-
myndum bókarinnar.
Fyrsta myndin, sem jafnframt er
kápumynd, er frá Skjálfanda og
gefur tóninn; stormur og öldur
skella á svörtum sandi, svört ský
bylgjast yfir; í gegnum miðja
myndina eru fjöll i fjarska, snævi
þakinn og glóandi kaldur birtu-
heimur. Fyrirtaks ljósmynd. Alíka
byggingu notar María í öðrum
myndum, eins og í tveimur frá
Kleifarvatni. I annarri gárast yfir-
borðið og óróinn kallast á við skýja-
farið sem felur lágsetta vetrarsól. í
hinni er stilla og meiri fjarlægð;
kaldur friður undir himninum sem
er gerður nánast biksvartur. Mynd
frá Snæfellsnesi sýnir fjöllin þakin
bómullarlegum björtum skýjum og
í forgrunni snjór á jörðu sem hefur
sama léttleika í sér; í Skerjarfirði
er sjóndeildarhringurinn ofur fín-
leg ræma af landi en hafið nær að
fylla forgrunninn, nánast spegils-
létt nema brýtur á leirum. I mynd
frá Biskupstungum speglast
dramatískt skýjafar í fljóti en land-
ið annars dimmt. Ólíkt bjartara er
yfir tveimur fallegum myndum frá
Þingvallavatni þar sem vatnsflötur-
inn er mestallur myndflöturinn og
speglun skýjafai'sins sérstök og
mild. Þá er einnig fín myndin þar
sem horft er ofan í faxið á hrossi.
Ljósmyndirnar í A Land Told
Me eru ýmist teknar á 35mm filmu
og stærra format, 6x7 sm. Mynd-
irnar á stærri filmuna koma oftast
nær mun betur út í bókinni, teikn-
ingin er fínlegri og öll smáatriði
náttúrunnar sem ljósmyndarinn er
að sýna njóta sín. I hinu formatinu
vilja kornin vera of áberandi í
prentuninni og vantar fínleika sem
myndefnið kallar á. Helsti veikleiki
bókarinnar er þó sá að ljósmynda-
rinn virðist ekki hafa haft úr nógu
mörgum áhrifamiklum myndum að
moða, þannig að heildarsvipurinn
líður fyrir og myndirnar eru ójafn-
ar að gæðum. Sumar eru flatar í
byggingu eða endurtaka án sýni-
legs tilgangs svæði eða hluti sem
birtast í öðrum myndum. Þá finnst
mér óþarfi að vera að gefa myndun-
um heiti, að minnsta kosti verða of
huglæg heiti tilgerðarleg; nöfn eins
og Illusion, Wonder og Unity setj-
ast á milli myndarinnar og skoða-
ndans og geta hindrað hann í að
lesa sína merkingu í verkið. Staðar-
nafn hefði verið alveg nóg.
Þessi bók Maríu Guðmundsdótt-
ur er myndariegur gripur, fallegt
bókverk. Stór um sig og hönnunin
hrein; kápan gefur tóninn um inni-
haldið, svört og gyllt og þessi
drungalega mynd af dæmigerðu ís-
lensku vetrarlandslagi. Prentunin
er ágætlega lukkuð, svart nær að
vera svart og lökkun eykur dýpt
myndanna. Samt hefði ég kosið að
sjá ennþá betri prentun, dýpri og
tónaríkari, því enn hef ég ekki séð
íslenska prentsmiðju ná að prenta
svarthvítt á fyllilega samkeppnis-
hæfan hátt við það sem gott þykir
erlendis.
Þrátt fyrir að ljósmyndirnar séu
ójafnar að gæðum, á María Guð-
mundsdóttir hrós skilið fyrir þessa
bók; fyrir að koma þessari svart-
hvítu og persónulegu sýn sinni á
Island á framfæri á svo laglegan
hátt.
Einar Falur Ingólfsson
Leikfélag Húsavíkur
Halti Billi á
fjalirnar á 100
ára afmæli
Ríki
Arnes-
inga
SÍÐASTI fyrirlesturinn af
fjórum í fyrirlestraröðinni
Byggð pg menning, í Byggða-
safni Amesinga, Húsinu á
Eyrarbakka, verður annað
kvöld, fimmtudagskvöld, kl.
20.30. Axel Kristinsson, sagn-
fræðingur hjá Reykjavíkur-
akademíunni, flytur fyrirlest-
ur sem nefnist: Dvergríki á
sunnanverðu íslandi. Ríki Ar-
nesinga á 11. og 12. öld.
Einhvern tíma seint á 11.
öldinni eða snemma á þeirri
12., myndaðist dvergi-íki á
sunnanverðu Islandi. Það var
hið fyrsta af mörgum sem áttu
eftir að spretta upp í landinu á
næstu 100-150 árum. Ríki
þetta í Arnesþingi er venju-
lega kennt við Haukdælaætt,
sem fór með stjórnartaumana
allt frá upphafi og þar til það
leið undir lok með tilkomu
konungsvalds á íslandi.
Aðgangseyrir á fyrirlestur-
inn er 650 kr.
LEIKFÉLAG Húsavíkur verður
100 ára 14. febrúar árið 2000 og
hefur því þetta hundraðasta _
starfsár með frumsýningu á Is-
landi á leikritinu Halti Billi frá
Miðey eftir Martin Mcdonagh
föstudaginn 26. nóvember kl.
20.30. Leikritið er í þýðingu
Karls Guðmundssonar og Hall-
mars Sigurðssonar, sem einnig
leikstýrir.
Leikritið gerist á eyju við
vesturströnd Irlands árið 1934.
Höfundur notfærir sér þá stað-
reynd úr raunveruieikanum að
amerískir kvikmyndagerðar-
menn koma þá til eyjanna til að
taka þar kvikmynd. Þetta verð-
ur til að hrinda af stað atburða-
rás verksins sem er drepfyndið
en þó með þungri undiröldu al-
vöru, segir í fréttatiikynningu.
I sýningu leikhússins er flutt
írsk þjóðlagatónlist undir stjórn
Ingimundar Jónssonar. Friðrik
Steingrímsson hefur samið
nokkra söngtexta sérstaklega af
þessu tilefni.
Hlutverkin eru níu og þar má
nefna Halta Billa leikin af Frið-
finni Hermannssyni, Múttu sem
Herdís Birgisdóttir leikur, en
hún á nú 50 ára leikafmæli og
Jonni sonur Múttu er í höndum
Sigurðar Hallmarssonar sem
verður sjötugur núna og leik-
stýrði fyrst fyrir 50 árum.
Höfundur verksins er íslend-
ingum kunnur af leikriti sínu
Fegurðardrottningin frá Línakri
sem sýnt er í Borgarleikhúsinu.
Onnur sýning á Húsavík verð-
ur laugardaginn 27. nóvember
kl. 16.
Lifandi landslag
SKESSUDALUR er
sögusvið nýrrar
bókar eftir Kristínu
Helgu Gunnarsdótt-
ur.
Bókin Milljón
steinar og Hrollur í
dalnum fjallar um
Heklu, 7 ára, sem er
nokkra daga í sveit-
inni með ömmu og
afa. Dagamir verða
mjög viðburðaríkir
enda afi og amma
dugleg að segja sög-
ur, hvort með sínum
hætti. Hér mætast
íslenskar þjóðsögur
og erlend ævintýri í
íslenskri náttúm og nútimanum.
Myndirnar í bókinni em eftir
Jean Posocco.
Á síðustu vikum hefur verið
fjallað um rannsókn þjóðfræðinga
þar sem komist er að því að álfa-
trú og hjátrú er lítt þekkt meðal
íslenskra baraa. Er þetta meðvit-
uð hugsun hjá þér að halda þess-
ari trú við? „Mig Iangaði að
kveikja aftur á þessu sem er til í
okkur öllum, ímyndunaraflinu,
hugmyndafluginu. Hóll er ekki
bara hóll og klettur er ekki bara
klettur. Það em sögur alls staðar,
sumar sannar og aðrar lognar.
Ég er alin upp með þjóðsögum-
ar í kjöltunni, afi minn átti Jón
Árnason allan.
Ég las þessar sögur og þær vom
lesnar fyrir mig frá því að ég var
pínulítil. Fyrir mér em þessar
sögur ennþá sprelllifandi. Það að
trúa á stokka og steina er ekki
bundið við litla krakka, það fylgir
manni bara,“ játar Kristin Helga
og segir að hafi „eitthvað verið
með ráðum gert í þessari sögu þá
var það að minna á að barnshug-
urinn getur flogið hratt. Ég held
kannski að við gleymum því hvað
börnin hafa mikið hugmyndaflug
og hvað þau geta farið Iangt á því.
Stór hluti af íslenskum bömum
elst upp í þéttbýli, með fjölmiðla
og allt annað áreiti sem er á litlar
manneskjur í dag. Þau vantar eitt-
hvað við að vera í sveitinni. Hólar
og móar em hundleiðinlegir! Hvar
er tölvuleikurinn minn? spyrja
þau.“ Kristín Helga tengir þjóð-
sögur því svæði sem fjölskyldan er
á í það og það skiptið.
Kristin Helga
Gunnarsdóttir
„Ég segi dætmnum
frá Bergþóri í Bláfelli
og Jóm í Jórukleif. Við
það eitt að benda á
staði eins og þar sem
Bergþór er dysjaður fá
þær hroll, þetta er svo
raunverulegt fyrir
þeim. íslenskar þjóð-
sögur em ekki alls ráð-
andi i verkinu. Aminan
talar um að sumar sög-
ur séu of óhugnanlegar
til að segja þær litlum
börnum. Hún fléttar
inn í verkið erlend æv-
intýri og farsælan
endi.
„Já! Steinn afi dreg-
ur ekkert frá, hann leggur allt á
litlu manneskjuna, Heklu, og hún
verður að burðast með það. Hann
lætur hana heyra allt en amma
Fjóla er mótvægið. Henni finnst
þetta hryllingur og reynir að
milda þetta með sinum mjúku sög-
um. Hún segir einmitt svolítið sem
mér finnst eiga vel við, að þessar
gömlu sögur em eins og súpa,
maður getur lagfært þær að vild,
eftir smekk. Það er gaman að
Ieika sér með þjóðtrúna. í þessari
litlu stílfærðu sögu hjá Steini afa,
em mörg minni úr öðrum sögum.
Og þessi saga varð þannig til því
að við þurftum að koma í veg fyrir
að dóttir okkar væri að þvælast
niður við aðra tiltekna á. Verkið
spannst út frá því, en hefur breyst
mikið á þeim sex ámm sem liðin
era,“ segir Kristín Helga aðspurð
um tilurð verksins.
T
t)
"á, áin, þetta risastóra, dimma,
djúpa fljót. Allir segja að
Skessufljót sé stórhættulegt
og að þangað megi ég aldrei fara
ein. Afi Steinn segir að þar búi
Hrollur vatnaskrímsli sem skríði
eftir botninum og bíði þess að grípa
krakka sem komi of nálægt ánni.
Samt era alltaf veiðimenn að vaða
úti í ánni, en afi segir að vatna-
skrímslið vilji ekki gamla og ólseiga
veiðimenn, bara spræka krakka
með litla putta og smáa fætur sem
sprikla mikið.
Úr Milijón steinar og Hrollur í
dalnum.
Tilvalið
í bílskúrinn
Hlífir gólfinu
fyrir óhreinindum
HÚSASMIDJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is