Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 33-
pltirjpmMiíMt*
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UMF AN GSMIKIL
TRYGGINGASYIK
TRYGGINGASVIK virðast vera ótrúlega mikil hér á landi
ef marka má niðurstöður starfshóps á vegum Sambands
íslenzkra tryggingafélaga. Starfshópurinn fékk það verkefni
að meta umfang vátryggingasvika og voru niðurstöður birtar í
skýrslu um vátryggingasvik á Norðurlöndum. Vinnan við þá
skýrslugerð hófst árið 1998 á vegum norrænu vátrygginga-
samtakanna og starfaði vinnuhópur í hverju landanna fimm,
auk sameiginlegs vinnuhóps fyrir verkefnið í heild.
Niðurstaða íslenzka hópsins er sú, að heildarkostnaður hér
á landi vegna vátryggingasvika geti numið á bilinu 500-1.000
milljónum króna á ári. Það er um 5-10% af bótagreiðslum
tryggingafélaganna. Aætlað er, að bróðurparturinn, eða um
60%, sé til kominn vegna tryggingasvika í tengslum við trygg-
ingar á ökutækjum. Samkvæmt skýrslunni fyrir Norðurlöndin
í heild er áætlað, að bótagreiðslur norrænu tryggingafélag-
anna nemi um 10% umfram það, sem réttmætt er.
I kjölfar skýrslunnar hafa íslenzku tryggingafélögin ákveð-
ið að efla enn frekar eftirlitsþátt sinn og skráningu í þeim til-
gangi að draga úr tryggingasvikum. Það eru eðlileg viðbrögð.
Skýrslan bendir til þess, að svikin séu umfangsmeiri en flestir
hafa sjálfsagt gert sér í hugarlund. Við svo búið má ekki
standa og nægir að vísa þar til eftirfarandi ummæla í tilkynn-
ingu SÍT:
„A vátryggingafélögunum hvílir siðferðileg skylda að draga
úr vátryggingasvikum með öllum tiltækum og löglegum að-
ferðum, þar sem augljóst er, að kostnaður vegna vátrygginga-
svikanna lendir að endingu á hinum heiðarlega í formi hærri
iðgjalda en ella.“ Þetta er að sjálfsögðu mergurinn málsins.
Það er illþolandi, að viðskiptamenn tryggingafélaganna beri
allt að því milljarð króna í óþarfa iðgjöldum á ári hverju.
Abyrgð tryggingafélaganna í þessum efnum er að sjálfsögðu
mikil og eðlilegt er, að þau grípi til ráðstafana til að draga úr
svikunum. Þær ráðstafanir mega þó ekki bitna á heiðarlegum
viðskiptavinum. Félögin eiga einnig að líta í eigin barm og
skoða t.d., hvort þeirra eigin vinnubrögð og stirfni við að bæta
tjón kalli fram óeðlileg viðbrögð. Eru ákvæði í trygginga-
samningum nægilega einföld og skýr og reglur þær, sem fé-
lögin vinna samkvæmt? Hagsmunir tryggingafélaganna og
viðskiptamanna fara saman. Jákvæð samskipti þeirra munu
draga úr freistingu til svika.
HÁSKÓLI OG TUNGA
STAÐA tungunnar er mun sterkari um þessi aldamót en
hin síðustu,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráðherra
á málræktarþingi sem haldið var um helgina. Vafalaust efast
enginn um sannleiksgildi þessara orða enda var staða íslensk-
unnar ekki mjög sterk um síðustu aldamót vegna danskra
áhrifa sem meðal annars stafaði af því að Islendingar sóttu
enn menntun sína til Danmerkur.
Síðastliðna áratugi hefur hins vegar verið unnið mikið mál-
ræktarstarf, eins og ráðherra benti á, sem endurspeglast
meðal annars í gróskumiklu íðorðastarfi og blómlegri bóka-,
blaða- og tímaritaútgáfu, starfsemi orðanefnda og íslenskrar
málstöðvar. Vitundin um mikilvægi þess að viðhalda tungunni
og efla hana fyrir sjálfstæði og sjálfsmynd þjóðarinnar hefur
tvímælalaust aukist eins og dagur íslenskrar tungu er tákn-
rænn um. Eigi að síður er víða pottur brotinn líkt og ráðherra
benti á. Ahyggjur flestra hérlendis sem víða annarsstaðar
tengjast sífellt aukinni sókn enskrar tungu og hrakandi mál-
vitund. Enskan virðist sækja á víða í þjóðfélaginu. Háskóli ís-
lands hefur sennilega átt einn mestan þátt í eflingu tungunnar
á öldinni en svo virðist sem vægi íslenskunnar sé að minnka
þar eins og fram kom í máli Kristjáns Arnasonar, prófessors í
íslensku og formanns Islenskrar málnefndar, á málræktar-
þinginu. Kristján benti á að sífellt fleiri námskeið væru haldin
á ensku í Háskóla íslands. Taldi hann að alþjóðahyggja og
markaðssjónarmið hafí minnkað vægi íslenskunnar og ís-
lenskra fræða innan stofnunarinnar. Þannig hafi íslensk fræði
lengi verið þungamiðjan í heimspekideild en nú aukist nem-
endafjöldi í almennum og erlendum greinum hennar mun
hraðar. Þarf að mati Kristjáns að sporna við þessari þróun ef
íslenska og íslensk fræði eiga að halda velli innan Háskólans.
Aukin alþjóðavæðing, hnattvæðing og sífellt meiri út-
breiðsla og áhrif bandarísks menningariðnaðar gefur til
kynna að það muni verða æ erfiðara að halda í sérkenni eins
og íslenska tungu og menningu. Háskóli íslands þarf vitan-
lega að vera þátttakandi í því alþjóðlega samfélagi sem hann
og þjóðin eru hluti af en hann verður einnig að standa vörð
um sérkenni sín og þjóðarinnar sem felast fyrst og fremst í ís-
lenskri tungu og menningu, rækt þeirra og eflingu.
4
MORGUNBLAÐIÐ
Umræður um arðsemi virkjana og beina eignaraðild Islendinga í stóriðju á ráðstefnu TFÍ og VFÍ
Arðsemi og áhætta
eru ráðandi þættir
Arðsemi virkjana og bein eignaraðild
Islendinga í stóriðju var umfiöllunarefni
—— 7
ráðstefnu Tæknifræðingafélags Islands
og Verkfræðingafélags Islands sem haldin
var í gær. Ragna Sara Jónsdóttir sat
ráðstefnuna þar sem lífiegar umræður
spunnust um áhættu við fjárfestingu í
stóriðju, verðlagningu umhverfisþátta og
hagkvæmni orkusölu til stóriðju.
Morgunblaðið/Ásdís
Fjörugar umræður urðu um arðsemi virkjana og þátttöku Islendinga í stóriðju á ráðstefnu TFÍ og VFÍ í gær.
Yerkfræðingafélag
íslands og Tæknifræðinga-
félag íslands vildu með ráð-
stefnunni stuðla að upplýstri
umræðu um arðsemi virkjana og þátt-
töku Islendinga í stóriðju. Hákon
Ólafsson, formaður VFÍ, sagði í setn-
ingarræðu sinni að umræðan sem átt
hefði sér stað um virkjanir og stóriðju
undanfarið hefði að mestu leyti snúist
um náttúruvernd. Minna hefði verið
rætt um áhættu við þátttöku fjárfesta
í stóriðju, hagnað af orkusölunni fyrir
Landsvirkjun og þjóðhagslegan arð
fyrir þjóðarbúið af slíkum fjárfesting-
um. Hákon benti á að ísland væri í
samkeppni við aðrar þjóðir um að laða
að sér fyrirtæki sem vildu fjárfesta í
stóriðju. Nauðsynlegt væri að bjóða
vel, en ekki mætti bjóða of vel, arður
yrði að hljótast af stóriðjufram-
kvæmdum og þær yrðu að vera hag-
kvæmar fyrir þjóðarbúið.
Þorgeir Örlygsson, ráðuneytisstjóri
í iðnaðarráðuneytinu, flutti ávarp í
fjarveru Finns Ingólfssonar, iðnaðar-
ráðherra, og sagði að það skipti meg-
inmáli að komast að niðurstöðu um
það hvort þjóðin væri betur sett með
stóriðju eða án hennar. „I iðnaðar-
ráðuneytinu höfum við haldið á lofti
þeirri skoðun að þjóðin sé betur sett
með stóriðju en án hennar,“ sagði Þor-
geir.
Elías B. Elíasson, verkfræðingur
hjá Landsvirkjun, gerði grein fyrir því
hvernig Landsvirkjun metur arðsemi
virkjana til stóriðju. Hann sagði að
undanfarið hefði verið skrifað um arð
af virkjunum í blöð og þá hefði mikið
verið lagt í að skýra hvaða vexti
Landsvirkjun notaði í því samhengi.
Menn hefðu ekki verið sammála um
það hver lágmarksarðsemin ætti að
vera, en fyrir nokki-um árum hefði
Þjóðhagsstofnun sagt að eðlilegt væri
að krefjast 3-4% arðs af eigin fé til
Landsvirkjunar. I greinarskrifum
undanfarið hefði þessi tala þó verið
metin margfalt hærri.
Arðsemiskrafa opinberra
fyrirtækja Iægri
Elías sagði að misjafnt væri hvaða
arðsemiskröfur væru gerðar til fyrir-
tækja, það færi til dæmis eftir því
hvort fyrirtækið væri opinbert eða
einkafyrirtæki. Hann vildi ekki gefa
upp hver arðsemiskrafa Landsvirkj-
unar til orkusölu til stóriðju væri en
tók dæmi um ákvörðun arðsemiskröfu
hjá opinberu íyrirtæki og einkafyrir-
tæki. I dæminu kom fram að opinbera
íyrirtækið þyrfti að fá töluvert minni
meðalarðsemi af sínum fjárfestingum
en einkafyrirtækið þar sem það væri
að fá lán með lægri grunnvöxtum,
væri með minna áhættuálag og lægri
lánsvexti. Ai'ður af eigin fé var jafn-
ft-amt lægri og hlutfall eiginfjár lægra.
Egill B. Hreinsson, prófessor við
verkfræðideild Háskóla Islands, sagði
að hagkvæmara væri að ráðstafa orku
hverrar stórvh'kjunar bæði til stóriðju
og almenns markaðar, fremur en ein-
göngu til stói'iðju. Hingað til hefði
Landsvirkjun miðað vel við að hafa
það sjónarmið að leiðarljósi, til dæmis
hefðu bæði Búrfellsvirkjun og Sig-
ölduvirkjun verið byggðar með sölu til
almenns markaðar og stóriðju í huga.
Nú væri hins vegar fyrirhugað að ráð-
stafa alh-i orku Fljótsdalsvirkjunar til
álvers á Reyðarfirði og það væri óhag-
kvæmara.
Hann sagði að Fljótsdalsvirkjun
væri það lítil að hagkvæmni stærðar-
innar væri ekki nýtt. Því væri nauð-
synlegt að tryggja hagkvæmni hennar
með stækkun í nánustu framtíð. Á
þessu væri þó sá galli að virkjanaleyfi
Alþingis væri aðeins til staðar fyrir til-
tekna stærð Fljótsdalsvirkjunar. „Það
er heppilegra að virkja stærra í
Fljótsdal, þá er verið að nýta hag-
kvæmni stærðarinnar. Afmennur
markaður nýtur góðs af því og verð
lækkar til stóriðju," sagði Egill.
Tímasetning stóriðju-
framkvæmda skiptir máli
Dr. Páll Harðarson, hagfræðingur
hjá Þjóðhagsstofnun, sagði að stóriðja
hefði aukið hagsæld þjóðarinnar á
tímabilinu 1966-1997. Hún hefði skilað
sem nemur um 0,5% aukningu í þjóð-
arframleiðslu á hverjum tíma. Hann
sagði að efnahagsástand á þeim tíma
sem ráðist væri í stóriðjuframkvæmd-
ir myndi ráða úrslitum um það hvort
stóriðja muni bæta hag landsmanna
og hver áhrif hennar yrðu á þjóðarbú-
skapinn. Þar sem enginn slaki væri á
hagkerfinu nú mætti ekki reikna með
sömu áhrifum stóriðjuframkvæmda og
verið hefðu í efnahagslægðum.
„Gróflega áætlað ylli 120 þúsund
tonna álver um 0,5% varanlegri hækk-
un þjóðarframleiðslu ef reiknað er
með fullum fórnarkostnaði fram-
leiðsluþáttanna, það er um 3-4 millj-
arða króna hækkun þjóðarframleiðslu
miðað við núverandi verðlag. Hér á þó
eftir að taka til greina allan um-
hverfiskostnað vegna stóriðju- og
virkjanaframkvæmda. Hann verður að
taka til greina áður en ávinningur
þjóðarinnar er metinn," sagði Páll.
I öðrum hluta ráðstefnunnar var
fjallað um beina eignaraðild Islend-
inga í stóriðju og hversu hagkvæmt og
áhættusamt það væri. Steinþór Páls-
son, viðskiptafræðingur hjá Islands-
banka, gerði grein fyrir undirbúningi
að stofnun álfyrirtækis sem kannar
forsendur fyrir þátttöku íslenskra
fjárfesta í álveri í Reyðarfirði. Félagið
Hæfi hf., sem stofnað var á haustmán-
uðum, vinnur nú að því að kanna hvort
álver sé álitlegur fjárfestingarkostur.
Hann sagði að svarið lægi ekki fyrir
en athuganir í sumar hafi gefið tilefni
til að rannsaka þyrfti og þróa málin
nánar.
,Ákvörðun um að ráðast í byggingu
álvers mun væntanlega eingöngu
verða tekin ef svarið við spurningunni
verðui' jákvætt. Verkið er enn í
vinnslu og þeir samningar sem eftir er
að gera munu varpa skýrara ljósi á
arðsemi og áhættu og hvort líklegt
verði að fjármögnun fáist til verkefnis-
ins,“ sagði Steinþór. Hann benti á að
verðþróun á áli hefði mjög mikil áhrif
á arðsemi álversins og áhættu við að
fjárfesta í því. Verðbreytingar á áli
væru mun tíðari en verðbreytingar á
fiski og því væri áhættan meiri hvað
varðaði álverð en fiskverð.
Áhættumatið þarf að
vera kaldhamrað
Jón Sigurðsson, fyrrverandi for-
stjóri Járnblendifélagsins, rakti
reynsiu Islendinga af þátttöku í stór-
iðju. I máli hans kom fram að fjárfest-
ing í slíkum stórrekstri sem komin
væri upp á heimsmarkaðinn yrði alltaf
áhættusöm. Tók hann dæmi af
hremmingum járnblendiverksmiðj-
unnar sem áttu sér stað undir lok ní-
unda áratugarins. „Áhættumatið þarf
því að vera kaldhamrað og miðast við
hverju menn hafa efni á að hætta og
tapa, fari allt á versta veg,“ sagði Jón.
Jón sagðist halda að fyrst Norsk ^
Hydro vildi eingöngu eiga 20-25% hlut
í álverinu myndu þeir leggja sáralítið
ef nokkurt fé fram. Samstarf við er-
lendan aðila sem hætti litlum eða eng-
um fjármunum skorti það að sameig-
inlegir hagsmunir væru í húfi, og væri
þar af leiðandi varasamara en ef geng-
ið væri til samstarfs við erlendan aðila
sem hætti verulegum eigin fjármun-
um í fyrirtækið.
Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð-
hagsstofnunar, sagðist ekki sjá nein
haldbær rök sem bentu til þess að
fyrstu tveir áfangar álvers í Reyðar-
firði væru ekki viðráðanlegir fyrir
innlendan fjármagnsmarkað. Hann
benti jafnframt á að fjárfestar í álver-
inu litu á fyrsta áfanga álversins, 120
þúsund tonn, sem sjálfstætt verkefni.
„Það er, fjárfestarnir gera kröfu um
að sá áfangi geti staðið undir sér að
öllu leyti. Hins vegar sjá þeir mikla
möguleika í stækkun álversins, þótt
ekki sé verið að taka ákvörðun um
annað en fyrsta áfanga nú. Það er því
ekki ljóst hvort til stækkunar komi,“
sagði Þórður.
Uppboð á veiðiheimildum
Fyrir tuttugu árum má segja að skilningur hagfræðinga á uppboðum
hafí ekki verið meiri en svo að þeir skildu hvernig best var að bjóða
upp einfalda hluti eins og listaverk. Síðan þá hefur fræðunum fleygt
fram, segir Jón Steinsson. I dag hafa verið hannaðar flóknar uppboðs-
gerðir sem hægt er að nota til þess að leysa flókin hagstjórnarvandamál
eins og hagkvæma úthlutun veiðiheimilda.
FÁ ÞJÓÐMÁL hafa verið meira rædd
á síðustu árum er hugsanlegar breyt-
ingar á núverandi fiskveiðistjórnunar-
kerfi. Umræða um þetta mál hefur
hins vegar því miður verið helst til ein-
hæf. Hún hefur einkennst meira af
skotgrafahernaði andstæðra fylkinga
en uppbyggilegri umræðu um það
hvernig best sé að haga fiskveiði-
stjómun. Nánast öll umræðan hefur
verið um það annars vegar hvort nú-
verandi fiskveiðistjórnunarkerfi sé
hagkvæmt og hins vegar hvort úthlut-
un veiðiheimilda innan kerfisins sé
réttlát.
Engum dylst að núverandi kerfi er
ekki fullkomið. Samt sem áður hefur
lítið sem ekkert verið fjallað um ná-
kvæmar útfærslur á leiðum til að
breyta kerfinu og ráða bót á þeim ann-
mörkum sem í því eru fólgin. Ein af
þeim leiðum sem hefur til þessa allt of
lítið verið rædd er uppboð á veiðiheim-
ildum.
Andstæðingum breytinga á núver-
andi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur
hingað til reynst auðvelt að berja nið-
ur alla umræðu um uppboðsleiðina.
Þeir hafa haldið því fram að uppboð
hafi í för með sér veigamikla ókosti og
lýst eftir nákvæmri útfærslu uppboðs-
leiðarinnar sem ræður bót á þessum
vandamálum. Því miður hefur engin
alvarleg útfærsla uppboðsleiðarinnar
litið dagsins ljós til þessa.
Fyrir þá sem hafa kynnt sér kosti
uppboða sem hagstjórnartækis er
þetta nánast óskiljanlegt. En verður
mun skiljanlegra í ljósi þess hvað upp-
boð hafa almennt lítið verið notuð við
hagstjórn hér á landi. Með aðferðum
nútímahagfræði er hægt að hanna
uppboðsgerð sem leysir flest þau
vandamál sem bendluð hafa verið við
uppboð á veiðiheimildum. Þar að auki
má færa sterk rök fyrir því að uppboð
á veiðiheimildum hafi mikilvæga kosti
fram yfir bæði núverandi fiskveiði-
stjórnunarkerfi og flestar útfærslur
kvótakerfis með veiðileyfagjaldi.
Uppspretta þeirra vandamála sem
hingað til hafa verið tengd við upp-
boðsleiðina er að landsmenn, eða
a.m.k. þeir sem hafa tjáð sig gegn
uppboðsleiðinni, hafa haft of einfalda
uppboðsgerð í huga. Það er nokkuð
ljóst að ekki myndi reynast vel að
bjóða upp veiðiheimildir á sama hátt
og listaverk eða verklegar fram-
kvæmdir. Mun þróaðari gerð uppboðs
þarf til þess að uppboð á veiðiheimild-
um gangi vel fyrir sig.
Uppboðshagfræði hefur tekið stór-
stígum framförum á síðustu árum.
Fyrir tuttugu árum má segja að skiln-
ingur hagfræðinga á uppboðum hafi
ekki verið meiri en svo að þeir skildu
hvernig best var að bjóða upp einfalda
hluti eins og listaverk. Síðan þá hefur
fræðunum fleygt fram. I dag hafa ver-
ið hannaðar flóknar uppboðsgerðir
sem hægt er að nota til þess að leysa
flókin hagstjórnarvandamál eins og
hagkvæma úthlutun veiðiheimilda.
Það er því skiljanlegt að uppboðs-
leiðin hafi ekki verið rædd alvarlega
fyrir fimmtán árum þegar núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp.
Þekkingin sem þurfti til þess að út-
færa uppboð á veiðiheimildum á skyn-
saman hátt var einfaldlega ekki til
staðar. Sá skilningur sem orðið hefur
til síðan þá sýnir hins vegar að ef tak-
mark stjórnvalda er hagkvæmni og
réttlát skipting arðs af auðlindinni er
nánast borðliggjandi að breyta á fisk-
veiðistjórnunarkerfinu og taka upp
uppboð á veiðiheimildum.
Hér á eftir fara helstu þættir í skyn-
samlegri útfærslu á uppboði á veiði-
heimildum. í stuttri blaðagrein eins og
þessari er því miður ekki hægt að gera
ítarlega grein fyrir öllum smáatriðum
slíkrar útfærslu, sérstaklega í ljósi
þess að sumir þættir uppboðsins eru
nokkuð flóknir. Þeim sem hafa áhuga
á nákvæmari lýsingu bendi ég á grein-
ina Uppboð á veiðiheimildum sem er
aðgengileg á slóðinni http://www.
princeton.edu/~steinson.
Uppboð með löngum
aðlögunartíma og löngum
gildisf íma veiðiheimilda
í fyrsta lagi þarf uppboð á veiði-
heimÚdum að gera ráð fyrir löngum
aðlögunartíma. Skynsamlegur aðlög-
unartími væri á bilinu tíu til tuttugu
ár. Tuttugu ára aðlögunartími myndi
þýða að á hverju ári fyrstu tuttugu ár-
in eftir kerfisbreytinguna væru 5% af
núverandi varanlegum veiðiheimild-
um tekin af kvótahöfum og boðin út.
I öðru lagi ætti gildistími þeirra
aflaheimilda sem boðin væru út að
vera langur, t.d. 20 ár. Það er, rétt-
indin sem ríkið byði út ættu að veita
eiganda sínum réttinn til þess að
veiða ákveðið hlutfall af leyfilegum
heildarafla á hverju ári í tuttugu ár.
Eftir þessi tuttugu ái' renna réttindi
eigandans út og ríkið býður aftur
upp sömu réttindin fyrir næstu tutt-
ugu ár.
Uppboð með löngum aðlögunar-
tíma og löngum gildistíma veiðiheim-
ilda hefur nokkra veigamikla kosti
fram yfir einfaldari uppboð. I fyi'sta
lagi kæmi slíkt uppboð í veg fyrir
óhóflega rekstraróvissu í sjávarút-
vegi. 1 uppboði með stuttum gildis-
tíma veiðiheimilda, t.d. 1 ár, myndu
fyrirtæki í sjávarútvegi búa við mikla
óvissu þar sem þau vissu ekki fyrir-
fram hvað þau myndu
ráða yfir miklum afla-
heimildum í framtíðinni.
Slík rekstraróvissa skap-
ast hins vegar aðeins
þegar stór hluti kvótans
er boðinn upp á sama
tíma. Með löngum gildis-
tíma veiðiheimilda yrðu
aðeins 5% kvótans boðin
út í einu. Vel rekin sjáv-
arútvegsfyrirtæki
myndu þá haga kvóta-
eign sinni þannig að þau
lentu aldrei í því að stór
hluti hennai' rynni út á
sama tíma.
I öðru lagi kæmi upp-
boð með löngum aðlögunartíma og
löngum gildistíma í veg fyrir að tekj-
ur ríkisins af uppboðinu verði veru-
lega sveiflukenndar. Ef uppboðið
gerði ráð fyrir stuttum gildistíma
veiðiheimilda færi verðið á uppboðinu
að verulegu leyti eftir ástandi fiski-
stofnanna á hverjum tíma og myndu
því sveiflast á sama hátt og stofn-
stærðir. Ef hins vegar uppboðið gerði
ráð fyrir löngum gildistíma færi verð-
ið að miklu meira leyti eftir meðal-
stærð stofnanna.
I þriðja lagi má benda á það að
uppboð með löngum aðlögunartíma
skilur stóran hluta af framtíðarrent-
unni eftir hjá núverandi kvótahöfum.
Útgerðarmenn ættu því að taka bet-
ur í slíkt uppboð en uppboð með
stuttum aðlögunartíma. Uppboð með
löngum aðlögunartíma ætti því að
vera auðveldari leið frá pólitísku
sjónarhorni.
Forkaupsréttur
fyrir smábáta
Ein algengustu rökin gegn uppboði
á veiðiheimildum eru að óhjákvæmi-
leg afleiðing þess sé að allur kvótinn
færist á fárra hendur þar sem smærri
fyrii-tæki hafi ekki bolmagn til þess
að keppast um kvóta við stærri fyrir-
tæki á uppboði. Sérstaklega hefur
verið bent á að samkeppnisstaða
smábáta væri ómöguleg ef tekið væri
upp uppboð á veiðiheimildum.
Tvenns konar ástæður gætu valdið
því að smábátaeigendur og lítil sjáv-
+
arútvegsfyrirtæki hafi
ekki bolmagn til þess að
keppa við stærri útgerð-
ir á uppboði. Annað-
hvort ráða slíkar útgerð-
ir ekki við að búa til
raunhæf boð, t.d. vegna
upplýsinga- eða kunn-
áttuleysis; eða þá að
þær ráða ekki við að
greiða jafn hátt verð
fyrir veiðiheimildir og
stærri útgerðir.
Rétt hönnun á upp-
boði getur auðveldlega
komið í veg fyrir að upp-
lýsinga- og/eða kunn-
áttuleysi smærri út-
gerða sé vandamál, sérstaklega hvað
smábáta varðar. Þetta er gert með
því að byggja forkaupsréttarákvæði
inn í uppboðið. Mikilvægt er hins
vegar að forkaupsréttarákvæðin séu
af ákveðinni gerð til þess að þau valdi
ekki óhagkvæmni. Þrjú atriði eru
mikdvægust í þessu sambandi. I
fyrsta lagi þarf að vera hámark á því
magni sem hver aðili má taka frá. I
öðru lagi má slíkur smábátakvóti ekki
vera framseljanlegur fyrr en að
nokkrum árutn liðnum. Og í þriðja
lagi ætti verðið á slíkum kvóta ekki
að vera fyrirfram ákveðið heldur ætti
það að vera sama verð og þeir greiða
sem fá kvóta á sjálfu uppboðinu.
Þessi þrjú ákvæði tryggja þrennt. I
fyrsta lagi tryggja þau smábátum að-
gang að kvóta. I öðru lagi tryggir
ákvæðið um skertan framseljanleika
að aðeins sé hagkvæmt fyrir þá sem
standa í útgerð að taka frá afla á
þennan hátt. Þetta er mikilvægt til
þess að koma í veg fyrir að stærri
fyrirtæki geti komið sér hjá því að
keppast um kvóta á uppboðinu með
því að safna kennitölum. Loks er
tryggt að smábátaútgerðii' geti ekki
dregist verulega aftur úr stærri út-
gerðum hvað hagkvæmni snertir þar
sem þeim er gert að greiða jafn hátt
verð fyi'ir sínar fráteknu aflaheimild-
ir og stóru fyrirtækin greiða fyrir það
sem þau fá á uppboðinu.
Ef hins vegar vandi smárra út-
gerða felst í því að þær ráði ekki við
að greiða jafn hátt verð fyrir afla-
heimildir og stærri útgerðir getur
það aðeins stafað af því að þær séu
óhagkvæmari en stærri útgerðir.
Slíkt vandamál er aðeins hægt að
„leysa með niðurgreiðslum. En niður-
greiðslur eru auðvitað ekki lausn á
óhagkvæmni smárra útgerða heldur
aðeins tæki sem stjómvöld geta not-
að til þess að halda lífí í óhagkvæm-
um sjávarútvegsfyrirtækjum á kostn-
að samfélagsins. Niðurgi-eiðslur eru
því ekki hluti af skynsamlegri út-
færslu uppboða á veiðiheimildum
nema ef til vill niðurgreiðslur til
skamms tíma sem hluti af aðlögunar-
ferli fyrir smæmi byggðarlög.
Raunar er mikilvægt að skilja eitt
varðandi þetta meinta vandamál
smárra útgerða. Sú staðreynd (þ.e. ef
hún er sönn) að smáar útgerðir yrðu
illa úti við upptöku uppboðs á veiði-
heimildum felur í sér áfellisdóm á
hagkvæmni núverandi fiskveiði-
stjómunarkerfis. Með því að halda
slíku fram er í rauninni verið að segja
að óhagkvæm sjávarútvegsfyrirtæki
sem uppboð myndi útrýma snarlega
fái þrifíst innan núverandi fiskveiði-
stjómunarkerfis. Getur það verið?
Svo sannarlega. Frjálst framsal er
nefnilega ekki eina skilyrðið sem þarf
að vera fullnægt til þess að kvótinn
færist til þeirra sem best geta nýtt
hann eins og svo oft hefur verið hald-
ið fram í umræðunni um kvótakerið.
Onnur gmndvallarforsenda slíks ferl-
is er að vii'k samkeppni ríki bæði á
kvótamarkaði og fjármálamörkuðum.
Ekki þarf að rýna mikið í þessa
markaði hér á Islandi til þess að átta
sig á því að þeir eru mjög ófullkomn-
ir. Augljósasta vísbendingin um þetta
er hið gríðarlega ósamræmi sem er
milli verðs á varanlegum veiðiheim-
ildum og markaðsverðs sjávarútvegs-
fyrirtækja. Markaðsverð kvótaeignar
nánast allra fyrirtækja á Islandi er
hærra en markaðsverð fyrirtækjanna
sjálfra. Ef kvótamarkaðurinn og fjár-
málamarkaðir væru virkii' myndi
slíkt ástand ekki vara lengi. Hagnað-
artækifærið leynir sér ekki. Núver-
andi fiskveiðistjórnunai'kerfi sem
byggist aðeins á frjálsu framsali virð-
ist því ekki vera nóg til þess að ná
fram hagkvæmni í sjávarútvegi.
Einn helsti kosturinn sem uppboð
á veiðiheimildum hefur fram yfn- nú-
verandi fiskveiðistjórnunarkerfi er að
uppboð líkir betur eftir fullkominni
samkeppni en núverandi kvótamark-
aður. Uppboðið myndi því leiða til
meiri hagkvæmni en núverandi kerfí
þar sem það myndi leiða til þess að
veiðiheimildir færðust til þeirra sem
best gætu nýtt þær mun hraðar en
innan núverandi kvótakerfis.
Ákvæði gegn óhóflegri
samþjöppun aflaheimilda
Ef pólitískur vilji er fyrir því að
tryggja enn dreifðari eignaraðild á
veiðiheimildum en fyrrnefnd for-
kaupsréttarákvæði myndu leiða af
sér er auðvelt að byggja slíkt inn í
uppboð. Það er einfaldlega hægt að
banna sama aðilanum (eða tengdum
aðilum) að bjóða í meira en tiltekið
hlutfall af heildaraflanum í hverri
tegund. Þetta væri auðvitað ekki nóg
til þess að tryggja dreifða eignarað-
ild þar sem stór sjávarútvegsfyrir-
tæki gætu keypt kvóta á eftirmark-
aði. En jafn auðvelt er að setja lög
um það að sami aðilinn (eða tengdir
aðilar) megi ekki eiga nema ákveðið
hlutfall af heildaraflaheimildum í tii-
tekinni tegund. Það er því hin mesta
fjarstæða að uppboð á veiðiheimild-
um leiði óumflýjalega af sér of mikla
samþjöppun veiðiheimilda á fárra
hendur.
Vickrey-uppboð með
mörgum umferðum
Bæði fræðilegar niðurstöður hag-
fræðinga og reynsla annarra þjóða
bendir til þess að skynsamlegast væri
að nota tiltölulega flókna uppboðs-
gerð við uppboð á veiðiheimildum.
Mikilvægt er að sem flestar tegundir
séu boðnar út samtímis með uppboði
sem býður upp á margar umferðh'. í
fyrsta lagi minnkar slíkt uppboð
óvissuna sem bjóðendur búa við bæði
vegna þess að þeir sjá hvað hinir hafa
verið að bjóða og einnig vegna þess
að þeir geta verið vissir um að þeir
muni fá annað tækifæri til þess að
bjóða ef þeim mistekst í tÚtekinni
umferð. I öðru lagi er slíkt uppboð
mikilvægt þar sem verðmæti kvóta-
eignai' í einni tegund er oft háð
kvótaeign í öðrum tegundum. Ef
kvóti í mörgum tegundum er boðinn
upp samtímis gefur það bjóðendum
færi á að búa til hagkvæmar sam-
setningar af kvóta mismunandi teg-
unda og/eða hætta við að bjóða í eina
tegund og bjóða í staðinn í aðra ef sú
fyrri verður of dýr.
Þar að auki er skynsamlegt að not-
að sé svokallað Vickrey-uppboð. I
Vickrey-uppboði borga bjóðendur
samþykktra boða ekki það verð sem
tiltekið er í þeirra boði heldur verð
sem ræðst á nokkuð flókinn hátt af
öllum hinum boðunum sem bárust.
Bæði fræðilegar niðurstöður hag-.
fræðinnar og reynsla annarra þjóða
benda til þess að Vickrey-uppboðið
sameini betur en önnur uppboð
markmiðið um að hagkvæmni og há-
mark tekur til uppboðshaldara. Fyrir
ítarlegri umfjöllun um Vickrey-upp-
boð svo og aðrar uppboðsgerðir vísa
ég lesendum á greinina Uppboð á
veiðiheimildum sem ég nefndi hér að
ofan.
Uppboð, ekki
uppboðsmarkaður
Loks vil ég taka það fram að þess-
ai' tillögur gera ráð fyrir að uppboð á
veiðiheimildum fari fram einu sinni á
ári. Hér er ekki verið að tala um svo-
kallaðan uppboðsmarkað eins og hef-
ur verið við lýði á kvótamarkaði. Á
milli þessara uppboða er auðvitað
skynsamlegt að frjálst framsal afla-
heimilda sé leyfilegt (sjá þó ákvæði
um forkaupsrétt smábáta). Ef tekið
væri upp uppboð á veiðiheimildum
myndi því markaður með veiðiheim-
ildir um margt líkjast markaði með
ríkisskuldabréf. Ríkið selur ríkis-
skuldabréf á uppboði með reglulegu
millibili. Þess á milli ganga ríkis-
skuldabréfin kaupum og sölum á
frjálsum markaði.
Af þessu sést að með skynsamlegri
hönnun á uppboði á veiðiheimildum
er hægt að leysa flest ef ekki öll þau
vandamál sem bendluð hafa verið við
uppboðsleiðina. Þar að auki hefur,
uppboðsleiðin a.m.k. tvo mikilvæga
kosti fram yfir núverandi kvótakerfi.
Með uppboði myndi stór hluti af
framtíðarrentunni renna til ríkisins.
Ríkið gæti notað þetta fé annaðhvort
til að lækkað skatta eða einfaldlega
sent öllum landsmönnum sinn hluta
rentunnar af sameigninni í fomi
ávísunar einu sinni á ári. Uppboðs-
leiðin hefur einnig þann kost að hún
leiðir af sér mun meiri hagkvæmni í
sjávarútvegi þar sem aflaheimildir
munu leita hraðar til þeirra sem bet-
ur geta notað þær en innan núver-
andi kerfis. Uppboð á veiðiheimildun/
fæli því í sér bæði aukna hagkvæmni
og réttlátari skiptingu ai'ðs. Það er
því erfitt að finna rök fyrir því af
hverju við ættum ekki að taka upp
uppboð á veiðiheimildum.
Höfundur er Imgfræðinemi, sem
stundar nám við Princeton-háskóla
í Ban daríkjun um.