Morgunblaðið - 24.11.1999, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ropað fyr-
ir hugsj ón
„Það gerðist margt í sálinni í kúnum,
sem mér var alveg óskiljanlegt, og hugs-
aði égþó oft um það. “
Eftir Kristján
Jónsson
SAGT er að flest dýr
kunni sér magamál en
þóervitað að beljur
geta farið sér að voða.
Komist þær í eitthvað
sem þeim finnst óviðjafnanlegt
hnossgæti eiga þær til að éta svo
mikið að þær sprengja innyflin
og drepast.
Við erum ekki eins og beljur
eða naut, að minnsta kosti ef
marka má dýrafræðinga. Þeir
benda á margvíslegan mun og
auk þess erum við með ódauð-
lega sál fram yfir jórturdýrin. En
við eigum samt við sams konar
vanda að stríða og þau og hann
11 er miklu tíðari hjá okkur.
Ofát.
Þá er ég ekki að tala um að fá
sér öðru hverju góðan mat sem
kitlar bragðlaukana, dreypa á
gómsætu víni með og lofa þannig
gæsku Skaparans í verlti. Heldur
það sem hendir okkur flest og
UUUnDC sumaalltof
VltlnUKr oftaðtroðaí
sig dag eftir
dag svo mikl-
um mat að
líkaminn hefur alls ekki við og
verður að breyta drjúgum hluta
af eldsneytinu í forða sem við
köllum spik.
Sjúkdómarnir sem herja á
okkur Vesturlandamenn eru
flestir af því taginu sem kennt er
við menningu með dálítið undar-
legu formerki. Þá er átt við að
það séu neysluhættir okkar, auk-
ið langlífi og minnkandi líkamleg
áreynsla sem valda þeim.
Innst inni vitum við þetta öll.
En samt finnst okkur nú þægi-
legra að heyra lækna og aðra
starfsmenn heilbrigðiskerfisins
tala um lyf og aðgerðir en að
heyra þá skamma okkur fyrir
matgræðgi, leti og ómennsku.
Við gerum þá kröfu til þeirra að
þeir finni ráð sem geri okkur
kleift að halda áfram að láta und-
an freistingunum.
En þessi stöðuga viðleitni til
að aftengja orsök og afleiðingu
gæti orðið banamein menningar-
innar sem sjúkdómarnir eru
kenndir við. Hún gæti étið sig í
hel.
Eftir nokkra áratugi verður
gamalt og lasburða fólk hlutfalls-
lega mun fleira en nú. Skiptir
engu máli, segja bjartsýnis-
mennimir, með aukinni tækni
verður auðlegðin svo mikil að
nóg verður afgangs til að verja í
velferðina. En ekki mega allir
vera lasburða, einhverjir verða
nú að hafa fótaferð.
Samkvæmt meðaltalsútreikn-
ingum eru íslensk böm nú að
verða svo feit og slöpp að læknar
sjá fram á stóraukna tíðni hvers
kyns hjarta- og æðakerfis-
sjúkdóma þegar þessi sömu böm
verða fullvaxin. Óg ekki getum
við sagt að þau geti bara sjálfum
sér um kennt eða hvað? Það er
fullorðna fólkið sem framleiðir
allt kókópöffsið, gosið og sykur-
leðjumjólkina. ,,Markhópurinn“
er börn.
Og það er fullorðið fólk með
dómgreind sem kaupir sullið og
leðjuna vegna þess að börnin
heimta það. Eftir að hafa horft á
óteljandi sjónvarpsauglýsingar
sem sýna eldhressa krakka
spæna þetta í sig, fyllast orku og
andagift og ganga allt í haginn.
Að sjálfsögðu er hægt að bera
Ur Húsdýrin á Hala eftir Þórberg Þóróarson.
því við að allir viti að logið sé í
auglýsingum en hvemig í ósköp-
unum er hægt að ætlast til þess
að uppalendurnir, hver fyrir sig,
geti yfirleitt útskýrt það fyrir
börnuiíum?
Þeir era að berjast við svo
miklu öflugra lið þjálfaðra og vel-
menntaðra markaðsfræðinga
sem gæta þess í samráði við ann-
an hagsmunaaðila í matvöra-
versluninni, verslunarstjórann,
að raðað sé þannig í hillurnar að
böm í fylgd með fullorðnum taki
vel eftir öllu sem er gott á bragð-
ið. Nammið er stundum haft í
neðstu hillunum til að tryggja
enn betur árangurinn.
Hvei’nig er það með lýsið sem
allir segja að sé hollt en öllum
finnst bragðvont? Ef við hellum
dálitlum sykri út í er lýsið ekki
alveg jafnhollt og áður en hvar
era mörkin? Við 50%? Þá hlýtur
sykurinn að vera orðinn jafnvíg-
ur og hollustan og blandan dæm-
ist varla hollustufæða lengur.
Eitthvað svipað hlýtur að eiga
við um allan næringamka og
holla matinn sem smyglað er of-
an í böm og unglinga með því að
lauma honum í sykur. Eða öfugt.
Ég veit vel að þetta hljómar
eins og tugga. Löngu dauðir og
líka afturgengnir kommúnistar
tala svona þegar þeir reyna að
sýna almenningi fram á að taum-
laus markaðshyggjan muni gera
okkur öll að öpum. Þegar alþýðu-
frelsararnir vora uppi vildu þeir
fá að stýra framleiðslunni fyrir
okkur og vegna reynslunnar af
þeim stjórnháttum viljum við
ekki meira af slíkum ráðstjóm-
um.
Þeir voru ölvaðir af ofstýring-
arhyggjunni og hugmyndir
þeirra dóu úr sulti sem er ekkert
skárra en að kafna í spiki. Og illa
granduð þórðargleði þeirra yfir
velmegunarvandanum breytir
ekki því að viðvaranir um taum-
leysi, hvort sem það er í stýringu
á samfélagsþróun eða dugnaði
við sölumennsku, eiga alltaf rétt
á sér. Hvað er hægt að gera ann-
að en reyna að lemja frá sér þeg-
ar kaupmenn og framleiðendur
beita stanslausri og ósvífinni inn-
rætingu með sama hætti og gert
var í alræði öreiganna?
Þótt við beitum reglum mark-
aðsaflanna við framleiðslu á vör-
um og þjónustu er ekki búið að
firra þá sem selja allri ábyrgð.
Þeir era ekki viljalaus peð heldur
menn og geta sett sér innbyrðis
reglur sem takmarka offorsið í
sölumennskunni. Þeir geta líka
reynt að velta því fyrir sér hvort
þeir vilji að þeirra eigin böm og
bamabörn verði tannlausir og
ropandi offitusjúklingar fyrir
tvítugt.
Ætla þeir kannski að segja við
afkvæmin að vissulega sé slæmt
að svona hafi tekist til en öUu
verði að fórna fyrir hugsjónina?
Alltaf sé einhver fómarkostnað-
ur þegar barist sé fyrir góðum
málstað og aukinni markaðs-
hlutdeild?
Þá fyrst verður nú skrattanum
skemmt þegar liðsmenn mark-
aðshyggju, sem búið er að firra
viti og siðum, ganga í smiðju til
gömu félagshyggjufrömuðanna
og pólitísku bókstafstrúarmann-
anna til að útskýra að kenningin
sé æðri manninum. Hverjir hafa
þá eiginlega sigrað?
_________UMRÆÐAN
Dansað við
delluna
ENN einu sinni ger-
ast veiðiráðgjafar sek-
ir um hálfsannleika.
Mikilvægum gundvaU-
aratriðum um fall í
vaxtarhraða þorsk-
stofnsins í Barentshafi
undanfarin ár, er
sleppt við útskýringar
á hvað hafi valdið
minnkun stofnsins.
Ráðgjafar Alþjóða-
hafrannsóknarráðsins
hafa nýlega raðst í fjöl-
miðla með niðurstöðu,
áður en ríkisstjórn
Noregs hefur fengið
tækifæri tU að fjalla
efnislega um, - eða tekið afstöðu tU
málsins. Ráðgjafar tryggja þannig
pattstöðu í umræðunni og skapa sér
stöðu með fyrirfram ákveðinni nið-
urstöðu. Túlka svo að alla „óábyrga"
sem ekki dansa með dellunni. Hver
bað ráðgjafa að ryðjast fram fyrir
ríkistjórn Noregs með fuUyrðingar í
fjölmiðlum um aUan heim? Er þetta
tUraun tU valdaráns Alþjóðahaf-
rannsóknarráðsins á stjórnun veiða
í Barentshafi? Tekur svo Green-
peace við eftir nokkur ár?
Umhverfisverndarsamtök af
ýmsu tagi hafa verið að sæta lagi og
troða fæti mUli stafs og hurðar hjá
öllum alþjóðlegum apparötum þar
sem fiskveiðiráðgjöf kemur við
sögu. Yfirlýst markmið slíkra sam-
taka er að draga úr, eða stöðva nán-
ast allar fiskveiðar nema þá kannski
á stöng. Yfírþjóðlegar ráðgjafa-
stofnanir era því stórhættulegar,
með tilvísun til reynslu okkar af Al-
þjóðahvalveiðiráðinu sem við létum
plata okkur til hlýðni við fyrir 18 ár-
um og sitjum svo föst í feninu.
Þetta er a.m.k. í sjötta skiptið síð-
an 1983, þegar fallandi vaxtarhraða,
er sleppt, þegar ráðgjafar era að
túlka hvað hafi valdið óvæntri
minnkun þorskstofns í N-Atlants-
hafi. Afrakstur þessara stofna hefur
fallið um 2/3 og er nú aðeins 1/3 af
því sem var áður en ráðgjafar fengu
að ráða ferðinni. Aður fyrr var veitt
var það sem náttúran gaf með góð-
um árangri. Aldrei virðast hafa orð-
ið ofveiði á þorskstofnum í N-Atlan-
tshafi þ.e: - hækkandi vaxtarhraði,
- samfara minnkandi veiði!
1. Hérlendis féll vaxtarhraði
þorsks frá 1980-1983 um, nálægt
30%. Stofninn minnkaði því af þeirri
ástæðu um sömu prósentu. Aðrar
ástæður fyrir minnkun stofnsins
voru trúlega vegna versnandi um-
hverfisaðstæðna á þessum áram.
Ráðgjafar fullyrtu á þessum áram
(1980-1983) að ofveiði væri orsök að
minnkun þorskstofnsins hérlendis,
- þrátt fyrir að þeirra eigin mæling-
ar og rannsóknir sýndu bæði hrun í
vaxtahraða og versn-
andi umhverfisskil-
yrði. ,
2. Árið 1991 náði
vaxtarhraði þorsks
hérlendis svo sögulegu
lágmarki! Þá hafði
meðalvigt 7 ára þorsks
fallið úr um 5,8 kg milli
1970 og 1980 (fiskur
sem varð til og ólst upp
á köldu hafísáranum!).
- í aðeins 3,8 kg 1991.
Fall í meðalvigt 7 ára
þorsks var því um 2 kg/
fisk eða um 35%. Þetta
mikilvæga atriði hefur
aldrei fengist rætt efn-
islega, sem vísbending um að veiði-
álag hafi verið of lágt!
3. Við austurströnd Kanada var 7
ára gamall þorskur aðeins 2,87 kg
þegar Kanadamenn færðu land-
helgina út í 200 mílur 1978. Ná-
kvæmlega var farið eftir tillögum
ráðgjafa, árlega um 20% veiðiálag
(kjörsókn!) frá útfærslu landhelgi.
(fyrir liggja skrifleg gögn). Vaxtar-
hraði þorsks við Kanada austanvert
hægði jafnt og þétt á sér frá 1978 og
fylgt var ráðum ráðgjafa. 1990 var
norðursvæðið (Labrador) alfriðað
tU að byggja upp stofninn. Vorið
1992 virtist svo allur hrygningar-
stofninn drepast eftir hrygningu. -
(400 þús. tonn?) enda aðframkom-
inn af hungri eftir alla uppbygging-
una. Meðalvigt 7 ára þorsks hafði þá
lækkað út 2,87 kg 1978, - í um 1,2 kg
1992 og lækkaði enn, - í 0,83 kg árið
eftir, 1993 (2J- Labradorsvæði) Síð-
an hefur nánast engin veiði verið
þarna! Engin efnisleg umræða hef-
m- fengist um þetta nema ráðgjafar
sjálfir drottni og deUi hvað má ræða
og hvað ekki!
4. Meðalvigt 7 ára Grænlan-
dsþorsks sem gekk tU Islands árið
1980 (frá V-Grænlandi) var um 4,2
kg. Næsta Grænlandsganga kom
1990. Þá var það 6 ára þorskur,-
kynþroska og aðeins 1,2 kg (rúm-
lega undirmál). Uppbyggingin við
Grænland virðist því einnig hafa
mistekist! Þetta var líka túlkað of-
veiði.
5. Norður í Barentshafi var 7 ára
þorskur um 4,18 kg 1985 en féU nið-
ur í 3,01 kg 1989 í kjölfar fyrstu til-
raunar Norðmanna til að byggja
upp stofninn með því að draga úr
veiði. Tilraun þessi mistókst, en
samt var hrópað ofveiði 1989.
6. SkyndUeg uppsveifla umhverf-
isskilyrða í Barentshafi 1990 lag-
færði ástandið og hækkaði meðal-
vigt 7 ára þorsk á þessu svæði aftur
í 4,51 kg 1992. Þá var farið að mok-
veiðast á þessu svæði ráðgjöfum í
opna skjöldu. Meðalvigt þorsks í
Barentshafi hefur svo fallið jafnt og
Kristinn Pétursson
Fiskveidistjórn
Er ekki kominn tími til
að rannsaka, spyr Krist-
inn Pétursson, hvort
kenningar ráðgjafa séu
ekki vafasamar, eða
jafnvel orsök að ástand-
inu í Barentshafi nú?
þétt síðan 1992 og 7 ára þorskur
kominn aftur niður í um 3 kg 1998
og náð nú nýju sögulegu lágmarlti.
Enn heitir afleiðingin af tilraunum
ráðgjafa ofveiði. íslenskir fiskimenn
sem fóra í Smuguna era til vitnis um
gífurlegt sjálfát þorsks á þessum
slóðum þegar vaxtarhraði fór að
faUa aftur. Sjálfát þorsks getur að
vísu skUgreinst sem ofveiði ef ráð-
gjafar sunduriiða hvað þorskurinn
sjálfur ofveiddi sig um svo, ekki sé
síendurtekið verið að hengja bakara
fyrir smið!
Hvert er svo faglegt markmið
þess í dag, að draga úr veiði í Bar-
entshafi, nú þegar vaxtarhraði
þorsks þama hefur náð sögulegu
lágmarlti? Er það til að viðhalda eða
auka sjálfát þorsks og framkalla
hugsanlega svipað ástand og við
Labrador1992?
Nýlega kom fram í fréttum að
ríkisstjórnir við N-Atlantshaf ætli
að láta rannsaka þessi málefni. Eiga
þá sömu menn að rannsaka málið og
hafa verið að gefa ráðin allan tí-
mann? Er ekki kominn tími til að
rannsaka hvort kenningar ráðgjafa
séu ekki vafasamar, - eða jafnvel or-
sök, - að ástandinu í Barentshafi nú.
(og Labrador 1992?) Klíka örfárra
ráðgjafa getur varla rannsakað eig-
in ráðgjöf á hlutlausan hátt. Enda
stangast slík endurskoðun á við
stjórnsýslulög og almennar venjur í
endurskoðun. Hvað varð um sex
metárganga af þorskseiðum í Bar-
entshafi 1991-1996?(!!)
Ráðgjafar beita endurtekið hálf-
sannleika þegar þorskstofnar
minna. Sleppt er að segja frá hrani í
vaxtarhraða, sjálfáti og hungur-
dauða sem fylgifisk tilraunastarf-
semi þeirra við, - að draga úr veiði
til að byggja upp stofninn. Er ekki
frekar augljóst að sjálfát vaxi þegar
hungur sverfir að fiskistofni?
Reiknilíkan ráðgjafa er svo fráleitt
að það skilgreinir lækkandi vaxtar-
hraða, sjálfát og hungurdauða, eins
og fiskiskip hafi veitt þann fisk sem
vantar í bókhaldið. Þannig verða til
fullyrðingar ráðgjafa um ofveiði og
of stóran flota. Flestar fullyrðingar
ráðgjafa era þannig byggðar á
hálfsannleika, ágiskunum eða tilgát-
um út í loftið.
Stephan G. Stephansson kvað:
Hálfsannleikur oftast er,
óhrekjanleg lygi.
Höfundur er framkvæmdasljóri.
„ffin stóra siðferðis-
spurning../4
HJÁLMAR Árna-
son, alþingismaður og
formaðui' Iðnaðar-
nefndar Alþingis, ritar
grein í Morgunblaðið
(12.10.1999) og varpar
íram eftirfarandi
spumingu: „Hin stóra
siðferðisspurning okk-
ar er því hvort við vilj-
um neita þjóðum
heimsins um ... að-
gang að orkunni. Þar
með værum við í raun
að ákveða að t.d. ál
skuli framleitt með
kjarnorku, olíu eða kolum einhvers
staðar í heiminum. Viljum við það?
Og eram við tilbúin að láta afkom-
endur okkar taka afleiðingunum?"
Hjálmar Ámason
segii- frá ferðalagi til
Portúgals. Hann flaug
yfir lönd og borgir þar
sem mengunarskýin
grúfðu yfir í góða veðr-
inu. Það kemur oft fyr-
ir að heimspekilegir
þankar leiti á menn í
gluggasætum flugvéla
og í huga Hjálmars
vaknaði spm'ningin um
siðferðilega ábyrgð ís-
lendinga í menguðum
heimi. Spurningar um
siðferðilega ábyrgð
era flóknar, ekki síst ef þær eru
settar í stórt samhengi þar sem vel-
ferð mannkyns hangir í metaskál-
um. Sá sem horfir á heiminn úr
Guðmundur E.
Sigvaldason
30.000 feta hæð getur átt í erfiðleik-
um með að átta sig á stærðarhlut-
fóllum útsýnisins. Það er auðvelt að
ætla að bjarga heiminum meðan
maður situr spenntur í sætisólar of-
an við veðrahvörf. Þau áform
minnka oft í sniðum þegar menn era
lentir í mannhafi stórborgar, áhrifa-
lausir fulltrúar örþjóðar.
Grein Hjálmars er athyglisverð
og þar kemur tvennt til. Annars
vegar er um mjög neikvæða, að
mínu mati ámælisverða, hlið í málf-
lutningi hans, hins vegarmjög já-
kvætt og framsýnt áhugamál, sem
full ástæða er til að taka alvarlega.
Neikvæða hliðin felst í tvöföldu sið-
ferði, tvískinnungi, sem Landsvir-
kjun og sumir verkfræðingar hafa
reynt að halda að fólki. Hjálmar