Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 39

Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 39. UMRÆÐAN i I Sjoppukarlar o g blaða- mennska S J OPPUKARLAR eru þeir blaðamenn nefndir sem hverfa úr blaðamennsku í upp- lýsinga-, auglýsinga eða almannatengslast- örf á vegum iýrir- tækja, stofnana og hagsmunasamtaka. Upp á síðkastið hefur nokkur umræða verið um þennan flótta blaða- og fréttamanna úr stéttinni. Nokkru púðri er eytt í að koma höggi á fyrrverandi- kollega; DV birti þversíðufrétt til að gera gys að nýráðnum blaðafull- trúa fyrirtækis í Hafnarfirði. Þegar kárínum og skensi sleppir virðist heiðarlegt tilhlaup gert til að skil- greina blaðamenn andspænis al- mannatenglum og auglýsingafólki og er það vonum seinna. Blaðamenn hafa átt erfitt með að halda utan um sig sem stétt. Kenn- arar hafa farið þá leið að fá löggild- ingu sem krefst tiltekinnar próf- gráðu. Þeir sem starfa við kennslu án réttinda eru leiðbeinendur og settir skör lægra. Blaðamenn geta tæplega beitt sömu brögðum og stéttarfélög kennara. I fyrsta lagi er minnihluti íslenskra blaðamanna með próf í blaðamennsku og fjöl- miðlun. I öðru lagi er nærri mál- frelsinu höggvið ef stéttarfélag blaðamanna færi að setja eigendum fjölmiðla skilyrði um hverja mætti ráða til að skrifa fréttir. Hingað til hefur það fremur verið hlutverk blaðamanna að rýmka málfrelsi en takmarka þótt áhöld séu um hversu meðvitaðir starfandi blaðamenn eru um þetta hlutverk, eins og nán- ar verður vikið að. Þór Jónsson, fréttamaður á Stöð 2 og varaformaður Blaðamannafé- lagsins, segir í Speglinum á RÚV 10. nóv. sl. að blaðamenn verði sjoppukarlar vegna launanna. Sennilega skipta margir um starf, blaðamenn og aðrir, til að auka tekjurnar. En fieira kemur til. Blaðamennska sem fag hefur gjald- fallið verulega á síðustu árum. Einhæfni og óprúttnir eigendur Bjartsýnin sem var ríkjandi á síðasta áratug þegar séð var fram á að fjölmiðlar rifu sig frá beinni og óbeinni stýringu stjórnmálaflokka hefur vikið fyrir illum grun um að einhæfni og óprúttnir fjölmiðlaeig- endur geri meira en að taka tilbaka þann hag sem blaðmennskan hafði af því að komast undan áhrifavaldi stjórnmálaflokka. Á fáum árum hefur útgáfum snarfækkað. Blöð eins og Þjóðvilj- inn, Alþýðublaðið, Tíminn, Helgarpóst- urinn, Pressan, Ein- tak og Vikublaðið voru veikburða og með til- tölulega litla út- breiðslu. En líkt og sambærilegar útgáfur erlendis þjónuðu litlu blöðin því hlutverki að fitja upp á nýjungum og gera tilraunir með form og efni, iyrir utan þá lýðræð- islegu þjónustu að túlka minni- hlutasjónarmið. Stóru útgáfurnar nutu góðs af litlu blöðunum sem oft tóku mál á dagskrá er stærri fjöl- Fjölmiðlar Blaðamennska sem fag, segír Páll Vilhjálmsson, hefur gjaldfallið veru- lega á síðustu árum. miðlum hafði yfirsést eða vildu ekki fjalla um. Að því leytinu voru litlu útgáfurnar öryggisventill fjöl- miðlakerfisins í heild. Eigendur fjölmiðla á borð við DV og Dag annars vegar og hins vegar Stöðvar 2 og Bylgjunnar eiga víð- tækra viðskiptahagsmuna að gæta vítt og breitt í þjóðfélaginu. Hags- munir eigendanna hafa iðulega sett mark sitt á starfsemi ritstjómanna og bæði ný dæmi og gömul um óæskileg áhrif eigenda á fréttamat og fréttaflutning þessara fjölmiðla. Blaðamennska hér á landi líður íyrir einhæfni og hana setur niður þegar annarlegir viðskiptahags- munir fjölmiðlaeigenda eru yfir- þyrmandi á annarri hverri rit- stjóm. Fyrir bragðið verður lítt áhugavert að starfa á þessum vett- vangi og flótti er brostinn á liðið. Ábyrgð blaðamanna Blaðamenn bera sjálfir mikla ábyrgð á því hvemig komið er þótt þeir hafí takmörkuð áhrif á eignar- hald fjölmiðla og það hversu mörg blöð koma út. f slenskir blaðamenn Páll Vilhjálmsson leggja litla rækt við fagið sem þeir stunda. í skjóli þagnarinnar þrífast kyndugar hugmyndir um blaða- mennsku, svo ekki sé meira sagt, jafnvel hjá sjóuðum blaðamönnum. í fréttum Sjónvarpsins 9. nóv. sl. var sagt frá nýrri bók um Kára Stefánsson og Islenska erfðagrein- ingu. í inngangi fréttarinnar var skilmerkilega haldið til haga að bókin yæri skrifuð án blessunar Kára. f afkynningu á þessari stuttu frétt hnykkti fréttamaðurinn á því að bókin væri í óþökk Kára og Is- lenskrar erfðagreiningar. Hneyksl- unartónn fréttamannsins leyndi sér ekki og sú hugsun virtist hon- um framandi að í hversdagslegu lýðræðisríki er ekki tiltökumál þótt fjallað sé opinberlega um áberandi aðila í þjóðlífinu án samþykkis við- komandi. Fréttamaðurinn er eldri en tvævetur í starfi og minnti með grátbroslegum hætti á lítilþægnina sem er útbreidd á íslenskum rit- stjómum. íslensk blaðamennska er heim- ildastýrð í miklu ríkari mæli en tíðkast víðast hvar erlendis. Stjórn- málamenn em löngu búnir að átta sig á þessu og þeir tala um að eiga „innkomu“ í fjölmiðla. Algeng „inn- koma“ stjómmálamanna er í iyrir- spurnartímum á Alþingi þar sem sagt er frá fyrirspurn þingmanns og svari ráðherra. Oft fer mikil- vægi svarsins fyrir ofan garð og neðan vegna þess að samhengið vantar, hvað þá að farið sé ofan í saumana. Stéttarfélagið og orðræðan Þegar kemur að faglegri um- ræðu eru íslenskir blaðamenn dauðyfli. Á fundum Blaðamannafé- lagsins fer miklu meira íyrir um- ræðu um stöðu lífeyrissjóðsins, greiðslum vegna höfundarréttar og öðm er gefur magafylli en faglegri orðræðu. Varaformaðurinn leggur það til að þeir félagsmenn víki úr félaginu sem hefja störf hjá auglýs- ingastofum, hagsmunasamtökum og stofnunum. Vitanlega eiga þeir einir heima í Blaðamannafélagi Islands sem stunda blaðamennsku. En tillagan er sambærileg við að læknir ráð- leggi plástur við krabbameini. Varaformaðurinn beinir athyglinni frá aðalatriðinu sem er kreppa blaðamennskunnar á Islandi. Kem- ur það raunar á óvart að Þór Jóns- son skuli vera í þessu hlutverki því hann er einn af örfáum íslenskum blaðamönnum sem hafa gefið fag- legri umræðu gaum. Undirritaður er sjoppukarl, starfar að upplýsinga- og útgáfu- málum hjá opinberri stofnun, en var áður blaðamaður (auðvitað, það er jú skilgreiningin). Sjoppukarlinn þessi er þeirrar skoðunar að meiri reisn sé yfir fiestum starfsbræðr- um hans og -systrum en mörgum blaðamanninum. Höfundur er fulltrúi. Nám fyrir aðstoðarfólk í skólum ÞEIR sem barist hafa íyrir fjölgun leik- skólaplássa hér á landi hafa gjaman borið Isl- and saman við ná- grannalöndin á Norð- urlöndum í þeim efnum. Bamafólk sem verið hefur við nám og störf í þessum löndum hefur hrósað góðu ástandi þessara mála hjá frændþjóðum okk- ar. Nú hefitr leikskóla- plássum sem betur fer fjölgað víðast hvar hér á landi en þá bregður svo við að það vantar leikskólakennara. Hvað er til ráða? I Danmörku, Noregi og Svíþjóð er að finna starfsnámsbrautir á framhaldsskólastigi sem mennta fólk til starfa sem aðstoðarfólk á leikskólum. Hér er um að ræða námsbrautir sem urðu til upp úr 1990 og em eins og hálfs til þriggja ára langar. Allar gefa þær mögu- leika fyrir nemendur að halda áfram námi upp á háskólastigið með lítils- háttar viðbót. Lengst ganga Danir því þar er gert ráð fyrir eins og hálfs árs námi á framhaldsskólastigi og að því loknu geta útskrifaðir nemendur tekið inntökupróf í kennaraháskóla. Segja má að Leikskólar Reykja- víkur hafi tekið fyrsta skrefið að sambærilegu starfsnámi og finnst á hinum Norðurlöndunum þegai- stofnunin ákvað síðastliðið haust að bjóða starfsfólki með 230 stunda Sóknamámskeið upp á 500 stunda viðbótarnám á framhaldsskólastigi við Símenntunarstofnun Kennara- háskóla Islands til undirbúnings námi við leikskólaskor Kennarahá- skólans. Nám við Borgarholtsskóla Við Borgarholtsskóla, framhalds- skólann í Grafarvogi, hefur undan- farin þijú ár verið unnið að þróun námsbrautar fyrir þá sem vilja vinna leiðbeinenda- og umönnunar- störf með bömum, fötluðum, ungl- ingum og öldraðum. Fyrirmyndir að brautinni koma m.a. frá ofangreindu starfsnámi fyrir aðstoðarfólk í skól- um á hinum Norðurlöndunum en jafnframt hefur verið tekið mið af sambærilegu námi í Skotlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Það er reynsla skólans að margir þeir nem- endur sem útskrifast af brautinni fá vaxandi áhuga á störfum á þessu sviði og kjósa að halda áfram námi á bóknámsbrautum til stúdentsprófs til þess síðan að eiga kost á að hefja nám við KHÍ. Merkur áfangi náð- ist í ágúst síðastliðnum þegar Borgarholtsskóli undirritaði samning við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur um að bjóða upp á námskeið fyrir aðstoðarfólk í grannskólum Reykja- víkur. Var það að frum- kvæði Fræðslumið- stöðvarinnar og era námskeiðin metin til eininga inn á félags- þjónustubraut Borgar- holtsskóla fyrir þá sem vilja halda áfram námi. Mifdll áhugi er á þess- um námskeiðum um allt land og má sem dæmi nefna að námskeið fyrir stuðningsfulltrúa í Reykjanesbæ, Menntun Það er löngu orðið tíma- bært, segir Óttar Ólafs- son, að aðstoðarfólk í leikskólum og grunn- skólum eflist faglega. Grindavík og Sandgerði á vegum Miðstöðvar símenntunar á Suður- nesjum hófst fyrir skömmu sam- kvæmt sérstöku samkomulagi við Borgai’holtsskóla. Það er von Borgarholtsskóla að með samningnum við Fræðslumið- stöð Reykjavíkur sé stigið mikil- vægt skref í að þróa námsbraut fyrir aðstoðarfólk í leikskólum og grann- skólum í tengslum við félagsþjón- ustubraut skólans. Starfsgreinaráð í uppeldis- og tómstundagreinum er að leggja drög að endanlegu sldpu- lagi slíkrar námsbrautar og er von- andi að þau liggi fyrir innan tíðar. Það er löngu orðið tímabært að að- stoðarfólk bæði í leikskólum og grannskólum hér á landi eflist fag- lega og fái þann sess sem því ber í skólastarfinu. Eðlilegast er að slíkt nám fari fram á framhaldsskólastig-’* inu þannig að þeir sem vilja afla sér annarrar eða frekari menntunar síð- ar geti fengið námið metið í sam- ræmi við námskrár framhaldsskól- ans. Höfundur er kennslustjóri við Borgarholtsskóla. Óttar Ólafsson Hokkískautar: Reimaðir Stærðir 37-46 b. Verð aðeins kr. 9.338 Hokkískautar: Smelltir Stærðir 36-46 v Verð aðeins kr. 5.990 Listskautar:Vinil Hvítir: 28-44. Svartir: 33-46 Stærðir 28-36 U kr. 4.201. ‘ 'ý Stærðir 37-46 kr. 4.689 Smelluskautar: Stærðir 29-41 i Verð aðeins t kr. 4.989 Listskautar: Leður Hvítir: Stærðir 31-41 Verð aðeins kr. 6.247. Svartir: Stærðir 36-45 kr. 6.474 Nýjung: Skautar undir HYPNO J' linuskautaskó / kr. 4.823 Opið laugardaga frá kl. 10-14 Barnaskautar (Smelluskautar) | Stærðir 29-36 Verð aðeins jSlfe kr. 3.989 Skeifunni 11, sími 588 9890

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.