Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 40

Morgunblaðið - 24.11.1999, Side 40
40 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Samtökin „Hela Nor- den ska leva“ „HELA Norden ska leva“ eða - Norður- löndin lifi - eru frjáls félagasamtök, í raun ■ grasrótarhreyfing, sem sinnir menningar- og velferðarmálum. Landsbyggðin og hin- ar dreifðu byggðir, sem sannarlega eiga undir högg að sækja, eru aðaláhugamál samtakanna. Verið er að undir- búa stofnun íslenskra samtaka til þátttöku í norrænu samtökunum „Hela Norden ska leva“. Til skýringar á hvað þarna er á ferðinni fer hér á eftir yfirlit um starfsemi þessara félagasamtaka á hinum Norður- -Jöndunum. Markmið samtakanna er: a. Að nýta lýðræðislegar aðferðir til að virkja einstaklinginn þannig að hægt sé að mæta þörfum hans og vilja til að verða virkari í þróun samfélagsins. b. Að virða og standa vörð um frumkvæði einstaklingsins. c. Að byggja upp innra samskipt- anet staðbundinna, frjálsra félaga- samtaka til að stuðla að jákvæðri byggðaþróun og auknu lýðræði á Norðurlöndum. Að samtökunum standa eftirtalin samtök: „Hela Sverige ska leva“ í Sví- þjóð, „Norges Velferdssamfund" í Noregi, „Kyláverkko og det Svenska Byanetet" í Finnlandi, „Landsforeningen Af Landsbys- samfund“ í Danmörku. Bændasamtök Islands hafa verið í ákveðnu sambandi við samtökin af íslands hálfu, en þátttaka hefur verið takmörkuð. Stefnt er að því að taka baltnesku löndin með í samtökin, svo og þau sjálfstjórnarríki sem eru til staðar á Norðurlöndum. Starf landssamtaka í hverju landi fyrir sig. * Svíþjóð Próun landsbyggðarinnar, bæði í dreifbýli og minni þéttbýlisstöðum, er erfið í Svíþjóð. Ástæða þess er fólksfækkun, atvinnuleysi og sam- dráttur í þjónustu. Viðbrögð al- mennings við þessari þróun hafa verið að mynda skipulögð samtök sem hafa það að markmiði að berj- ast gegn þessari þróun og snúa þró- uninni við. Staðbundin félagasam- tök hafa verið mynduð í landinu í þessu skyni, og hefur þeim fjölgað úr 1.500 í 3.800 á síðustu fimm ár- um. í nær því öllum lénum er til staðar byggðaráð lénsins. I yfir þriðja hluta sveit- arfélaganna hefur ver- ið myndað byggðaráð sveitarfélagsins. A vegum landssam- takanna hefur annað hvert ár verið haldið „Landsbyggðarþing", þar sem safnast hafa saman yfir 1.000 manns til að ráða ráð- um sínum og herða baráttuna fyrir betra og öflugra mannlífi úti á landsbyggðinni. Markmið samtakanna í Svíþjóð er eftirfarandi: a. Að styðja og örva byggðaþró- unina. b. Að dreifa jákvæðri reynslu af staðbundnum verkefnum. c. Að hvetja til umræðu um stöðu landsbyggðarinnar og halda henni Norðurlönd s Akveðið er, segir Fríða - Vala Asbjörnsdóttir, að halda undirbúnings- fund að stofnun íslenskra samtaka. vakandi, m.a. með því að standa fyrir landsbyggðarþingi. d. Að stuðla að öflugra lýðræði á heimavelli og byggja upp þátttöku einstaklingsins og þekkingu. í Svíþjóð er gefið út tímaritið „Hela Sverige-bladet“. Pað hefur komið út frá ársbyrjun 1998 og kemur út um það bil fimm sinnum á ári. Það flytur fréttir af starfsemi og baráttumálum samtakanna. Danmörk „Landsforeningen Af Lands- bysamfund (LAL)“ er elst og lang- stærst þeirra samtaka sem berjast fyrir hagsmunum landsbyggðar- innar, dreifðra byggða og smærri samfélaga. Samtökin voru stofnuð árið 1976. Þau samanstanda af um 400 félögum en í þeim eru um 80.000 einstaklingar. Markmið samtakanna í Dan- mörku eru eftirfarandi: a. Að gæta hagsmuna dreifbýlis- ins og lítilla sveitarfélaga við setn- ingu laga og opinbera áætlanagerð. b. Að skapa atvinnustarfsemi í húsnæði sem tekið hefur verið úr notkun. c. Að nýta íbúðarhúsnæði, sem er ekki í notkun, fyrir félagsstarfsemi unglinga og eldra fólks. d. Að berjast fyrir tilveru lág- marksþjónustu í dreifbýli, s.s. skól- um, pósthúsum, leikskólum og verslunum. e. Að stuðla að auknu öryggi í umferðinni. , Fríða Vala Ásbjörnsdóttir Stimpilklukkukerfi SKERFISÞRÓUN HF. Fákafeni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfisthroun Sturtuhorn úr öryggisgleri meö segullæs- ingu, 4ra eða 6 mm þykkt. Verð fró kr. 29.750,- stgr. VHRSLUN FYRIR ALLAI Vib Fellsmúla Síml 588 7332 www.heildsoluverslunin.is Rfaiil stocrítebra] f. Að efla staðbundnar almenn- ingssamgöngur. g. Að stuðla að sjálfbærri orku- nýtingu. h. Að stuðla að atvinnuuppbygg- ingu með aðstoð fjarvinnslu. i. Að endurvekja kröfuna um at- kvæðagreiðslur ef leggja skal niður skóla. Noregur í Noregi er „Norges Velfor- bund“ þjónustufélag fyrir stað- bundin hagsmunasamtök þar í landi. Markmið samtakanna er að styðja frumkvæði og aðgerðir íbúa hinna dreifðu byggða og/eða ein- stakra sveitarfélaga þar í landi. I „Norges Velforbund" eru um 1.250 aðildarfélög með um 135.000 félagsmenn. Fjöldi aðildarfélaga eykst stöðugt. Finnland I samtökunum „Byaverksamhet I Finland" eru u.þ.b. 3.100 félagar. Samtökin voru stofnuð árið 1997 og byggja þau á ákveðinni undirstöðu sem var mynduð árið 1982 með stofnun samtaka sem störfuðu í áþekkum anda og samtökin starfa nú. Samtökin starfa sem regnhlífar- samtök fyrir aðildarfélögin og markmið þeirra er að standa vörð um hagsmuni einstakra sveitarfé- laga og/eða héraða ef á þarf að halda. Pau hafa stuðlað að og stutt uppbyggingu samvinnunets milli einstakra sveitarfélaga í þeim til- gangi að auka samskipti þeirra á milli, stuðla að bættum tengslum og auka flæði upplýsinga milli sveitarfélaga. Tilgangur með þátttöku Samtökin „Hela Norden ska leva“ voru stofnuð árið 1994 og hafa frá upphafi tengst Islandi þar sem verndari þeirra er Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti, og einn af stofnendum þeirra er Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmál- astjóri. ísland hefur hins vegar ekki átt formlega aðild að samtök- unum. En fyrir rúmum tveimur ár- um valdist undirrituð til þátttöku í stjórn samtakanna sem fulltrúi ís- lands með það að markmiði að á Is- landi yrðu stofnuð landssamtök sem mundu tengjast þeim nor- rænu. Nokkur vinna hefur verið lögð í undirbúning að stofnun svipaðra landssamtaka hér á Islandi og finn- ast á hinum Norðurlöndunum. Undirrituð ásamt tveimur öðrum stjórnarmönnum úr samtökunum „Hela Norden ska leva“ kynntu starfsemi sína á nokkrum stöðum hér á landi í júni sl. I framhaldi af þeirri heimsókn hefur nú verið ákveðið að halda undirbúningsfund að stofnun íslenski-a samtaka og ræða þar m.a. með hvaða móti hægt væri að fjármagna og þróa slíkt starf. Hér á landi starfa nú þegar ýmis félög sem vinna með ýmsu móti að framfaramálum í sinni heimabyggð og er einkum höfðað til þeirra að ganga í þessi samtök. Nú, þegar mikið er rætt um fólksflótta frá landsbyggðinni til Reykjavíkur- svæðisins, virðist full þörf á að taka höndum sman og vinna af krafti að eflingu atvinnu- og mannlífs í dreif- býlinu. Með bjartsýni að leiðarljósi hvetjum við alla sem áhuga hafa að mæta á þennan fund sem verður haldinn í Réttarholtsskóla sunnu- daginn 28. nóvember nk. og hefst kl. 14. Höfundur erformaður undirbún- ingsnefndar. Bcti'i (öt efif Klæðskeraverkstæöi _________Pantið_________ aldamótafatnaðinn núria! Sími 557 8700 „Evrópuvírus“ o g fullveldi í UMRÆÐUM á Alþingi á dögunum kom hugtakið „Evrópuvírus“ nokk- uð við sögu. Hugtakið er gjarnan notað af öflum sem eru and- snúin því að hugsan- leg aðild Islands að Evrópusambandinu (ESB) sé rædd í fullri alvöru. Peir sem haldnir eru „Evrópu- vírus“ eru einstakl- ingar sem eru á þeirri skoðun að það sé tímabært fyrir Islend- inga að fara í allsherj- ar naflaskoðun og endurmeta af- stöðuna til ESB. Fyrrverandi forsætisráðherra, sem hættur er afskiptum af stjórnmálum, lét orð falla í blaðaviðtali fyrir nokkru á þá leið að það væri merkilegt hve „Evrópuvírusinn" væri skæður í utanríkisráðuneytinu þar sem bæði núverandi og fyrrverandi ut- ESB Hefðbundnar skilgrein- ingar á fullveldi, segir Úlfar Hauksson, eiga ekki við í alþjóðakerfi nútímans. anríkisráðherra hefðu tekið „pest- ina“. En hvernig stendur á því að ráðherrar utanríkismála skuli fá þennan „vírus" umfram aðra stjórnmálamenn og að formaður stjórnmálaflokks sem íyrir nokkr- um árum hafði kjörorðið „X-B ekki EB“ gengur nú fram fyrir skjöldu og vill opna fyrir umræðu um hugsanlega aðild að Evrópusam- bandinu? Áunninn „vírus“ Nú er það ekki svo að „Evrópu- vírusinn" hafi hreiðrað um sig í ut- anríkisráðuneytinu og smitist þar manna á milli ómeðvitað. „Evrópu- vírus“ fá þeir sem kynna sér Evrópusambandið fordómalaust og komast að þeirri niðurstöðu að framtíðarhagsmunum Islands í samfélagi þjóðanna sé betur borg- ið innan ESB en utan. Má því segja að „Evrópuvírusinn" sé áunninn. Evrópusambandið er langmikil- vægasta viðskiptasvæði Islend- inga. Eðli málsins samkvæmt þarf utanríkisráðherra að setja sig vel inn í málefni ESB, sem er í stöð- ugri þróun og er orðið ein af um- fangsmestu og öflugustu samtök- um lýðræðisríkja í Evrópu. Ráðherra virðist gera sér fulla grein fyrir takmörkum EES- samningsins og mikilvægi þess að ræða hugsanlega aðild að ESB í fullri alvöru. Hann hefur hafnað þeirri þvermóðskufullu tortryggni sem einkennir málflutning margra sem telja Evrópusambandið ógnun við allt íslenskt. Fullveldishugtakið Pví er gjarnan haldið fram að full aðild að ESB myndi hafa í för með sér óviðunandi framsal á full- veldi og væri aðför að sjálfstæði Is- lendinga. Pessu er haldið að al- menningi án þess að nokkur umræða hafi farið fram á Islandi um hvað felst í hug- takinu fullveldi. Fullveldishugtakið hefur lengi vafist fyrir mönnum og í gegnum tíðina verið notað í margs konar merk- ingu um tengsl ríkis- valds og samfélags. Hin hefðbundna skil- greining á fullveldi segir það felast í full- um og óskoruðum yf- irráðum ríkisins á eig- in landsvæði. Það sé æðsta valdið, öllu valdi æðra innan ríkismarkanna. Par af leiðandi verður allt annað vald að lúta full- veldi ríkisins. Evrópusambandsþjóðirnar hafa að sönnu tekið á sig ýmsar skyldur hver við aðra og hafa gengið lengi-a en nokkur ríki í að veita hluta af valdi sínu til sameiginlegrar ráð- stöfunar. Það er þó ekki þar með sagt að fullveldi þeirra hafi minnk- að. Það verður að varast að líta á þessa þróun sem „zero-sum“ þ.e.a.s. að því meiri hluta fullveldis sem aðildarríkin veita ESB því minna haldi þau eftir. Pað má þvert á móti halda því fram að með Evrópusamrunanum auki þau beinlínis við fullveldi sitt. Kjarninn í þessu sjónarhorni er sá að sundr- uð hafa ríkin fremur lítið vald en með því að taka saman höndum á ákveðnum sviðum öðlast þau meira vægi en þau gætu nokkurn tíma á eigin spýtur. Ríkin hafa því ekki framselt fullveldi heldur deila því í vissum málaflokkum. Þrátt fyrir að hið lagalega full- veldishugtak sé mikilvægur grundvöllur fyrir stjórnskipun ríkja og alþjóðalaga eiga hefð- bundnar skilgreiningar á fullveldi ekki við í alþjóðakerfi nútímans þar sem þjóðríkin eru í auknum mæli háð hvert öðru. Við lifum á tímum „heimsþorpsins" þar sem landamæri ríkisins veita enga tryggingu gegn utanaðkomandi áhrifum og allt tal um efnahagslegt fullveldi og óskoruð yfirráð á eigin landsvæði eru einungis órar for- tíðar. Fullveldi ríkja takmarkast við það eitt að þau taki fullan þátt á þeim vettvangi þar sem ákvarðanir eru teknar. Evrópusambandið er þannig ekki skýring á því að hið félagslega og pólitíska fullveldi aðildarríkja er minna en á fyrri tímum. Það er liður í þróun sem hefði átt sér stað hvort sem er og er sambandið miklu fremur viðbrögð við þeirri þróun. Niðurstaðan er því sú að þjóðríki hafa ekki misst veigamik- inn hluta af fullveldi sínu til yfir- eða undirþjóðlegra stofnana. Hlut- verk þeirra hefur hins vegar breyst. Alþjóðleg samtök hafa í auknum mæli tekið við hlutverkum þess um leið og þjóðríkin hafa dregið úr miðstýringu sinni. Þrátt fyrir þetta er þjóðríkið mikilvæg- asti handhafi fullveldis og engin önnur stofnun eða samtök komast þar nokkursstaðar nærri. Höfundur er stjórnmálafræðingur og stundar nám í evrópskum sljórnsýslufræðum íBelgíu. Úlfar Hauksson Alltaf í leiðinni! Verslunarmiðstöðin Grímsbær v/Bústaðaveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.