Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVTKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 41.
JÓN Steinar Gunn-
laugsson verjandi hef-
ur skrifað Morgun-
blaðsgrein til varnar
sýknudómi Hæsta-
réttar frá 28. okt. í
máli manns sem
ákærður hafði verið
fyrir mjög alvarleg of-
beldis og kynferðis-
brot gagnvart dóttur
sinni allt frá ungum
aldri hennar. Þar sem
fyrirsögn greinar hans
er skelfileg rökleysa
er varla við því að
búast að þeir sem
gagnrýnt hafa aðferð-
h- réttarkerfisins og
Jón segir að átti sig ekki á sam-
hengi hlutanna, verði alls vísari við
lestur hennar. Lítum aðeins betur á
sam-hengi hlutanna hér.
Hvað er rétt er, hvað er rangt,
getur oft verið erfið spurning sem
bæði lögfræðingar og vísinda-menn
þurfa að glíma við. í vísindunum
ganga menn út frá ákveðnum
ósönnuðum skoðunum og nghalda í
þær þar til þær hafa verið afsann-
aðar og vísindin þar með fengið
nýjar ósannaðar skoðanir tii að ríg-
halda í þar til þær hafa verið af-
sannaðar o.s.frv. Öllum er frjálst að
beita hinni vísindalegu aðferð við
að afsanna hvað sem þeim dettur í
hug en vissulega finnst mörgum
þessar aðferðir og niðurstöður vís-
indanna tóm vitleysa. Vísindin eru
lygin, segja þeir hörðustu, sem
hrakin er úr einni afstöðunni í aðra.
Biblían það er hinn eilífi sannleikur
sem aldrei breytist. Sjálfsagt er
eitthvað til í fyrri setningunni en
það eru ekki þessir hjávísindamenn
sem eru að hrekja vísindin. Vísind-
in eru sjálf að afsanna eina rang-
hugmyndina eftir aðra í stöðugri
leit sinni að sannleikanum og hin
vísindalega aðferð leiðir sannleik-
ann í ljós fljótt og örugglega. Hjá-
vísindamennirnir eru stöðugt að
sanna eitt og annað sem vísindin
viðurkenna ekki. Þessar „sannanir"
fá almennt ekki inni í vísindaritum
vegna óvísindalegra vinnubragða
og þótt ekki væri vegna annars að
vísindin leitast ekki beint við að
sanna eitt eða neitt.
Markmið lögmanna er það sama,
þ.e. komast að hinu sanna í málinu
og aðferðir þeirra svipar um margt
til aðferða vísindanna. Þær minna
þó oft á hjávísindin og virðast þá
fyrst og fremst hannaðar til að gera
lögmönnum lífið létt. Það má segja
að þeir gefi sér íyrirfram ákveðinn
dóm og reyna síðan að sanna and-
stæðan dóm. Ef það gengur ekki
t.d. vegna þess að þeim sem falið
hefur verið að gera þetta eru of
önnum kafnir við aðra
dóma nú þá hefur bara
þessi fyrirfram gefni
dómur verið sannaður,
jafnvel í eitt skipti fyr-
ir öll. Hinn fyrirfram
gefni dómur er ein-
faldur, maður er
saklaus uns sekt er
sönnuð
I Bretlandi gilti á
tímum Agöthu Christ-
ie önnur regla. Þar var
maður saklaus þar til
dómarinn hafði kveðið
upp sektardóminn.
Gat hann það ekki nú
þá var hann saklaus
um aldur og ævi eða
hver man ekki eftir vitni saksókn-
arans, þ.e. Marlene Dietrich sem
hikaði ekki við að játa sektina strax
og sýknudómurinn hafði verið
Dómur
Fyrir lögfræðingum er
sönnunin því aðalatriðið,
segir Einar Júlíusson,
reyndar það eina sem
máli skiptir.
kveðinn upp?
Fyrir lögfræðingum er sönnunin
því aðalatriðið, reyndar það eina
sem máli skiptir. Hvort eða hve-
nær maðurinn drýgði glæpinn, það
er aukaatriði, kemur víst þessu
máli bara ekkert við. Maðurinn er
jafn sárasaklaus þó að hann sé
búinn að drýgja glæpinn ef að bara
sekt hans hefur ekki verið sönnuð á
þann hátt sem lögfræðingar einir
kunna skil á. Lögfullri sönnun eins
og Jón Steinar orðaði það. Og þótt
hann hafi játað glæpinn, það getur
heldur ekki talist nein sönnun, ís-
lenskir lögfræðingar hafa víst
margoft sýnt fram á það hversu al-
gengt er að menn játi á sig glæpi
sem þeir hafa aldrei drýgt.
Umrætt mál var afar einfalt frá
lögfræðilegu sjónarmiði eins og
Jón lýsir í grein sinni. Það lá engin
sönnun fyrir í málinu um þessi al-
varlegu brot, aðeins ásakanir stúlk-
unnar, svo Hæstiréttur kvað upp
sýknudóm.
Maðurinn er saklaus því sekt
hans hefur ekki verið sönnuð. Það
er því stúlkan sem er sek, hún hef-
ur logið þessu upp á föður sinn.
Hann hlýtur nú að geta farið í mál
við dóttur sína og ríkið og heimtað
fangelsisdóm og skaðabætur fyrir
þennan upplogna áburð.
Ætli tuttugu og sjö milljónir séu
ekki hæfilegar skaðabætur, en það
er sú upphæð sem ríkið, þ.e. skatt-
greiðendurnir, verða nú að reiða út
til Nígeríumannsins sem sakaður
var um að reyna að smygla E-töfl-
um til landsins án þess að nokkur
viðhlítandi sönnun lægi íyrir um
það að hann hefði sjálfur sett þess-
ar töflur ofan í tösku sína. Hæsti-
réttur sýknaði hann því auðvitað,
nema nokkrir dómarar sem skiluðu
séráliti og brugðust þar með skyld-
um sínum eins og Jón Steinar orðar
það.
Jón liggur ekkert á skoðun sinni
um sekt stúlkunnar. Margháttaðar
kringumstæður gerðu ásakanirnar
tortryggilegar og gátu skýrt rang-
an sakarburð hennar, segir hann í
grein sinni. En hvaða máli skiptir
það svosem? Varla er Jón Steinar í
fúlustu alvöru að halda því fram að
ef að stúlkan hefði ekki haft þessar
ástæður fyrir glæp sínum, þá hefði
orð hennar verið einhver sönnun
fyrir sekt föðurins? Teljast ósann-
aðar ásakanir stundum lögfull
sönnun og stundum ekki? Oft má
satt kyrrt liggja, og svona ótrúleg-
ur lapsus hjá þrautþjálfuðum verj-
anda, og það að rétturinn skuli yfir-
höfuð athuga hvort ásakanimar
séu tortryggilegar eða ekki getur
ekki þýtt annað en það, að innst
inni séu lögmennirnir sammála
okkur hinum, um að ásakanir kyn-
ferðisbrotaþola ættu að teljast lög-
full sönnun nema á þeim séu miklir
meinbugir.
Hér hefur alvarlegur glæpur
verið framinn. Annaðhvort hefur
faðirinn misnotað dóttur sína og
eyðilagt líf hennar allt frá bams-
aldri eða stúlkan hefur logið þessu
upp á föður sinn og með því reynt
að valda honum nokkurra ára frels-
isskerðingu. Seinni glæpurinn gæti
verið upp á svona 27 milljónir en sá
fyrri margfalt stærri ef við viljum
meta allt til peninga og viljum við
það ekki yfirleitt?
Eg veit ekki hvort heldur er og
vil ekkert um það vita. Eg er fyrst
og fremst að ræða hinar fráleitu
forsendur lögfræðinganna fyrir
dómum sínum almennt, fremur en
þennan ákveðna dóm. Eg ætla samt
ekkert að liggja á þeirri skoðun
minni að mér finnst þessar ásakan-
ir Jóns Steinars á hendur stúlkunni
ósæmilegar svo ekki sé meira sagt.
Mér finnst líklegra að glæpurinn sé
alvarlegri en upplognar sakir, sem-
sagt að faðirinn hafi misnotað
stúlkubamið. Það er alveg á hreinu
að það er margfalt, margfalt al-
gengara að feður misnoti dætur
sínar en að dætur ljúgi slíku upp á
feður sína. Öfugt við Jón Steinar
get ég alls ekki tekið ofan fyrir
Guðrúnu Erlendsdóttur fyrir þenn-
an dóm, né séð að virðing Hæsta-
réttar hafi vaxið við hann.
Höfundur er vísindamaður.
5>IzRmerktir
PENNAR OG SKRÚF-
J3LVASSSTAR
UMRÆÐAN
Hvenær
er sekur
saklaus?
Einar
Júlíusson
Hugheilar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
mér vinsemd og hlýhug á 90 ára afmœli mínu
þann 15. nóvember sl.
Guð blessi ykkur.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Dalbraut 27.
Einn sá glæsilegasti til sölu.,
01 0
j(7
Ekinn 95.000 km, 24 ventla dísil, upphækkaður, 38" dekk,
14" léttmálmsfelqur. rafmagn í öllu, læst drif framan oa aftan,
4,88 drif. 180 W kastarar, loftdæla, litaðar rúSur o. ff.
Uppl. í síma 892 3742.
Jólaskrautið frá Orrefors er
komió, hvenær kemur þú?
Þegar þú kemur f Leifsstöó áttu erindi í íslandica.
Ferðalangar koma í vöruvalið hjá okkur.
Komdu líka i íslandica
Leifsstöó Sími 425 0450
LONDON, PARÍS, NEW YORK
RÓM. EÐA
habitat
- Q'
' J-' 0
Opiö um helgar: laugard. 10-18 og sunnud. 13-17.