Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 42
^42 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Ferðaþjónusta
? á norðanverðum
og við hátíðleg tæki-
færi er gjaman talað
um að treysta þurfi
búsetu után höfuð-
borgarsvæðisins með
fjölbreyttara atvinnu-
lífi. Víst hefur margt
verið gert. Sumt hefur
" tekist vel en annað
miður. Tölur síðustu
misserin um flutninga
fólks á Suðvesturhom-
ið benda greinilega tíl
þess að ekki hafi verið
nægilega mikið gert í
þessum efnum og að
það þurfi að endur-
meta þá stefnu sem fylgt hefur verið
í byggðamálum.
Við leit að nýjum og fjölbreyttari
kostum til að skapa störf á lands-
byggðinni hefur gjaman yerið
staldrað við ferðaþjónustu. Á því
sviði er í sumum tilvikum hægt að
tala um að bylting hafi átt sér stað.
Nægir að benda á uppbyggingu á
i>aðstöðu fyrir ferðamenn, ferðaþjón-
ustu bænda og fjölbreyttari kostum
til að njóta útvem í einstakri nátt-
úrufegurð.
Einn þeirra landshluta sem hefur
átt undir högg að sækja á margvís-
legum sviðum er Vestfirðir. Vest-
firðingar hafa mátt þola marga
þrautina og á því hefur ekki orðið lát
eins og öllum er í fersku minni.
Einnig á Vestfjörðum hafa menn
af þrautseigju skyggnst um eftir
nýjum kostum til að styrkja byggð
_ og bæta mannlífið. Þar eins og á
ýmsum öðram stöðum hefur verið
litíð á ferðaþjónustu sem gimilegan
kost í þröngri stöðu.
Vesfirðingar vora seinni til en
aðrir að greiða götu ferðamanna.
Líf og starf snerist fyrst og
fremst um fiskinn sem nóg var af á
gjöfulum miðum svo að segja við
bæjardymar. Hver hönd hafði verk
að vinna og þörf fyrir fleiri. Vestfirð-
ingar vora sjálfum sér nægir. En á
þessu hefur greinilega orðið breyt-
ing eins og tölur um flutninga úr
fjórðungnum benda tíl.
Á síðustu áram hefur ferðaþjón-
usta orðið nokkuð blómlegur at-
vinnuvegur í byggðunum við ísa-
fjarðardjúp og ekki að ástæðulausu.
'F Ætli hér skipti ekki mestu að mati
sístækkandi hóps ferðalanga, sem
hafa á seinustu áram farið um svæð-
ið, einstæð og ægifögur náttúra og
fjölskrúðugt dýralíf.
En nú era blikur á lofti. Þótt ein-
staklingar hafi fjárfest
í smærri bátum sem
henta til skemmtisig-
linga í blíðviðri og á
sléttum sjó í Djúpinu
hafa ferðalangar um
norðanverða Vestfirði
fyrst og fremst treyst á
þjónustu djúpbátsins
Fagranessins. Hann
hefur að sumarlagi
haldið uppi reglu-
bundnum og áreiðan-
legum strandsiglingum
um svæðið. Þjónusta
hans hefur verið for-
senda þess að eldhug-
ar, afkomendur brott-
fluttra Homstrendinga, hafa getað
látið drauma rætast um að endur-
reisa fomar byggðir forfeðranna.
Hægt er að segja margar sögur af
seiglu og færni skipverja á Fagra-
Samgöngumál
Því verður ekki trúað að
rekstri Fagranessins verði
haldið í óvissu, segir Gylfí
Kristinsson, og hann
komist í þrot.
nesinu til að leggja sitt af mörkum í
þessu skyni. Þessir draumar hefðu
ekki ræst án siglinga Fagranessins.
Ekki hefði heldur verið hægt að
opna Homstrandimar fyrir hinum
fjölmörgu gönguhópum sem hafa
farið um svæðið á síðustu áram.
Því verður ekki trúað að rekstri
Fagranessins verði haldið í óvissu
og hann komist í þrot. Munu alþing-
ismenn horfa upp á það að Fagra-
nesið verði svipt þeim hlutfallslega
litla styrk sem það hefur notið en
sem hefur skipt sköpum um það að
endar hafa náð saman í rekstrinum?
Vaxtarbrodda í vestfirsku atvinnu-
lífi er að finna í ferðaþjónustunni.
Þeir hafa náð að dafna ekki síst
vegna tilvistar Fagranessins. Það
mun trúlega hafa slæm áhrif á ferða-
þjónustuna í heild á svæðinu verði
bundinn endi á starfsemi þess. Hér
er nauðsynlegt að skoða myndina í
heUd sinni og líta til lengri tíma en
eldd staldra við einstaka þætti og
láta lítið skUgreinda skammtíma-
hagsmuni byrgja sér sýn.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Vestfjörðum
Gylfi
Kristinsson
Föt á alla fjöisKyiduna
á frábæru versi
Fatamarkaðurinn Laugavegi 103
Sími: 562 3311
Baniaulpur
Hemifrakkar
Herrajakkar
Buxur
Dömupeysur
kcggings
Mamasizc nærbuxur
990.-
990.-
990,-
990.-
295.-
Einnig mikið úrval af vönduðum
bamafatnaði
UMRÆÐAN
Eg man... Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins
FYRIR nokkram
árum kom út bók eftir
Þórarin Eldjárn rit-
höfund sem bar titil-
inn Eg man. Þar lýsti
Þórarinn á snjallan
hátt ýmsum hlutum úr
fortíðinni. Eg man að
mér fannst þetta
skemmtileg bók og ég
man líka að ýmislegt
sem Þórarinn hafði frá
að segja kom mér
spánskt fyrir sjónir.
En það era fleiri en
Þórarinn sem muna.
Sjálfur man ég t.d. eft-
ir sendiferðum fyrir
móður mína út í mjólk-
urbúðina í Sólheimum. Mjólkur-
búðimar voru sérverslanir með
mjólk sem Mjólkursamsalan rak og
blátt bann var lagt við því að aðrir
hefðu mjólkurvörar á boðstólum.
Það þýddi að þegar verslað var í
kvöldmatinn þurfti að fara á tvo
staði. Annars vegar í matvörabúð-
ina og hins vegar í mjólkurbúðina.
Það kann að vera að sumir þeir sem
yngri eru muni ekki eftir mjólkur-
búðunum og finnist skrítið eða jafn-
vel fáránlegt að ekki skuli hafa ver-
ið hægt að kaupa mjólk í
matvörabúðum á áttunda áratugn-
um. Af hverju var þetta svona?
kunna þeir að spyrja. En sennilega
era rökin fyrh- þessu fyrirkomulagi
löngu gleymd og þannig eru þau
líklega best geymd.
Mjólkurbúðir og
mjólkurbúðir
En af hverju er ég að gera gömlu
mjólkurbúðimar að umtalsefni
hér? Jú, það vill nefnilega þannig til
að á því herrans ári 1999, u.þ.b.
tuttugu árum eftir að einkaleyfi
Mjólkursamsölunnar á mjólkursölu
var afnumið, er til ákveðinn vöru-
flokkur sem þorri almennings lítur
á sem almenna neysluvöra en er
einungis seldur í sérstökum versl-
unum, sem ríkið rekur og kallar
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.
Og þegar grannt er gáð er margt
líkt með gömlu og nýju mjólkur-
búðunum. Það er nefnilega þannig
að það er til fólk hér á landi sem lít-
ur á áfengi sem venju-
lega neysluvöra og
finnst gott að drekka
bjór eða léttvín með
kvöldmatnum en til
þess að svo megi verða
þarf það að gera sér
ferð á tvo staði alveg
eins og í gamla daga.
Annars vegar í mat-
vörubúðina og hins
vegar í eina af verslun-
um ÁTVR sem starf-
ræktar eru sums stað-
ar um landið en þó
ekki of víða til að að-
gengið og þjónustan
séu örugglega ekki of
góð.
Á ríkið að stunda
smásöluverslun?
Nú kann sú spurnig að vakna hjá
glöggum lesendum hvort það sé
virkilega eitt af hlutverkum ríkisins
á 21. öldinni að halda úti smásölu-
verslun á áfengi frekari en öðrum
neysluvöram? Svarið er nei, nei og
aftur nei. Það er tímaskekkja. Rétt
eins og mjólkurbúðimar sálugu.
Það á að ríkja frjáls samkeppni á
þessum markaði eins og í annarri
smásöluverslun því samkeppnin
leiðir til lægra vöraverðs og betri
þjónustu. Ríkisvaldið á hins vegar
að setja um það reglur hvemig
smásölu á áfengi skuli vera háttað
og hafa eftirlit með því að þeim
reglum sé fylgt.
Tekjur ríkisins
En af hverju er ríkið þá að böðl-
ast í þessum rekstri? Hvaða rök
búa að baki? I fyrsta lagi era þeir til
sem halda því fram að ríkið verði af
mikilvægum tekjum verði sala á
áfengi gefin frjáls. Svo er ekki. Rík-
ið getur áfram náð markmiðum sín-
um um tekjur af áfengissölu í gegn-
um svokallað áfengisgjald. Hvort
ríkið sér um smásöluna eða einka-
aðilar breytir engu þar um. Tekn-
anna má einnig afla með skatt-
heimtu hvort sem smásalinn er
einkaverslun eða ríkisverslun.
Hagnaður ríkisins af áfengissölu
myndi meira að segja aukast ef
ráðamenn þjóðarinnar bæru gæfu
Áfengi
Er það virkilega eitt af
hlutverkum ríkisins á
21. öldinni, spyr Vil-
hjálmur H. Vilhjálms-
son, að halda úti smá-
söluverslun á áfengi
frekari en öðrum
neysluvörum?
til að láta einkaaðila sjá um smásöl-
una því ríkið slyppi þá við kostnað-
inn sem fylgir smásölunni.
Helsta forvörnin
I öðru lagi era sumir sem segja
að hátt áfengisverð sé mikilvæg-
asta forvörnin. Hér eiga sömu rök
við og að framan greinir. Það breyt-
ir engu hvort ríkið sér um smásölu
á áfengi eða einkaaðilar. Ríkisvald-
ið getur áfram stýrt áfengisverði
með tollum, sköttum og öðram op-
inberam gjöldum. Öll rök hníga í
sömu átt. Gefum smásölu á áfengi
frjálsa. Það er allra hagur: Ríkis-
ins, verslunareigenda og neytenda,
sem myndu horfa fram á lægra
vöraverð, betri þjónustu og það að
vera lausir við þá óþarfa fyrirhöfn
sem fylgir því að þurfa að fara í sér-
staka verslun til að kaupa áfengi.
Vöra sem þorri þjóðarinnar lítur á
sem almenna neysluvöra.
Aðhlátursefni nýrrar kynslóðar
Ég vona að Þórarinn Eldjárn
haldi áfram að gefa út bækur um
það sem hann man. Ég vona líka að
næsta bindi muni innihalda setn-
inguna: Ég man Áfengis- og
tóbaksverslun ríkisins og líklega
verður það aðhlátursefni nýrrar
kynslóðar að einu sinni hafi verið tO
á Islandi apparat sem hét ÁTVR og
hafði einkarétt á áfengissmásölu.
Höfundur er háskólanemi og vara-
þingmaður Samfylkingarinnar.
Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson
Orð fískistofu-
stjóra ómerk
I MORGUNBLAÐ-
INU 3. nóvember síð-
astliðinn finnur Þórður
Ásgeirsson fiskistofu-
stjóri hjá sér hvöt til að
fjalla um grein mína í
Morgunblaðinu 27.
október, sem hafði fyr-
irsögnina „Fiskveiði-
stjórnunin kemur
óorði á veiðamar“.
Mér sýnist fiskistof-
ustjóra renna blóðið tO
skyldunnar, þar sem
hann reynir að veija
vanþekkingu yfirboð-
ara síns, þ.e. sjávarút-
vegsráðherrans.
Það var ekki ætlun
mín að munnhöggvast við fiskistofu-
stjóra á opinberam vettvangi. Orð
hans dæma sig hins vegar sjálf. Ég
stend við hvert orð sem ég sagði í
umræddri grein minni og ítreka hér
Pótur Geir
Helgason
■►MIERKTAR
ÍÞRÓTTATÖSKUR OG
LE,KF,M,pOKAR
"®1«t,Nn
ss?
/®6o
áð ég misskO engar
reglur um meðferð
afla. Hef enda átt þátt í
að móta og framfylgja
slflcum reglum þegar
ég starfaði hjá fyrri
eftirlitsstofnun sjávar-
útvegsins, sem var á
engan hátt ómerkari
stofnun þótt umdeild
væri, en núverandi
Fiskistofa.
Ég vísa ásökunum
fiskistofustjóra í minn
garð, um að ég hvorki
ísi né þvoi þann afla
sem ég ber að landi, tO
föðurhúsanna. Þær
era einfaldlega ósann-
ar og órökstuddar.
Því miður virðist eins komið fyrir
fískistofustjóra og ráðherranum. í
skjóli valdsins þykjast þeir báðir
vera þess umkomnir að túlka reglur
að eigin geðþótta og bera á borð fyr-
ir alþjóð ósannindi og dylgjur tO að
slá ryki í augu þeirra sem ekki
þekkja tO staðreynda þessara mála.
Það er sorglegt að aðalmarkmið
Fiskistofu um þessar mundir virðist
vera að klekkja á venjulegum sjó-
mönnum og sekta þá fyrir að taka
sér í soðið fyrir sig og sína.
Nú kallast það glæpur sem hefur
verið hefð frá ómuna tíð að sjómenn
Kvótinn
Fiskistofustjóri hefur
með málflutningi sínum
dæmt orð sín ómerk
sjálfur, segir Pétur Geir
Helgason, þar sem hann
getur ekki fært nokkur
rök fyrir þeim.
fái sér í soðið. Væri ekki nærtækara
og eðlOegra að takast á við höfuð-
vandann sem felst í gífurlegu
brottkasti á físki o.fl. sem margoft
er búið að benda á af ýmsum lands-
þekktum mönnum, bæði leiknum og
lærðum.
Ég nenni ekki að eyða frekari
orðum á Þórð Ásgeirsson fiskistofu-
stjóra. Hann hefur með málflutningi
sínum dæmt orð sín ómerk sjálfur,
þar sem hann getur ekki fært nokk-
ur rök fyrir þeim. Ég skora engu að
síður á hann að finna þann fiskverk-
anda í landinu sem ber það á mig að
ég gangi illa um fisk og hvorki þvoi
hann né ísi.
Fiskistofustjóri ætti að senda
undirsáta sína í skýrslusafn Fiski-
stofu til að kanna hvort ég hafi
nokkra sinni landað öðram afla en
fyrsta flokks og vel meðhöndluðum.
- Dylgjur duga ekki gegn mér.
Höfundur er fv. yfírfiskmatsniaður
og fulltrúi fiskmatsstjóra Ríkismats
sjávarafurða.