Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 46

Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 46
46 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FRÉTTIR Árbæjarkirkja. Fyrirlestur um of- beldi í samfélaginu og fjölskyldunni Safnaðarstarf Bústaðakirkja. Félagsstarf aldr- aðra í dag kl. 13.30. Dómkirkjan. Samvera fyrir mæður með ung börn kl. 10.30-12 í safnaðarheimilinu. Hádegisbænir kl. 12.10 í safnaðarheimilinu. Org- elleikur á undan. Léttur málsverð- ur á eftir. Grensáskirkja. Samverustund eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest- ur, samverustund, kaffiveitingar. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17. Unglingastarf kl. 20. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Náttsöngur kl. 21. Opið hús frá kl. 20-21 í safnaðarsal. Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyrirbænir kl. 18. Langholtskirkja. Starf eldri borgara í dag kl. 13-17. Spil, lest- ur, handavinna. Kaffi og meðlæti kl. 15. Djákni flytur hugvekju. Söngstund undir stjórn Jóns Ste- fánssonar organista. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45. Kirkjuprakkarar kl. 14.30. Starf fyrir 7-9 ára börn. TTT kl. 16. Starf fyrir 10-12 ára börn. Fermingartími kl. 19.15. Unglinga- kvöld á vegum Laugarneskirkju, Þróttheima og Blómavals. Nýtt og spennandi tilboð fyrir unglinga í Laugarneshverfi. Neskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Fræðsla: Svefn og svefn- venjur barna: Hjúkrunarfræðing- ur frá Heilsugæslustöð Seltjarnar- ness. Bænamessa kl. 18.05. Sr. Örn Bárður Jónsson. Seltjarnameskirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu. Starf fyrir 11- 12 ára börn kl. 17-18.15. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldraðra. Opið hús í dag kl. 13.30- 16. Handavinna og spil. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 16. Bænar- efnum er hægt að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Tónlist, altarisganga, fyr- irbænir. Léttur málsverður í safn- aðarheimilinu á eftir. Kirkju- prakkarar, starf fyrir 7-9 ára böm kl. 16. TTT starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15. Fella- og Hólakirkja. Helgi- stund í Gerðubergi á fimmtudög- um kl. 10.30. Grafarvogskirkja. Kyrrðar- stund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Léttur hádegisverð- ur. KFUM fyrir drengi 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsstarf fyrir unglinga kl. 20-22 í Engjaskóla. Hjallakirkja. Fjölskyldumorgn- ar kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Kópavogskirkja. Starf með 8-9 ára börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safnaðarheimilinu Borgum. Starf á sama stað með 10-12 ára (TTT) kl. 17.45-18.45. Seljakirkja. Kyrrðar- og bæn- astund í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir velkomnir. Tekið á móti fyrirbænaefnum í kirkjunni og í síma 567 0110. Víðistaðakirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14-16.30. Helgi- stund, spU og kaffi. Vídalínskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opn- uð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænast- und í kirkjunni kl. 12.10. Samver- ustund í Kirkjulundi kl. 12.25. Djáknasúpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Alfanám- skeið kemur saman í Kirkjulundi kl. 19 og lýkur í kirkjunni kl. 21.30. Hafnarfjaröarkirkja. Kyrrðar- stund kl. 12. Hugleiðing, altaris- ganga, fyrirbænir, léttur máls- verður á eftir í Ljósbroti, Strandbergi kl. 13. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Kl. 20 opið hús fyrir unglinga í KFUM & K húsinu. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á miðvikudögum kl. 10. Sóknar- prestur. Hvítasunnukirkjan Ffladelfía. Súpa og brauð kl. 18.30. Kennsla kl. 19.30, skipt niður í deildir. Ung- bamakirkja fyrir 0-3 ára, krakka- klúbbur fyrir 3-12 ára, unglinga- fræðsla, biblíulestur, kennsla fyrir enskumælandi og Alfanámskeið. Allir hjartanlega velkomnir. Kletturinn, kristið samféiag. Bænastund kl. 20. Allir velkomnir. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 12 bæn og súpa. Allir velkomn- ir. FYRIRLESTUR á vegum Rann- sóknarstofnunar í hjúkrunarfræði, Háskóla Islands, verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 17.15 í stofu 101, Odda. Fyrirlest- urinn er öllum opinn. Marjorie A. White, PhD, RN, FAAN fyrrver- andi prófessor, Flórídaháskóla, Bandaríkjunum, flytur fyrirlest- urinn: Ofbeldi í samfélaginu og fjölskyldunni: Hvað liggur að baki? Marjorie A. White er fyrrver- andi prófessor við Flórídaháskóla og er nú á haustmisseri 1999 Ful- bright-kennari við nánisbraut í hjúkrunarfræði við HI. Hún er bæði félagsfræðingur og hjúkran- arfræðingur að mennt og hefur stundað rannsóknir við marga há- skóla í Bandaríkjunum. Hún hefur rannsakað og birt efni um fjöl- skyldufræði í meira en 20 ár og fengið til þess styrki, bæði banda- ríska og frá öðrum löndum. Hún er aðalrannsakandi í samvinnu- verkefni milli Bandaríkjanna og Norðurlanda, „Family Dynamics Nursing Project" sem snýst um rannsóknir á barnafjölskyldum. Síðan 1984 hafa rannsóknarhópar í þessu verkefni athugað fjölskyld- ur á Islandi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Bandaríkj- unum til þess að komast að því hvað er líkt og ólíkt með fjölskyld- um í þessum löndum og til að geta leiðbeint heilbrigðisstarfsfólki sem stundar fjölskyldumeðferð. Árið 1995 var dr. White Ful- bright-rannsakandi við háskólann í Tampere, þar sem hún ásamt finnskum hjúkrunarrannsakend- um bar saman samskipti í þeim fjölskyldum þar sem illa var farið með börn og í fjölskyldum þar sem það var ekki gert, í fjórum borg- um í Finnlandi. Niðurstöður þeirr- ar rannsóknar verða m.a. kynntar í fýrirlestrinum. Umræðufundur um fjað- urstuðul steinsteypu VETRARSTARF Steinsteypu- félagsins hefst með umræðu- fundi um fjaðurstuðul stein- steypu (e-módull). Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember næstkomandi í Verk- fræðingahúsi á Engjateigi 9 og hefstkl 16.15. I fréttatilkynningu segir: „Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins gaf fyrr á árinu út tækniblað um fjaðurstuðul ís- lenskrar steinsteypu en mikil- vægt er að þekkja fjaðurstuðul- inn þegar meta þarf niðurbeygju bita og platna. I framhaldinu hefur orðið mikil umræða meðal tæknimanna um fjaðurstuðul steinsteypu og sýnist sitt hverj- um. Hér gefst því einstakt tæki- færi fyrir hönnuði og aðra tækni- menn að koma og heyra þau sjónarmið sem uppi eru. Ekki síður er mikilvægt fyrir múrara- meistara og byggingamenn að heyra um áhrifaþætti á niður- beygju steyptra platna.“ Framsögu á fundinum hafa Hákon Olafsson, forstjóri Rann- sóknarstofnunar byggingariðn- aðarins, Eggert Valmundsson, verkfræðingur hjá VST, Torfi G. Sigurðsson, verkfræðingur hjá verkfræðistofunni Hönnun, og Júlíus Sólnes, prófessor. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um steinsteypu og aðgangur er ókeypis. Brunavörður Staða brunavarðar hjá slökkviliði Hafnarfjarðar er laus til umsóknar. Umsækjendur um störf slökkviliðsmanna skulu fullnægja eftirtöldum skilyrðum, samanber reglugerð um menntun, réttindi og skyldur slökkviliðsmanna. nr. 195/1994: 1. Vera á aldrinum 20—28 ára, reglusamir og háttvísir. 2. Hafa góða líkamsburði, gott andlegt og lík- amlegt heilbrigði, hafa góða sjón og heyrn, rétta litaskynjun og vera ekki haldnir loft- hræðslu eða innilokunarkennd. 3. Hafa aukin ökuréttindi til að stjórna: a) vörubifreið og b) leigubifreið. 4. Hafa iðnmenntun, sem nýtist í starfi slökkvi- liðsmanna eða sambærilega menntun og reynslu. 5. Gangast undir og standast læknisskoðun trúnaðarlæknis og þrekpróf. Umsóknareyðublöð liggja frammi á varðstofu slökkviliðsins. Um kaup og kjörfer samkv. kjarasamningi Starfsmannafélags Hafnarfjarðar. Umsóknir berist undirrituðum fyrir 4. desem- ber nk. Slökkviliðsstjóri. Organisti Sóknarnefnd Háteigskirkju auglýsir eftir organ- ista í fullt starf frá 1. janúar 2000. Leitað er að vel menntuðum og áhugasömum einstaklingi sem er reiðubúinn til þess að efla og byggja upp kirkjulegt tónlistarlíf. Starfssvið: Organisti lýtur stjórn sóknarnefndar og starfar í fullu samráði við presta safnaðarins. Hann stjórnar kór Háteigskirkju, annast þjálfun kór- meðlima og tekur þátt í samstarfi við barna- kóra kirkjunnar. Kröfur til umsækjenda: Kantorspróf frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar eða sambærileg menntun og reynsla af kirkjulegu tónlistarstarfi. Frumkvæði, skipulagshæfileikar og hæfileiki til að vinna sjálfstætt og með öðrum. Lipurð í mannlegum samskiptum og metnaðurtil að ná árangri í starfi. Laun samkvæmt kjarasamningi milli Félags íslenskra orgelleikara og Reykjavíkurprófasts- dæmis. Umsóknir: Umsóknir með upplýsingum um nám og störf óskast sendar sóknarnefnd Háteigskirkju, við Háteigsveg, Reykjavík, fyrir 1. desember 1999. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar gefa formaður sóknar- nefndar, Vilhjálmur Siggeirsson í síma 553 7768, og sóknarprestur, sr. Tómas Sveinsson í síma 551 2407. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar Öldutúnsskóli Vegna forfalla vantar kennara til að kenna almenna bekkjarkennslu á miðstigi. Upplýsingar veitirskólastjóri Viktor A. Guð- laugsson í síma 555 1546. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði. íþróttahús KR Starfsfólk — konur og karlar — óskast til starfa í nýtt íþróttahús KR við Frostaskjól. Um er að ræða húsvörslu og önnur tilfallandi störf í líflegu umhverfi. Stundvísi skilyrði. Upplýsingar í síma 510 5314 milli kl. 9 og 12 eða 898 1144. Kennarar — íþróttakennarar Kennara vantar í Grenivíkurskóla frá næstu áramótumtil að kenna íþróttir og bóklegar greinar. Nánari upplýsingar gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í síma 463 3118 eða 463 3131.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.