Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 52
52 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SIGURÐUR HALLMARSSON Vinur minn og æskufélagi Sigurður Hallmarsson leikari, fyrrverandi kennari, skólastjóri og fræðslu- stjóri, er 70 ára í dag. Hann er fæddur á Húsavík og hefur nær allan sinn starfsaldur dvalið þar. Eg er bú- inn að þekkja Sigurð frá því við ólumst upp saman á Stangarbakk- anum en Helgastaðir þar sem Sigurður, eða Diddi eins og hann var þá kallaður, átti heima var mikil fjölskyldumiðstöð því auk foreldra hans bjuggu þar líka föður- afí hans og -amma og föðursystir með sína fjölskyldu. Það er margs að minnast frá þessum glöðu æsku- dögum en kannski muna flestir eftir Didda með harmonikuna, en hann var farinn að spila fyrir dansi aðeins tíu ára gamall. Síðan hefur tónlistin átt í honum sterk ítök. Hann er snillingur að leika á harmonikuna en hann hefur líka tekið að sér að stjórna bæði lúðrasveit og kór. Þá á málaralistin ríkan þátt í Sigurði og enn er hann afkastamikill á því sviði. Fjölmargar einkasýningar hefur hann haldið. Hann hefur mál- að bæði með olíu og vatnslit en vatnsliturinn hefur dregið hann meira og meira til sín. Hann mennt- aði sig í þessum geira með því að stunda nám til réttinda sem mynd- menntakennari auk þess að vera í einkanámi hjá Pétri Friðriki list- málara. En sú listgrein þar sem framlag hans er mest er leiklistin. Hann er búinn að standa á leiksviði í yfír 50 ár. Þar hefur hann fengist við að túlka persónur í mörgum verkum heimsbókmenntanna, jafnt erlendum sem íslenskum. Færni hans á þessu sviði er með því besta sem gerist hjá íslenskum leikurum. Ógleymanleg eru mörg hlutverkin eins og í Puntilla og Matta, Tehúsi ágústmánans og Ef ég væri ríkur, svo á eitthvað sé minnst. Þá hefur hann stjómað fjölda uppsetninga víða um land og setti m.a. á svið Síldin kemur - síldin fer í Færeyj- um. Þau leiktjöld sem hann hefur hannað og málað eru ófá. Sigurður hefur haft mikið yndi af hestum gegnum tíðina og var for- maður Hestamannafélagsins Grana á Húsavík nokkur ár og stjómar- maður í Landssambandi hesta- mannafélaga. Það var haft eftir Gunnari heitnum Bjarnasyni hrossaræktarráðunaut að hann hefði sagt um Stjömu í Amarnesi að hún væri hafsjór af hæfileikum. Þessi lýsing á vel við vin minn Sig- urð Hallmarsson. Hann er einmitt haf- sjór af hæfileikum. Nánast allt sem Sig- urður sneri sér að virt- ist leika í höndunum á honum. Það var haft eftir aldraðri konu á Húsavík einhverju sinni er til stóð að kjósa prest á Húsavík að það væri ástæðu- laust, Sigurði yrði ekki skotaskuld úr að leysa það verkefni. Hann hafði þá reyndar í nokkur ár verið fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Húsavík- ur og meðal annars aðstoðað við uppskurði. En þótt afrekaskrá Sigurðai' sé löng og fjölbreytt, því hér hefur að- eins verið drepið á hluta af þeim fjölmörgu félagsstörfum sem hann hefur sinnt um ævina, er það þó maðurinn sjálfur og kynnin af hon- um sem mest hafa gefið. Samleið okkar í gegnum lífið hefur verið nokkuð náin. Sem fyrr segir vomm við nágrannar í æsku. Síðar vorum við saman í Kennaraskóla Islands og útskrifuðumst saman. Við urðum svo samstarfsmenn á Húsavík þau ár sem ég var þar skólastjóri. Við áttum mikla samleið í hestamennsk- unni og höfum í gegnum tíðina haft mikil samskipti þótt við byggjum hin síðari ár hvor á sínu landshorn- inu. Sigurður er einstaklega skemmtilegur félagi. Hann er frá- bær eftirherma og afbragðs sögu- maður. Það var því alltaf tilhlakk að hitta hann þegar komið var tii Húsavíkur bæði til að rifja upp gamla daga og spjalla saman um fólk og hross. Nú er Sigurður að æfa hlutverk í leikriti sem Leikfélag Húsavíkur frumsýnir í Samkomuhúsi Húsavík- ur næsta laugardag undir stjórn Hallmars sonar hans. Þessi sýning er þakklætisvottur leikfélagsins fyr- ir óeigingjamt framlag þeiira hjóna í þágu félagsins, en Herdís Birgis- dóttir kona Sigurðar leikur einnig í þessu verki en hún hefur verið mót- leikari hans í gegnum tíðina bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Þau hjónin hafa því í sameiningu lagt stórt og mikið lóð á vogarskál í menningarsögu Húsavíkur. Fyrir byggðarlagið í heild sinni var það ómetanlegt að þau skyldu velja sér þar búsetu. A þessum tímamótum flytjum við hjónin Sigurði og fjöl- skyldu hans innilegar hamingjuósk- ir. Sigurður og Herdís taka á móti gestum í sal Dvalarheimilisins Hvamms á Húsavík nk. laugardag. Kári Arnórsson. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfjarðar EFTIR 8 umferðir af 10 í aðal- sveitakeppninni er staðan nú þannig. Sveit Högna Friðþjófssonar 164 sveit Huldu Hjálmarsdóttur 163 sveit Guðmundar Magnússonar 131 I fjölsveitaútreikningi eru þessi pör nú efst: (spilaðir leikir í sviga). Aðeins þau pör sem hafa spilað helming þeirra leikja, sem lokið er, koma til greina við röðun í sæti. Friðþj. Einarss. - Guðbrandur Sigurbergss. 21,00(7) Hulda Hjálmarsd. - Hallur Pórólfss. 20,00(4) Hulda Hjálmarsd. - Andrés Þórarinss. 18,19(4) Björn Amars. - Halldór Þórólfss. 18,19 (4) Jón N. Gíslas. - Snjólfúr Ólafss. 16,16 (8) Það stefnir sem sagt í hörku- baráttu í síðustu tveimur umferð- unum bæði hvað varðar meistara- titilinn í sjálfri sveitakeppninni og eins um efsta sætið í fjölsveitaút- reikningum en það gefur rétt til spila fyrir hönd félagsins í Kjör- dæmakeppninni í vor. Nýtt netfang BSÍ Bridgesamband Islands hefur fengið nýtt netfang: bridge@bridge.is Ný slóð á heimasíðu BSI er: http://www.bridge.is Islandsmót kvenna í tvímenn- ingi verður spilað um næstu helgi. Spilamennska hefst laugar- dag kl. 11.00. Skráning í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is Evrópumót í paratvímenningi og parasveitakeppni verður hald- ið á Rimini, Ítalíu, 18.-24. mars 2000. Allar nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu BSI. Landstvímenningur 1999 Landstvímenningur 1999 og Samnorræni tvímenningurinn verður spilaður víða um land föstudaginn lO.des. nk. (ath. breyting frá áður auglýstri dag- skrá.) Að þessu sinni eru það Norð- menn sem sitja við stjórnvölinn. Þau bridsfélög sem hafa hug á að vera með eru beðin um að hafa samband við skrifstofu BSÍ sem fyrst. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hið kristna tímatal „BRÁÐUM koma blessuð jólin“ og þá fáum við enn að heyra gleðiboðskapinn: „Yður er í dag frelsari fæddur... og englarnir sungu: Dýrð sé Guði í Upphæðum. Og við syngj- um: Heims um ból, helg eru jól, signuð mær son Guðs ól... „ og: „I Bet- lehem er barn oss fætt.“ Við þennan einstæða at- burð hér á jörð „Er Guðs son gjörðist maður ...“ við fæðingu hans, er hið kristna tímatal miðað, en ekki við 1 árs afmæli þessa barns. Þess vegna eru aldamót og árþúsundamót nú, er 1999 og 2000 mæt- ast. Börn fæðast ekki 1 árs. Það gerði Jesúbarnið heldur ekki. Við fæðingu upphefst fyrsta aldursárið og að 365 dögum liðnum er eins árs afmæli fagnað. Lítum á málstokk, hann byrjar á 0, en eftir 100 mm kemur 1 cm. Á þessum einföldu staðreyndum er vakin athygli, því enn halda áfram að birtast langar greinar í Morgun- blaðinu, sem hafna 0, en þrábenda á 1, sem upphaf alls. Þótt menn á fyrri tíð kunni að hafa ruglast í ríminu í þessu sambandi, þá skulum við ekki við- halda því rugli, heldur nú á komandi aðventu, sem mun þýða „tilkoma“ að sögn gamla prestsins míns, skulum við búa okk- ur undir komandi jól - einnig hið innra - sem verða hin síðustu á þessari öld og árþúsundi. Lifið heilir, lesendur góðir. I Guðs friði. HVÞ Þakklæti EG vil koma á framfæri þakklæti til O. Johnson og Kaaber fyrir frábært framtak að taka að sér að flytja inn efni í smákökur sem heitir Butterscotch molar. Þetta kemur frá Bandaríkjunum og hefur aldrei verið til sölu hér fyrr en nú. Þar sem bökun- artíminn er framundan þá er þetta notað í smáköku- bakstur. Bestu smákökur sem ég hef smakkað eru kökur þar sem þessir mol- ar eru notaðir. Fólk á öll- um aldri er yfir sig hrifið af þessum kökum. Upp- skriftina má finna aftan á umbúðunum. Nýkaup sel- ur góðgætið en það er í lagi að benda þeim í Ný- kaupi á að setja þetta í hill- urnar hjá bökunarvörun- um en ekki í sælgætis- deildina. Þetta bjargar al- veg jólabakstrinum. Kær- ar þakkir. Edda. Tapað/fundið Barnasokkur Á GÖNGU okkar „stíflu- hringinn“ fundum við vin- konurnar afar fallega prjónaðan smábarnasokk. Sokkurinn er bleikur og hvítur með fallegu mynstri og er áreiðanlega hluti af stærra setti. Ef einhver kannast við að hafa týnt slíkum sokk, þá vinsamleg- ast hafðu samband í síma 587-8686. Drengjaúlpa týndist FYRIR um það bil mánuði týndi 7 ára strákur úlpunni sinni á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. Hann fór þennan dag vítt og breitt um Reykjavík og nágrenni. Úlpan er dökkblá með grænum ermum og hettu- laus. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband við Klöru í síma 588-7087. Svört hliðartaska týndist SVÖRT hliðartaska með GSM-síma o.fl. týndist fyr- ir utan Aistró á Verslunar- skólaballi aðfaranótt föstu- dagsins 19. nóvember sl. Skilvís finnandi hafi sam- band við Bryndísi í síma 862-8995. Dýrahald Kettlingur óskast KETTLINGUR óskast, helst gul læða, u.þ.b. átta vikna, um jólaleytið. Upp- lýsingar hjá Þórhildi í síma 896 3351. SKAK limsjnn Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp í viður- eign tveggja stórmeistara á þýska meistaramótinu sem var að ljúka. Robert Hiibner (2.595) hafði hvítt og átti leik gegn Jörg Hickl (2.550). 18. d6! - cxd6 19. Rf5 - Dc7 20. Bxb7 Dxb7 21. Rxd6 - De7 22. Rxe8 - Hxe8 23. a3 og með skipta- mun yfir vann Hiibner skák- ina örugglega. (Svartur gaf eftir 23. - h5 24. axb4 - hxg4 25. hxg4 - De6 26. f3 - He7 27. Hadl - f5 28. Hd8+ - Kf7 29. Dd3 - fxg4 30. Hd6 og svartur gafst upp. Hiibner sigraði á mótinu með 7 vinninga af 9 mögu- legum, en aðflutti Rússinn Rustem Dautov kom næst- ur með 6V2 v. Hubner, sem er 51 árs að aldri hefur þrátt fyrir glæsilegan feril aðeins einu sinni áður orðið Þýskalandsmeistari. Það var árið 1967! Takk, manni! Víkverji skrifar... AFSKAPLEGA er hvimleitt að sjá til ferða ökumanna sem ekki hafa haft hugsun á því (og er það þó miklu fremur hreinræktuð leti) að skafa snjó og klaka af rúð- um og lpktum. Nú er vetur farinn að sýna sig og nauðsynlegt að sýna dugnað á þessu sviði. Það er eiginlega hámark letinn- ar að geta ekki varið svo sem einni mínútu og örlítilli orku að skafa rúður þannig að ökumaður sjái út. Auðvitað á það að gilda um annað og meira en smáglufu í framrúð- una, ökumaður verður að hafa alla rúðuna hreina og líka hliðarrúður. Og það er ekki síður nauðsynlegt að skafa af luktunum því þær geta ekki fremur en mannsaugað „séð“ gegnum holt og hæðir, eða þykkt snjólag. Ef leita á skýringa á því hvers vegna sumir ökumenn, sem eru á ferðinni snemma morguns án þess að hafa skafið rúður, má helst láta sér koma í hug að skafan sé ekki við hendina, það sé búið að vera svo milt veður í haust að engin ástæða hafi verið til að færa sköf- una úi' skottinu eða ná í hana úr bílskúrnum. Víkverji hallast þó miklu fremur að upphaflegu skýr- ingu sinni, að um sé að kenna leti. xxx UR ÞVÍ farið er að fjalla um umferðina getur Víkverji al- veg haldið áfram nöldrinu. Það er nefnilega aldeilis merkilegt hversu margir ökumenn aka eftir einhverjum sérlögum og reglum, sem virðast aðeins gilda um þá en ekki okkur hin sem reynum að hafa í heiðri það sem við lærðum fyrir bílprófið. Á þetta ekki síst við um umferðarljós. Sumir virð- ast halda að þau séu miklu fremur til skrauts en að hafa einhverja stjórn á umferð á gatnamótum. Þegar umferð er mikil er mjög al- gengt að menn aki yfir löngu eftir að rauða ljósið er farið að loga. Ökumenn skáka í því skjólinu að ekki hafi þá enn skipt yfir á grænt fyrir hina og er það mikið rétt en það gefur þeim samt sem áður engan rétt til að halda áfram eftir að rautt ljós er komið. Þetta veld- ur því líka að þeir sem eru í vinstri beygju og bíða þess að umferðinni á móti sloti geti komist leiðar sinnar, hreinsað gatnamótin áður en grænt kemur hjá hinum. Annað dæmi má minnast á sem ökumenn sem virðast „eiga“ götur og stræti eru afskaplega duglegir við að nýta sér. Það eru þessi sér- stöku bílastæði sem þeir notfæra sér, til dæmis á gangstéttum, þannig að umferð gangandi manna truflast, við gular línur, t.d. þar sem brunahanar eru, í stæðum sérmerktum fyrir fatlaða en oft má sjá (að því er virðist) vel hreyf- anlegt fólk stíga út úr bílum á slík- um stæðum. Það er svo þægilegt að leggja þar af því stæðið er ónotað og rétt við búðardyrnar! Það er þetta almenna skeyting- ar- og kæruleysi sem einkennir of oft umferðina hjá okkur á höfuð- borgarsvæðinu. Og á náttúrlega ekki bara við umferðina, þetta er kannski hluti af hinni margum- ræddu þjóðarsál; við erum bara svona og teljum okkur ekki geta breytt neinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.