Morgunblaðið - 24.11.1999, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 53
I DAG
BRIDS
Umsjún (iuðmundur
I'áll Arnarsun
SVO framarlega sem vörn-
in tekur ekki fyrstu tvo
slagina í slemmu er von.
Eða er þetta alveg vita von-
laus slemma?
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
+ K96
¥ K7632
♦ ÁK8
* 105
Suður
♦ 8
¥ Á84
♦ 1052
* ÁKDG98
Vestur Norður Aushu* Suður
- 1 kjarta 4 spaðar 6 lauf
Pass Pass Pass
Suður var auðvitað svo-
h'tið bjartsýnn að stökkva í
sex lauf, en á hinn bóginn
væri slemman mjög góð ef
norður ætti til dæmis
hjartadrottningu í staðinn
fyrir spaðakóng. Svo sögn-
in er ekki út í hött. En hafi
suður verið bjartsýnn í
sögnum reynir nú fyrst
verulega á jákvæða lífssýn
hans. Hann fær út spaða-
tvist og austur tekur fyrsta
slaginn á tíuna og spilar
smáum spaða til baka. Suð-
ur trompar og austur hend-
ir tígh. Ög nú tekur lesand-
inn við.
Þetta eru aðeins tíu
toppslagir. Það er útilokað
að austur sé einn um að
valda þrjá liti, svo þreföld
þvingun er út úr myndinni.
En eigi austur þinlit í
hjarta er hægt að þvinga af
honum einn hálitaslag og
þá vinnst slemman ef tíg-
ullinn skilar þremur slög-
um á eigin kröftum. Sem er
hugsanlegt ef austur á DG
tvíspil eða níuna blanka:
Norður
+ K96
¥ K7632
♦ ÁK8
♦ 105
Vestur Austur
* 2 * ÁDG107543
¥ D10 ¥ G95
♦ DG7643 ♦ 9
+ 7643 +2
Suður
+ 8
¥ Á84
♦ 1052
+ ÁKDG98
Suður tekur fyrst einu
sinni tromp og austur fylg-
ir. Þá er tilgangslaust að
spila upp á að DG falli, því
austur verður að eiga þrílit
í hjarta. Hann hefur þegar
sýnt átta spaða og eitt
tromp, svo það er aðeins
rúm fyrir einn tígul. Að
þessu athuguðu er rétt að
loka augunum og spila
tígultíunni að heiman. Ef
vestur setur gosann drepur
sagnhafi, spilar laufi úr
borði (sem nauðsynlegt var
að geyma) og klárar tromp-
in. Síðan svínar hann
tíguláttu, tekur tígulkóng
og þvingar austur í hálitun-
um.
í lokastöðunni er blindur
með spaðakóng, Kx í hjarta
og tígulkónginn. Heima á
sagnhafi einn tígul og Áxx í
hjarta. Og austur er með
spaðaás og G9x í hjarta.
Svo sem ekki flókin þving-
un fyrir vana menn.
Lengi lifi bjartsýnin.
Árnað heilla
F7 f\ ÁRA afmæli. í dag,
t U miðvikudaginn 24.
nóvember, verður sjötug
Rannveig G. Kristjánsdótt-
ir, Blikahólum 2. Eiginmað-
ur hennar er Stefán S.
Tryggvason, lögregluvarð-
stjóri í Reykjavfk.
rfí\ ÁRA afmæii. í dag,
4 U miðvikudaginn 24.
nóvember, verður sjötugur
Eiríkur Thorarensen, Ás-
braut 21, Kópavogi. Af því
tilefni ætlar hann að taka á
móti ættingjum og vinum í
Sóknarsalnum, Skiptholti
50A, laugardaginn 27. nóv-
ember frá kl. 18-22.
Með morgunkaffinu
Ast er...
9-15
... aðkoma
vel fyrir.
TM Refl U.S. Pat. Ofl. — all nflhla raaarved
(c) 1999 Los Angole* Timos Syndcale
Þetta er eins og þegar
ég bóna bflinn.
COSPER
-7<r
td
I StíST
/ COSPER
Beygðu þig, ég held að
hann ætli ekki að stoppa.
LiOÐABROT
AST
Sólin brennir nóttina,
og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir
og eftir sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður
og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi
og sólbráð á vetrarins ís.
Þú gafst mér skýin og fjöllin
og guð til að styrkja mig.
Eg fann ei, hvað h'fið var fagurt,
fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði eg að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfum mér.
Aldir og andartök hrynja
með undursamlegum nið;
það er ekkert í heiminum öllum
nema eilífðin, guð - og við.
Sigurður Nordal.
STJÖRNUSPA
eítir Franccs llrake
BOGMAÐUR
Þú ert traustur í öllu sem
þú tekur þér fyrir hendur
og að gefast upp er ekki til
í þinni oroabók.
Hrútur ~ (21. mars -19. apríl) Verðirðu beðinn um að af- greiða mál sem þú þekkir ekki alveg til hlítar skaltu bara nota heilbrigða skyn- semi og þá máttu vera viss um að allt fari vel.
Naut (20. apríl - 20. maí) Þú ert ekki alveg eins og þú átt að þér og skalt þessvegna ekki taka neinar stórar ákvarðanir. Gerðu það sem til þarf að koma þér í samt lag.
Tvíburar (21. maí-20. júní) nfn Þú ert aldrei hressari en þegar þú hefur allt of mikið að gera. Þú verður ennþá hressari þegar þú sérð hvað góð skipulagning skiptir miklu máli.
Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þótt þú sért kominn í tíma- þröng með verkefni þitt skaltu ekki gefast upp held- ur leggja nótt við dagog þá tekst þetta allt saman. Þá geturðu hvílt þig.
Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú hefur lengi velt fyrir þér hvemig hægt sé að bæta and- rúmsloftið á vinnustað. Ein- faldast væri bara að ræða við alla þá er málið varðar.
Meyja (23. ágúst - 22. september) Hafirðu tekið eitthvað að þér ber þér skylda til að klára dæmið. Það þýðir ekkert að fárast yfir því en næst skaltu hugsa þig um tvisvar.
(23. sept. - 22. október) Kallaðu vinina saman á fund því allir hafa gott af því að létta á hjarta sínu svona af og til og þiggja ráð frá öðr- um sem sjá málin í öðru ljósi.
Sþorðdreki (23. okt.-21. nóvember) “wfe Þótt aðrir sinni ekki starfi sínu sem skyldi, skalt þú standa við það sem þú hefur lofað. Þegar upp er staðið þurfa hinir að svara fyrir sig.
Bogmaður * ^ (22. nóv. - 21. desember) átSf Mundu að þú getur ekki tek- ið öll vandamál fjölskyldunn- ar á þínar herðar því það er einfaldlega ekki á þínu valdi. Hugsaðu um eigin velferð.
Steingeit (22. des. -19. janúar) mIH Eigirðu í deilum við sam- starfsmann þinn þýðir ekk- ert að vera eins og köttur í kringum heitan graut. Gakktu bara hreint til verks þegar tilefni gefst til þess.
Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) wisol Vertu opinn og fordómalaus gagnvart öðrum og snið- gakktu ekki fólk þótt það heilli þig ekki við fyrstu kynni. Þú veist aldrei hvað inni fyrh- býr.
Fiskar ^ (19. febrúar - 20. mars) Þú átt erfitt með að henda reiður á hvað er að gerast kringum þig. Gefðu þér tíma til að líta inn á við og vittu hvort þú kemst ekki að niður- stöðu.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vís/ndalegra staðreynda.
Harmonika Ul solu
Brandoni, stolt Ítalíu, 5-5 kóra 37 n. 15-5 sk. Hljómar í Harmon 5 sk,
Musetta 5 sk, Casatto 5 sk. Tækifærisverð. Skipti möguleg.
Karl Jónatansson, sími 553 9355.
kiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiin
Bamamyndatökur á
kr 5000,00
Vegna mikillar aðsóknar er
tilboðið framlengt.
Ljósmyndastofan Mynd súni: 565 42 07
Ljósmyndastofa Kópavogs sími; 554 30 20
SJALFSDALEIÐSLA
EINKATIMAR/NAMSKEIÐ
Sími 694 5494
Namskeiðið hefst 30. november
Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
STYRKUR
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur.
HARÐPLAST
LITIR 0G
MUNSTUR í
HUNDRAÐA
TALI
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
TRÖPPUR
0G
STIGAR
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SlMI 568 7222 • FAX 568 7295
Kuldaskór
meö ískló
SENDUM UM ALLT LAND
Grandagarði 2, Rvlk, sími 552-8855 og 800-6288
Opið virka daga 8-18 og laugardaga 10-14