Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 56

Morgunblaðið - 24.11.1999, Page 56
5'6 MIÐVIKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Forvitnilegar bækur URIGELLER GEFUR ÚT BÓKINA „MIND MEDICINE“ Forvitnilegar bækur Hugarorkan nýtt í annað en að beygja skeiðar Þessi mynd af Uri Geller er frá árinu 1976 þegar áhugi hans beindist enn að Ixnífapörum, en nú hefur hann söðlað um og einbeitir sér að því að nota hugarorkuna til að lækna líkama og sál. sem upp- runa al- heimsins, skammtaf- ræði, gena- rannsókn- um, kjarnsýr- um, vírus- um, júpíter- áhrifunum, vsem hann átti reyndar þátt í að setja fram á sínum tíma og hafnar al- gjörlega, sem von- legt er. Bókin er skotin kímni og iðulega eru skýringar Gribbins til þess fallnar að sýna stjómmálamenn, dómsdagsspámenn og kuklara í spaugilegu Ijósi. Eins og fram kemur tekur Gribbin fyrir 52 atriði fyrir í bók sinni og raðar eftir stafrófsröð. -Hann heldur sig ekki aðeins við hrein vísindi, því sumar tilgátur sem hann nefnir eru löngu afsann- aðar eða hafa tekið á sig aðra mynd en upprunalegur tilgangur þeirra var, eins og til að mynda að Jörðin sé lifandi" sem á sér grunn í Gaia- kenningu Lockwoods um lífkerfi Jarðarinnar. Einnig er lokaatriði upptalningar Gribbins frekar vangaveltur um frægð og viður- kenningu en bein skýring á vísinda- legu fyrirbæri, því þar segir hann af George Zweig sem setti fyrstur manna fram kenningu um fram- frameindir sem hann kallaði ása. Zweig var aftur á móti bara nem- andi og því hlegið að honum. Menn sperrtu aftur á móti eyrum þegar virtur prófessor, Murray Gell- Mann, setti fram sams konar kenn- ingu og nafn Gells-Manns yfir fyr- irbærið, kvarkar, hefur loðað við. Arni Matthíasson er nokkuð sem Uri Geller veit heil- mikið um. Frá stjörnuferli hans í bandarískum fjölmiðlum sem end- aði óvænt íþættinum „Tonight Show“ hjá Johnny Carson árið 1973 er mikið vatn runnið til sjáv- ar. I þættinum tókst Geller alls ekki að beygja skeið fyrir framan gagnrýna ásjónu Carsons og í kjölfarið fylgdu ásakanir um fóls- un á hæfíleikum, og enn heyrast þær raddir frá vísindamönnum að hinn ísraleski Geller sé mesta fjölmiðlabóla áttunda áratugarins. Fall Gellers af stjörnuhimninum var hátt og við tók tímabil sem ein- kenndist af þunglyndi og át- röskunarsjúkdómnum búlimíu. Geller trúði samt statt og stöðugt á mátt hugans yfir efninu. Núna í krafti hins nýja hugarorkukerfis síns og með dyggum stuðningi engrar annarrar en Söru Fergu- son er Geller tilbúinn að takast enn á ný á við áhuga fjölmiðla. „Það eru til margar poppstjörnur, margir stjórnmálamenn en aðeins einn Uri Geller,“ segir hann. Var fyrirsæta um tíma Geller fæddist í Israel árið 1946 og segist hafa verið fjögurra ára þegar hann uppgötvaði fyrst hæfi- leika sinn til að beygja skeiðar með hugara- flinu einu saman. Aðrir óútskýranlegir hæfi- leikar fylgdu í kjölfa- rið eins og hæfileikinn til að stöðva úr og klukkur og hæfileikinn til að lesa hugsanir annarra. I lok sjöunda ára- tugarins tók Geller óvenjulega ákvörðun fyrir mann sem stuttu síðar átti eftir að vekja athygli um- heimsins fyrir andlega hæfileika. Hann varð fyrirsæta. „Það voru teknar af mér inyndir á sundfötum, á bað- handklæðum, bara alls konar myndir," segir Geller þegar hann rifjar upp þetta tímabil. „Það má eflaust rekja áhuga minn á frægð- inni til þessa tíma.“ Það var fyrir áeggjan mágs hans og umboðsmanns, Shipi Shtrang, sem Geller byijaði að sýna fólki hæfileika sína. Hann vakti fyrst athygli í Tel Aviv og fyrrverandi forsætisráðherra, Golda Meir, vakti athygli á hæfi- leikum Gellers í ísraelska útvarp- inu. Rannsókn í Stanford Þrátt fyrir að efasemdaraddir um hæfileikana væru strax famar að heyrast óx samt vegur Gellers næstu árin. Árið 1972 fór hann til Þýskalands þar sem fregnir bámst af enn viðameiri undmm Gellers, eins og að stöðva kapalbifreið með huganum einum. Þá þegar var ljóst að Geller myndi reyna fyrir sér vestanhafs. Þegar þangað var komið fór hann í rannsókn hjá Stanford-háskóla í Kaiiforniu. Gel- ler segir í dag að sú rannsókn hafí verið kostuð af bandarisku leyni- þjónustunni CIA, vegna fregna um miklar rannsóknir Sovétmanna á yfimáttúmlegum fyrirbæram. Agætt rit til upplýs- ingar The Little Book of Science eftir John Gribbin. Keypt í Fríhöfninni á 228 kr. Penguin gefur út, 109 bls. í litlu broti. ÞAÐ GETUR stundum verið erfitt að vera eitt af fyrirbæmm heims- ins, eins og Uri Geller veit allt um. Geller komst í frægðargeislann á áttunda áratugnum fyrir ótrúleg- an hæfileika sinn til að geta beygt skeiðar að vild með hugarorkunni einni saman. í kjölfarið fylgdu tíð- ar heimsóknir í spjallþætti vestan- hafs, endalaus runa af viðtölum og Geller var kominn í hóp fræga fólksins. En Geller komst að því að honum reyndist erfiðara að höndla frægðina og það sem henni fylgdi en að kengbeygja hnífapör eins og ekkert væri. „Þetta snerist allt um peninga og aftur peninga, Gucci-ferðatösk- ur, Rolex-úr og einkaflugvélar... Einn daginn vaknaði ég upp á hót- elherbergi og fann hve tómt og tilgangslítið líf mitt var orðið. Ég vissi að þetta gengi ekki lengur og ég yrði að hætta að koma fram,“ segir Geller. Sótt í smiðju Pollýönnu Nú hefur Geller söðlað um og nýtir hugarorkuna til annars en að beygja skeiðar. Hann ver öllum sínum ti'ma í að koma á framfæri nýju heilunarkerfi sínu, „MindPower", eða Hugarorkunni, sem hann segir að sé tæki til að lækna sjálfan sig bæði andlega og líkamlega. „Með því að vera já- kvæður og trúa á sjálfan þig getur þú læknað kvilla þína,“ segir Gel- ler sem hefur nú skráð niður kerf- ið sitt og gefið út í bókinni „Mind Medicine11. „Það býr í okkur kraft- ur, sumir kalla það hugsanaflutn- ing, sem getur gjörbreytt allri okkar líðan.“ Hvernig breyta skuli líðan sinni Þessi mynd af Geller er tekin árið 1988 og að sögn hans hefur hann varla elst nokkuð nú rúmum áratug síðar þótt orðinn sé 53ja ára, enda geti hugarorkan haldið hveijum manni ungum. ALMENN þekking á vísindum er ekki ýkja mikil, eins og sést af trú fólks á allskyns töfralyf, stjörnusp- eki og ýmiss konar dulspekilega þvælu. Agætt rit til upplýsingar er bók Johns Gribbins sem hér er gerð að umtalsefni, en í bókinni ■tekur Gribbin fyrir 52 atriði í heimsmynd okkar og útskýrir. Eins og gefur að skilja eru út- skýringar Gribbins oft heldur knappar, enda bókin stutt, en hann nær þó býsna vel að gefa nasasjón af svo ólík- um atriðum Rannsóknin varð til þess að birt var grein um Geller í vísindaritinu Nature. Þaðan var leiðin greið til sjónvarpsstöðvanna sem bitust um að fá þennan yfimáttúmlega mann í heimsókn. En eftir þátt Carsons dvínaði áhugi fjölmið- lanna á Geller, þrátt fyrir að Gel- ler sjálfur segi að sá þáttur sanni frekar en nokkuð annað að hæfi- leikar hans séu raunverulegir, því hvaða sjónlistarmaður myndi klúðra málum á þennan veg í beinni útsendingu? Þarf engan lýtalækni Á því niðursveiflutímabili sem fylgdi þættinum hélt Geller þó sambandi við marga af sínum fr;egu vinum, eins og John Lennon og Muhammad AIi. Smám saman fann hann að hann hafði litla stjóm á átröskunarsjúkdómnum búlimíu, og hann leit út eins og beinagrind í fötum. Hann segir að sjúkdómurinn hafi verið orðinn svo slæmur að það sé nánast kraftaverk að hann skyldi lifa hann af, en þegar hann hafi farið að vinna með hugarorkukerfi sitt hafí teningunum verið kastað. „Það geta allir lært þessa aðferð og í bókinni minni er nákvæmur leiðarvísir," segir Geller, sem vegna bókarinnar er nú aftur kominn í sviðsljósið. „Barbara Walters þekkti mig varla," segir Geller. „Hún bjóst við öldmðum manni í heimsókn,“ seg- ir hinn 53ja ára Geller um við- brögðin við sér svona mörgum ár- um síðar, en hann þakkar unglegt útlit nýja kerfinu sínu, nema hvað. Hann segir að hlutverk sitt í líf- inu sé að sýna fólki hversu öflugur hugurinn er. „Ég er maður sem hefur opnað nýjar gáttir fyrir fjökla fólks í hciminum með því að benda því á mátt hugans yfir efn- inu. Fólk er smám saman að sam- þykkja það sem ég segi og þótt hægt fari er ljóst að enginn mun geta útilokað Uri Geller í framtíð- inni.“ Mjúk hátíð alla daga! „Smoothies - Recipes for High- Energy Refreshment", Mary Corp- ening Barber, Sara Corpening og Lori Lyn Narlock. Ljósmyndir tók Amy Neuhsinger. ChronicleBooks, San Francisco, 1997. Upp- skriftabók, 108 bls. 12,76 dollarar hjá Amazon.com netbókum. ÞETTA verðum við að prófa! Bandaríkjamenn elska þá, en við þekkjum þá varla. Við gætum kall- að þá „mjúka“ eða jafnvel „mýk- inga“ - hér með er auglýst eftir ís- lensku heiti. Þessir litlu gleðigjafar eru girnilegir berja- og ávaxta- drykkir. Flestir landsmenn ættu að eiga krækiber og bláber í frysti - þá er bara að bæta jógúrt og ís- molum saman við og þeyta í matv- innsluvél eða blöndungi. Búum til séríslenskan mýking, krækiblá- berjakrap, og bætum íslenska di-ykkjarmenningu. Ég vara ykkur við. Ekki vera svöng þegar þið lesið þessa bók. Þið skulið þar að auki kaupa hrá- efni í a.m.k. eina uppskrift áður en þið byrjið að lesa. Énginn lét mig vita fyrirfram og ég fékk að kvelj- ast. Allt útlit bókarinnar og inni- hald fær þig til að svima við lestur- inn. Myndirnar eru mesta pína - hinn venjulegasti ávöxtur verður girnilegur og drykkirnir sjálfxr virðast himneskir. Vertu viss um að eiga hráefni áður en þú byrjar! Allir ættu að geta fundið drykk við sitt hæfi. Nammigrísir geta svolgrað í sig drykk úr rjómaís, aðrir sötrað á hollustudrykkjum og enn aðrir boðið uppá áfengan drykk sem eftirrétt. Uppáhaldsá- vöxtinn þinn fínnurðu örugglega í einhverjum drykkjanna - notaðir eru allir mögulegir ávextir. Og í ólíklegustu samsetningum! Erfiðleikinn við nýtískulegu ávextina er að kunna á þá. Kannski erum við svolítið feimin, og þorum varla að kaupa þá. Hvað eigum við að gera við þá? En við þurfum ekki að örvænta - í bókinni er ávaxtak- ennsla. Okkur er t.d. kennt að með- höndla kókoshnetu og einnig gefín einföld ráð, eins og að velja ekki jarðarber með „hvítar axlir“. En það besta er að uppskriftirnar eru allar svo sáraeinfaldar, hver sem er ætti að ráða við þær. Minnsta mál -skera ávöxt, ýta á takka. Og lygna svo aftur augunum. Silja Björk Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.