Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.11.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVTKUDAGUR 24. NÓVEMBER 1999 5Í FÓLK í FRÉTTUM ERLENDAR Óttarr Ólafur Proppé skrifar um plötuna Rammstein: Live in Berlin Kristallinn verð- ur aldrei samur EIR eru grófir, hávær- ir og geðveik- ir. Snyrtilegir og þýskir. Strax og fyrstu tónar ná í gegnum áhorfenda- skrækina á Live in Berlin koma Ramm- stein, sjá og sigra. Þeir eru þungapoppar- ar sem eru við það að ná heimsyfirráðum með groddapoppi sem allir geta dillað sér við. Þeir eru Laibach og Kraft- werk rúllupylsa. Þeir eru sniðnir á leikvangasviðið. Þessi hálffáran- lega þýska hljómsveit með gítarriff helvítis og söngvarann úr Exorcist hafa náð því sem engan óraði fyrir. Að ná alþjóðlegum vinsældum. Rammstein er stórt nafn í dag og það er ekki síst út á stíft tónleika- hald og frábærar leiksýningar á sviði. Ljósasjó, búningaskipti og endalaus reikský halda liðinu við efnið og ef það er ekki nóg skella þeir sér í gúmmíbátana og róa á áhorfendaskaranum fyrir framan sviðið. Live in Berlin er fyrsta tón- leikaplata snillinganna og á henni sýna þeir og sanna hvað þeir geta. Hér taka þeir öll sín bestu lög eins- og Du Hast, Sehnsucht og Ramm- stein með ergi og kynngiskap og liðið er í yfirliði. Það sem helst truflar er að upptakan og spila- mennskan er næstum of góð. Það vantar aðeins lausbeislaða rokkið sem maður er vanari á rokktón- leikaskífum. En Rammstein eru líka popphljómsveit í eðli sínu. Og hvílíkt popp. Urr og kassagítarar skiptast á, flösuþeyting (headbang) og kveikjaravagg. Rammstein ætla og eiga að vera allra. Með þessari plötu eru þeir mættir inn í stofu hjá þér og kristallinn verður aldrei samur. Þeir heppnu fá líka tvö vídeó á tölvuformi á aukadisk sem fylgir takmörkuðu upplagi. Bara svona smásönnunargagn. Þegar David Lynch vantaði „geðveika“ músík í Lost Highway hóaði hann í strákana í Rammstein. Þeir sendu kallinum spólu og gott betur sendu þeir spólu á mann til allra sem unnu við myndina. Það útskýrir ýmislegt þegar maður sér fyrir sér ljósa- manninn með Rammstein dúndr- andi í vasadiskóinu. Rammstein eru Van Halen tíunda áratugarins og standa fínt undir nafni. Nú er bara að fá þá til íslands Þeim fylgir iímmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. BMW í heilt ár, smóking frá Bíson Bee-Q og Ericsson TS28 með VITi frá Símanum GSM Enmizer CATERPILLAR Freistaðu gæfunnar á mbl.is! ^mbl.is -ALLTAH eiTTHXSAÐ NÝII msBlú SAMmSk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.