Morgunblaðið - 04.12.1999, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999
URVERINU
MORGUNBLAÐIÐ
Brokkgengnr rekstur fískvmnslu á Flateyri
Komnir aftur
á byrjunarreit
FISKVINNSLA og útgerð Flateyi--
ar hefur orðið fyrir ýmsum áföllum
síðustu tvo áratugi og hafa sjávar-
útvegsfyrirtæki þar gengið í gegnum
ýmsar þrengingar. Með stofnun
Fiskvinnslunnar Kambs á Flateyri
fyrr í vikunni má segja að Flateyr-
ingar séu komnir aftur á bjmjunar-
reit.
Ugerðarfélagið Hjálmur hf. var
stærsti atvinnurekandinn á Flateyri
á 8. og 9. áratugnum. Árið 1976 lét
dótturfélag Hjálms hf., Úgerðarfé-
lag Flateyrar, smíða nýjan togara
Gylli IS, sem sá fiskvinnslu félagsins
að mestu fyrir hráefni. Útgerðarfé-
lagið var síðar sameinað móðurfyrir-
tækinu.
Endurfjármögnun
misheppnast
I upphafi þessa áratugar gekk
Hjálmur í gegnum miklar þrenging-
ar og snemma árs 1993 var ákveðið
að selja Ishúsfélaginu hf. á ísafirði
togarann Gylli IS til að minnka
skuldir fyrirtækisins og endurfjár-
magna það. I nóvember árið 1993
ákvað stjórn Hjálms hf. að hætta
fiskvinnslu á Flateyri vegna rekstr-
arerfiðleika.
Hjálmur hf. sameinaðist síðan
Fiskvinnslunni Kambi hf. á Flateyri
snemma árs árið 1994 undir nafni
Kambs sem var mun minni fisk-
vinnsla í eigu Hinriks Kristjánsson-
ar. Kambur gerði eftir sameininguna
út línubátana Gylli IS, Jónínu IS og
Stakk ÍS og unnu tæplega 90 manns
hjá fyrirtækinu, þar af nærri 30 sjó-
menn. Veiðheimildir bátanna
þriggja námu um 1.000 þorskígildis-
tonnum.
Kambur endurvakinn
Kambur hf. tók síðan þátt í sam-
einingu útgerðar- og fiskvinnslufyr-
irtækja á Vestfjörðum undir nafni
Básafells árið 1997 og hafði félagið
þá yfir um 2.400 þorskígildistonna
kvóta að ráða. Að sameiningunni
stóðu, auk Kambs, rækjuverksmið-
jur Básafells hf. og Rits hf. á ísafirði,
útgerðarfélögin Sléttanes hf. á Þing-
eyri og Togaraútgerð ísafjarðar hf.
og útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki
Norðurtangans hf. á ísafirði. Bása-
fell hefur ákveðið að hætta starfsemi
sinni á Flateyri og Suðureyri og var
öllu starfsfólki fyrirtækisins á stöð-
unum sagt upp störfum írá og með
áramótum. Heimamenn í báðum
byggðarlögum hafa hins vegar tekið
höndum saman og stofnað fiskvinn-
slur til að halda rekstrinum áfram. Á
Flateyri var Fiskvinnslan Kambur
endurvakin og eru stærstu hluthafar
fyrirtækisins Hinrik Kristjánsson,
sem var framkvæmdastjóri félagsins
fyrir sameininguna við Básafell, og
eignarhaldsfélagið Hjálmur, sem að
mestu er í eigu sömu aðila og áttu út-
gerðarfélagið Hjálm fyrir samein-
inguna við Kamb árið 1994.
Oli í Sandgerði á sfld
OLI í Sandgerði AK er á heimleið
með um 300 tonn af kolmunna sem
fékkst við Færeyjar en til stendur að
líta næst á síldina fyrir vestan land.
Tvö íslensk skip eru eftir á kol-
munnaveiðunum. Hólmaborg var
komin með 400 tonn í gær og Börkur
NK um 500 tonn.
Guðlaugur Jónsson, skipstjóri á
Óla í Sandgerði, segir að lítið hafi
verið að hafa að undanförnu af kol-
munna við Færeyjar en hann landaði
um 530 tonnum á Seyðisfirði 22. nó-
vember og tæplega 200 tonnum á
Eskifirði fjórum dögum síðar. „Við
leituðum fyrst í íslensku lögsögunni
og þar var sáralítið að finna. Því fór-
um við suður eftir og fengum þessi
tonn en þetta er frekar smár fiskur,
auk þess sem lítið var af honum.“
Guðlaugur segir að veiðarnar hafi
gengið erfiðlega að undanförnu.
„Tíðarfarið hefur verið leiðinlegt og
sáralítið verið hægt að vera við. Þeg-
ar veðrið hefur skánað hefur farið
mikill tími í að leita en svo þegar hef-
ur átt að fara að gera eitthvað hefur
aftur verið komin bræla.“
Frá fiskvinnslu Kambs hf. á Flateyri. Myndin er tekin árið 1993.
Endurúthlutun
byggðakvóta útilokuð
FORMAÐUR stjórnar Byggða-
stofnunar segir útilokað að byggða-
kvóta Isafjarðjarbæjar verði úthlut-
að upp á nýtt eins og heimamenn á
Flateyri hyggjast gera kröfu um eft-
ir að Básafell hf. hætti vinnslu á
staðnum. Heimamenn á Suðureyri
hyggjast einnig sækjast eftir þeim
byggðakvóta sem byggðarlaginu var
ætlaður en ráðstafað var til Þingeyr-
ar sl. sumar.
Byggðastofnun úthlutaði sl. sum-
ar öllum byggðakvóta ísafjarðar-
bæjar til Þingeyrar þar sem stofnað
var nýtt fyrirtæki til að vinna kvót-
ann, Fjölnir hf. Eins og Morgun-
blaðið greindi frá í gær telja forsvar-
smenn Fiskvinnslunnar Kambs á
Flateyri sig eiga rétt á þeim byggða-
kvóta sem eyrnamerktur var sveit-
arfélaginu sl. sumar, samtals 115
tonnum, og hyggjast leita réttar síns
í þeim efnum. Heimamenn á Suður-
eyri hafa einnig tekið höndum sam-
an um stofnun félags til að yfirtaka
fiskvinnslu Básafells á staðnum. Fé-
lagið hefur enn ekki verið stofnað en
gert er ráð fyrir að það verði strax
eftir helgi. Að sögn Óðins Gestsson-
ar, sem er í forsvari fyrir heima-
menn, mun hið nýja félag einnig
leita réttar síns og sækjast eftir
þeim byggðakvóta sem sveitarfélag-
inu var úthlutað í upphafi, 102 tonn-
um, líkt og félagar þeirra á Flateyri.
Byggðakvótinn
verður á Þingeyri
Samkvæmt reglum um úthlutun
byggðakvóta getur Byggðastofnun
vikið frá skiptingu milli tegunda í
einstökum byggðarlögum en hafa
ber í huga að heildarskipting
byggðakvótans, hlutur hvers byggð-
arlags í þorskígildum og verðgildi
byggðakvótans raskist ekki. Stjórn
Byggðastofnunar gekk frá úthlutun
byggðakvóta fyrir helgi og var 1.500
tonna þorskígildiskvóta úthlutað til
byggðarlaga, sem lent hafa í vanda
vegna samdráttar í sjávarútvegi.
Heimamenn á Suður-
eyri telja sig líka eiga
rétt á byggðakvóta
Þegar tekin var ákvörðun um úthlut-
un byggðakvóta sl. sumar var kvóta-
tap byggðarlagsins í þorskígildum
undanfarin fimm ár veigamesta við-
miðunin. Einnig var tekið mið af hlut
fiskvinnslu og fiskveiða, fækkun árs-
verka í fiskvinnslu og fiskveiðum,
meðaltekjum á íbúa, fólksfækkun og
íbúafjölda. Byggðakvótanum var út-
hlutað til næstu fimm ára, en sam-
kvæmt lögum skal endurskoða for-
sendur fyrir úthlutuninni árlega.
Egill Jónsson, stjómarformaður
Byggðastofnunar, segir útilokað að
úthlutun byggðakvóta ísafjarðar-
bæjar verði breytt, þrátt fyrir að
mál Básafells hf. hafi þróast með
þessum hætti á Flateyri og Suður-
eyri. Þessi ákvörðun hafi verið tekin
og byggðakvótinn verði á Þingeyri
næstu fimm árin. „Við úthlutunina
var miðað við að þeir sem fengu
kvótann hafi tíma til að byggja upp
sinn rekstur, þannig að eftir fimm ár
verði þeir búnir að koma með álíka
mikið í pottinn aftur. Eg er mest á að
fullorðnir menn skuli svo mikið sem
hafa orð á slíku,“ segir Egill.
Skynsamleg ráðstöfun
á sínum tima
Stjórn Byggðastofnunar ráðstaf-
aði öllum byggðakvóta ísafjarðar-
bæjar til Þingeyrar sl. sumar að
fenginni umsögn bæjarstjórnar
sveitarfélagsins. Halldór Halldórs-
son, bæjarstjóri ísafjai-ðarbæjar,
segir stöðuna á Þingeyri hafa verið
mjög slæma þegar ákveðið hafi verið
að ráðstaða byggðakvótanum þang-
að. Því hafi þessi ráðstöfun þótt
skynsamlegust. Byggðastofnun hafi
síðan staðfest umsögn bæjarstjórn-
arinnar. Hann vildi ekki segja til um
hvort hægt verði að breyta ráðstöf-
uninni, enda væri það Byggðastofn-
unar að ákveða slíkt.
Halldór segist hins vegar vilja
stuðla að því að Vestfirðingar taki
höndum saman um að halda afla-
heimildum Básafells innan fjórð-
ungsins. Isafjarðarbær á tæplega
10% hlut í Básafelli eða um 73 mill-
jónir króna að nafnvirði. Halldór
segir sveitarfélagið hafa haft for-
göngu um að kalla saman hluthafa
Básafells og skoða möguleika á að
kaupa aflaheimildir félagsins í skipt-
um við hlutabréf. Eigendur Bása-
fells hafi tekið vel í þessa umleitan,
enda ljóst að þeir þurfa að selja mik-
ið af eignum til að koma fyrirtækinu
á réttan kjöl.
Myndi kippa grund-
vellinum undan öllum
áætlunum á Þingeyri
Helstu forsendur fyrir stofnun
Fjölnis hf. á Þingeyri voru að hluta-
féð yi’ði a.m.k. 400 milljónir króna,
fyrirtækið fengi ráðstöfunarrétt yfir
tæplega 387 tonna byggðakvóta Isa-
fjarðarbæjar á ári næstu fimm árin
og það hefði yfir að ráða a.m.k. 1.000
tonna þorskkvóta. í stað þess að
fjárfesta í skipa var gerðursamning-
ur við Vísi hf. í Grindavík þess efnis
að Vísir landi að minnsta kosti 2.000
tonnum á Þingeyri á ári. Þessi afli á
að samanstanda af 1.000 tonnum frá
Vísi, byggðakvótanum og 600 tonn-
um sem Fjölnir hefur þegar keypt.
Pétur H. Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vísis hf., segir allar áætlanir
hafa verið gerðar út frá ráðstöfun
byggðakvótans og því myndi breyt-
ing á ráðstöfuninni kippa grundvell-
inum undan þeim samningi sem
gerður hafi verið. Allar áætlanir hafi
gengið eftir og enginn samningsa-
ðila rætt um að horfið verði frá gerð-
um samningum. Hann segir að
margir hafi strax í upphafi lýst sig
ósátta við ráðstöfun byggðakvótans
og sú óánægja sé greinilega ennþá
til staðar.
Gæða leðursófasett 3+H Kr. m.ooo.-sígr.
OpiÖ Iaugardagfrákl10-16
og mnudagfráki. 14-17
HUSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKORVEGl 66 HAFNARFIRÐl SlMI 565 4100