Morgunblaðið - 04.12.1999, Síða 38

Morgunblaðið - 04.12.1999, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 4. DESEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á sunnudag verða flutt verk eftir Arriaga, Jón Leifs og Dvorák. Þrír strengja- kvartettar Tilnefningar til Norður- landaráðs- verðlauna BÆKUR eftir Guðberg Bergsson og Kristínu Ómar- sdóttur eru tilnefndar til N orðurlandaráðsverðlauna fyrir árið 2000. Um er að ræða skáldævisögur Guðbergs, Fað- ir og móðir og dulmagn bernskunnar og Eins og steinn sem hafið fágar, og skáldsögu Kristínar Elskan mín ég dey. Danir leggja fram nýja ljóðabók eftir eitt kunnasta skáld sitt, Henrik Nordbrandt, og ferðasögu eftir Thomas Boberg. Frá Finnlandi kemur skáldsaga eftir Paavo Rintala og ljóðabók eftir Peter Sandel- in. Norðmenn eru með skáld- sögu eftir Frode Grytten og ljóðabók eftir Georg Johann- esen. Svíar tefla fram ljóðabók eftir Katarina Frostenson og skáldsögu eftir Beate Grims- rud. Færeyingar og Græn- lendingar mega leggja fram eina bók. Frá Færeyjum er skáldsaga eftir Oddvör Johan- sen og frá Grænlandi er verk eftir Jörgen Fleischer. Verðlaunin verða tilkynnt á fundi dómnefndarinnar í Hels- ingfors í lok janúar. Þau eru 350.000 danskar krónur. Þau verða síðan afhent í Kaup- mannahöfn 6. mars. ÞRIÐJU tónleikar Kammermúsík- klúbbsins verða annað kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20.30 í Bústaðakirkju. Flytjendur eru Sigrún Eðvaldsdótt- ir, Sif Tulinius, Helga Þórarinsdóttir og Richard Talkowsky. Flutt verða þrjú verk eftir jafn- mörg tónskáld: Strengjakvartett nr. 1 eftir Juan Cristóstomo de Arriaga, Strengjakvartett III, op. 64 „EI Greco“ og eftir Antonin Dvorák Strengjakvartett í As-dúr, op. 105. Juan Cristóstomo de Arriaga y Balzola fæddist árið 1806 í Bilbao á Spáni, undrabarn í tónlist. Þegar hann var 11 ára, voru tónsmíðar hans farnar að vekja athygli og hann fékk inngöngu í tónlistarháskólann í París 15 ára. Þegar hann var 18 ára, samdi hann þrjá strengjakvaretta, sem hlutu mikið lof, og var höfundi spáð miklum frama. En Arriaga dó úr berklum í París 19 ára gamall. Jón Leifs samdi þrjá strengja- kvartetta: Mors et vita (1939), Vita et mors (1948-51) og E1 Greco (1965). Þeir eru framlag hans til ís- lenskrar kammertónlistar. E1 Greco ber viðurnefni listmálarans Kyria- kos Theotokopoulus (1541-1614), eins mesta málara á endurreisnar- tíma. Hann var frá grísku eyjunni Krít, lærði á Italíu, en starfaði lengi á Spáni. Kvartett Dvoráks, op. 15, varð hinn síðasti af 14 strengjakvartett- um Dvoráks og er nú rétt öld síðan hann varð kunnur og segir í fréttatil- kynningu að hann þurfí ekki að standa í skugga neins þótt hann hafi ekki nafn, bara númer. Hap Collins gerir út hj álparleiðangur ERLENDAR BÆKllR S p « n n ii s a g a „RUMBLE TUMBLE" eftir Joe R. Lansdale. Warner Books 1999.239 síður. JOE R. Lansdale heitir bandarískur spennusagnahöfundur sem skemmtilegt er að lesa. Bækur hans minna jafnt á bækur Carl Hiaasens og Elmore Leonards og þekkilegri blanda er varla til fyrir þá sem yndi hafa af gamansömu reyfurum um spaugsamt undii-málsfólk og ein- staklega furðulegar kringumstæður sem það lendir í. Lansdale hefur skrifað fjöldann allan af skáldsögum sem margar hverjar fjalla um þá fé- laga Hap Collins og Leonard Pine, aðalsöghetjurnar í „Rumble Tum- ble“, sem kom út fyrir skemmstu í vasabroti hjá Warner Books-útgáf- unni og er nýjasta bók höfundarins. Hún er bráðskemmtileg aflestrar og hæfilega víruð saga um dragmellur og dverga og dömur í neyð. Sandblásið krummaskuð Hún er fimmta bók Lansdales um Collins og Pine, en rifja má upp að höfundurinn hefur einnig sent frá sér skáldsögur um aðskiljanleg efni; ein heitir Hið týnda ævintýri Tarzans. Hann hefur einnig sent frá sér ófá smásagnasöfn og skrifað fræðibækur um villta vestrið svo nokkuð sé nefnt. Svo hann er iðinn við kolann. Ef eitthvað er að marka Collins/Pine-sögumar hans er hann með kaldhæðnislegan húmor og hef- ur einstakt yndi af hinni harðsoðnu bandarísku reyfarahefð sem hann tengir við ýmsa þætti hins klassíska vestra. Leonard Pine er svertingi og hommi og býr að reynslu úr Víet- namstríðinu og veit hvernig á að komast af við erfiðar aðstæður. Hap Collins býr hjá honum án þess að vera sambýlismaður hans, starfar sem útkastari á lélegri búllu og er einstaklega veikur fyrir rauðhærð- um konum eins og Brett Sawyer. Þeim er báðum riddaramennskan í blóð borin, þeir mega helst ekkert aumt sjá og þeir eru sérstaklega færir að eiga við stóra krimma og smáa með skotvopnum ef ekki vill betur. Þannig vill til að dóttir Brett Sawyer, vinkonu Haps, hefur leiðst út í hórdóm ægilegan og starfar í bænum Hootie Hoot, sandblásnu ki-ummaskuði í Oklahoma. Móðirin biður Hap að sækja dóttur sína þangað og flytja heim aftur sem væri lítið mál ef dóttirin stundaði ekki sína iðju undir handleiðslu Stóra- Jims, stjórnarformanns helstu glæpasamtaka Oklahoma-borgar. Honum er annt um að týna ekki mellunum sínum í hendurnar á hverjum sem er svo Hap fær vin sinn Leonard með sér í björgunarleiðan- gur og móðirin ákveður að slást með í för. Félagslegur þroski Þau halda þrjú til Hootie Hoot og er það aðeins upphafið á ægilegu ferðalagi sem endar suður í Mexíkó. • FULLT tungl (Plenilunio), er eftir Antonio Múnoz Molina í ís- lenskri þýðingu Þorsteins Thorar- ensen. Fullt tungl er einskonar leynilög- reglusaga. Stúlkubarn finnst myrt í skemmtigarði í borg einni í Andal- úsíu. Aðalsöguhetjan er lög- reglufulltrúi sem hefur árum saman staðið í blóðugu stríði við aðskilnað- arsinna norður í Baskalandi og harkað af sér sprengjutilræði og manndráp í hrönnum, en nú verður hann svo heltekinn af að sjá illa út- leikið barnið, að hann verður hug- stola, ráfar um götur borgarinnar í leit að „augum morðingjans“. Höfundurinn hefur á skömmum tíma risið upp sem einn fremsti rit- höfundur Spánverja. Utgefandi er Fjölvi. Bókin er 352 bls. Filmugerð í Prentmyndastof- unni, prentun í Singapúr. Verð 3.680 kr. Lansdale segir sögu þremenning- anna með samblandi af grófri kímni, skemmtilegum samtölum þar sem hæfileiki hans til þess að búa til spauglegar líkingar nýtur sín vel, spennu og rómantík og er lagið að gera hinar sérkennilegustu persónur og kringumstæður trúverðugar. A meðal karaktera sem þvælast inn í líf þremenninganna má nefna einstaklega kjaftforan og ómerkileg- an dverg sem bæði er svikahrappur og ómerkingur. „Lýs á hundstittlingi eru félagslega þroskaðri en hann,“ segir konan í hópnum. Annar er bróðir dvergsins, Herman að nafni, risi að vöxtum er starfaði áður sem leigumorðingi en hefur frelsast síðan til guðstrúar. Þriðji er Stóri-Jim sem er veikur fyrir veðmálum. Lansdale gerir fólk þetta allt með sínum fáu kostum en stóru göllum að hinum ánægjulegasta félagsskap. „Rumble Tumble“ er prýðileg af- þreying þeim sem gaman hafa að safaríkum persónulýsingum, hetju- dáðum, meitluðum töffaraskap og groddafyndni í bland. • HESTURINN og drengurinn hans er þriðja bókin í bókaflokkn- um um Ævintýra- og töfralandið Narníu efir C.S. Lewis í þýðingu Kristínar R. Thorlacius. Söguhetjurnar eru hesturinn Breki og drengurinn Sjasta. Þeir flýja í skyndingu frá Kalormen, landi grimmdar og mannvonsku, og fara dagfari og náttfari yfir eyðimörkina miklu á leið til töfra- landsins Narníu, þar sem smjör drýpur af hverju strái og dýrin kunna mannamál. Á leiðinni lenda þeir í ótrúleg- ustu ævintýrum og oftar en einu sinni reynir á þor þeirra og kjark. Utgefandi er Isiendinga- sagnaútgáfan / Muninn bókaút- gáfa. Bókin er 168 bls., unnin í Singa- púr. Myndir eru eftir Pauline Bayn- es. Verð: kr: 1.790. A r n ,i 1 ri ux-Ludxið a snn Nýjar bækur Nýjar bækur • GÆSAHÚÐ 3 - Gula geimskipið, er þriðja bókin í bókaflokki eftir Helga Jónsson. Bókin fjallar um ungan dreng sem eitt fagurt sumar- kvöld er rænt og hann fluttur nauð- ugur til pánetunn- ar Zarox þar sem illmennið Ozi ræð- ur ríkjum. En drengurinn ætlar sér að komast heim aftur. Spurn- ingin er bara: Hvernig fer hann að því? Útgefandi er Tindur. Bókin er86 bls. prentuð í Ásprent/POB Akur- eyri. Verð: 1.190 kr. • Á HÆL UM löggunnar eftir Svein Þormóðsson blaðljósmyndara lýsir hann lífinu í Reykjavík, þegar hann er að alast upp á kreppuárunum og bregður upp myndum af eftir- minnilegum samferðamönnum. Hann segir frá samskiptum sínum við breska hernámsliðið, en hann starfaði sem túlkur á vegum þess, aðeins fjórtán ára gamall. Sextán ára stofnaði hann, ásamt unnustu sinni, heimili í bragga á Skólavörðu- holti. Um tíma bjó fjölskyldan í Kamp Knox þar sem enginn hörgull var á skrautlegum einstaklingum, segir í fréttatilkynningu. Utgefandi er Islenska bókaútgáf- an ehf. Bókin er 244 bls., með um 170 ljósmyndum. • INDJÁNINN snýr aftur er eftir Lynne Reid Banks í þýðingu Krist- ínar R. Thorlacius. Bókin er sjálf- stætt framhald bókarinnar Indján- inn í skápnum sem út kom á síðasta ári. I þessari bók heldur höfundurinn áfram að segja frá ævintýrum vin- anna Ómars og Patreks og Litla- Bola, litla leikfangaindjánanum sem lifnaði við í töfraskáp Ómars. Og nú hafa fleiri persónur úr fortíðinni bæst í hópinn. Þýðing Kristínar á Indjánanum í skápnum er á heiðurslista Is- landsdeildar IBBY. Útgefandi er Islendinga- sagnaútgáfan /Muninn bókaútgáfa. Bókiin er 153 bls., unnin í Singapore. Myndskreytingar eru eftir William Coldart. Verðkr: 1.790 kr. • MEÐ nef á heilanum er teikni- myndabók eftir Gunnlaug Ó. John- son. I fréttatilkynningu segir að bók- in sé einskonar skottu- læknisfræðileg myndskreytt úttekt á nefjum manna og málleysingja. Höfundur gefur út. Bókin er 64 bls. í A5-broti, prentuð í prentsmiðju Iðn- skólaútgáfunnar. Bókin fæst hjá út- gefanda. • ÍSLENDINGAÞÆTTIR er sjöunda kiljan í röðinni Sígildar sög- ur. Bragi Halldórsson og Knútur S. Hafsteinsson menntaskólakennarar völdu saman þrettán íslendinga- þætti, gerðu efnis- og orðskýringar við þá og skrifuðu inngang að þeim. Fjöldi korta og ættartalna skýrir enn frekar efni og umgjörð hvers þáttar, en þeir eru m.a. Auðunar þáttur vestfirska, Hreiðars þáttur heimska, Sneglu-Halla þáttur og Ögmundar þáttur dytts. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er223 bls., prentuð í Dan- mörku. Erlingur Páll Ingvarsson sá um kápuhönnun ogJean Pierre Bi- ard gerði kort. Verð: 1.599 kr. • KIM Novak baðaði sig aldrei í Genesaretvatni, er skáldsaga eftir Hákan Nesser í íslenskri þýðingu Magnúsar Ásmundssonar. Bókin fjallar um unglingsárin, þegai' sakleysi æskunnar er kvatt og alvara fullorðinsáranna tekur við. Strák- arnir tveir sem fara saman í sumarbú- staðinn við vatnið verða áhorfendur að hættulegu ástar- drama og flækjast inn í glæpamál. Eins mætti ætla að þetta væri leynilögreglusaga, en hún er líka eitthvað meira. Vissulega kemur lögreglufulltrúinn Lindström mikið við sögu og yfirheyrir alla en kemst ekkert áfram með málið. Hákan Nesser er í hópi kunnustu höfunda af yngri kynslóðinni í Sví- þjóð. Útgefandi erFjölvi. Bókin er224 bls. bundin með silkilamíneringu, filmugerð Prentmyndastofan, prent- un SNP í Singapore. Verð 3.280 kr. • MARKÚS og Díana - ljósið frá Síríus eftir norska höfundinn Klaus Hagerup. Anna Sæmundsdóttir þýddi. Markús er 13 ára með þykk glera- ugu og músarbrúnt hár. Hann þjáist af ótta við ólíklegustu hluti, meðal annars sýkla, myrkrið og stelpur. Hræddastur er hann þó við sjálfan sig. Og þegar hann skrifar aðdá- endabréf til frægs fólks til að biðja um eiginhandaráritun, bregður hann sér í ólíklegustu gervi undir fölsku nafni. En daginn sem Hollývúdd- stjarnan Díana fær bréf frá Markúsi Símonsen milljónera snúast vopnin í höndum hins raunverulega Markús- ar og málin taka óvænta stefnu. Klaus Hagerup er virtur höfundur í Noregi og hefur hlotið ýmsar viður- kenningar. Þessi fyrsta saga um Markús var valin fyndnasta bók árs- ins þegar hún kom út. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 170 bls., prentuð ISvíþjóð. Verð: 1.990 kr. Helgi Jónsson Hákan Nesser I Tenores di Neoneli. Söngvar frá Sardiníu KVARTETTINN I Tenores di Neoneli kemur fram á tónleikum í Norræna húsinu á morgun, sunnu- dag, kl. 20. Samanstendur hann af fjórum tenórsöngvurum frá Mið- jarðarhafseyjunni Sardiníu og munu þeir syngja söngva frá sinni heima- byggð. Kvartettinn var stofnaður árið 1976 og hefur haldið fjölda tónleika í heimalandi sínu, á Italíu og víðar. Hafa félagarnir, Peppeloisu Piras, Tonino Cau, Nicola Loi og Ivo Marr- as, hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir söng sinn, bæði á tónleikum og hljóm- og geislaplötum. I Tenores di Neoneli eru þekktir fyrir fjölhæfni sína, bæði í stíl og efnisvali. Það eru Ferðamálaráð Sardiníu og Menningarstofnun Italíu í Ósló sem bjóða til tónleikanna í samvinnu við menningarfélögin Italiazzurra og Dante Alighieri á Islandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.