Morgunblaðið - 04.12.1999, Síða 43

Morgunblaðið - 04.12.1999, Síða 43
Raddstýrð tæki notuð við skurðaðgerðir London. Thc Daily Telegraph. BRESKT sjúkrahús hefur tekið í notkun tölvubúnað sem gerii' lækn- um kleift að raddstýra tækjum við skurðaðgerðir og er þetta í fyrsta sinn sem slíkri tækni er beitt í evr- ópskri skurðstofu. Læknar við North Hampshire- sjúkrahúsið í Basingstoke hafa gef- ið myndavélum sínum og fleiii tækjum skipanir með hjálp tölvu- kerfís sem skynjar aðeins raddir þeirra. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur búnaður hefur verið heimil- aður við skurðaðgerðir í Evrópu og stefnt er að því að skurðlæknar geti raddstýrt því sem næst öllum tækjum skurðstofanna þegar fram líða stundir. John Britton, ráðgefandi sér- fræðingur í bæklunarskurðlækn- ingum, prófaði kerfíð, sem nefnist Hermes, þegar hann undirbjó skurðaðgerð á öxl sjúklings nýlega. Hann setti holsjá, langa pípu með örsmáa myndavél, inn í sjúklinginn og sagði: „Hermes, myndavél". „Myndavél tilbúin," svaraði þá Hermes með róandi kvenmanns- rödd. „Hermes, hvítt jafnvægi," sagði Britton og Hermes bætti myndina. Styttir aðgerðar- tímann um 15% Fyrirtækið Stryker Corpor- ation, sem framleiðir Hermes, stefnir að því að tengja kerfíð við fleiri tæki og gera skurðlæknum jafnvel kleift að raddstýra lýsing- unni á skurðstofunum og hæð skurðborðanna. Aður en skurðaðgerðin hófst hafði Britton lesið inn hundruð skipana með mismunandi raddblæ, m.a. eins og hann talar undir álagi. Hermes hlustar síðan á kliðinn í skorðstofunni og bíður eftir því að heyra rödd skurðlæknisins. Lækn- irinn talar í hljóðnema og gefur skipanir í aðalstýrikerfíð sem stjórnar tækjunum. An Hermesar þarf skurðlæknir- inn að gefa hjúkrunarfræðingum og öðrum læknum fyrirmæli til að stjórna þeim flóknu tækjum sem notuð eru við skurðaðgerðir. Áætl- að er að Hermes stytti skurðað- gerðartímann um 15%. m Reuters Hefðbundnar skurðaðgerðir kunna brátt að heyra sögunni til. Afleiðingar vanrækslu og kynferðislegra misþyrminga Medical PressCorps News Service. Hættara við þunglyndi og sjálfsmorðum MISÞYRMINGAR eða van- ræksla í barnæsku hefur varaniegan skaða í för með sér. Kynferðisleg misþyrming er jafnvel verri en líkamlegar misþyrmingar. Unglingar og ungt fólk sem sætti misþyrm- ingum eða vanrækslu í æsku er meira en þrisvar sinnum líklegra til að verða þunglynt eða hugleiða sjálfsmorð, sam- kvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísindamenn komust enn- fremur að því, að börn sem sætt hafa kynferðislegri misnotkun eru líklegri til að verða þung- lynd eða hugleiða sjálfsmorð. Fórnarlömb kynferðislegra misþyrminga reyndust sexfalt líklegri til sjálfsmorðstilraunar, og auk þess var hættan á end- urtekinni sjálfsmorðstilraun áttfalt meiri en hjá börnum sem ekki höfðu orðið fyrir kynferð- islegri misþyrmingu. Sjálfsmorðstilraunir Yfir þriðjungur, eða 36%, barna sem sættu kynferðislegri misþyrmingu gerði tilraun til sjálfsmorðs, samanborið við 16 prósent barna sem höfðu sætt líkamlegri misþyrmingu. Sex prósent barna sem ekki höfðu sætt misþyrmingum af neinu tagi kváðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Dr. Jocelyn Brown, aðstoðar- prófessor við barnalæknadeild Columbiaháskóla í Bandaríkj- unum, stýrði rannsókninni. 639 ungmenni tóku þátt í henni og hafði 81 þeirra sætt misþyrm- ingum eða vanrækslu í æsku. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í desemberhefti Jo- urnal of the American Academy of Child and Adolescent Psychi- atry. Hættulegasta æviskeiðið Einnig kom í Ijós í rannsókn- inni að tíðni sjálfsmorðstilrauna var hærri á unglingsárum. „Unglingsárin eru hættulegasta æviskeiðið fyrir ungt fólk sem sætt hefur kynferðismisþyrm- ingum,“ segir í niðurstöðunum. Rannsakendurnir tóku fram, að þar sem þeir notuðust bæði við opinber gögn og upplýsingar sem einstaklingar veittu sjálfir kynni að vera að þeir sem höfðu hugleitt sjálfsmorð hefðu frekar tilkynnt misþyrmingar en hinir. Hrotur geta spillt kynlífínu HÁVÆRAR hrotur og öndunar- truflanir í svefni geta spillt kyn- lífínu fyrir báðum rekkjunaut- unum vegna þess að þær valda þreytu og önuglyndi, auk þess sem þær geta orðið til þess að karlmenn eigi erfítt með að láta sér rísa hold. Þetta er niðurstaða nýlegrar rannsóknar vísindamanna í Maryland í Bandaríkjunum á 29 körlum og konum sem gengust undir meðferð við öndunar- stöðvun í svefni, eða kæflsvefni, sem er einn versti kvillinn sem tengist hrotum. Kæfísvefn lýsh’ sér í því að menn hætta öðru hverju að anda í að minnsta kosti tíu sekúndur. Þátttakendumir vom beðnir að leggja mat á kynlíf sitt fyrir og eftir meðferðina og komust að þeirri niðurstöðu að fullnæg- ingar þeirra væru betri og kyn- hvötin meiri eftir meðferðina. Breska útvarpið BBC hefur eftir Janet Myers, sem stjómaði rannsókninni, að vangeta karl- manna til samfara kunni að stafa af röskun á æxlunar- og hormónastarfseminni en of lítið súrefni í blóðrásinni vegna kæfi- svefns geti einnig torveldað mönnum að láta sér rísa hold. Of feitu fólki hætt við kæfísvefni Meðferðin fólst í því að þátt- takendurnir sváfu með sérstaka grímu fyrir andlitinu og hún var tengt tæki sem þrýstir lofti í gegnum nefíð. Meðalaldur þátttakendanna var 45 ár og margir þeirra voru fremur feitir, en vitað er að mið- aldra og of feitu fólki er hætt við kæfisvefni. Talið er að um 4% kvenna og 9% karlmanna á aldrinum 30-60 ára fái þennan kvilla. Áð sögn bandarískra sérfræð- inga í svefntmflunum getur kæfísvefn valdið svo mikilli syfju á daginn að hann stórauki hætt- una á alvarlegum bílslysum. Kæfísvefn geti einnig valdið ön- uglyndi, persónuleikabreyting- um, minnisvandamálum, of há- um blóðþrýstingi og óregluleg- um hjartslætti. I alvarlegustu tilvikunum get- ur kæfisvefn valdið hjartasjúk- dómum og dauða, auk getuleysis, að því er íram kemur á vefsíðu svefntruflanamiðstöðvar Colum- bus Community Hospital í Ohio. Mikið koffín eykur hættu á fósturmissi Medical PressCorps News Service. BARNSHAFANDI konur sem neyta mikls koffíns, eða sem svarar fimm eða fleiri kaffibolla á dag, er tvisvar sinnum hættara við fóstur- missi. En hófleg koffínneysla, einn eða tveir kaffibollar á dag, virðist ekki auka hættuna, samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar sem birtust í tímaritinu The New England Jo- umal of Medicine 25. nóvember. Rannsökuð voru blóðsýni úr rúm- lega 3.000 konum, þar af 600 sem höfðu misst fóstur. Ný aðferð var notuð til að meta koffínneyslu, sem fólst í því að mæla magn paraxan- þíns í blóðinu. Paraxanþín er efni sem lifrin framleiðir þegar koffín er brotið niður. Efnið er í blóðinu leng- ur en koffín. Paraxanþín fannst í blóði 82% kvenna í báðum rannsóknarhópun- um. Magnið var umtalsvert meira, að meðaltali, hjá þeim konum sem höfðu misst fóstur en hjá konunum í samanburðarhópnum. Hættan á fósturmissi eykst þó ekki fyrr en paraxanþínmagn í blóðinu er orðið mjög mikið. „Kaffi veldur ekki fósturmissi, en það eru greinilega tengsl þama á milli,“ sagði dr. Alan Leviton, pró- fessor í taugafræði við Harvardhá- skóla í Bandaríkjunum. Rannsak- endurnir taka fram að blóðsýnin, sem rannsökuð voru, höfðu verið í geymslu í þrjátíu ár. Ekki er fylli- lega vitað um stöðugleika paraxan- þíns í blóði, en rannsakendurnir gerðu könnun sem benti til að sýnin væru marktæk. Nýkomin sending af sófasettum Vandað Mantelassi sófasett +J... . . . . . , . M/Ieðri aðeins kr. Litir dokkkoniaksbrunt og Ijóskoníaksbrúnt flKl AAA Áklæði í fjórum litum. | ^Q^VlUUi" M/áklæði aðeins kr. 178.000.- Vönduð gæðahúsgögn á góðu verði! Hjá okkur eru Visa- og Euro-raCsamningar ávfsun á staðgreifiBlu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.