Morgunblaðið - 08.02.2000, Page 1
f
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
2000
|8J$r|pnlW$iMSi
■ ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR
BLAÐ
Spönsk
og þýsk
lið vilja
Dag
FORRÁÐAMENN þýska 1.
deildarfélagsins Wuppertal
hafa lýst yfir vilja til þess
að halda Degi Sigurðssyni
áfram hjá liðinu. Dagur,
sem hefur leikið með Wupp-
ertal í ijögur tímabil,
kveðst hafa áhuga á að
leika áfram með liðinu en
einnig komi til greina að
söðla um og semja við ann-
að félag. Hann sagði að
nokkur önnur félög hefðu
Iýst yfir vilja til þess að fá
hann í sínar raðir, bæði fé-
lög í Þýskalandi og á Spáni.
Hann vildi ekki nefna hvaða
félög væri um að ræða,
sagði slík mál skammt á
veg komin. Wuppertal er í
15. sæti í 18 liða deild en
mætir THW Kiel, sem er í
öðru sæti, á miðvikudag.
Morgunblaðið/Jim Smart
Stuðningsmenn Grindvíkinga höfðu ástæðu til að fagna í Laugardalshöllinni á laugardaginn, þar
sem Grindvíkingar tryggðu sér bikarinn í körfuknattleik með því að leggja KR að velli, 59:55.
Grindvíkingar hafa leikið þrjá bikarúrslitaleiki og alltaf fagnað sigri.
Ottey beðin um að
gera sér upp meiðsli
SPRETTHLAUPARINN Merlene Ottey frá Jamaíka, sem nú berst fyr-
ir að fá sig sýknaða af neyslu ólöglegra lyfja segir að hún hafi verið
beðin um að gera sér upp meiðsli fyrir heimsmeistaramótið í frjáls-
íþróttum í fyrra áður en tilkynnt var að hún hefði fallið á lyf japrófi.
Talsmaður Ottey segir að fleM
en einn forsvarsmanna Al-
þjóða frjálsíþróttasambandsins, IA-
AF, hafi hringt í Ottey og sig þegar
ljóst var að hún hefði fallið á lyíja-
prófi og beðið hana um að gera sér
upp meiðsli til þess að koma í veg
fyrir að fleM mál um lyfjamisnotk-
un í íþróttinni yrðu gerð opinber
fyrir heimsmeistaramótið. Með því
að gera sér upp meiðsli gæti hún
dregið sig frá þátttöku í mótinu
Talsmenn IAAF neita þessari
sögu alfarið og segja hana upp-
spuna. IAAF hafi ekki óskað eftir
því við Ottey að hún gerði sér upp
meiðsli gegn því að opinber til-
kynning um að hún hefði fallið á
lyfjaprófi yrði ekki gerð opinber
fyrr en eftir heimsmeistaramótið í
Sevilla.
Ottey féll á lyfjaprófi sem tekið
var af henni eftir mót í Lucerne í
Sviss 5. júlí. Nokkru síðar kom í
ljós að steralyfið nandrolone var í
sýni hennar. Umboðsmaður Ottey,
Daniel Zimmermann, tilkynnti síð-
an 18. ágúst að spretthlauparinn
hefði fallið á lyfjaprófi. Tveimur
dögum síðar hófst heimsmeistara-
mótið í skugga þessarar óvæntu
fréttar og einnig þeirrar staðreynd-
ar að hinn þekkti breski sprett-
hlaupari, Linford Christie, hafði
nokkru áður fallið á samskonar
prófi. Bæði voru þau mikils metin
innan frjálsíþróttahreyfingarinnar
og margverðlaunuð á ýmsum stór-
mótum.
„Ég fékk símhringingar frá
tveimur mönnum innan IAAF þar
sem óskað var eftir að Ottey drægi
sig til baka frá HM og bæri við
meiðslum," sagði Zimmermann í
gær þar sem hann var staddur í æf-
ingabúðum með Ottey í Slóveníu.
„Enginn hringdi í Ottey eða
hennar umboðsmann í nafni IAAF
til þess að óska eftir að hún gerði
sér upp meiðsli," sagði Giorgio
Ranieri, blaðafulltrúi IAAF, í gær.
„Þetta get ég staðfest, en hvaða
menn er vísað í veit ég ekki, en víst
er að þeir eru ekki á vegum IAAF,
hafi einhver samtöl átt sér stað.
Þetta mál kemur okkur algjörlega í
opna skjöldu.“
Zimmermann segir að hvorki
hann né Ottey hafi viljað opinbera
það að þessi símtöl hafi átt sér stað
fyrr en nú eftir að Ottey hafi orðið
fyrir hörðum árásum frá IAAF og
einnig þýska frjálsíþróttasamband-
inu. „Éftir það sem á undan er
gengið fannst okkur rétt að upp-
lýsa almenning um hvernig væri í
pottinn búið,“ segir Zimmermann.
„Að sinni ætlum við ekki að greina
frá nöfnum þeirra sem hringdu í
okkur en það munum við gera þeg-
ar réttur tími rennur upp.“
Mál Ottey liggur nú hjá dómstóli
IAAF, en ekki er víst hvenær hann
tekur það fyrir. Búist er við að það
geti orðið síðla í þessum mánuði, en
svo gæti einnig farið að það yrði
ekki tekið fyrir fyrr en í apríl.
Dómstóllinn mun ákveða hvort Ott-
ey verður dæmd í tveggja ára
keppnisbann fyrir lyfjanotkun. Áð-
ur hefur frjálsíþróttsamband Jama-
íku sýknað hana.
TÓMAS OG ELSAVÖRÐU EINLIÐALEIKSTITLANA/B8
INTER
INTER
INTER
Bíldshöföa 20 • 112 Reykjavík
• 510 8020 • www.intersport.is
i