Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBL.AÐIÐ KÖRFUKNATTLEIKUR Allt er fertugum fært ÞETTA var sérstaklega erfiður leikur og við lékum ekki nægilega vel íþrjátíu mínútur," sagði Al- exander Ermolinskij, sem lék sér- lega vel fyrir Grindavík, einkum þó í vörninni og segja má að vam- arlcikur hans hafi að vissu leyti riðið baggamuninn í leiknum. KR-liðið lék vel, einkum í vöm- inni, en við gáfumst aldrei upp, náðum að stöðva leikmenn liðsins og snúa leiknum okkur í hag undir lokin. Liðsheildin var sterkari hjá okkur og þar skildi á milli liðanna að þessu sinni. í hálfleik fóram við vel yfir stöðu mála og vomm stað- ráðnir í að gera betur og áður en yfir lauk náðum við að snúa leikn- um okkur í hag, við hættum aldrei að berjast." Ermolinskij vili ekki gera niikið úr sinum hlut í sigrinum. „Við sýndum samstöðu og gáfumst aldrei upp. Mér tókst að einbeita mér vel að verkefnum minum og er sáttur að leikslokum, sigurinn skipti mestu máli.“ Ermonlinskij hefúr Ieikið hér á landi í sjö ár en ekki verið í sigur- liði áður, hvorki á Islandsmótinu né í bikarkeppninni. „Það er alltaf gaman að vera í sigurliði og þetta er fyrsti titill sem ég vinn hér á landi, en ég varð tvisvar sinnum bikarmeistari í Sovétríkjunum á sinni tíð og einu sinni í Ungverjalandi þegar ég lék þar.“ En ætlar Ermolinskij að leika áfram með Grindavík á næsta vetri eða ætlar hann að leggja skóna á hilluna kominn á 41. aldursár. Um það vildi hann Iítið tjá sig í leikslok. „Það er alls óvíst hvað ég geri á næstu leiktið og hvort ég leiki, það verður bara að koma ljós. Fyrst er að Ijúka yfirstandandi keppnis- tímabili,“ sagði Ermolinskij. Morgunblaðið/Jim Smart Alexander Ermolinskij er kampakátur með fyrsta bikarinn sem hann hefur tekið á móti. hittni Ólafs J. Ormssonar að halda, og eins var Jesper Sörensen ekki nógu atkvæðamikill í sóknarleiknum í seinni hálfleik þótt hann léki ágæt- lega fyrir liðið að vanda. Maðurinn sem hefði getað gert útslagið með reynslunni og í slagsmálunum undir körfunni, Jónatan Bow, sat hjálpar- vana með hækjur á bekknum. Tveir stærstu menn liðsins skoruðu aðeins tvö stig hvor og það var einfaldlega ekki nóg. Leikurinn sem slíkur verður ekki í minnum hafður, gæði körfuboltans voru ekki mikil, en baráttan og spennan voru fyrir hendi. Þegar upp var staðið voru Grindvíkingar vel að sigrinum og bikarmeistaratitlinum komnir, og þeir sáu til þess að bika- rinn glæsilegi er geymdur á Suður- nesjunum enn eitt árið. „Lögðum aldrei árar í bát“ BRENTON Birmingham varð bikarmeistri í fyrra með Njarð- vík og nú endurtekur hann leikinn með Grindavík. Hann seg- ist ekki geta gert upp á milli hvor sigurinn sé sætari, en víst sé að báðir leikirnir hafi verið erfiðir. Ifyrra var um mikinn spennu- leik að ræða þar sem Njarð- vík náði að jafna á síðustu sek- úndu og knýja út framlengingu, þar sem við sigruðum. Nú var einnig mikil spenna og leikurinn jafn fram á síðustu sekúndur. Það er aldrei auðvelt að vinna bikarinn, mikil spenna og til- finningar eru með í leiknum og það kemur stundum niður á gæðum hans. Bæði lið lögðu sig fram og eins og venjulega vill hungrið á lokakaflanum ráða úr- slitum,“ sagði Birmingham. „Sóknarleikur okkar var alls ekki góður lengst af, en varnar- leikur beggja liða var hins vegar þeim mun betri og munurinn á liðunum varð aldrei verulega mikill, kannski tíu til ellefu stig. Þrátt fyrir að sóknarleikurinn hafi ekki verið sem bestur þá lögðum við aldrei árar í bát, heldur hélum áfram að reyna og þar kom að því að nokkur lang- skot rötuðu rétta leið undir lok- in. Þá skipti miklu máli að liðs- heildin var fyrir hendi. Mikið hefur verið rætt um að frammi- staða mín myndi ríða bagga- muninn, en það er mitt mat að þegar öllu er á botninn hvolft hafi það öðru fremur verið liðs- heildin sem skóp sigurinn. Vissulega gerði ég nokkur stig á lokakaflanum en það mikilvæg- asta var að félagar mínir voru mjög virkir og gerðu mikilvægar körfur. Þetta er svo sannarlega ekki í fyrsta skipti sem slíkt á sér stað.“ Birmingham sagðist ekkert vera farinn að velta næstu leik- tíð fyrir sér, þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að mæta til leiks í bikarúrslitum að ári og verða meistari þriðja árið í röð. „Allt sem skiptir máli nú er að ljúka íslandsmótinu á gleðilega hátt. Á meðan íslandsmótinu er ekki lokið þá er tími til þess að velta næstu leiktíð fyrir sér. Vissulega ætla ég að taka þátt í gleðinni vegna þessa sigurs en síðan tekur alvaran við, leikur á fimmtudaginn og síðan hver leikurinn á fætur öðru uns mót- inu lýkur.“ ALEXANDER Ermolinski sýndi það og sannaði á laugardaginn að gamla máltækið: „Allt er fertugum fært“ er í fuilu gildi, líka í íslensk- um körfubolta. Þessi gamalreyndi miðherji sem varð fertugur í nóv- ember var maðurinn sem gerði útslagið í bikarúrslitaleiknum í Laug- ardalshöllinni. Það var hann sem færði Grindvíkingum sinn þriðja bikarmeistaratitil á sex árum þegar þeir sigruðu KR-inga, 59:55, eftir að þeir höfðu átt undir högg að sækja gegn frískum Vesturbæingum mestallan leikinn. Alexander var ekki í byrjunarliði Grindavíkur, enda yfirleitt not- aður sparlega. Hann kom til leiks á 9. mínútu og lék í 22 vlðir mínútur alls, meira Sigurðsson en oft áður f vetur- skrifar En það var á síðustu 5 mínútum leiksins sem Alexander tók til sinna ráða. Hann varði fjögur skot KR-inga, tók mikilvæg fráköst, og skoraði síðan dýrmæta körfu 33 sekúndum fyrir leikslok sem kom Grindavík í 58:55. KR-ingar brutu strax á Alexander sem skoraði úr öðru vítaskotinu, 59:55. Þegar 13 sekúndur voru eftir varði hann síðan skot KR-inga, sitt fimmta í leiknum, og þar með var síð- asti vonarneisti Vesturbæinga slökktur. KR-ingar tóku völdin Eftir góða byrjun Grindavíkur sem komst í 8:2 eftir 5 mínútur tóku ungir og frískir KR-ingar völdin. Með grimmum vamarleik og 12 stig- um í röð komust þeir í 16:11 og leiddu út hálfleikinn, nema þegar Grindavík jafnaði í 23:23. í hálfleik var staðan 30:25 fyrir KR, lágt skor eins og í leiknum í heild, enda sterk- ar vamir í fyrirrúmi og KR-ingum gekk vel að halda Brenton Birming- ham niðri. Hann skoraði þó 14 af 25 stigum Grindavíkur í hálfleiknum en eyddi í það mikilli orku og mörgum skotum. Svæðisvöm Grindavíkur breytti miklu Keith Vassel fór í gang hjá KR undir lok fyrri hálfleiks, skoraði þá síðustu 7 stig liðsins, og hann gerði líka fyrstu 9 stig KR £ seinni hálfleik. Vesturbæingar virtust þá ætla að stinga af og komust í 44:32. En þá fór sóknarleikur þeirra að hiksta, fyrst og fremst þegar Grindvíkingar skiptu yfir í svæðisvöm. KR-ingar misstu móðinn, fóm að skjóta óyfir- vegað og í erfiðum fæmm, og inni í teignum réðu þeir ekkert við Alexan- der. Enda skoraði KR aðeins 4 stig síðustu 9 mínútur leiksins, á sama tíma og sóknarleikur Grindavíkur fór loks að ganga að einhverju marki. Þurftu ekki stórleik frá Birmingham Grindvíkingar þóttu sigurstrang- legri fyrirfram og rætt var um að eina leiðin til að stöðva þá væri að halda Brenton Birmingham í skefj- um. En þegar á reyndi þurftu þeir ekki stórleik frá honum til að sigra. Birmingham náði sér aldrei á flug í leiknum þótt hann skoraði mest að vanda. Hann hitti t.d. aðeins úr fjór- um af fimmtán 2ja stiga skotum í leiknum og þremur af átta fyrir utan 3ja stiga línuna. Það segir sitt um j Fmmraun beggia þjálfara ÞJÁLFARAR beggja liða í úrslitaleik karla, Einar Ein- arson hjá Grindavík og Ingi Þ. Steinþórsson, vom báðir að stýra liðum í fyrsta skipti í úrslitaleik bikar- keppninnar í körfuknatt- leik. „Það kom ekkert ann- að til greina en að vinna strax í fyrstu atrennu,“ sagði Einar glaðbeittur í leikslok eftir að hann hafði hampað bikarnum ásamt lærisveinum sínum og tekið á mdti hamingjuóskum frá íjölda stuðningsmanna rGrindavfkurliðsins, sem studdu vel við bakið á sín- um mönnum allan leikinn. varnarleik KR-inga sem skiptu ört um gæslumann á Birmingham og lentu því ekki í villuvandræðum við að halda honum í skefjum. Leikur Grindavíkur bar þess merki lengi vel að Birmingham væri í erfiðleikum en þegar á reyndi voru það aðrir leik- menn sem tóku loks af skarið og gerðu útslagið. Alexander fór þar fremstur í flokki eins og áður er get- ið, Guðlaugur Eyjólfsson hrökk í gang og skoraði 10 stig í seinni hálf- leiknum og Bergur Hinriksson kom sterkur inn í vörnina á lokasprettin- um. Pétur Guðmundsson var lengi vel sá eini sem sýndi sitt rétta andlit en hann var mistækur þegar leið á leikinn. Lengst af var liðsheild Grindavíkur ekki sannfærandi en hún small saman þegar með þurfti. Skynsamur leikur KR-inga KR-ingar geta verið stoltir af sinni frammistöðu lengst af, með sitt unga lið þar sem fjórir leikmenn af níu sem voru notaðir eru 17 til 19 ára gamlir. Þeir léku mjög taktískt og skynsamlega, þjálfarinn ungi Ingi Þór Steinþórsson lagði leikinn greinilega vel upp, en lærisveinar hans höfðu einfaldlega ekki andlegt úthald til að ljúka honum. Þeir lentu í miklum vandamálum gegn sterkri svæðisvörn Grindavíkur á lokakafl- anum, fundu þar engar lausnir og urðu að játa sig sigraða. Keith Vas- sel var fremstur KR-inga, skoraði helming stiganna og tók 17 fráköst. Aðrir skiluðu ekki nógu miklu í sókn- inni. KR-ingar hefðu þurft á betri Fyrsti titill Ermolinskijs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.