Morgunblaðið - 08.02.2000, Blaðsíða 16
SKÍÐI
Kristinn
náði sér
ekki á strik
KRISTINN Björnsson, skíðakappi frá Ólafsfirði, hafnaði í 24. sæti
í heimsbikarmótinu í svigi sem fram fór í Todtnau í Þýskalandi á
sunnudag. Hann er nú í 16. sæti á heimslistanum í svigi og féll
því niður um eitt sæti. Hann var 3,80 sekúndum á eftir sigur-
vegaranum, Rainer Schönfelder frá Austurríki. Björgvin Björgv-
insson frá Dalvík tók einnig þátt i sviginu og fór aðeins sex beygj-
ur, keyrði þá út úr brautinni, sem var orðin mjög illa farin þegar
hann fór niður síðastur allra keppenda, númer 65.
Kristinn var með rásnúmer 22 og
fór fyrri umferðina af nokkru
öryggi til að tryggja sig inn í síðari
umferðina. Hann náði 24. besta tím-
anum eftir fyrri umferðina, var 2,3
sekúndum á eftir Norðmanninum
Kjetil Andre Amodt sem var með
besta tímann. Ef aðstæður hefðu
verið eðlilegar þá hefði Kristinn
fengið rásnúmer sjö í síðari umferð,
en þar sem skíðafæri var erfitt ákvað
mótstjórnin að snúa aðeins við röð
þeirra 15 bestu eftir fyrri umferð
þegar farið var niður í síðari umferð-
ina. Þar á eftir komu síðan hinir 15
og Rristinn því númer 24 í rásröðinni
eins og staða hans gaf til kynna eftir
fyrri umferðina.
Hann fékk því slæma braut í síðari
umferð eins og í þeirri fyrri og átti
aldrei möguleika á að blanda sér í
toppbaráttuna. Hann fór síðari um-
ferðina á 45,19 sek. og voru aðeins
þrír sem fóru niður á lakari tíma en
hann. Bestum tíma í síðari umferð
náði Mario Matt frá Austurríki, sem
var með rásnúmer 23, eða næstur á
eftir Kristni í fyrri umferð. Tími
hans var 42,58 sek. og endaði hann í
fjórða sæti en Kristinn í því 24.
Fyrir árangurinn fékk Kristinn
sjö heimsbikarstig. Hann er í 16.
sæti á sviglistanum með 110 stig eft-
ir sjö svigmót af tólf. Næsta svigmót
verður í Adelboden í Sviss 20. febr-
úar.
Heimsmet
hjá Dananum
WILSON Kipketer frá Danmörku setti á sunnudaginn heimsmet
í 1.000 metra hlaupi karla innanhúss á móti í Stuttgart í Þýska-
landi. Kipketer, sem er heimsmeistari í 800 metra hiaupi, hljóp á
2:15,25 mínútum og bætti átta ára gamalt met Alsírbúans
Nourreddine Morceli um 1/100 úr sekúndu.
Reuters
Rainer Schoenfelder frá Austurríki fagnar hér sigrinum í svig-
inu í Todtnau í Þýskalandi á sunnudaginn. Þetta var fyrsti sigur
hans í heimsbikarkeppninni.
Kiel ætlar
sér Yoon
UWE Schwenke, fram-
kvæmdasfjóri Kiel, sagði
eftir viðureign liðsins við
Gummersbach um helgina,
að Kiel ætlaði sér að ná í
besta leikmann deildarinn-
ar, Kyung-Shin Yoon.
Hann leikur með Gumm-
ersbach en Schwenke
sagði að Kiel myndi leggja
allt f sölurnar tO þess að fá
S-Kóreumanninn í sínar
raðir.
Forráðamenn Kiel töldu
sig hafa klófest Yoon í
fyrra þegar Gummersbach
átti í miklum Qárhagserf-
iðleikum. Vegna kvóta á
leikmönnum utan ESB-
svæðisins hjá hveiju félagi
þá seldi Kiel Stojanovic
markvörð til þess að rýma
fyrir Yoon. Þegar til átti
hins vegar að taka þá tókst
forráðamönnum Gumm-
ersbach að rétta fjárhag-
inn þannig að þeir héldu
Yoon og Kiel sat eftir með
sárt ennið. Slikt á ekki að
koma fyrir nú. Gummers-
bach rambar á barmi
gjaldþrots enn eina ferð-
ina.
FOLK
■ KRISTINN Björnsson keppir í
tveimur Evrópubikarmótum, í
svigi og stórsvigi, í vikunni. Næsta
heimsbikarmót í svigi verður í
Adelboden í Sviss sunnudaginn 20.
febrúar.
■ BJORGVIN Björgvinsson keppti
í svigi og stórsvigi heimsbikarsins í
Todtnau um helgina. Hann fór að-
eins fimm beygjur í sviginu og
hætti í fyrri umferð stórsvigsins.
■ KJETIL-André Ámodt frá Nor-
egi er efstur í keppninni um svig-
bikarinn. Hann hefur 410 stig,
Matjaz Vrhovnik, Slóveníu, er ann-
ar með 341 stig og heimsbikarhaf-
inn í svigi frá í fyrra, Thomas
Stangassinger, þriðji með 309 stig.
Kristinn er í 16. sæti með 110 stig.
Enn einn Austurrikis-
maðurinn í sviðsljósinu
Vala bæt-
ir sig enn
VAL A Flosadóttir, stangarstökkvari
úr ÍR, náði sínum besta árangri á ár-
inu þegar hún lyfti sér yfir 4,31
metra á sænska meistaramótinu sem
fram fór í Bollnas á sunnudaginn.
Vala sigraði með yfirburðum og
bætti sinn fyrri árangur á keppnis-
tímabilinu um einn sentímetra. Is-
landsmet hennar innanhúss er 4,45
metrar.
I öðru sæti hafnaði danska stúlkan
Marie Rasmussen, stökk 4,01 metra,
og þriðja sætí kom í hlut Svíans
Kirsten Belin, hún stökk 3,75 metra
og varð jafnframt sænskur meistari.
Vala keppir næst á móti í Frakk-
landi á fimmtudaginn en því næst á
Global-leikunum í Stokkhólmi eftir
tíu daga. Greinilegt er að Vala er í
góðri æfingu um þessar mundir og
hefur ekki stokkið jafn hátt svo
snemma á keppnistímabilinu innan-
húss. Eftir stökkið um helgina er
Vala í 9.-11. sæti heimilisafrekalista
stangarstökkskvenna ásamt Frökk-
unum Armandine Homo og Marie
Poissonnier.
Enn einn Austurríkismaðurinn
kom fram á sjónarsviðið í
heimsbikarnum um helgina. Það
var Rainer Schönfelder, sem var
með rásnúmer 23, og sigraði í svig-
inu sem fram fór í Todnau í Þýska-
landi á sunnudag. Norðmennirnir
Kjetil Andre Amodt og Ole Christ-
ian Furuseth urðu í öðru og þriðja
sæti.
Kristinn Björnsson í 24. sæti, en
Björgvin Björgvinsson komst ekki
niður í fyrri umferð.
„Þetta er stór dagur fyrir mig.
Ég ákvað að taka áhættu og sækja í
síðari umferðinni. Ég hefði sætt
mig við fimmta sætið, en að sigra er
hreint frábært og ég bjóst alls ekki
við því,“ sagði Schönfelder í sigur-
vímu eftir keppnina.
Amodt, sem er efstur í keppninni
um svigbikarinn, var með besta tím-
ann í fyrri umferð en varð að sætta
sig við silfurverðlaunin eins og svo
oft áður. „Ég er svolítið vonsvikinn
að ná ekki að sigra. Brautin var orð-
in nokkuð grafin þegar ég fór niður
í síðari umferð og ég gerði smámis-
tök í lokin. Það er ágætt að ná öðru
sæti til að fá stig í samanlagðri
keppni, en markmiðið er þó alltaf að
sigra í hverju móti. Maier sigrar í
öllum greinum nema svigi þannig að
ég verð að einbeita mér að sigri í
þeirri grein,“ sagði Norðmaðurinn.
Furuseth var ánægður með
þriðja sætið. „Ég er ánægður með
árangurinn í vetur. Það hefur tekið
mig nokkurn tíma að aðlagast
styttri skíðum,“ sagði hann.
Austurrískt met hjá Maier
Hermann Maier tók enn eitt
skrefið í áttina að heimsbikartitlin-
um með því að sigra i stórsvigi á
sama stað á laugardag. Hann er nú
á góðri leið með að vera líkt við
skíðakappana frægu, Ingemar
Stenmark og Pirmin Zurbriggen.
Hann hefur þegar unnið 27 heims-
bikarmót, sem er einu fleira en
landi hans, Franz Klammer, afrek-
aði á sínum ferli.
„Auðvitað er ég ánægður að hafa
náð að setja austumskt met. Ég hef
æft stórsvigið nokkuð vel að undan-
förnu og sigurinn kom mér því ekki
á óvart. Ég prófaði ný skíði í keppn-
inni sem eru 202 cm að lengd. Þau
komu vel út, sérstaklega í síðari
umferðinni,“ sagði múrarinn sterki
sem hefur 460 stig í efsta sæti stór-
svigsins og 1.510 stig í heildarstiga-
keppninni. Allt stefnir í að hann
setji nýtt stigamet og fari yfir 2.000
stiga múrinn í vetur.
Svíiin Fredrik Nyberg varð ann-
ar og sagði það mikinn sigur f.yrir
sig. „Það er enginn sem ræður við
Maier þessa dagana og því er það
sigur að vera númer tvö á eftir hon-
um,“ sagði Nyberg.