Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Verða að veva tilbúnir að leggja sig fram Morgunblaðið/Kristinn Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari, klappar Indriða Sigurðssyni á kollinn á Norðurlandamótinu á La Manga á Spáni. Atli Eðvaldsson stjórnaði landsliði íslands í knattspyrnu í þremur leikjum á Norður- landamóti karlalandsliða á La Manga á Spáni í síðustu viku og voru þetta fyrstu leikir liðsins undir hans stjórn. Landsliðs- þjálfarinn segir í samtali við Skúla Unnar Sveinsson að hann sé mjög sáttur við árangurinn, jafntefli í einum leik og tveir sigrar, en segir margt ógert því þetta hafí aðeins verið upphafíð og enn sé margt sem megi laga og bæta. ð fórum á vissan hátt nokkuð blint í þetta mót enda margir leikmenn sem við gátum ekki fengið lausa, en ég vil samt ekki gera mikið úr því og tel að okkar sterkasta lið sé alltaf það lið sem við getum teflt fram á hverjum tíma. Menn geta verið meiddir eða ekki átt heimangengt af einhverjum sökum og þá er bara að taka því. Við vissum þegar við fórum í þetta mót að það yrði erfitt því það er erfitt að leika þrjá leiki á fimm dögum, bæði líkamlega fyrir leik- mennina og einnig er leikið það ört að lítið er hægt að fara yfir þá hluti sem maður vill leggja áherslu á. Við leikum einn daginn og daginn eftir er létt æfing þar sem menn hlaupa úr sér þreytuna og við fórum aðeins yfir helstu atriði næsta leiks sem er næsta dag. Það gafst því ekki mjög mikill tími til að fara yfir leikkerfi, en mér sýnist strákamir samþykkja það kerfi sem ég vil leika eftir og þegar búið er að móta stefnuna er miklu auðveldara að taka einstaka menn inn og aðlaga þá henni. Það litla sem við náðum að vinna með í þessari ferð gafst vel og ég er ánægð- ur með margt í leik liðsins. Við fórum aðeins yfir vörnina en sóknin sat á hakanum að þessu sinni,“ segir Atli. Hann sagði fyrsta leikinn gegn Norðmönnum hafa verið vel leikinn á margan hátt, sérstaklega hafi vam- arleikurinn verið sterkur. „Svo kom leikurinn á móti Finnum sem vannst, en hann var á vissan hátt ekki eins góður. Við gerðum breytingar á lið- inu og einbeitingin var ekki eins mik- il og í leiknum á móti Norðmönnum þar sem allir vora mjög vel með á nótunum. Leikurinn við Færeyjar var svo allt, allt öðravisi. Við stjóm- uðum leiknum og í fyrri hálfleik var leikur okkar allt of rólegur og það gerðist afskaplega lítið en í leikhléi spurði ég strákana hvort þeir treystu sér til að auka við hraðann og þeir sögðust geta það. Eftir að hraðinn jókst áttu Færeyingar ekkert svar og okkur tókst að sigra. Færeyingar komu mjög ákveðnir til þessa leiks enda töldu þeir tækifærið til að sigra ísland loksins komið, en þeir sprangu í síðari hálfleiknum en ekki við. Ég tel að við höfum skilað mikilli og góðri vinnu á þessum stutta tíma sem við höfðum. Hugmyndin er kom- in og strákarnir era sáttir við það sem er verið að leggja fyrir þá enda er mjög auðvelt að vinna eftir þessu kerfi.“ - Hvaða kerfi er það sem þú ætlar að leggja áherslu á? „Eg legg ofboðslega mikla áherslu á þegar við töpum boltanum að menn séu fljótir að koma sér í sínar stöður í vöminni. Maður er oft spurður hvort liðið manns ætli að sækja í hinum og þessum leiknum og við því er einfalt svar því liðið sækir þegar það er með boltann. Það er ekki enn búið að finna leið til að sækja þegar mótheij- inn er með boltann. Ég segi því að það þurfi að finna bestu leiðina til að veijast og það er auðvitað best að verjast þegar allir era fyrir aftan boltann, á milli hans og eigin marks. Ég legg því áherslu á að við komumst í þá stöðu sem fyrst eftir að við töp- um boltanum. Við reynum að hægja á sókn mótherjanna á meðan við er- um að koma okkur í þessa stöðu og þegar allir eru mættir á sinn stað í vörninni byijum við að reyna að ná boltanum af mótherjanum og reyn- um að þvinga hann til að fara inn á þau svæði þar sem hentugast er að ná af honum boltanum og sækja síð- an hratt. Þetta kom vel í ljós þegar við komumst þrír inn fyrir vöm Fær- eyinga á lokamínútunum, boltinn vannst á miðsvæðinu og við komumst þrír inn fyrir vömina. Færið nýttist raunar ekki en það er önnur saga. Til að leika svona þarf mikinn aga og of- boðslega mikla þolinmæði, ekki bara smátíma heldur í 90 mínútur. Ef okk- ur tekst þetta þá held ég við séum í góðum málum. Það kom til dæmis nokkrum sinnum fyrir í leiknum gegn Finnum að við sóttum of hratt, við lentum í sókn tveir á móti hellingi af vamarmönnum og í stað þess að halda boltanum töpum við honum strax. Þetta hefur sínar skýringar, í hópinn vantar menn með gríðarlega mikla reynslu, menn sem geta tekið af skarið og gert hlutina og þegar það er nýr þjálfari vilja strákarnir kannski sýna hvað þeir geta, og þeir geta þetta þó svo aðstundum sé þol- inmæðin í sókninni betri en að taka boltanum strax. Þetta era hlutir sem ég held að lagist með tímanum. Fyrir næsta landsleik verða þrír dagar til undirbúnings og þá er hægt að fara betur yfir hlutina. Við Ásgeir Sigur- vinsson voram að ræða um að koma með ákveðnar leiðir sem strákamir geta nýtt sér við ákveðnar aðstæður, ekki eitthvað sem þeir eiga að fara eftir heldur frekar leiðir til að leita í við ákveðnar aðstæður, hvemig eigi að leysa upp og annað því um líkt.“ - Nú er hópur þeirra leikmanna sem hafa leikið landsleik og eru enn að spila á fullu orðinn ansi stór. Verð- ur ekki erfitt að velja landslið þegar allirgefa kost á sér? „Jú, það er alltaf erfitt að velja lið, enda vili maður leyfa öllum að spUa. Ég held það sé óhætt að segja að það séu um 25 leikmenn í þeim hópi sem kemur til greina, sumir era mjög ungir en það er aldrei að vita hvenær þeir fá tækifæri og gætu orðið fastir menn í liðinu fljótlega. Auðvitað byggjum við á þeim kjama sem við teljum sterkastan hverju sinni, en það hefur mikið að segja að menn séu tilbúnir að leggja sig fram fyrir liðið. Norskir fjölmiðlar sögðu til dæmis fyrir leikinn við okkur að sterkt lið Norðmanna ætti ekki að vera í nein- um vandræðum með að vinna þar sem það vantaði svo marga í okkar Uð. Annað kom á daginn enda var samstaðan mjög mikil í okkar hópi og það hefur gríðarlega mikið að segja.“ - Varst þú sérlega ánægður með einhverja í ferðinni? „Ég var mjög ánægður með strák- ana sem era með reynsluna og era í forystuhlutverkum í hópnum. Stráka eins og Rúnar Kristinsson, sem er búinn að leika alla þessa leiki, hann er bara einn af hópnum og það sama má segja um þá alla, Birki, Pétur og hvem sem er. Þeir taka á sig ákveðna og mikla ábyrgð en eru á sama tíma miklir félagar allra. Her- mann og Pétur unnu mjög vel saman í vöminni og ég er mjög ánægður með það og einnig vora miðjumenn- irnir duglegir að hjálpa þeim við að stöðva sóknarmenn mótherjanna." - Er landsliðsþjálfarastaðan fullt starfhjáþér? „Nei, ég er ekki í fullu starfi hjá KSÍ. Þetta era svona skorpur sem era teknar og ég vinn eins mikið við þetta þess á milli og þarf. Það kemur langur tími á milli landsleikja og ég sé mig ekki í þeirri stöðu að vera að búa mér til eitthvað að gera, segjum til dæmis nóvember og desember, það er ekki mikið að gerast í íslenskri knattspyrnu þessa mánuði. Ég held að ég sé þannig gerður að ég verði að hafa aðra vinnu, bæði til að losna að- eins frá fótboltanum því þó að maður sé alltaf að hugsa eitthvað um fót- bolta er gott að losna aðeins frá hon- um. Auðvitað er ég með hugann við landsliðið en á ákveðnum tíma árs er afskaplega lítið sem maður getur gert í tengslum við landsliðið. Það er frábært starfslið hjá KSÍ og ég fæ allt upp í hendurnar þannig að það eina sem ég þarf í raun að gera er það sem snýr að leik liðsins sem ég vel hverju sinni.“ - Áttu von á að framhald verði á Norðurlandamótinu eins og það var núna? „Já, og ég vona það svo sannarlega því á La Manga er frábær aðstaða og ekki hægt að hugsa sér hana betri. Það er mjög gott fyrir þjálfara að vera á svona stað þar sem auðvelt er að halda fullri einbeitingu því þama er í rauninni ekkert sem glepur, eng- inn bær til að vera að rápa um og því um líkt. Ég heyrði ekki betur en allir, þjálfarar og forráðamenn Norður- landaliðanna, hefðu verið í sjöunda himni með allt og því vona ég að framhald verði á,“ sagði Atli Eð- valdsson, landsliðsþjálfari karla í knattspymu. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.