Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.02.2000, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 B 13 Reuters Tékkinn Patrik Berger skorar fyrir Liverpool gegn Leeds án þess að Erik Bakke og Lee Bowyer komi vðmum við. Meistaramir komn- ir með undirtökin MANCHESTER United er enn líklegra en áður til að verja enska meistaratitilinn f vetur eftir leiki helgarinnar. Sigur á Coventry, 3:2, á meðan Leeds tapaði í Liverpool, 3:1, þýðir að Manchester United er komið með sex stiga forystu sem liðið er ekki sérlega líklegt til að láta af hendi. Leeds er að gefa eftir í slagnum, hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum leikjum sínum, og Arsenal tapaði óvænt í Bradford, 2:1, og missti þar með af tækifæri til að ná Leeds að stigum. að var þó ekki með neinum sér- stökum glæsibrag sem Man- chester United náði þessu forskoti. Andy Cole var maðurinn sem gerði Iútslagið gegn Coventry en tvö falleg mörk hans sáu til þess að United var allan tímann með undirtökin. Paul Scholes kom inn á sem varamaður og kom United í 3:1 en Belginn Cedrie Roussel minnkaði tvívegis muninn fyrir Coventry. Seinna mark hans kom á lokamínútunni, of seint til að sigur United væri í hættu. Hjá Cov- entry vantaði átta leikmenn, þar á meðal Marokkóbúana snjöllu, Hadji jti og Chippo. IGlæsileg mörk hjá Liverpool Liverpool sýndi vaxandi styrk sinn með því að sigra Leeds sann- færandi, 3:1, og um leið sást að ungu strákarnir hjá Leeds eru ekki alveg tilbúnir sem meistaraefni. Öll mörk Liverpool voru skoruð með hörku- skotum utan vítateigs, Dieter Ha- mann með skoti í varnarmann og inn, og þeir Patrick Berger og Danny Murphy með glæsilegum þrumufleygum sem Nigel Martyn átti enga möguleika á að verja. I„Leeds er með betra lið en við en gífurleg barátta og glæsileg mörk færðu okkur sigur,“ sagði Gerard Houllier, stjóri Liverpool. Saunders afgreiddi Arsenal Arsenal hefur ekki sýnt nægilegt jafnvægi í leikjum sínum í vetur og á laugardag töpuðust dýrmæt stig gegn botnliði Bradford. Dennis Bergkamp lék með Arsenal á ný eftir langvarandi meiðsli en það var ekki nóg. Hinn gamalreyndi Dean Saund- g ers sýndi að hann er enn ekki dauður 't úr öllum æðum. Hann fékk stungu- 1 sendingu frá Gareth Whalley og skoraði sigurmarkið, 2:1. Það dugði ekki til að koma Bradford úr fallsæti en liðið hefur ekki tapað í síðustsu 8 heimaleikjunum. „Ef liðið spilar svona verður það ekki í vandræðum með að halda sér í deildinni," sagði Jorge Cadete, nýj- asti liðsmaður Bradford, sem var á meðal áhorfenda á laugardaginn. Merson var frábær gegn Watford Paul Merson er enn og aftur orð- aður við enska landsliðið eftir stór- leik með Aston Villa gegn Watford. Merson tók við fyrirliðastöðunni hjá Aston Villa þar sem Gareth South- gate var meiddur, og gerði út um leikinn með tveimur stórglæsilegum mörkum á þremur mínútum í síðari hálfleik. Hann kom Villa í 3:0 með þessu framlagi sínu og þar með var draumur Heiðars Helgusonar og fé- laga um stig úr sögunni en þeir höfðu haldið jöfnu í hálfleik með mikilli baráttu. Villa vann að lokum, 4:0, og Watford beið sinn 18. ósigur í 24 leikjum. Ekkert nema fall blasir nú við liðinu. „Eftir þriggja ára sigurgöngu átt- um við aldrei von á að lenda í svona erfiðri stöðu í vetur og nú eigum við erfitt verkefni framundan ef við eigum að halda okkur í deildinni. En þrátt fyrir þessa stöðu hefur margt jákvætt gerst hjá okkur í vetur og langtíma- markmið Watford er að festa sig í sessi sem eitt af 26-30 bestu félögum Englands," sagði knattspymustjóri Watford, Graham Taylor. Ævintýri á Pride Park Ævintýri dagsins átti sér stað á Pride Park, heimavelli Derby. Heimaliðið var undir allan tímann í fallslagnum við Sheffield Wednes- day og engum datt annað í hug en að úrslitin væru ráðin þegar Simon Donnelly kom gestunum í 1:3 þegar 2 mínútur voru eftir. En Derby hefur ekki tapað heima gegn Wednesday í 42 ár og það stendur enn. Með gífur- legri baráttu tókst Craig Burley og Malcolm Christie að skora tvívegis á lokamínútunni og jafna metin, 3:3. Þeir forðuðu þar með Derby frá því að lenda í fallsæti. „Maður á ekki að vera hissa á neinu sem gerist í knattspyrnu, en ég er steini lostinn,“ sagði Danny Wilson, knattspymustjóri Wednes- day, eftir leikinn. „Three Point Land“ Stuðningsmenn Chelsea kalla White Hart Lane, heimavöll Totten- ham, „Three Point Land“ og ekki að ástæðulausu. Þeir hafa ekki tapað þar í 13 ár og Tottenham hefur aldrei sigrað Chelsea síðan úrvalsdeildin var stofnuð 1992. Það var því allt eft- ir bókinni þegar Chelsea sótti þrjú stig á White Hart Lane. Varnarmað- urinn Bernard Lambourde skoraði sigurmarkið en George Graham, stjóri Tottenham, kenndi besta varn- armanni sínum, Sol Campbell, um markið. Chris Sutton skoraði ekki frekar en venjulega en Gianluca Vi- alli, stjóri Chelsea, hrósaði mjög samvinnu hans og George Weah í framlínu liðsins. „Þeir ná mjög vel saman, skapa færi fyrir aðra og berj- ast af krafti þegar við emm ekki með boltann. Þeir gefa tóninn fyrir liðið í heild,“ sagði Vialli. Hoddle strax á sigurbraut Glenn Hoddle fagnaði sigri í sínum fyrsta leik sem bráðabirgðastjóri Southampton, 2:1 gegn West Ham. Kevin Phillips bætti enn tveimur mörkum í safnið fyrir Sunderland sem gerði 2:2-jafntefli í rafmögnuð- um nágrannaslag gegn Newcastle. Hann hefur nú gert 22 mörk í vetur. Bryan Robson, stjóri Middles- brough, vai’ fjúkandi reiður eftir 2:1- ósigur í Leicester, enda fengu hans menn á sig tvö mjög ódýr mörk og stefna beina leið í fallbaráttu. Kevin Campbell hjá Everton lék Hermann Hreiðarsson og félaga í vörn Wimbledon grátt á sunnudag- inn. Á10 mínútna kafla skoraði hann tvö nánast eins skallamörk og lagði upp þriðja markið fyrir Joe-Max Moore, 0:3. Dómarinn fagnaði á Anfield Road ÁHANGENDUR enska knattspymufélagsins Leeds vora ekki par hrifnir þegar þeir sáu dómarann Mike Reed fagna markinu sem Patrick Berger skoraði fyrir Liverpool gegn þeirra mönnum í úrvalsdeildinni á laugardaginn. Reed dansaði reyndar ekki um völlinn en sýndi augljós ánægjumerki. Reed skýrði málið í sam- tali við The Express. Hann kvaðst hafa beitt hagnaðarreglunni, brotið hefði verið á leikmanni Liverpool áður en Berger fékk boltann, en Reed lét leikinn halda áfram. „Þegar hagnaðarreglan leiðir til þess að mark er skorað er maður að sjálfsögðu n\jög ánægður með sinn hlut,“ sagði dómarinn. FOLK ■ HEIÐAR Helguson lék allan leik- inn í framlínu Watford gegn Aston Villa þegar lið hans steinlá, 4:0. Jó- hann B. Guðmundsson var ekki í hópnum hjá Watford. ■ HERMANN Hreiðarsson lék all- an leikinn í vöm Wimbledon gegn Everton. Hann stóð sig þokkalega en þriðja mark Everton skrifaðist þó á hans reikning. Wimbledon hafði ekki tapað í síðustu 12 heima- leikjum sínum. ■ ARNAR Gunnlaugsson sat á varamannabekk Leicester allan leikinn gegn Middlesbrough. ■ LÁRUS Orri Sigurðsson lék allan leikinn með WBA sem tapaði fyrir Fulham, 1:0, í 1. deild. Hann fékk gult spjald á 10. mínútu. WBA jafn- aði félagsmet því liðið lék sinn 14. leik í röð án sigurs. ■ BJARNÓLFUR Lárusson lék síð- ustu 16 mínútumar með Walsall sem gerði jafntefli, 1:1, í Norwich og fékk dýrmætt stig í faílslag 1. deild- ar. Walsall hefur ekki tapað í 5 leikj- um í röð og heldur sig ofan fallsætis. ■ BRYNJAR Bjöm Gunnarsson lék allan leikinn með Stoke og fékk gult spjald þegar íslendingaliðið steinlá í Gillingham, 3:0, í 2. deildinni. Sig- ursteinn Gíslason og Einar Þór Daníelsson vom ekki í leikmanna- hópi Stoke. ■ STOKE heldur sjötta sætinu þrátt lyrir tapið en Gillingham er tveimur stigum á eftir og á tvo leiki til góða. ■ IVAR Ingimarsson lék allan leik- inn með Brentford en Gunnar Ein- arsson sat á varamannabekknum þegar lið þeirra tapaði, 0:2, fyrir Notts County í 2. deild. ■ BJARKI Gunnlaugsson lék síð- ustu 23 mínútumar með Preston sem gerði jafntefli, 2:2, við Reading í 2. deild. Stigið kom Preston í topp- sæti deildarinnar. ■ SIGURÐUR Ragnar Eyjólfsson lék allan leikinn með Chester sem tapaði, 2:1, fyrir Rochdale í 3. deild. ■ MICHAEL Owen lýsti því yfir um helgina að hann myndi leika síðustu tólfleiki Liverpool í deildakeppninni og verða í fínu formi þegar úrslita- keppni EM hefst í sumar. Hann er í hvíld út mánuðinn vegna meiðsla. ■ ROBBIE Fowler, félagi Owens í framlínu Liverpool, er ekki í jafn góðum málum og nú bendir flest til þess að hann nái ekki að spila meira á þessu tímabili. Hann á langt í land með að jafna sig eftir uppskurð á ökkla. ■ EMILE Heskey frá Leicester hef- ur verið þrálátlega orðaður við Li- verpool undanfamar vikur og nú virðist flest benda til þess að hann fari þangað eftir úrslitaleik deilda- bikarsins um næstu mánaðamót. ■ ALESSANDRE Pistone, ítalski vamarmaðurinn hjá Newcastle, fót- brotnaði í leiknum gegn Sunderland á laugardaginn og verður frá keppni úttímabilið. ■ BRADFORD hefur fengið portúg- alska landsliðsmanninn Jorge Cad- ete lánaðan frá Benfica út tímabilið. Cadete, sem er 31 árs, lék um tíma með Celtic í Skotiandi. ■ ARSENAL er sagt hafa hug á að kaupa hollensku tvíburana Ronald og Frank de Boer frá Barcelona í sumar. Líklegt er að Marc Overm- ars færi þá til spænska félagsins í staðinn en hann hefur sýnt áhuga á að breyta til. Bræðumir hafa h'tið fengið að spila í vetur og em ekki án- ægðir með sinn hlut á Spáni. ■ JAVIER Saviola, 18 ára Argen- tínumaður, er í sigtinu hjá Man- chester United. Hann er sagður eitt mesta efni sem fram hefur komið, og hefur verið líkt við bæði Pele og Maradona. ■ STEFFEN Iversen, markahæsti leikmaðm- Tottenham, fór meiddur af velli gegn Chelsea og missir lík- lega af næstu leikjum. Slæmt mál fyrir Tottenham sem er í miklum vandræðum með sóknarmenn þessa dagana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.