Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 08.02.2000, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ _ 10 B ÞRIÐ JUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 * ........ HANDKNATTLEIKUR Pf l| ■Jmm . j mKtm, Morgunblaðið/Jens Wolf Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir Magdeburg þegar liðið skellti toppliði Flensburgar. Topplið Flensburg og Kiel lágu bæði TOPPLIÐIN Flensburg og Kiel fóru ekki vel út úr fyrstu umferð ársins í þýska handknattleiknum. Bæði urðu að sætta sig við ósigur- Flensburg tapaði fyrir Ólafi Stefánssyni, Alfreð Gíslasyni og félögum í Magdeburg og Kiel lá fyrir gamla stórveldinu Gummersbach sem loksins komst í fréttirnar fyrir annað en fjár- hagsvandræði. að var uppselt í Bördelandhöllina í Magdeburg. Um 7.500 áhorf- endur studdu vel við bakið á heimalið- inu gegn Flensburg og sáu hörkuleik. Staðan í hálfleik var jöfn, 11:11, en á lokasprettinum náði Magdeburg, undir stjóm Alfreðs Gíslasonar, að knýja fram sigur, þótt h'numaðurinn sterki frá Frakklandi, Gueric Kerva- dec, fengi að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleikinn. Stefan Kretzschmar og Uwe Mauer skoruðu 5 mörk hvor fyrir Magdeburg, Joel Abati 4 og Ólafur Stefánsson 3. Lars Christiansen skoraði 7 mörk fyrir Flensburg. Sigurinn fleytti Magde- burg uppfyrir Kiel og í þriðja sæti deildarinnar. Það var einkum sterkur vamar- leikur Magdeburg sem lagði grunn- inn að sigri liðsins, en það lék án tveggja sterkra leikmanna, Oleg Koli- schovs og Atavins. Lemgo komst í annað sætið, fjómm stigum á eftir Flensburg, með jafn- tefli í Eisenach, 21:21. Róbert Julian Duranona gerði 3 mörk fyrir Eisen- ach en Frakkmn Stéphane Joulin skoraði mest fyrir liðið, 6 mörk. Fyrir Lemgo skomðu Alexander Koke og Andrej Siniak 5 mörk hvor. Gummersbach lék í fyrsta skipti undir stjóm Esad Kurtagic en hann tók við af Amo Ehret fyrir helgina. Uppselt var í Eugen-Haas-höllina, 2.100 áhorfendur sáu leikinn og gífur- lega baráttu liðanna. Stuðningsmenn Gummersbach svömðu kalli forráða- menna félagsins sem óskuðu eftir að þeir íjölmenntu á leikinn. Oliver Plohmann skoraði sigurmarkið úr hraðaupphlaupi, 28:27, þegar 18 sek- úndur vora eftir og sænski markvörð- urinn Jan Stankiewicz varði síðasta skot leiksins frá Nenad Pemnicic. Oleg Khodkov skoraði 8 mörk fyrir Gummersbach en Nikolaj Jacobsen, danski homamaðurinn, fór hamföram með Kiel og skoraði 15 mörk, 8 þeirra úr vítaköstum. Evrópumeistaramir nýkrýndu í liði Kiel, Staffan Olsson, Magnus Wislander og Stefan Lövgren, vom greinilega þreyttir eft- ir EM því þeir vom þungir á lokakafla leiksins. Leikmenn Kiel geta nagað sig í handarbökin vegna þessara úrslita því þeir höfðu lengst um góða stöðu, m.a. 14:11 í hálfleik og vom siðan 20:17 yfir þegar nokkuð var liðið á síð- ari hálfleik. Gústaf Bjamason og Magnús Sig- urðsson skomðu 3 mörk hvor fyrir Willstatt sem tapaði naumlega í Minden, 27:25. Holger Löhr skoraði mest fyrir Willstatt, 7 mörk, en Aaron Ziercke skoraði 8 mörk fyrir Minden og Talant Dujshebajev 7. Minden átti lengstum í erfiðleikum með baráttug- latt lið Willstatt sem var m.a. marki yfir í hálfleik, 12:11. Sigurður Bjamason skoraði 4 mörk fyrir Wetzlar sem tapaði fyrir Essen, 30:24. Patrekur Jóhannesson lék ekki með Essen vegna meiðsla sem hann varð fyrir í vikunni og Páll Þórólfsson var ekki á meðal markaskorara liðs- ins. Nedeljko Jovanovic skoraði mest fyrir Essen, 7 mörk, en Markus Baur skoraði 8 mörk fyrir Wetzlar. Simen Muffetangen skoraði 10 mörk fyrir Bad Schwartau sem vann stórsigur á Grosswallstadt, 28:20. Að- eins góður leikur hjá Jackson Richardson kom í veg fyrir enn háðu- legri útreið hjá Grosswallstadt. Frankfurt vann Nettelstedt, 24:23. Steffen Weber skoraði 6 mörk fyrir Frankfurt en Denis Bahtijarevic gerði 8 mörk fyrir Nettelstedt. íslendingaliðin Wuppertal, Dor- magen og Nordhom áttu frí um helgi- na. Wuppertal mætir Kiel á útivelli annað kvöld. Endur- koma Sig- urðar gerði gæfumun- inn fýrir HK Sigurður Valur Sveinsson, sem lýsti þvi yfir í lok síðasta keppn- istímabils að hann væri hættur í handbolta, tók fram keppnis- skóna á ný á laugardaginn er HK mætti Fram í Safamýrinni. Hann sýndi að hann hefur litlu gleymt og gerði gæfumuninn fyrir HK, sem vann með tveggja marka mun, 26:24, eftir að staðan í hálf- leik hafði verið 11:10fyrir Fram. Leikur liðanna var afskaplega dapur og vaknaði sú spuming hvað þessi lið hafa verið að gera í hléinu sem var gert ValurB vegna EM í Króatíu. Jónatansson Ætla hefði mátt að skrífar liðin kæmu vel und- irbúin í síðari hluta mótsins, en annað kom á daginn. Leikmenn vom áhugalausir og það vom aðeins gamlir taktar Sigurðar Sveinssonar sem glöddu augu um 50 áhorfenda sem létu sjá sig. Hann skoraði sex mörk og átti auk þess fimm línusendingar sem gáfu mörk. Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir íslenskan handbolta þegar maður á fimmtugsaldri kemur fram á sviðið aftur og er yfirburðamaður í sókn og gerir grín að öllu saman. Framarar réðu ekkert við hann og höfðu ekki leikskilning til að loka á „gamla manninn“. Þeir léku 5-1-vöm og það hentaði Sigurði og félögum vel því Alexander fékk ágætt rými á línunni og beið þar eftir snilldar- sendingum Sigurðar. Snjall þjálfari hefði reynt að breyta í 6-0-vörn til að freista þess að loka á línuspilið. Framliðið olli miklum vonbrigð- um. í því era þrír erlendir leikmenn og síðan núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í hverri stöðu. Lithá- inn Robertas var líklega slakastur allra á vellinum, reyndi níu skot en skoraði aðeins tvö mörk. Gunnar Berg, sem þótti ein efnilegasta skytta landsins, var lítið skárri. Hann gerði 7 mörk úr 14 skotum, þar af vom fjögur mörk úr vítaköst- um. Skásti leikmaður liðsins var markvörðurinn Sebastian Alexand- ersson, sem varði m.a. tvö vítaköst. Sömu lið eigast við á ný í undan- úrslitum bikarkeppninnar annað kvöld. Þar verður meira í húfi og vonandi verður handboltinn betri en boðið var upp á í sl. laugardag. ÍR-ingar ferskir úr frfinu „ÉG er ánægður með þennan sigur því tapið fyrir Fylki fyrir jól hefur setið í okkur en það má segja að heppnara liðið hafi unnið í dag,“ sagði Hrafn Margeirsson markvörður ÍR, sem átti stóran þátt í 23:22 sigri á FH í Kaplakrika á sunnudaginn þegar ÍR-ingar komu ferskari úr fríinu. Hann lét það ekki slá sig alveg út af lag- inu þegar hann fékk þrumuskot í andlitið undir lok fyrri hálfleiks. „Ég ætlaði að halda áfram en dómarar bönnuðu það því það blæddi úr nefinu. Það er aldrei gott að fá svona skot í andlitið, maður hálf rotast og það er oft erfitt að halda sér í sama stuðinu.“ Samvinna handknatt- leiks og knattspyrnu? Rögnvald aft- uríefstu deild RÖGNVALD Eriingsson handknattleiksddmari dæmdi leik Stjömunnar og Vals í efstu deiid karla á föstudagskvöld ásamt Ein- ari Sveinssyni. Það er kannski ekki í frásögur fær- andi, nema að Rögnvald sagði fyrir 14 mánuðum síð- an að hann væri hættur að dæma í efstu deild karla. Rögnvald og Einar hafa hins vegar dæmt marga leiki í kvennadeildinni í vet- ur. FORRÁDAMENN liðanna í þýsku 1. deildinni í handknattleik áttu um helgina fund með fjármálasérfræð- ingum knattspymuliðsins Bayer Leverkusen. Talið er að forráðamenn liðanna séu ákveðnir í að stofna deild- arsamband um leið og þeir ætli sér með því að sjá sjálfir um að markaðs- setja deildina án afskipta þýska handknattleikssambandsins. Löng- um hefur verið stirt á milli sam- bandsins og félaganna í deildinni sem segja forráðamenn sambandsins vera orðna gamla og staðnaða í hugsun. Uwe Schwenke, framkvæmda- stjóri meistaraliðs Kiel, segir þýska handknattleikssambandið ekki vinna eins og atvinnumenn eigi að gera, þar sé hugsað og framkvæmt líkt og um áhugamennsku sé að ræða. Því sé það ekki í stakk búið að lyfta hand- knattleiknum á hærra plan. „Þess vegna áttum við fund með atvinnu- mönnum í fjármálum. Stefna okkar er að markaðssetja handknattleikinn á miklu skarpari hátt en sambandið hefur nokkum tímann gert,“ sagði Schwenke. Breiðhyltingar virtust koma betur undirbúnir og náðu strax for- ystu, sem þeir héldu fram í síðari hálfleik. Hafnfirðing- Stefán ,<ir ^-l vörn til Stefánsson höfuðs Ragnari Ósk- skrifar arssyni leikstjóm- anda en það gekk ekki upp því vömin átti það til að gal- opnast, svo að ÍR-ingar gátu gengið í gegn. Sjálfir léku gestimir vöm sína framarlega, oft nánast 4-2-kerfi, sem dró mesta bitið úr sóknarleik FH- inga, og það var ekki nóg að koma að skoti því Hrafn stóð á milli stang- anna. í síðari hálfleik var sóknarleikur FH yfirvegaðri til að byrja með, sem dugði þeim til að jafna, en liðin skipt- ust á að hafa forystu fram í miðjan hálfleik. Þá kom slakur kafli í sóknar- leik FH með slökum skotum. Það létu gestimir ekki bjóða sér tvisvar, náðu þriggja marka forystu og það reynd- ist FH um megn að vinna það upp. „Ég er vonsvikinn yfir að missa leikinn úr höndunum í lokin og þetta er annar leikurinn í röð, sem það ger- ist,“ sagði Elvar Erlingsson þjálfari FH eftir leikinn. „Hinsvegar vomm við að tapa vegna þess að við nýttum ekki dauðafærin okkar og í svona jöfnum leik má ekki við því.“ Egidius Petkevicius markvörður átti góðan leik, varði meðal annars tvö vítaskot en Sigurgeir Amdal og Gunnar Beinteinsson vom einnig góðir. Sem fyrr segir átti Hrafn mark- vörður góðan leik og Ragnar Óskars- son var einnig drjúgur. Finnur Jó- hannsson var að vanda öflugur í vöminni..

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.