Morgunblaðið - 08.02.2000, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 2000 B 11
HANDKNATTLEIKUR
1
Fylkir
engin
hindrun
Treystir
á sjö til
átta
leik-
menn
BORIS Bjami Akbas-
hev, þjálfari ÍBV,
sagði það há sínu liði
hve fáum leikmönn-
um hann hefði yfir að
ráða til þess að leika
gegn Víkingum. „Ég
get aðeins notað 7-8
leikmenn og það kom
niður á liðinu. Hinir
em alltof ungir. Það
er ekki nóg að hafa
aðeins þessa leik-
menn til að leika
þennan leik. Þá lék
örvhenta skyttan
okkar, Miro Barisic,
ekki vel og ég varð
að skipta honum út
af. Næsti sem kom í
hans stað stóð sig
heldur ekki. Við vor-
um ekki alslæmir, en
við gerðum talsvert
af mistökum, misst-
um boltann, nýttum
ekki góð tækifæri og
glutmðum hraða-
upphlaupum. Það
kom niður á leik okk-
ar.“
fýrir
Morgunblaðið/Jim Smart
Sigurbjöm Narfason og félagar í Víkingi unnu mikilvægan sigur á ÍBV um helgina. Sigurbjörn, sem
skoraði þrjú mörk, lætur skot rfða af en Erlingur Richardsson, Eyjamaður, reynir að verjast.
Víkingar ekki dauð-
ir úr öllum æðum
ATORKA og ósérhlífni Víkinga gegn ÍBV færði þeim lífsnauðsynleg-
an sigur, 21:19, í botnbaráttu 1. deildar karla í handknattleik á
sunnudag. Víkingar eiga í harðri glímu við falldrauginn og með
ósigri hefði sigið á ógæfuhliðina, en tvö stig voru Víkingum kær-
komin, þeir blésu lífi í stöðu liðsins f deildinni og sýndu að þeir eru
ekki dauðir úr öllum æðum.
Gfsli
Þorsteinsson
skrifar
Hléið sem gert var á deildar-
keppninni hefur komið niður á
liðinum því leikurinn var sveifluk-
enndur og leikmenn
gerðu aragrúa af
mistökum, einkum
framan af. Víkingar
náðu fyrr að koma
skipulagi á leik sinn enda gaf sterk-
ur varnarleikur þeirra þeim byr í
seglin. Eyjamenn voru heillum
horfnir þegar leið á fyrri hálfleik og
nýttu ekki átta sóknir í röð. Öflugur
varnarmúr Víkinga varð á vegi
þeirra og hvert tækifærið fór for-
görðum, og þegar þeim tókst loks
að finna sér leið í gegn varð Hlynur
Morthens, markvörður Víkinga, á
vegi þeirra. Hann kunni greinilega
tökin á Eyjamönnum og varði úr
mörgum opnum færum, en í heild
varði Hlynur 20 skot í leiknum.
Fátt var um fína drætti í Eyjaliðinu
í fyrri hálfleik. Tveir erlendir leik-
menn liðsins, Miro Barisic og Aur-
imas Frovolas, sem greinilega voru
fengnir til að styrkja það, stóðu
engan veginn undir nafni enda var
Barisic hvfldur í þeim seinni en
Frovolas var skömminni skárri í
þeim síðari.
Víkingar hertu tökin á Eyja-
mönnum í síðari hálfleik og náðu
sex marka forystu, 15:9, með
markvissum varnarleik og árang-
ursríkum hraðaupphlaupum. En
þegar hæst lét sprungu þeir á
limminu. Áður en varði voru Eyja-
menn, sem virtust ekki eiga neina
von, búnir að jafna leikinn og komn-
ir einu marki yfir, 17:18. Aðspurður
hvað olli því að sóknarleikur liðsins
hrundi sagði Hjörtur Arnarson,
leikmaður liðsins, að dauðafæri
hefðu misfarist, sóknarleikurinn
orðið ómarkvissari og Eyjamenn
náð að refsa þeim með því að skora
úr hraðaupphlaupum. „Við tókum
ekki við okkur fyrr en liðið var kom-
ið einu marki undir. Það tókst að
Ivar
Benediktsson
skrifar
brúa bilið og við unnum afar mikil-
vægan sigur, því ef liðið hefði tapað
væri útlitið svart,“ sagði Hjörtur.
Lokamínútur leiksins voru
spennandi því jafnt var á komið
með liðunum allt þar til að tvær
mínútur voru eftir, en þá náðu Vík-
ingar tveggja marka forystu. Eyja-
menn reyndu hvað af tók að jafna
en 5-1-vörn Víkinga og Hlynur í
markinu voru ekki á þeim buxunum
að missa forystu niður á nýjan leik
og héldu velli.
Það ætlar að reynast Eyjamönn-
um erfitt að vinna sigra á útivöllum.
í þessum leik varð ómarkvissur
sóknarleikur þeim að falli, liðið lék
ekki sem ein heild, leikmenn nýttu
illa færin og þeir fengu fyrir vikið
mikið af hraðaupphlaupum á sig.
Með samskonar leik er liðið ekki
líklegt að ná í efri hluta deildarinn-
ar. Víkingar höfðu allt að vinna í
þessum leik. Liðinu hefur gengið
illa á mótinu, er í næstneðsta sæti
deildarinnar, en sigurinn hlýtur að
lina þrautir leikmanna og þjálfara
að minnsta kosti um stundarsakir.
Það býr greinilega mikið í þessu
unga liði en það er reynslulítið og
falldraugurinn mun eflaust elta lið-
ið allt þar til móti lýkur.
EKKI tókst leikmönnum Fylkis
að taka upp þráðinn þar sem
þeir skildu við hann fyrir vetr-
arleyfi í 1. deild karla, þ.e. með
því að sigra er þeir tóku á móti
Haukum á heimavelli á sunnu-
dagskvöld. Skemmst er frá því
að segja að Fylkismenn höfðu
nær því enga burði til þess að
veita andstæðingi sínum ein-
hverja keppni. Úr varð því
óspennandi leikur þar sem
enginn vafi lék á úrslitum, að-
eins var spurningin um hversu
miklu munaði á liðunum við
leikslok. Niðurstaðan varð níu
marka sigur Hauka, 33:24, eft-
ir að Hafnfirðingar höfðu verið
fimm mörkum yfir í hálfleik,
13:8. Haukar eru því í 5.-8.
sæti með 14 stig en Fylkir er
sem fyrr langneðstur með sín
tvö stig.
Það var aðeins rétt á fyrstu tíu
mínútunum sem Fylkir hélt í
við Hauka. Þá lék Eymar Kruger
lausum hala í sókn
heimamanna og naut
sín vel, gerði þrjú af
fyrstu fimm mörkum
liðsins og alls fimm í
hálfleiknum. Auk þess var félagi
Eymars, Örvar Rúdólfsson mark-
vörður, sprækur. Guðmundur Karls-
son, þjálfari Hauka, setti hins vegar
fljótlega undir lekann, lét taka Eym-
ar úr umferð. Þá lamaðist sóknar-
leikur Fylkis, en Eymar ber greini-
lega höfuð og herðar yfir félaga sína.
Örvar hélt Fylki á floti um stund, en
síðan þvarr honum þróttur og þar
með fjaraði undan heimamönnum.
Haukar fundu einnig ráð við fram-
liggjandi vöm Fylkis. Við það urðu
Hafnfirðingum allir vegir færir. Eft-
ir að Eymar var tekinn úr umferð
var sóknarleikur Fylkis fábreyttur
og stundum hreinlega neyðarlegur á
að líta er vörn Haukavarði hvað eftir
annað máttlítil skot Árbæinga elleg-
ar að sóknarlotumar mnnu út í
sandinn vegna slakra sendinga sam-
heija í milh. Á kafla tókst Fylki að-
eins að færa sér í nyt eina sókn af ell:
efu og segir það meira en mörg orð. í
hálfleik var munurinn fimm mörk,
13:8.
Síðari hálfleikur var hreint út sagt
afar óspennandi og skipti þar mestu
að heimamenn virtust ekki eiga
neina ása uppi í erminni til þess að
ógna Haukum, sem oft hafa þó leikið
betur en þeir gerðu að þessu sinni.
Vörn Fylkis var slök og markvar-
slan, sem var um tíma góð í fyrri
hálfleik, var vart merkjanleg. Þótt
sókn heimamanna skánaði nokkuð
breytti það engu um úrslitin þar sem
vörnin hélt hvorki vatni né vindi og
t.d. skomðu leikmenn Hauka úr 20
af 28 upphlaupum í síðari hálfleik.
Eymari var áfram haldið úr umferð
en Tjörvi Ólafsson vaknaði gegn sín-
um fyrri félögum og skoraði átta
mörk eftir að hafa keyrt á öllum hjöl-
börðum sprangnum í fyrri hálfleik.
Haukar bættu smátt og smátt við
forskot sitt en hafa vafalaust þurft að
hafa meira fyrir flestum sigram sín-
um á leiktíðinni.